Fréttablaðið - 29.08.2007, Blaðsíða 10
MARKAÐURINN
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
29. ÁGÚST 2007 MIÐVIKUDAGUR10
S K O Ð U N
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Svo virðist sem nýtt vopnakapp-
hlaup sé hafið. Leiðtogar þjóða
auka fjárveitingar og kalla liðs-
menn sína til vopna. Auðlindir
þjóðarinnar eru settar að verði.
Varnar- og sóknaraðgerðir undir-
búnar. Tækjabúnaður fullkomn-
aður. En að þessu sinni er ekki
um hefðbundinn hernað að ræða,
heldur hafa fjölmargar þjóðir
sagt svokölluðu þekkingartapi
(brain drain) stríð á hendur.
Þekkingartap ógnar nú fram-
tíðarsýn og öryggi fjölmargra
þjóða þar sem þær hafa misst
stóran hluta af sínu efnilegasta
fólki úr landi til náms og starfa
síðustu áratugi og þá einkum til
Bandaríkjanna. Framtíðarsýn-
inni er ógnað þar sem mikilvægur
hluti nýrra kynslóðar snýr ekki
aftur til síns föðurlands að námi
loknu. Þetta er hópurinn sem
knýr hjól framþróunar og hag-
vaxtar með nýsköpun og vísinda-
störfum. Án hans horfast þjóðir í
augu við stöðnun og þá staðreynd
að vera á botni virðiskeðjunnar í
heimi þar sem samkeppnishæfni
þjóða er best tryggð með þekk-
ingarafli en ekki með herafla.
Nýir vindar blása nú um mennta-
heiminn. Fjölmargar vísbending-
ar eru um að rótgrónum yfirráð-
um skóla í Bandaríkjunum og
Bretlandi á sviði æðri menntunar
sé ógnað. Ríkisstjórnir og fyrir-
tæki víða um heim fjárfesta nú
meira í uppbyggingu háskóla og
alþjóðamarkasetningu þeirra en
nokkru sinni fyrr. Jafnvel í Evr-
ópu reyna yfirvöld menntamála
að samræma sundurleitt mennta-
kerfi á háskólastigi til að auð-
velda aðgang erlendra nemenda
og greiða fyrir flæði nemenda á
milli landa og menntastofnana.
Einkareknir háskólar eru nú á
hverju strái einkum í S-Evrópu,
Asíu, Mið- og Austur-Evrópu og
ekki síst í S-Ameríku.
En hví er þessi þróun hafin nú?
Samkvæmst nýlegri grein í tíma-
ritinu Newsweek hafa almennir
ríkisstyrkir til menntamála dreg-
ist saman í heiminum og á sama
tíma hefur eftirspurn nemenda
eftir alþjóðlegri menntun aukist
verulega. Alþjóðavæðing, sam-
göngur og fjölþóðafyrirtæki hafa
skapað nýjan markað á sviði æðri
menntunar þar sem þarf að fara
saman sérfræðiþekking, alþjóða-
væðing og allt aðrar kröfur eru
nú gerðar um aðgengi að mennt-
un og miðlun þekkingarinnar með
nýrri tækni. En síðast en ekki síst
eru þjóðir að byggja upp háskóla
sína til að stemma stigu við þekk-
ingartapi og draga til sín nýtt
hæfileikaríkt fólk til að stuðla að
þekkingar ávinningi (brain gain).
Þetta eru vopn 21. aldarinnar.
Ef marka má upplýsingar
frá The American Counsel of
Education þá eru Bandaríkin að
tapa forskoti sínu sem fyrsti
valkostur á háskólastigi á meðal
erlendra nemenda. Framtíð-
in mun einkennast af fjölmenn-
ingarlegum menntaheimi enda
er eftir miklu að slægjast. Við
sjáum nú yfir 30 lönd á listum
yfir top 200 (THES) háskóla í
heimi sem áður voru einokað-
ir af háskólum í Bandaríkjunum
og Bretlandi.
Háskólar eru farnir að móta
sína eigin utanríkisstefnu því
auk þekkingarávinningsins og
forvarna fyrir þekkingartapið
geta alþjóðlegir háskólar skilað
miklum beinum tekjum til þjóð-
arbúsins. Tekjur Bandaríkja-
manna á síðasta ári af skólagjöld-
um og uppihaldi erlendra nem-
enda í landinu námu rúmum 14
milljörðum Bandaríkjadala. Há-
skólar og ríkisstjórnir hafa snúið
bökum saman og aukið gríðar-
lega framlög sín til markaðsmála
á alþjóðavettvangi og á síðasta
ári var aukningin tæplega 80 pró-
sent frá fyrra ári. Erlendum nem-
endum fjölgaði í Bandaríkjunum
um 17 prósent en í Frakklandi um
81 prósent en hástökkvarinn var
Japan með 108 prósent aukningu
í fjölda erlendra nemenda í land-
inu á milli ára.
En hver er lykillinn að ár-
angri í þessari bardagalist? Vís-
bendingar eru um að þær þjóð-
ir sem munu ná árangir séu þær
sem hafa á að skipa mennta-
stofnunum sem eru alþjóðlegar
á öllum sviðum, geta byggt upp
fjölmenningarlegt menntasamfé-
lag, tryggt aðstöðu á heimsmæli-
kvarða, uppfyllt alþjóðlega gæða-
staðla og hvar sem þeir starfa í
heiminum kenna þeir á ensku.
Þessi nýi hernaður er eins og
skapaður fyrir Íslendinga. Við
erum vel staðsett á milli aust-
urs og vesturs. Menntunarstig er
hátt. Samfélasgerðin opin og fjöl-
menningarleg og gæði háskóla-
menntunar eru nú þegar fram-
úrskarandi. Við höfum því traust
land undir fótum.
Íslenskt atvinnulíf þarf á sterk-
um háskólum að halda. Ekki bara
einum háskóla heldur sterkum
háskólum sem geta skarað fram
úr á sínum sviðum. Háskólum
sem geta starfað saman að upp-
byggingu framtíðarlífsgæða hér
á landinu. Við þurfum háskóla
sem laða til sín innlent og er-
lent þekkingarafl en á sama tíma
þurfum við að starfa án landa-
mæra með þeim bestu á hverju
sviði.
Sókn íslenskra háskóla er hafin
og uppbygging eins best búna há-
skóla í Evrópum í hjarta borg-
arinnar getur markað upphaf
Reykjavíkurborgar sem alþjóð-
legrar háskólaborgar. En hvernig
byggjum við upp alþjóðlegan há-
skóla? Við gerum það með því
að feta í fótspor þeirra sem nú
þegar hafa haslað sér völl á þessu
sviði. Við gerum það með því að
byggja upp aðstöðu á heimsmæli-
kvarða. Við byggjum upp aka-
demíska stöðu okkar með því
að bjóða samkeppnishæf laun á
við það sem best gerist í heim-
inum og rannsóknarstyrki fyrir
framsækna vísindamenn innan-
lands og utan. Við sköpum um-
hverfi fyrir nemendur þar sem
þeir starfa með vísindamönn-
um, stjórnendum og sérfræðing-
um og njóta jafnframt leiðsagnar
kennara frá fjölmörgum af
þekktustu háskólum í heimi. Við
færum heiminn heim. Við byggj-
um jafnframt upp sterkt tengsla-
net við erlenda menntastofanir
til að byggja brú fyrir þá nem-
endur sem vilja taka mikinn eða
lítinn hluta af námi sínu erlendis.
Háskólinn í Reykjavík byggir nú
35.000 fermetra hús sem ætlað
er að skapa íslensku atvinnulífi
samkeppnisforskot. Á torgum
nýja HR hússins mun atvinnu-
líf mæta vísindastarfi og sköp-
unarkraftur og lífsgleði laða að
fjölbreyttan hóp nemenda, kenn-
ara og vísindamanna. Háskól-
arnir geta dregið úr þekkingar-
tapi og tryggt þekkingarávinning
sem nauðynlegur er til að tryggja
áframhaldandi samkeppnishæfi
íslenskra fyrirtækja hér heima
og erlendis.
Nýtt vopnakapphlaup hafið
Skapvondur forstjóri
Economist | Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair,
eins stærsta lággjaldaflugfélags í Evrópu, fær
heldur kaldar kveðjur í nýrri bók um sögu flug-
félagsins. Í bókinni er
sérstaklega tæpt á að-
komu O‘Learys, sem
virðist hafa verið plat-
aður í forstjórastólinn af stofnanda fyrirtækisins
árið 1988 á þeim forsendum einum að hann fengi
fjórðung af öllum hagnaði flugfélagsins umfram
tvær milljónir punda. Flugfélagið átti í verulegum
rekstrarerfiðleikum og tók O‘Leary strax til við
niðurskurð á rekstrarkostnaði með það eitt fyrir
augum að skara eld að sinni köku. Breska vikuritið
Economist bendir á að þótt margar af hugmynd-
um O‘Learys hafi verið til fyrirmyndar þá séu
þær aðeins til þess fallnar að leggja meira í launa-
umslag hans. Í umfjöllun sinni um bókina dregur
Economist sérstaklega fram skapgerð forstjórans,
sem virðist einkar slæm. Skapvonskan virðist hafa
smitað út frá sér út í alla starfsemi fyrirtækisins,
sem virðist fátt gera til að gera ferðir viðskipta-
vina sinna ánægjulegar. Sérstaklega er tekið fram
að O‘Leary neitaði að koma nálægt vinnslu bókar-
innar og hefur Economist eftir honum að bækur
um viðskipti séu þvættingur og að höfundar þeirra
séu aumingjar.
Álögur á viðskiptavini
Guardian | Og enn af Ryanair. Frá og með 20. sept-
ember ætlar flugfélagið að rukka viðskiptavini
sína sem ferðast með meira en handfarangur um
tvö pund
aukalega
sem greið-
ast við innritunarborð. Þeir sem einungis eru
með handfarangur þurfa ekkert að greiða. Þótt
þetta jafngildi einungis um 260 íslenskum krón-
um er flugfélagið sakað um argasta dónaskap
fyrir að seilast með þessum hætti ofan í vasa far-
þega, sem alla jafna greiða afar lítið fyrir ferð-
ina með vélum Ryanair. Hins vegar ber að hafa í
huga að 42,5 milljónir manna fljúga að meðaltali
með vélum Ryanair á ári hverju. Breska dagblaðið
Guardian hefur eftir talsmanni flugfélagsins að
álögurnar séu enn einn liðurinn í niðurskurði á
rekstrarkostnaði flugfélagsins. Þá sé stefnt að því
að minnka álagið við innritunarborðin auk þess
að gera flugvélarnar léttari. „Við ætlum ekki að
græða á þessu,“ sagði talsmaðurinn og benti á að
með aðgerðunum væri verið að ýta undir að far-
þegar Ryanair nýttu sér möguleikann á því að inn-
rita sig sjálfir í flug í tölvu, sem finna megi víða á
flugstöðvum.
Svafa Grönfeldt
rektor Háskólans í
Reykjavík
O R Ð Í B E L G
Hafliði Helgason
Miklar umræður hafa verið á markaði um sölu Straums Burðar-
áss á eigin bréfum á lægsta gengi sem litið hefur dagsins ljós að
undanförnu. Kaup og sala á eigin bréfum er iðulega til marks um
mat stjórnar og stjórnenda á sanngjörnu verði fyrir bréfin. Félög
kaupa því gjarnan eigin bréf þegar þau eru að mati stjórnenda
vanmetin og selja þau þegar verð er talið sanngjarnt eða of hátt.
Fleiri ástæður geta verið fyrir sölu bréfa. Fyrir banka eins og
Straum Burðarás skiptir miklu að fá til liðs við hluthafahópinn er-
lenda fjárfesta sem hægt er að leita til ef á þarf að halda til stuðn-
ings vexti bankans. Samkvæmt stærsta hluthafanum mun sú hafa
verið raunin við sölu ríflega fimm prósenta hlutar nú. Sú skýring
kom hins vegar fram eftir að spurninga hafði verið spurt, svo að
enn hefur ekki tekist að sannfæra mark-
aðinn um að vel hafi verið að málum
staðið og hagsmunir allra hluthafa verið
hafðir að leiðarljósi.
Það er yfirlýst stefna bankans að verða
leiðandi fjárfestingarbanki á Norður-
löndum. Til þess að svo megi verða er
afar nauðsynlegt að hafa sterkan sýni-
legan hóp erlendra fjárfesta, en þeim
hefur fækkað í hluthafahópnum síðustu
mánuði. Straumi er því mikill akkur í
að sýna markaðnum með ótvíræðum
hætti að salan hafi verið til slíkra fjár-
festa. Eins er það lítill styrkur fyrir
Straum að hafa erlenda fjárfesta innan-
borðs sem vilja ekki láta sjá að þeir séu
hluthafar. Það bendir vart til stolts yfir
fjárfestingu. Þeir sem keyptu eigin bréf
Straums verða að stíga fram ef skýring
bankans á að verða trúverðug.
Hitt kann vel að vera að viðbrögð og
umræða á markaði vegna sölunnar hafi
orðið nokkuð harkaleg. Það verður þó að
skoðast í því ljósi að umgengni stórra
hluthafa á íslenska markaðnum hefur á
stundum verið með þeim hætti að hagur
þeirra sjálfra hefur verið í forgrunni og
annarra hluthafa síður.
Kostir skráningar á markað eru þeir
að þangað er hægt að sækja áhættufé
til frekari vaxtar. Gallinn fyrir sterka
og einarða fjárfesta er náttúrlega sá að fleiri þarf að hafa með í
ráðum og taka tillit til annarra hluthafa. Hvatvísar og einþykkar
manngerðir eiga fremur heima í óskráðum félögum en almenn-
ingshlutafélögum. Spurningin er fremur um hvað hentar hverjum,
en að annað sé gott og hitt slæmt. Gott dæmi um stefnufasta kjöl-
festufjárfesta sem hafa átt farsælan feril í skráðum félögum eru
bræðurnir í Bakkavör, sem hefur tekist að vinna í góðu samkomu-
lagi við meðhluthafa öllum til hagsbóta.
Sú umræða sem nú er vegna sölunnar er þörf áminning til allra
sem starfa á markaði um að vanda til verka og sinna skyldum um
gagnsæi. Straumur hefur enn tækifæri til að tefla fram með nafni
og kennitölu þeim sem keyptu bréfin í lækkunarhrinunni. Það er
að segja ef áhugi er hjá bankanum á því að hann njóti trúverðug-
leika á markaði.
Sala eigin bréfa Straums Burðaráss veldur titringi.
Ein leið til að
endurnýja traustið
Það er yfirlýst
stefna bankans
að verða leiðandi
fjárfestingarbanki
á Norðurlöndum.
Til þess að svo
megi verða er afar
nauðsynlegt að
hafa sterkan sýni-
legan hóp erlendra
fjárfesta, en ... það
lítill styrkur fyrir
Straum að hafa
erlenda fjárfesta
innanborðs sem
vilja ekki láta sjá
að þeir séu hlut-
hafar.
MARKAÐURINN
Hafliði Helgason
í hádegisfréttum
Stöðvar 2 kl. 12:
alla virka daga