Tíminn - 06.01.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.01.1981, Blaðsíða 3
Þriftjudagur 6. janúar 1981 láSAjJlíMii! 3 LEKINN A FJALLFOSSI KOM OFAN AF DEKKI AM — Á laugardagsmorg- un um kl. 9, urðu menn á Fjallfossi varir við að sjór var kominn i eina af lest- um skipsins, en það var þá í grennd við Færeyjar á leið til Islands með farm af iausum áburði. Skipið sendi út beiðni um aðstoð og kom þvi til hjálpar danska eftirlitsskipið Vædderen og fylgdi þvi til hafnar i Þórshöfn. Arni Steinsson hjá flutninga- deild Eimskip sagði blaðinu i gær að áburðarfarmurinn hefði ýmist verið fluttur á milli lesta eða komið um borð i flutninga- pramma i Þórshöfn, meðan leitað var að orsökum lekans. Reyndist hann hafa komið ofan af dekki, en ekki inn um skipshliðina undir sjávarmáli, eins og óttast var. Fjallfoss átti að halda frá Þórs- höfn siðdegis i gær til Gufuness, þar sem hann mun losa farm sinn. „Fj ölmiðlar rugla fólk” — segir í skýrslu nefndar, sem unnið hefur á vegum finnsku kirkjunnar að könnun samfélagsmála BSt — „Vonir um að fjölmiðlar yrðu til að auka þekkingu fólks og vikka sjóndeildarhring þess hafa að miklu leyti að engu oröið. i stað þess að gera heimsmyndina skýrari, hefur hið aukna upp- lýsingastreymi að mestu orðið til að rugla fólk i riminu,” segir i „Fréttabréfi biskupsstofu”. En tilvitnunin er tekin úr greinar- gerð, sem þar birtist og er frá nefnd, sem unnið hefur á vegum finnsku kirkjunnar að könnun samfélagsmála. Þar segir einnig, að fjölmiðlar ættu að geta þjónað betur neyt- endum sinum, og auðvelda fólki að gera sér ljósari mynd af um- heiminum og hjálpa fólki til að fylgjast með — og hafa áhrif á ákvarðanir yfirvalda. Þess er lika vænst, að fjölmiðlar virði viðurkennd gildi, svo sem sann- leik, hlutleysi og réttlæti, en mis- brestur er oft á þvi i heiminum og vandamálin eru oftast skoðuð frá sjónarhóli rikjandi valdhafa, seg- ir i skýrslunni. Nefndin sagði þörf á opinberum umræðum um siðgæðismat fjöl- miðla. Abyrgðin hvilir hvað þyngst á blaða- og fréttamönnum. Þeir starfa þó aðeins innan þess ramma, sem vinnuveitandi og valdhafar marka. Abyrgð hvilir einnig á viðtakendum fréttanna og öllum þeim, sem fram koma i fjölmiðlum. Siðgæðisleg vandamál i upp- Framhald á bls. 15 JG —Margir urðu seinir fyrir í gærmorgun vegna ófærðarinnar i borg- inni, þ.á.m. mætti starfsmaður Sundhallar Reykjavikur 5 minútum of seint til þess að opna sundstaðinn eða kl. 7.05. Var þá fyrsti gesturinn, maöur, er býr i nágrenninu, mættur og óhress mjög yfir þvi, hvað starfsfólkið mætti scint i vinnuna. Þegar maðurinn haföi lokið að baða sig, kom i ljós, að lyklar að klefunum voru ekki handbærir, en stúlka var væntanleg með lykiana á hverri stundu. Var maðurinn beðinr> að biða, en hann brást hinn versti við og gekk berserksgang og braut hurðina á búningsklefanum (sjá mynd) klæddi sig og gekk að aígreiðslunni, þar sem hann óskaði þess að fá keypta getraunaseðla i ensku knattspýrnunni. Að sögn starfsmanna sundhall- arinnar er óvíst um eftirmál. (Timamynd GE.) Mik Magnússon, sem undanfarið hefur starf- að sem blaðafulltrúi á Keflavikurflugvelli fer til Afriku á vegum Rauða Kross islands 4. janúar. Næstu þrjá mánuði verður Mik i Kenya og Uganda þar sem hann mun starfa sem upplýsingafulltrúi (information officer). Eitt meginverkelm hans verður aö fylgjast með hjalpar- starli á þessum sloöum, og um leiö efla starlsemi Rauöa Krossins i L'ganda og i Kenya. Mik Magnusson hefur aöur starfaö i Alriku. Hann var um skeiö frétt'a- maöur hja breska utvarpinu i Lundúnum (BBCi og aöur en hann hof störl' hjá menningar- stolnun Bandarikjanna i Reykjavik, annaöist hann meðalannars fréttaþatt á ensku hjá Rikisútvarpinu. Nu eru einnig starfandi a veg- um Rauöa Kross Islands Sig- riöur Guðmundsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, sem verður i Sómaliu næstu 5 mánuði. og Anna óskarsdóttir og Ingibjörg Nilsen, hjúkrunarfræðingar, sem verða i Thailandi til 31. jan. Tveir þjónar I varðhaldi FRl — Um helgina voru tveir þjónar á Hótel Esju hand- teknir en talið er að þeir hafi þynnt út eitthvað af þvi áfengi er þeir seldu. Gæslu- varðhaldsúrskurður var kveðinfi upp i máli þeirra og munu þcir sitja i varðhaldi fram á miðvikudag n.k. Málið er til rannsóknar frá rannsóknarlögreglunni. „Bjór-kok- teill” í Óðali FRI — Gestum veitingahúss- ins Óðals er nú boðið upp á kokteil sem sanian stendur m.a. af Pilsner og Kláravini en útkoman cr nokkuö lik áfengum bjór. Jón Hjaltason Oðalsbóndi sagði i samtali viö Timann að þetta væri nokkuð skemmtilegur drykkur og vinsæll en aftur á móti neit- aði hann að gefa upp hráefn- in i hanh eða blöndun þeirra. Fargjöld SVR hækka um 10% Kás — i gær hækkuðu öll far- gjöld með Strætisvögnum Reykjavikur um 10%. Ilvert einstakt fargjald fullorðinna kostar þvi nú þrjár nýkr. stór farmiðaspjöld mcö 2(i miðum á kosta (íll nýkr. en litil far- miðaspjöld með 7 miöum á kosta 20 nýkr. Fargjöld barna kosta eftir hækkunina 1 nýkr., hvert einstakt fargjald, en lar- miöaspjöld með 20 miöum 10 nýkr. Má! kynferöisaf - brotamannsins Sent sak- sóknara á næstunni FRl — Mál manns þess scm Iiandtekinn var í Kópavogi þann 18. des. fyrir meint kynferöisafbrot vcrður sent saksóknara á næstunni. Maöurinn var úrskuröaöur I gæsluvarðhald er hann var handlekinn, en þaö rann út þann 24. des. sl. Sem kunnugt er aí frétt- um, var maðurinn, sem er á þritugsaldri, grunaöur um itrekuð kynteröisleg sam- bönd viö unglingspilta i Kópavogi á aldrinum 15-18 ára, en munu þaö hafa veriö piltarnir sern kærðu mann- inn. Helgihald í orlofsbúðum BSt — A Kirkjttþingi, sem Italdiö var dagan 24. okt. til 6. nóv. f Hallgrimskirkju i Reykjavik, var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Kirkjuþing ályktar aö fela Kirkjuráði aö taka upp viðræður viö feröamálaráö og þá aðila feröamála, er skipuleggja og standa fyrir hópferðum á kirkjustaði og til skoðunar kirkna, um greiðslur til kirkna vegna kostnaðar, er móttaka ferða- manna leiðir af sér. Jafnframt ályktar kirkju- þing, að Kirkjuráö láti kanna möguleika á að koma upp viðunandi aðstöðu fyrir helgihald i orlofsbúöum og á fjölmennum ferðamanna- og sumardvalarstöðum, þar sem kirkjur eru ekki. Þá felur þingiö Kirkjuráði að stuðla aö þvi, svo sem unnt er, að helgihald fari fram á sumardvalarstöðum fólks.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.