Tíminn - 06.01.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.01.1981, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 6. janúar 1981 Otgel'andi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.—'Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (Alþing) Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir),. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson. Myndasafn: Eygió Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldslmar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu: 3,50. Askriftargjald á mánuöi: kr. 70,00. — Prentun: Blaðaprent h.f. íslendingar geta verið bjartsýnir Óneitanlega hafa íslendingar við verulega efna- hagserfiðleika að etja um þessar mundir. En þeir eru ekki einir um það. Nú um áramótin hafa verið dregnar upp i nágrannalöndum okkar sizt glæsi- legri myndir en hér af efnahagsástandinu. Þegar þannig er statt um nágranna okkar, sem við bezt kjör búa, má gera sér ljóst, hvernig umhorfs er annars staðar i heiminum. Þegar á ailt er litið, hafa íslendingar ekki á-‘ stæðu til svartsýni. Forseti íslands, Vigdis Finn- bogadóttir, minnti vel á það i áramótaávarpi sinu: ,,Þegar litið er um öxl, virðist svo sem verstu ár islenzkrar þjóðar hafi verið, þegar hún lét vonleysi ná tökum á sér. Við búum í landi, sem einatt hefur verið okkur erfitt. Það er oft ekki á færi okkar að afstýra margs konar vanda, sem að okkur steðjar. En við getum brugðizt við vandanum. Okkur er gefið vit. Okkur er gefinn styrkur. Hagsýni er okk- ur i blóð borin. Ailt þetta og miklu fleira býr i okk- ur, aðeins ef við viljum nýta það, en látum von- leysishjal og úrtölur ekki viila um fyrir okkur. Glamur og skarkala bar hér áður á góma og misnotkun orða i áróðursskyni. Við skulum ekki láta telja okkur trú um það að islenzkt þjóðféiag sé á vonarvöl.Dægurþras og karp um keisarans skegg breyta ekki þeirri staðreynd, að þrátt fyrir úr- lausnarefni daglegs lifs, erum við ekki að syngja okkar siðustu vers. Sannanir þessa blasa hvar- vetna við. Landið okkar og það afl, sem i okkur sjálfum býr, veitir okkur svo rikulegt viðurværi. að áþreifanleg veimegun er hér miklu meiri en viðast gerist, og svo mikil að barlómur hlýtur að vera fyrir neðan okkar virðingu. En velmegun, talin i krónum og aurum, er annað en velmegun andans. Það sæmir okkur að vera bjartsýn og trúa á okk- ur sjálf. Það er velmegun andans, og til að öðlast þá velmegun þurfum við þessa von, sem svo fall- ega hefur verið ort um. Megi það verða kjörorð okkar íslendinga um þessi áramót, að vonin, sem stundum er veikbyggð eins og vetrarblóm, dafni og verði að sóleyjum sumarsins 1981, — vonin um batnandi tið og góðæri til sjós og lands og i hugum okkar mannanna. Með samstöðu og sjálfstæðis- hugsjón, tillitssemi og skilningi, hófsemi, sann- leiksást og ræktun lýðræðisins mun okkur vel vegna. Þá munum við kunna fótum okkar forráð, og þá eigum við verðmæti að gefa, ekki aðeins okkur sjálfum, heldur einnig öðrum þjóðum”. Steingrimur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, vék einnig að þessu efni i lok ára- mótagreinar sinnar. Hann sagði: ,,Ég er i engum vafa um það, að sá mikli auður, sem við eigum til lands og sjávar, ásamt mikilli viðáttu og dásamlegu umhverfi, getur orðið undir- staða mannlifs, sem væri jafnvel einstakt. Og að sjálfsögðu er bætt mannlif okkar meginmarkmið. Til þess þarf þó atvinnu- og efnahagslifið að vera traust”. Þ.Þ. Erlent yfirlit Þórarínn Þórarinsson: Frá blaðamannalundi IRA um hungurverkfall fanganna sjö. Bretar vilja.losna við Norður-írland Lausn hunffurverkfallsins styrkir Thatcher HIÐ ÞEKKTA brezka viku- blaö The Sunday Times efndi nýlega til skoðanakönnunar varöandi afstöðu brezkra kjcísenda til Norður-írlands. Aðalspurníngin snerist um það, hvort Norður-írland ætti aö vera áfram hluti brezka konungsríkisins. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem svöruðu eða 63%, voru fylgjandi aöskilnaði. Aðeins 37% voru fylgjandi þvi, að Norður-lrland tilheyri brezka konungdæminu áfram. Það hefur verið álitið fram að þessu, að meirihluti brezkra kjósenda væri fylgjandi þvi aö Norður-írland yrði áfram hluti brezka rikisins. Skæruhernað- urinn, sem hófst þar fyrir tólf árum, hefur bersýnilega verið smám saman að breyta viðhorfi brezkra kjósenda. Talið er aö um 2000 manns hafi fallið i skæruhernaði á þessum tfma, þar af 335 brezkir hermenn. Um 11.000 brezkir hermenn eru nú við gæzlustörf I Norður Irlandi, en hafa stund- um verið þar fleiri. Samt virðist ekkert lát á starfsemi skæru- liða. Flestir tilheyra skæruliðarnir IRA-samtökunum, sem berjast fyriraðskilnaöi frá Bretlandi og sameinuðu Irlandi. Flestir þeirra éru úr katólska minni- hlutanum, sem telur um þriðj- ung ibiíanna. Meðal mótmælenda, sem telja um tvo þriðju ibúanna, hafa einnig risiöupp skæruliðahópar, sem hafa unniö hryðjuverk i hefndarskyni. Mótmælendur, sem flestir eru enskrar eða skozkrar ættar, vilja að Norður- Irland verði áfram hluti brezka konungsrlkisins og eru mjög andvigir sameiningu Irlands. Þeir óttast, að þá verði hlutur mótmælenda fyrir borð borinn. UMRÆDD skoðanakönnun fór fram um likt leyti og sjö fangar úr hópi skæruliða IRA, sem voru i Maze-fangelsinu i Noröur-trlandi, hættu hungur- verkfalli, sem hafði staðið I 53 daga. Einn þeirra var þá svo illa kominn, aö honum var ekki hug- aöllf, efhannhéldihungurverk- fallinu áfram. Verkfall sitt hófu sjömenning- arnirtilaðmótmæla þvi, aö þeir nytuekkiréttinda sem pólitlskir fangar, heldur væru meöhöndl- aðir sem venjulegir glæpa- menn. Þeir yrðu t.d. að ganga i fangafötum, fengju nær engar heimsóknir, mættu ekki hittast o.sirv. Af hálfu Breta var þvi haldiö fram, að þeir væru allir dæmdir fyrir glæpaverk sumir beinlinis fyrir morð, og gætu þvi ekki fengið réttindi pólitískra fanga. Hins vegar var gefið i skyn af hálfú Breta, aö þeir gætu fengið ýmsum af óskum sinum fram- Margaret Thatcher að fara til Dublin og heimsækja Charles J. Haughey forsætis- ráðherra trlands. Með þessu var Thatcher að endurgjalda heimsókn hans til London siðastl. sumar. Eftir fund þeirra, gáfu bæði forsætisráðherra og utanrlkis- ráöherra Irlands til kynna að einkum hefði verið rætt um Norður-lrlandsmálið og hugsanlega samvinnu rikjanna um lausn þess. Ýmsir fjölmiðlar drógu af þessu þá ályktun, aö Thatcher heföi fallizt á, að Irland hefði hér meiri hönd I bagga við lausn Norður-trlandsmálsins en áður hefur verið gert ráð fyrir. Þetta vakti nokkurn Ulfaþyt meöal mótmælenda i Norður-lrlandi. Af hálfu Thatchers var þessu mótmælt, en jafnframt tekið fram, aö viss samvinna væri nauðsynleg milli Irlands og Bretlands um Norður-írlands- málið. Af hálfu brezku stjómarinnar hefur undanfarið farið fram athuganir á þvi, hvernig hægt væri að leysa Norður-Irlands- málið, en fyrsta skrefið væri að koma á laggirnar einhvers kon- ar heimastjóm i Norður-lrlandi, sem gæti farið með umboð Norður-lra i viðræðum um þessi mál. Hingað til hefur þessi við- leitni strandað á tortryggni mótmælenda á Norður-trlandi, einkum þó ýmissa öfgamanna þar, eins og Paisleys prests. Það getur ýtt undir lausn þessa máls, að almenningur i Bretlandi er orðinn þreyttur á Norður-trlandsmálinu og vill losna við Norður-trland úr brezka konungsrikinu. gengt um betri aöbúnað, en i þvi fælist ekki sú viðurkenning, að þeir væru pólitiskir fangar. Þetta vildu skæruliöarnir ekki sætta sig við, og hófu þvi sjö- menningarnir hungurverkfallið. Tilkynnt var, að fleiri væru reiðubúnir til að bætast I hópinn siðar. Það þótti ljóst, að það myndi vekja mikla reiðiöldu meðal katólskra manna i Norður- trlandi, ef fangamir sveltu sig i hel. Hins vegar var ljóst, að mótmælendur myndu taka þvi illa, ef fallizt væri á, að þeir væru pólitlskir fangar. Brezka stjórnin átti þvi úr vöndu að ráöa. Daginn áður en þeir hættu hungurverkfallinu, fékk Margaret Thatcher forsætisráð- herra mjögeindregin tilmæli úr mörgum áttum um að láta und- an kröfum fanganna. Hún neit- aði þvi harðlega aö fallast á þá aðalkröfu þeirra, að þeir væru pólitiskir fangar. Föngunum mun hins vegar hafa verið gefiö til kynna, að þeir gætu fengið bættan að- búnaö á ýmsan hátt, enda hefði það verið tilkynnt fyrirfram. Niöurstaðan varð sú, að þeir hættu hungurverkfallinu. Það þykir vist, aö þetta hafi bjargað jólafriðnum i Norður- trlandi og ef til vill til lengri tima. YFIRLEITT ertalið, að þetta hafi styrkt álit Margaretar Thatcher meðal mótmælenda, án þess að vinna henni óvin- sældir katólskra manna. Hún haföi lika skömmu áður bætt hlut sinn meðal þeirra með þvi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.