Fréttablaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 29. ÁGÚST 2007 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Yfirtökubaráttu um skosku garð- vörukeðjuna Dobbies Garden Centres er lokið en breski versl- anarisinn Tesco hefur tryggt sér 23,5 prósent hlutabréfa í henni. Þetta kemur til viðbótar 29,6 prósenta hlut sem Tesco á fyrir. Breskir fjölmiðlar hafa eftir Terry Leahy, forstjóra Tesco, að hann væri himinlifandi og sæi loks fram á að ýta þeim áætlunum úr vör sem verslanakeðjan lagði upp með þegar tilboð í Dobbies upp á rúmar 155 millj- ónir punda, 20 milljarða króna, var gert í júní. Skoski auðkýfingurinn Tom Hunter, sem situr á tæpum þriðj- ungi bréfa í Dobbies, hefur verið andsnúinn áformum Tesco frá upp- hafi og áformaði að gera sjálfur gagntilboð. Hunter á sjálfur tvær garðvörukeðjur í félagi við Baug. Þótt Hunter hafi dregið sig úr bar- áttunni ætlar að hann að halda fast í hlutabréf sín og er talið að hann geti velgt Tesco undir uggum á hluthafafundum. - jab Tesco náði Dobbies Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð á fjármálamörk- uðum í Evrópu og Asíu í gær í kjölfar niðursveiflu á bandarískum markaði á mánudag. Bandaríski markaðurinn hafði reyndar tekið ágætlega við sér í lok síðustu viku eftir að viðskiptaráðuneyti Banda- ríkjanna greindi frá því að sala á nýjum fasteign- um hefði verið langt umfram spár auk þess sem eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, svo sem bílum og húsbúnaði, hefði verið meiri en gert var ráð fyrir. Ljóst þykir að enn sé nokkur titringur í kerf- inu líkt og sannaðist í byrjun vikunnar þegar gögn sýndu að endursala á fasteignum í Bandaríkjun- um hefði dregist nokkuð saman í síðasta mánuði en sala á fasteignum hefur ekki verið með minna móti í fimm ár. Samdrátturinn er hins vegar mis- mikill eftir svæðum enda jókst salan á sumum stöð- um, svo sem í NA-hluta Bandaríkjanna á meðan hún stóð í stað í suðurhlutanum. Í ofanálag lækkaði verð á fasteignum á sama tíma talsvert á milli mánaða og hefur lækkanaferli nú staðið yfir vestanhafs í eitt ár. Þessi þróun hefur skilað sér í því að óseldar fasteignir í Bandaríkjunum hafa ekki verið fleiri í heil 16 ár, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Fréttir af fasteignamarkaði í Bandaríkjunum ráða þannig enn nokkru um þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Eins og margoft hefur komið fram liggur rót niðursveiflu á alþjóðlegum hluta- bréfamarkaði í miklum samdrætti á fasteignalána- markaði í Bandaríkjunum í kjölfar aukinna van- skila einstaklinga með litla greiðslugetu sem fyrst varð vart á vordögum. Nokkur fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem hafa ein- beitt sér að lánveitingum til einstaklinga í þessum flokki, hafa horft upp á sjóði sína tæmast og hafa nokkur þeirra farið í þrot. Þá berjast önnur í bökk- um, þar á meðal nokkur af stærstu fasteignalána- fyrirtækjum landsins. Fjármálafyrirtæki hafa af þessum sökum hert frekar útlánareglur sínar og gert meðal annars kröfur um að einstaklingar sýni fram á betri fjárhagslegan stöðugleika en áður. Greinendur sjá ekki fyrir endann á hremming- um á bandarískum fasteignamarkaði og telja næsta öruggt að aðgerðir lánastofnana muni aðeins gera fólki í fasteignakaupahugleiðingum erfiðara um vik og jafnvel halda þeim frá fasteignakaupum. Það muni svo skila sér í því að fasteignum á söluskrá muni enn fjölga á næstu mánuðum auk þess sem hætta sé á að samdrátturinn komi niður á einka- neyslu en slíkt getur dregið úr hagvexti í Banda- ríkjunum, að mati Bloomberg. Titringurinn enn til staðar Mestu niðursveiflunni á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum virðist lokið en lítið þarf til að valda taugatitringi. Hf. Eimskipafélag Íslands hefur selt 49 prósenta hlut félagsins í Avion Aircraft Trading (AAT) á 28 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 1,8 milljörð- um króna. Kaupandi er Arctic Partn- ers ehf. sem er í eigu Hafþórs Hafsteinssonar, stjórnarfor- manns AAT, Arngríms Jóhanns- sonar, stjórnarmanns og ann- arra stjórnenda. Arctic Partners keypti 51 prósents hlut í AAT af Eimskipi í október í fyrra. Fram að þeim tíma var félagið að fullu í eigu Eimskips. Hafþór Hafsteinsson, starf- andi stjórnarformaður Avion Aircraft Trading, segir sam- starfið við Eimskip síðustu miss- eri hafa verið mjög ánægjulegt en nú hafi verið rétti tímapunkt- urinn til að kaupa félagið í heild. „Við erum að vinna í spenn- andi verkefnum og horfum fram á góð tækifæri sem styðja við kaupin.“ Í tilkynningu Eimskips kemur fram að söluhagnaður félagsins af 49 prósenta hlutnum nemi um 24 milljónum Bandaríkjadala, en það eru rúmlega 1,5 milljarðar króna. Salan verður færð á þriðja ársfjórðung og andvirðið notað til að greiða niður skuldir Eimskips sem til eru komnar vegna mikilla fjárfestinga í fyrirtækjum á sviði kæli- og frystigeymsla. Salan á AAT er í samræmi við stefnu Eimskips um að selja frá félaginu flugrekstrartengd- ar eignir. Baldur Guðnason, for- stjóri Eimskips, segir mikilvægt fyrir félagið að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem sé í flutningum og geymslu á kæli- og frystivörum. „Við erum að byggja hana upp og höfum nú þegar leiðandi stöðu á því sviði á heimsvísu.“ - óká Sölunni lokið á AAT Tilboð hafa borist í Opin kerfi bæði frá innlendum og erlendum aðilum að sögn Aðalsteins Valdimarssonar stjórnarformanns. Aðalsteinn segir Opin kerfi hafa farið í sölumeðferð nú snemmsumars. „Tilboðin eru fyrst að koma inn núna, enda er mikil og tímafrek vinna fólgin í því að setja fyrirtæki á sölu.“ Aðalsteinn vill ekki gefa upp hugs- anlegt kaupverð fyrirtækisins, og segir ekki tímabært að skýra frá því hvenær gengið verði formlega frá sölu enda ekkert fast í hendi enn sem komið er. Vitað er að Frosti Bergsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Opinna kerfa og annar stofnenda fyrirtækisins, hefur löngum haft áhuga á því að koma að rekstrinum á ný. Frosti vildi í samtali við Markaðinn hvorki játa því né neita að hann hefði áhuga á fyrirtækinu. „Ég hef kosið að tjá mig ekkert um þetta mál,“ sagði Frosti. Norrænir fjölmiðl- ar hafa greint frá því að norska fyrir- tækið Ementor leiði kapphlaupið um Opin kerfi. Einnig hefur komið fram að hið danska EDB Gruppen og breska fyrirtækið Computacenter hafi sýnt Opnum kerfum áhuga. - jsk Bæði innlend og erlend tilboð Opin kerfi hafa verið í sölumeðferð síðan snemma í sumar. Forsvarsmenn fyrirtækisins geta valið úr nokkrum tilboðum. Nýrri nefnd sem Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra hefur sett á stofn er ætlað er að fara yfir lagaumhverfi sparisjóð- anna og gera tillögur til breyt- inga. Björgvin segir nauðsyn- legt að einfalda ýmislegt í þeim kafla löggjafarinnar um fjármála- fyrirtæki sem lýtur að sparisjóð- unum. Greiða þurfi þeim leið til breytinga, þegar kemur að hluta- félagavæðingu, verslun með stofnbréf, útgáfu nýs stofnfjár og fleira. Þessu til viðbótar segir hann að standa þurfi vörð um sjálfseigna- sjóði sparisjóðanna og tryggja að notkun á fé úr þeim verði skilyrt við upprunasvæði. „Markmiðið er að standa vörð um sjóðina, efla þá sem fjármálastofnanir en gera þeim kleift að breytast eins og stjórnendur og eigendur þeirra telja að þurfi að gera.“ Árið 2002 var ráðist í miklar breytingar á lagaumhverfi spari- sjóðanna. Þá voru samþykktar breytingar á lögum um fjármála- fyrirtæki sem gerðu sparisjóðum kleift að breyta félagaformi sínu í hlutafélög. Síðan hefur aðeins SPRON samþykkt stofnun hluta- félags um starfsemi sjóðsins. Miðað er við að nefndin ljúki störfum fyrir 1. júní á næsta ári. - hhs Einfalda þarf laga- umhverfi sparisjóða

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.