Tíminn - 06.01.1981, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 6. janúar 1981
ww'i'i'ií
Ljóti andar-
unginn
varð að...
Hverjum dytti i hug, að þessi óglæsi-
lega stúlka með rúllurnar i hárinu
krefjist daglauna, sem svara 3.400
nýkr. á dag. og það sem meira er, það
er slegist um að fá konuna i vinnu fyrir
þetta kaup! En staðreyndin er sú, að
hún tekur algerum stakkaskiptum,
þegar hún er búin að losa sig við
rúllurnar og stendur vel snyrt fyrir
framan myndavélarnar. Stúlkan er
nefnilega Cheryl Tiegs, sem er i hópi
hæst launuðu fyrirsæta i heimi. Við
hinar getum glaðst yfir þvi, að það er
ekki tekið út með sitjandi sældinni fyr-
ir Cheryl frekar en okkur hinar að lita
vel út.
í spegli tímans
Dudley
horfir
hátt
Iludley Moore, gerir hos-
ur sinar grænar fyrir
þokkadisinni Bo Derek f
kvikmyndinni frægu
„10”, sem nú er sýnd i
Austurbæjarbiói. Iiann er
ekki hár i loftinu, en nú
sannast sem oft áður að
margur er knár, þótt
hann sé smár. Greinilega
kann Dudley aö meta
félagsskap hávaxinna
kvenna, þvi að hans allra
besta vinkona, Susan
Anton, er heiium 20 senti-
metrum hærri en hann. —
Það skiptir engu máli,
segja þau bæði. — Jú
reyndar, i einu tilfelli,
segir Susan. — Þaö er
svolitið erfitt aö dansa
vangadans!
Dýrasta bros
í heimi?
BERNICE Barnard er svo
sannarlega litríkur. Sérstak-
lega þegar hann brosir. Þá
sjást nefnilega sætu Ijósbláu
tennurnar hans með inn-
greyptum demöntunum.
Bernice er handviss um, að
hann sé á góðri leið með að
hrinda af stað meiriháttar
tískuæði. En ekki er braut-
ryðjandastarfið á þessu sviði
frekar en öðrum auðvelt.
Þegar Bernice fékk þessa
Ijómandi góðu hugmynd, neit-
aði einn tannlæknirinn á fætur
öðrum að láta að vilja hans,
þ.e. að mála tennurnar Ijós-
bláar og skreyta þær með
demöntum. Sumir héldu því
fram, að verkið væri ófram-
kvæmanlegt, aðrir, að það
væri ekki samrýmanlegt heiðri
þeirra sem tannlækna. En að
lokum hafði Bernice uppá ein-
um, sem var til í að taka að sér
verkið. Eitthvað virðist hann
samt sem áður blygðast sín
fyrir sinn þátt í málinu, því að
hann harðbannar, að sitt nafn
sé nokkurs staðar nefnt í sam-
bandi við tiltækið. Bernice,
sem á heima í norðurhluta
Wales, viðurkennir, að þetta
hafi tekið mikinn tíma, verið
sárt og dýrt. — Tennurnar í
mér voru sorfnar niður með
þjöl og síðan voru þær klæddar
með bláa efninu með
demöntunum. En þetta alls
saman margborgaði sig. Sjáið
þið bara, hvað tennurnar
minar eru dásamlegar, segir
Bernice og brosir svo að áhorf -
endur fá ofbirtu í augun!
bridge
Meðan ítalirnir Belladonna og Garozzo
spiluðu saman mynduöu þeir eitthvaö
sterkasta bridgepar sem til hefur veriö.
Samvinnan hjá þeim I vörninni var oft
með ólíkindum og spiliö hér á eftir er eitt
dæmi um hana.
Noröur.
S. G
H. D763
T. 9865
L. G642
Vestur.
S. 943
H. 5
T. D10432
L.K1085
Suöur.
S. K10652
H.G82
T. KG
L. AD7
ítalirnir sátu AV i þessu spili sem kom
fyrir i sýningarleik á Irlandi og sagnir
gengu þannig:
Vestur. Noröur. Austur. Suöur.
llauf pass
ltfgull pass lhjarta lspaöi
pass pass dobl.
Belladonna spilaöiút einspilinu í hjarta
og Garozzo tók á kónginn. I staö þess aö
halda áfram meö hjartaö spilaði hann
laufaniu og vestur fékk á kónginn þegar
suöur lét lftiö. Hann spilaöi meira laufi til
baka, sagnhafi tók á ásinn og spilaöi
spaöa á gosann og Garozzo fékk á drottn-
ingu. NU gat hann tekiö hjartaás og spilaö
meira hjarta sem Belladonna trompaði.
Austur trompaöi laufiö sem kom til baka
og spilaði fjóröa hjartanu. Sagnhafi
trompaði meö tíunni — og vestur undir-
trompaöi meö nfunni! Þetta varö til þess
aö austur gat tekiö tvo trompslagi, þegar
sagnhafi nú spilaöi litlu trompi, og spilaöi
sig út á hjarta. Sagnhafi varö þá aö spila
tiglunum aö heiman og fékk aðeins 3
slagi. 1100 til AV. Ef vestur heföi ekki
undirtrompaö heföi hann lent inná spaða-
niu og oröiö að spila tigli.
A/Allir.
Austur.
S. AD87
H. AK1094
T. A7
L. 93
ERTÞÚ
viðbúinn
||U^FERÐAB