Fréttablaðið - 01.11.2007, Side 61

Fréttablaðið - 01.11.2007, Side 61
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Bloodgroup, Sticky Situation, kemur út 7. nóvember á vegum Síldar ehf. sem er útgáfufélag sveitarinnar. Á plötunni eru ellefu lög sem voru að mestu leyti tekin upp í félagsheimilum úti á landi. Bloodgroup samanstendur af Halli, Ragga, Lilju, Janusi og Benna, en sá síðastnefndi gekk til liðs við hljómsveitina þegar platan var tilbúin. Eftir góða frammi- stöðu á Iceland Airwaves skrifaði sveitin undir samning um staf- ræna dreifingu við útgáfufyrir- tækið Awal. Kemur platan einmitt út á iTunes á þeirra vegum. Næstu tónleikar Bloodgroup verða á Organ 15. nóvember. Fyrsta plata Bloodgroup Bandaríski söngvarinn og leikarinn Robert Goulet er látinn, 73 ára að aldri. Goulet lá á sjúkrahúsi þar sem hann beið eftir lungnaígræðslu þegar hann dó. Goulet sló í gegn í söngleiknum Camelot árið 1960 og eftir það kom hann fram í hinum ýmsu söngleikjum og sjónvarpsþáttum. Var hann meðal annars tíður gestur í The Ed Sullivan Show, auk þess sem hann kom oft fram í Las Vegas. Goulet lék einnig í fjölda kvikmynda, þar á meðal Atlantic City og gamanmyndinni The Naked Gun 2 1/2. Goulet lést á sjúkrahúsi Hljómsveitirnar Hjálmar og Klassart halda tónleika í Andrew’s Theatre á Vallarheiði í gömlu herstöðinni næstkomandi laugar- dag. Hjálmar gefa út sína þriðju plötu, Ferðasót, innan tíðar eftir mannabreytingar og er fyrsta lagið, Leiðin okkar allra, þegar farið að hljóma á öldum ljósvakans. Klassart hefur fengið góða dóma fyrir sína fyrstu plötu, Bottle of Blues, sem kom út fyrr á árinu. Tónleikarnir eru á vegum útskriftarhóps Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í samstarfi við Landsbankann og Nemendafélag FS. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og eru miðar seldir við inngang á 2.000 krónur. Hjálmar í herstöðinni Félagarnir Baddi og Diddi Fel úr rappsveitinni Forgotten Lores hafa stofnað útgáfufyrirtækið Cox Butter sem ætlar að gefa út alla sína framleiðslu á netinu án endurgjalds. „Ég og Diddi Fel vorum í sumar tilbúnir hvor með sína plötuna og vorum að velta fyrir okkur mögu- leikum varðandi útgáfu sem maður hefur á Íslandi sem rapp- tónlistarmaður. Miðað við pening- inn og tímann sem fer í að gefa út plötur þá borgar það sig sjaldn- ast, sérstaklega ef þú ert með minni verkefni,“ segir Baddi. „Við duttum á þessa hugmynd sem grundvöll fyrir listamenn að koma frá sér efni sem þeir ættu erfitt með að koma frá sér ann- ars. Þetta eru lítil hliðarverkefni og „sólóproject“ sem menn vilja koma frá sér án þess að tapa pen- ingum. Svo veit maður aldrei í framtíðinni. Kannski verður þetta að alvöru útgáfu.“ Stutt er síðan Radiohead gaf út sína nýjustu plötu á netinu þar sem fólk réð því hvort það borg- aði fyrir hana og vakti það mikla athygli fjölmiðla. „Radiohead er náttúrulega ekki fyrst til að gera þetta. Við töluðum um þetta þegar við vorum nýbyrjaðir í Forgotten Lores 2000 eða 2001 og það hafa margir gert þetta síðan en Radio- head er stærsta nafnið til að gera þetta hingað til,“ segir Baddi. Fyrsta platan sem verður gefin út undir merkjum Cox Butter verður samstarfsplata Didda Fel og Gunna Maris, Hvernig rúllar þú? Heimasíða útgáfunnar, cox- butter.com, er í smíðum um þess- ar mundir auk þess sem síðan myspace.com/coxbutter er þegar komin í loftið. Gefa plöturnar á netinu Menntaskólinn í Kópavogi hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs í ár fyrir skýra og virka jafnréttis- stefnu gagnvart nemendum og starfsfólki. Skólinn hefur lagt áherslu á jafnrétti í skólanámskrá, launajafnrétti og jafnan hlut karla og kvenna við stjórnun skólans. Við erum stolt af Menntaskólanum í Kópavogi og vonum að sem flestir taki sér hann til fyrirmyndar. KópavogsbærMenntaskólinn í Kópavogi hlaut einnig jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar árið 2006. Til hamingju Menntaskólinn í Kópavogi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.