Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2007, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 01.11.2007, Qupperneq 18
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Jón Sigurðsson, deildar- stjóri á Litla-Hrauni, hefur unnið í fangelsinu manna lengst, í þrjátíu og fimm ár. Hann segist hafa byrjað í sumarafleysingum þeg- ar hann var átján ára og einfaldlega haldið áfram að vinna þegar sumrinu lauk. „Ég byrjaði að vinna við sumar- afleysingar á Litla-Hrauni þegar ég var átján ára og hef bara ílengst síðan,“ segir Jón Sigurðs- son sem á að baki 35 ára starfs- feril á Hrauninu. „Þegar sumr- inu lauk var ég beðinn um að halda áfram því það vantaði mann um veturinn og síðan sótti ég um þegar staða losnaði síðar.“ Hann segir mjög margt hafa breyst innan og utan fangelsisins síðan hann hóf störf. „Þegar ég byrjaði árið 1972 voru vistmenn- irnir oftar en ekki hörkuduglegir sjómenn eða verkamenn sem höfðu lent í einhverjum ógöng- um. Í dag fáum við inn fullt af unglingum, marga hverja í eiturlyfjum, sem hafa aldrei unnið sjálfir á ævinni.“ Húsakosturinn hefur einnig breyst mikið segir Jón, enda Litla-Hraun líkara sveitabæ en fangelsi fyrir 35 árum. „Það var engin girðing fyrir utan fangels- ið og klefarnir af mjög mismun- andi stærðum og gerðum. Með tímanum hefur þetta breyst, sér- staklega þegar við tókum nýjasta húsið í notkun árið 1995.“ En hvað fær fólk til að starfa í fangelsi áratugum saman? „Það er ekki um mörg störf að ræða þarna fyrir austan og fyrir þá sem búa þarna er þetta stærsti vinnustaðurinn á stóru svæði. Starfsöryggið er líka mikið, það er langt í að við verðum atvinnu- lausir vegna hráefnisskorts.“ Sjálfur segir Jón reglulegar stöðuhækkanir og aukna ábyrgð í starfi hafa haldið sér við efnið í öll þessi ár. „Ég byrjaði í sumar- afleysingum og er orðinn deild- arstjóri í dag. Eins og staðan er líður mér ósköp vel fyrir aust- an.“ Fangelsið á Litla-Hrauni var stofnað árið 1929 og er þar rými fyrir 87 fanga. Fastir starfsmenn eru 49; 28 fangaverðir sem ganga vaktir, fimmtán fangaverðir sem sjá um verkstjórn og eftirlit, fjórir deildarstjórar, einn full- trúi og forstöðumaður. Á Litla-Hrauni frá 18 ára aldri Málþing í dag og afmælishátíð á morgun verður á dagskrá Barna- spítala Hringsins í tilefni þess að spítalinn fagnar nú 50 ára afmæli sínu. Í dag verður efnt til málþings í Hringsal við Barnaspítalann, frá klukkan 9.00 til 16.00. Haldnir verða fyrirlestrar um helstu starf- semi spítalans þar sem brot úr starfseminni, árangur og þróun þjónustunnar er kynnt. Á morgun verður svo hátíðar- dagskrá í Rúgbrauðsgerðinni frá klukkan 13.30 til 16.00, þar sem meðal annars verður farið yfir sögu Barnaspítalans. Barnaspítali í hálfa öld En ekki í tjaldi? Þarf ekki hálku til Vill þá ekki í heimsókn Búin að uppgötva yndislegt líf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.