Fréttablaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 29. ÁGÚST 2007 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G IBC er rótgróinn hollenskur banki, stofnaður árið 1945 við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Útibú bankans má finna í London, Brussel, Frank- furt, New York og Singapúr. Með samruna bankana tveggja má segja að staða Kaupþings sem alþjóðlegs banka styrkist enn. NIBC hefur einkum starfað í Hollandi og Belgíu, og hefur auk þess verið að ryðja sér til rúms í Þýskalandi. Michael Enthoven, forstjóri NIBC, segir bank- ana tvo eiga vel saman. NIBC hafi fyrst rekist á Kaupþing árið 2005 þegar Kaupþing keypti hinn danska FIH banka. FIH og NIBC voru svo- kallaðir systurbankar, stofnaðir undir lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar og ætlað að aðstoða við uppbyggingu samkeppnishæfra hagkerfa í stríðslok. „NIBC var meira að segja meðal hlut- hafa í FIH. Það má því segja að við höfum rek- ist á Kaupþing í gegnum þessi tengsl okkar við FIH.“ Viðræður milli NIBC og Kaupþings hófust fyrst árið 2005, að sögn Enthovens. Hann segir strax hafa orðið ljóst að bankarnir tveir hefðu mjög svipaða stefnu, þótt landfræðileg dreif- ing hafi verið önnur. „Okkur varð strax ljóst að hugmyndafræðin var sú sama. Á þessum tíma stóðu hins vegar bæði fyrirtækin í stórræðum. Hjá okkur urðu breytingar á eigendahópnum og Kaupþing stóð í yfirtöku á Singer og Fried- lander. Samruninn var því kannski ekki raun- hæfur á því augnabliki, en við héldum sambandi og styrktum innviðina í NIBC. Nú á vordög- um fannst okkur sem rétti tíminn væri runninn upp, og viðræður gengu mjög snöggt fyrir sig.“ Bæði Kaupþing og NIBC hafa lagt mikla áherslu á þjónustu við millistór fyrirtæki á markaði og eiga því afar vel saman, segir Enthoven. TÆKIFÆRI Í UMBROTUM Á ÞÝSKALANDSMARKAÐI Á kynningarfundi eftir kaupin nefndi Hreið- ar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, að mikil vaxtartækifæri væru fyrir hinn samein- aða banka Kaupþings og NIBC í Þýskalandi. Hreiðar sagði stefnu bankanna tveggja mjög sambærilega; báðir einbeittu sér að smærri og meðalstórum fyrirtækjum. Þannig gætu bank- arnir selt þjónustu hvors annars til stærri við- skiptamannahóps. Enthoven segir mörg milli- stór fyrirtæki í Þýskalandi sem hafi not fyrir þjónustu á borð við þá sem Kaupþing og NIBC hafa veitt. „Í Þýskalandi eru gríðarlega mörg millistór fyrirtæki; gjarnan tæknifyrirtæki og útflutningsfyrirtæki. Þessi fyrirtæki voru flest stofnuð á eftirstríðsárunum, mörg þeirra hafa verið í eigu sömu fjölskyldnanna frá upphafi. Nú standa mörg fyrirtækjanna á tímamótum, þurfa að finna eftirmenn frumkvöðlanna og svo framvegis. Við teljum mikil tækifæri fólgin í þeirri endurskipulagningu sem fram undan er.“ Enthoven bætir því við að þýska bankakerfið eigi í ákveðnum erfiðleikum þessi misserin. Þær fjárhagslegu byrðar sem margar þýskar bankastofnanir tóku á sig í kjölfar samein- ingar Austur- og Vestur-Þýskalands hafi verið þeim fjötur um fót. „Þær þýsku bankastofn- anir sem einblíndu á innanlandsmarkað fóru illa út úr sameiningunni. Öðrum sem beindu sjónum sínum út á við, líkt og Deutsche Bank, hefur hins vegar vegnað vel. Við teljum okkur geta veitt þjónustu í Þýskalandi sem þarlendar bankastofnanir hafa ekki getið boðið sínum kúnnum undanfarin ár.“ Íslensku bankarnir teljast vart rótgrónir á alþjóðlegum mælikvarða, enda tiltölulega ný- sloppnir úr greipum ríkisvaldsins. Enthoven segist ekki hræðast þótt íslenska bankakerfið hafi á stundum fengið neikvæða umfjöllun er- lendis. „Kaupþing hefur vaxið og dafnað mjög hratt. Okkur fannst mjög mikilvægt að sjá hversu vel Kaupþingi tókst til við kaupin á FIH. Við sjáum nú bara þá umræðu sem er í gangi núna vegna ástandsins á bandaríska húsnæð- islánamarkaðnum. Svona umræða skýtur allt- af upp kollinum annað slagið, og kemur fyrir á bestu bæjum.“ Enthoven segir áberandi hversu mikill kraftur einkenni íslenskt viðskiptalíf og þá sem þar starfa. Íslendingarnar veki athygli hvar sem þeir koma, fyrir hraða ákvarðanatöku og ung- legt yfirbragð. „Þegar tilkynnt var um kaupin, fjölluðu hollensku blöðin mikið um það hversu gamall ég liti út við hliðina á Hreiðari Má Sig- urðssyni, forstjóra Kaupþings. Síðan voru frétt- ir af kaupum Marels á auknum hlut í Stork Food Systems sama dag. Það var engu líkara en að víkingarnir hefðu ráðist inn í Holland. Á forsíðu hins hollenska Financial Times var eingöngu fjalla um Íslendinga.“ HÚSNÆÐISBRÉFAKRÍSAN LÁN Í ÓLÁNI NIBC fjárfesti í svokölluðum sub-prime, eða annars flokks, bandarískum húsnæðisbréf- um. Áhrif skuldabréfakaupanna voru skýr í hálfsársuppgjöri bankans. Hagnaður félags- ins dróst saman um níutíu og átta prósent milli ára og nam einungis 270 milljónum króna. Alls tapaði NIBC um tólf milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum árs vegna fjárfestinga í annars flokks húsnæðisbréfum. Skuldbindingar NIBC í þessum bandarísku húsnæðisbréfum voru undanþegnar samning- um við yfirtöku Kaupþings. Enthoven viður- kennir að gerð hafi verið mistök þegar ákveð- ið var að fjárfesta í bréfunum. Ekki hafi verið um strategíska ákvörðun að ræða, heldur hafi NIBC treyst matsfyrirtækjum í blindni. „Við töldum okkur hafa keypt skuldabréf með AAA- einkunn. Með því að horfa einungis á láns- hæfiseinkunnina má segja að við höfum van- rækt heimavinnuna okkar, og því fór sem fór. Við gerðum ekki ráð fyrir þeim undirliggjandi þáttum sem réðu því að allt fór á hvolf á end- anum.“ Uppi voru áform um að skrá NIBC á mark- að í Hollandi, en ekkert varð úr þeim eftir að annars flokks húsnæðislánin tóku að skekja fjármálamarkaði. Enthoven segir að kannski hafi sú krísa verið lán í óláni fyrir NIBC. „Yfir- taka Kaupþings er mun betri kostur heldur en skráning á hlutabréfamarkað undir okkar eigi nafni. Eftir sameininguna erum við sterkari, áhrifa okkar gætir víðar, við eigum greiðari aðgang að fjármagni og getum boðið þjónustu sem ekki var á okkar færi áður. Einhvern veg- inn er það alltaf þannig að áföllum fylgja ný tækifæri og svo var sannarlega nú.“ Enthoven hrósar Hreiðari Má Sigurðssyni og öðrum í stjórnendateymi Kaupþings fyrir að hafa séð skóginn fyrir trjánum. Þeir hafi ekki látið á sig fá þótt NIBC hafi orðið illa úti í húsnæðisbréfakrísunni. „Þeir litu á okkar kjarnastarfsemi og létu ekki skammtíma- sveiflur byrgja sér sýn. Það vakti mikla hrifn- ingu í Hollandi, bæði meðal fjölmiðlamanna og annarra, hversu ákveðnir og einarðir þeir voru að halda áfram þótt vissulega væru ákveðin ljón í veginum. Ég tel að þetta beri vott um mikla hæfileika í viðskiptum og skýra framtíðarsýn.“ Kaupþingsmenn sáu skóginn fyrir trjánum Tvö hundruð og sjötíu milljarða yfirtaka Kaupþings á hinum hollenska NIBC banka er sú stærsta í Íslandssögunni. Michael Enthoven, forstjóri NIBC, var staddur hér á landi á dögunum og hitti Jón Skaftason að máli. Enthoven hrósar forsvarsmönnum Kaupþings fyrir einurð og skýra framtíðarsýn. Þeir hafi litið á kjarnastarfsemi NIBC en ekki látið skammtímasveiflur á markaði byrgja sér sýn. „Í Þýskalandi eru gríðarlega mörg milli- stór fyrirtæki. Þessi fyrir- tæki voru flest stofnuð á eftirstríðs- árunum og hafa flest verið í eigu sömu fjölskyldna frá upphafi. Nú standa mörg fyrirtækjanna á tímamótum. Við sjáum mikil tækifæri í þeirri endur- skipulagningu sem fram undan er.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.