Fréttablaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 29. ÁGÚST 2007 MIÐVIKUDAGUR12
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Áhrif svokallaðra jöklabréfa, eða
krónubréfa, á íslenska hagkerf-
ið eru á heildina litið jákvæð að
mati Stefáns Þórs Sigtryggsson-
ar, sérfræðings í fyrirtækjaþjón-
ustu SPRON. Stefán Þór útskrif-
aðist með BS í viðskiptafræði-
fjármálum frá Háskóla Íslands
nú í vor, og fjallaði lokaritgerð
hans um jöklabréf og áhrif þeirra
á íslenska hagkerfið.
Jöklabréf, eða krónubréf, nefn-
ast skuldabréf sem gefin eru út
í íslenskum krónum á erlendum
skuldabréfamarkaði. Fjárfest-
ar; innlendir sem erlendir, kaupa
bréfin og verða að greiða fyrir
með íslenskum krónum. Sé um
erlendan fjárfesti að ræða verður
hann að afla fjárins á innlendum
gjaldeyrismarkaði; hinn erlendi
útgefandi fær þannig andvirði
skuldabréfaútboðsins í íslensk-
um krónum, meðan kaupand-
inn eignast skuldabréf í íslensk-
um krónum, og ber þá gjaldeyris-
áhættu sem því fylgir.
Krónubréfaútgáfa hófst á
haustdögum árið 2005 og hafa
síðan verið gefin út bréf fyrir
526 milljarða króna. Umsvifa-
mestu útgefendurnir eru þýski
ríkisbankinn KFW, austurríska
ríkið, hinn hollenski Rabo-banki
og Evrópski fjárfestingabankinn
(EIB).
Ýmsir hafa lýst áhyggjum af
því að þegar krónubréfin falli á
gjalddaga geti það haft voveifleg-
ar afleiðingar fyrir krónuna og
jafnvel fellt gengið á einum degi.
Stefán Þór segir málið þó ekki svo
einfalt „Ég kemst að þeirri niður-
stöðu í ritgerðinni að stórir gjald-
dagar krónubréfa felli ekki geng-
ið eitt og sér, heldur þyrfti til
nokkra samverkandi þætti. Það
gæti til að mynda orðið þungur
baggi ef í kjölfar stórs gjalddaga
fylgdi krísa eins og sú sem riðið
hefur yfir markaði vegna annars
flokks húsnæðislána í Bandaríkj-
unum.“
Alls hafa verið gefin út krónu-
bréf fyrir um tvö hundruð millj-
arða íslenskra króna það sem
af er ári, en á móti hafa fallið
á gjalddaga bréf að andvirði 65
milljarða. Framundan eru nokkr-
ir stórir gjalddagar; í september
koma bréf fyrir níutíu milljarða
á gjalddaga, og fyrir um sjötíu
milljarða í janúar „Það er engin
ástæða út af fyrir sig til að óttast
þessa gjalddaga. Markaðurinn er
framsýnni en svo. Þegar krónu-
bréfin eru gefin út eru áhrif-
in á gengið metin fram í tímann,
þannig að ekki er að vænta ein-
hverra skella þegar gjalddagarn-
ir renna upp.“
Í mars 2006 féll gengi krón-
unnar nokkuð skarpt vegna nei-
kvæðrar umfjöllunar um íslenskt
viðskiptalíf erlendis. Stefán segir
þá krísu raunar birtingarmynd
þess sem gæti gerst ef þættir á
borð við mikinn samdrátt fast-
eignaverðs eða krísu á erlendum
eða innlendum verðbréfamörk-
uðum kæmu beint ofan í stór-
an gjalddaga krónubréfa. „Hætt-
an er vissulega fyrir hendi. Hins
vegar verðum við að hafa í huga
að við höfum framtíð krónubréfa-
útgáfunnar í eigin höndum að
nokkru leyti. Lánseftirspurnin er
það sem heldur þeim gangandi,
og þegar við hættum að taka lán
á þeim háu vöxtum sem bjóðast
líður útgáfan undir lok.“
Stefán veltir einnig fyrir sér
áhrifum krónubréfaútgáfunnar á
íslenska hagkerfið til lengri og
skemmri tíma. Hann telur að-
komu erlendra fjárfesta gríðar-
lega mikilvæga; með því dýpki
íslenski markaðurinn og velta
aukist. „Til skamms tíma getur
jöklabréfaútgáfan hins vegar
ógnað stöðugleika hagkerfisins,
að því gefnu að samfara stór-
um gjalddaga verði atburðir sem
reynast krónunni erfiðir. Þessi
möguleiki er fyrir hendi, þótt
maður sjái ekki endilega í hendi
sér að von sé á slíkum atburð-
um,“ segir Stefán, og bætir við:
„Niðurstaða mín er hins vegar
sú að jöklabréfaútgáfan sé já-
kvæð fyrir efnahagslífið, og ein
skýrasta birtingarmynd þeirrar
alþjóðavæðingar sem þar hefur
orðið undanfarin misseri.“
Krónubréf fella ekki gengið ein og sér
Útgáfa krónubréfa er ein birtingarmynd þeirrar alþjóðavæðingar sem gengið hefur yfir íslenska hagkerfið undanfarin ár, að
mati Stefáns Þórs Sigtryggssonar sérfræðings hjá Spron. Jón Skaftason ræddi við Stefán, sem skrifaði lokaritgerð í viðskipta-
fræði um jöklabréfaútgáfu nú í í vor.
COGNOS RÁÐSTEFNA
ÞAR MÆTA STJÓRNENDUR SEM VILJA MEIRI YFIRSÝN.
ÁRANGUR AF YFIRSÝN
ÞETTA ERU STJÓRNENDUR SEM NÁ BETRI ÁRANGRI.