Tíminn - 06.01.1981, Blaðsíða 1
^lðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík ■ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Kjaradómur ákveður þing-
mönnum 22,5% kauphækkun
Dagpeningar lækka, en húsaleigugreiðslur og ferðagreiðslur flestra hækka
AB — Föstudaginn 2. janúar
var kveðinn upp dómur í Kjara-
dómi varðandi þingfararkaup
og kostnað alþingis manna.
Niðurstaða dómsins var sú að
alþingismenn skyldu fá launa-
hækkun sem nemur 16.5% og
þar að auki 6% sem BHM hafði
verið dæmt. Dómurinn er aftur-
virkur og nær hann aftur til 1.
mai 1980.
Þingfararkaup dæmdist
850.000 gamlar krónur 1. mai
1980, og hækkar svo i þremur á-
föngum fram til 1. janúar 1981
og er þá 12.000 nýjar krónur.
Húsnæðiskostnaður hækkar á
sama tima úr 150.000 gömlum
krónum i 1.700 nýjar krónur.
Dvalarkostnaður hækkar á
sama timabili úr 3.600 gömlum
krónum á dag i 50 nýjar krónur
á dag. Ferðakostnaður i kjör-
dæmum var frá 1. mai til 31.
desember 1980 svo: Þingmenn
Reykjavikurkjördæmis 435.000
gamlar krónur, þingmenn
Reykjaneskjördæmis 825.000
gamlar krónur og þingmenn
annarra kjördæma 1.440.000
gamlar krónur. Frá 1. janúar til
30. september 1981 verður hann
hins vegar i formi mánaöar-
greiðslna og fá þingmenn
Reykjavikur þá 655 nýjar krón-
ur á mánuði, þingmenn Reykja-
ness fá 1.230 nýjar krónur á
mánuði og þingmenn annarra
kjördæma fá 1.167 nýjar krónur
á mánuði.
Þar sem þessi dómur fellur
aðeins örfáum dögum eítir að
Kjaradómur dæmir i máli BHM
snéri blaðamaður Timans sér til
Valdimars K. Jónssonar for-
manns BHM og spurði hann
hvaða augum hann liti á þennan
dóm.
„Mér þykir þú segja fréttirn-
ar. Það verður ekki annaö sagt
en að þeir séu góðir við sig og
sina þessir menn,” sagði Valdi-
mar. ,,Ég verð aö segja það
alveg eins og er að ég er orðlaus
yfir þessum fréttum. Þessi mis-
munun fyrir mismunandi þegna
þjóðfélagsins er komin út i
hreinar öfgar. Að þessi dómur
skuli vera kveðinn upp örfáum
dögum eftir að dómur fellur i
okkar máli finnst mér vægast
sagt furðulegt.
Ég átti alls ekki von á að
dómurinn yrði a þessa lund. Viö
fórum fram á 12% hækkun, þvi
okkur sýndist að meöalhækkun
hjá ASÍ hefði verið i kring um
12%. Þvi finnst manni íurðulegt
að Kjaradómur skuli ekki hafa
tekið meira tillit til þessara
hækkana sem veriö hafa aö
undanförnu á almennum vinnu-
markaði, þegar hann dæmdi i
okkar máli. Það er i lögum um
starfsreglur Kjaradóms að
hann eigi að taka viðmiðun af
hækkunum á hinum almenna
vinnumarkaði, en slika viðmið-
un höfum við einungis fengið að
hálfu leyti. Þvi erum við aö
sjálfsögðu hundóánægðir meö
það að á sama tima og gengið er
á rétt okkar þá eru þingmenn að
fá kauphækkanir á bilinu 20 til
25%. Þetta þýðir það að þing-
menn fá þrisvar til fjórum sinn-
um meiri hækkun en viö að
maður tali nú ekki um aítur-
virknina til 1. mai i fyrra. Þessi
afturvirkni gerir það að verkum
að þingmennirnir eiga inni
svona rúma milljón i bak-
reikningum. Maður getur ekki
annað en sagt, verði þeim að
góðu eigin jólagjöf! Á meðan að
allir aðrir eru hvattir til þess að
herða sultarólina, getur Kjara-
dómur verið þekktur fyrir að á-
kveða þessa mismunun. Það
kalla ég afskaplega hæpin
vinnubrögð."
Dagblaðið Visir hefur veriö
mikið i féttum eftir að öðrum rit-
stjóra þess Ólafi Ragnarssyni var
sagt upp störfum þar fyrir stuttu*.
Ritstjórn blaðsins mun
ekki hafa verið hrifin af þeirri á-
kvörðun og á fundi hennar á
sunnudag skrifuðu allir félagar
blaðamannafélagsins 26 að tölu
undir skeyti til Ólafs þar sem
segir:
„Starfsfólk ritstjórnar Visis
sendir þér bestu þakkir fyrir sér-
staklega gott samstarf. Jafn-
framt þykir okkur miður með
hvaða hætti þessu samstarfi lauk.
Við óskum þér alls hins besta i
framtiðinni.”
Annað atriði sem mælst hefur
illa fyrir á Visi er að öllum sér-
samningum blaðamanna við
blaðið hefur verið sagt lausum en
gömlum og reyndum fréttamönn-
um finnst það jafngilda þvi að
þeirra starfi hafi verið sagt lausu
er þeir samningar renna út.
Það er þvi spurning hvort fleiri
menn fylgja Olafi af ritstjórn-
blaðsins.
Ofan á allt þetta bætist það
siðan við að boðað hefur verið
verkfall á ritstjórn blaðsins frá og
með morgundeginum vegna van-
goldinna lifey rissjóðsgreiðslna.
Sjá nánar bls 8.
BHM fékk
sex prósent
S.já baksíðu
Sjö fleira í bíln-
um á leiöarenda
Tikin Dodda, sem er átta
mánaða gömul og'prýði i flokki
rakka á Grundarfirði varð létt-
ari s.l. aðfangadagskvöld, þeg-
ar hún var á leið til Húsavikur i
jólafri, ásamt húsbændum sin-
um. Húsbændurnir, Þórður
Bogason, vélstjóri og Hildur
kona hans, voru komin austur
fyrir Akureyri, þegar þessi
gleðilegi atburður varð og var
þvi sjö einstaklingum fléira i
„Blazernum,” þegar i áfanga-
stað var komið, en þegar var
upp lagt.
(Ljósmynd Aric Licberman).
Steingrímur
Hermannsson:
„Gripa
þarf til
síðar á
árinu”
Þaö er skoðun okkar
framsóknarmanna, aö
þessar aðgerðir — þótt
þær séu mjög góðra
gjalda verðar og boði
að minu mati gott —
duga ekki til þess að
koma verðbólgunni
niður i 40% á árinu."
„Þótt allt gangi svo vel
sem frekast er unnt,
þarf samt að gripa til
einhverra viðbótarráð-
stafana siðar á árinu.
Það tel ég að eigi aó
vera frekari niður-
talningarskref með
kaupmáttaruppbótum
fyrir þá lægst laun-
uðu".
Sjá bls. 2