Fréttablaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 29. ÁGÚST 2007 MIÐVIKUDAGUR8
Ú T T E K T
Einhliða evruvæðing ekki úr m
Getur verið að einhliða evruvæðing Íslands sé raunhæfur kostur? Óli Kristján Ármannsson sat fyrir helgi ráðstefn
samfélags- og efnahagsmál, þar sem margir frummælendur voru þeirrar skoðunar. Um þetta eru þó skiptar skoð
skipan gjaldeyrismála hér fagnað, nauðsynlegt sé að meta kosti og galla krónunnar og bera saman við aðra kost
alað var fyrir kostum einhliða evru-
eða dollaravæðingar þjóðríkja á ráð-
stefnu sem RSE, rannsóknamiðstöð
um samfélags- og efhahagsmál, hélt
fyrir helgina um gjaldmiðla og al-
þjóðavæðingu. Annars vegar var fjallað um
möguleika smærri hagkerfa, líkt og okkar,
til þess að halda úti sjálf-
stæðri mynt og þar með
sjálfstæðri peningastefnu.
Hins vegar var fjallað um
framtíð gjaldeyrisfyrir-
komulags í heiminum.
Erlendu sérfræðingarnir
sem voru með framsögu á
ráðstefnu RSE töldu ljóst
að fjaraði undan trúverð-
ugleika smærri mynta og
það væri þróun sem jafn-
vel gæti svo smitað yfir á
þær stærri. Sumir hverjir
töldu jafnvel borðleggjandi
að dollara-, eða öllu held-
ur evruvæðing, væri rétta
leiðin hér og vitnuðu til for-
dæma og eigin reynslu í
Mið- og Suður-Ameríku.
ÓLIKU SAMAN AÐ JAFNA
Helst var að efasemd-
arraddir um þessa leið
heyrðust í setningarávarpi
Björgins G. Sigurðsson-
ar viðskiptaráðherra sem
þó telur evruna ákjósan-
lega hér og þá í tengslum
við inngöngu í Evrópusam-
bandið og hjá Þórarni G.
Péturssyni, staðgengli aðal-
hagfræðings Seðlabankans,
sem þátt tók í pallborðsum-
ræðum. „Mér finnst merkilegt í umræðu
sem þessari að stöðugt séu bornir á borð þeir
afarkostir að hafa annað hvort slæma stefnu
í peningamálum eða alls enga,“ segir hann og
kveður gengi krónunnar ekki sveiflast meira
en gengi annarrar myntar. Hann bendir jafn-
framt á að í Ameríku sé að finna í Chile dæmi
um flotgengismynt þar sem hagkerfi lands-
ins standi vel og betur en í El Salvador og
Ekvador þar sem farin hafi verið leið dollara-
væðingarinnar. „Engin spurning er að hægt
er að bæta slæmt hagkerfi með dollaravæð-
ingu, en hennar gerist hins vegar ekki þörf í
hagkerfi þar sem gengur vel.“
Viðskiptaráðherra bendir jafnframt á að
einhliða upptaka evru væri dýr leið þar sem
bankar yrðu án baklands í Seðlabanka Ís-
lands. „Líklega yrði sá kostur mun dýrari
en full aðild að Evrópusambandinu nokkru
sinni,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, en fagn-
ar umræðunni um framtíðarskipan gjald-
eyrismála hér. „Mörgum spurningum þarf
að svara áður en hægt er að taka ákveðin
skref.“
Tilfellið er að hér býr þjóðin við nokkurn
stöðgleika og hagvöxt í þróuðu vestrænu
ríki þar sem regluverk og lagaumgjörð er á
við það sem best gerist í heiminum. Landið
er ekki plagað af vandamálum sumra Amer-
íkuþjóða þar sem fólk reynir að leggja fyrir
í erlendri mynt vegna vantrúar á eigin gjald-
miðil og af ótta við pólitískan óstöðugleika.
Ólafur Davíðsson, lektor við viðskiptadeild
Háskólans í Reykjavík, sem einnig tók þátt í
pallborði á ráðstefnunni, benti jafnframt á að
ólíkt El Salvador væri hér til staðar stöndugt
lífeyriskerfi.
AKKILLESARHÆLLINN
Manuel Hinds, fyrrverandi fjármálaráðherra
El Salvador, sem nú starfar sem ráðgjafi, og
var með framsögu á ráðstefnunni segir hins
vegar ekki spurningu um að fara ætti leið
dollaravæðingarinnar hér. Þá skoðun byggir
hann á eigin reynslu og reynslu El Salvador
við dollaravæðinguna þar. Á ráðstefnunni út-
listaði hann skref fyrir skref hvernig fara
skyldi að um leið og hann taldi að þeir kost-
ir sem sagðir væru fylgja sjálfstæðri pen-
ingastefnu og eigin mynt væru í raun ekki
til staðar. Þannig segir Hinds að sjálfstæði í
vaxtaákvörðunum væri ofmetið því vextirn-
ir ákvörðuðust í raun af vöxtum annars stað-
ar í heiminum, lands- og gengisáhættu. „Ef
gjörðir annarra hafa áhrif á ykkur, þá eruð
þið betur sett í liði með hinum,“ segir hann og
telur í raun ekki annað þurfa til en að ákveða
dagsetningu til gengisskiptanna. „Best er að
biðja samt Seðlabanka Evrópu um ráðgjöf í
þessu og bjóða honum að hafa hér fulltrúa til
að fylgjast með ferlinu, en enda á því að upp-
lýsa Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um breyting-
una. Hann yrði eðlilega á móti henni enda að
glata viðskiptavini.“
Benn Steil, forstöðumaður alþjóðahag-
fræðisviðs hjá Council on Foreign Relations í
New York í Bandaríkjunum og frummælandi
á ráðstefnu RSE, sagði svo í máli sínu að þjóð-
ernishyggja í gjaldmiðlamálum væri „Akkill-
esarhæll alþjóðavæðingarinnar“. Hann telur
alþjóðavæðinguna og kvikar fjármagnshreyf-
ingarnar skapa vanda fyrir smærri myntir og
geri þeim erfiðara en áður að virka eins og til
sé ætlast. Steil telur að gjaldmiðlum í heim-
inum eigi eftir að fækka og horfir jafnvel til
framtíðar þar sem allur heimurinn byggir á
einum rafrænum gjaldmiðli sem myndi þá
byggja á gullfæti. „Þannig gætum við endað
á sama stað og lagt var upp frá. Sama stað og
við höfum verið mestalla mannkynssöguna,“
segir hann.
Björn Rúnar Guðmundsson, forstöðumaður
greiningardeildar Landsbanka Íslands, hlust-
aði á erindi og umræður á ráðstefnu RSE og
þótti hún um margt forvitnileg. Hann segir
vangaveltur um heimsgjaldmiðil sem byggði
á rafvæddum gullfæti ef til það fjarri að
raunhæfara væri að líta sér nær í valkostum.
Með orðinu dollaravæðing er
vísað til þess þegar lönd hafa ein-
hliða tekið ákvörðun um að láta af
sjálfstæðri peningastefnu og skipt
út eigin gjaldmiðli fyrir Banda-
ríkjadal. Nokkur dæmi eru um
að þessi leið hafi gagnast ríkjum
sem búið hafa við örðugleika sem
ýtt hafa undir verðbólgu og grafið
undan gjaldmiðli þeirra, svo sem
Ekvador og El Salvador. Fræg-
asta dæmið er líklega Panama sem
notað hefur dollara sem gjaldmiðil
allt frá árinu 1904.
Orðiðdollaravæðing hefur vegna
þessara fordæma orðið samnefn-
ari yfir það þegar lönd gefa eigin
gjaldmiðil upp á bátinn og taka
upp annan án samstarfs eða inn-
göngu í myntbandalag. Í umræðu
hér hefur verið rætt um mögulega
„evruvæðingu“ sem í raun er sami
hlutur, nema hvað að í stað dalsins
yrði tekin upp evra. Skiptar skoð-
anir eru um hvort vænlegt sé að
fara þessa leið.
Hvað er
dollaravæðing?