Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 31
Kristín Lea Sigríðardóttir fylgist vel með tísk- unni og á það mikið af fötum að hún þarf að geyma hluta af þeim í ferðatöskum. Kristín Lea er nítján ára menntaskólamær í Fram- haldsskólanum á Laugum. Hún er mikið fyrir kjóla og kvenleg föt en um þessar mundir er þó dúnúlpan í uppáhaldi. „Það byrjaði að snjóa hérna í septemb- er og þessi úlpa, sem ég keypti í Retro fyrir skemmstu, hefur komið sér vel. Hún er ægilega kósí og gott að vera í henni þegar ég þarf að skott- ast hérna á milli húsa,“ segir Kristín Lea en hún býr á heimavistinni á Laugum. „Úlpan er síð, með kraga upp í háls og með brúnni loðhettu.“ Aðspurð segist Kristín Lea hafa frekar klassísk- an fatasmekk. „Mér finnst þó gaman að klæða mig upp og gera mig fína og ég nota hæla við hvert tæki- færi. Ég er ægileg stelpa í mér,“ segir hún og hlær. „Ég púsla saman fötum úr öllum áttum og finnst gaman að fara í hinar ýmsu búðir og gramsa.“ Kristín Lea segir ekkert hægt að versla á Laugum en þegar hún á frí notar hún tækifærið og fer í búðir á Akureyri eða í Reykjavík. Aðspurð segist hún eiga mikið af fötum og að varla sé pláss fyrir þau á heimavistinni. „Ég þarf að geyma eitthvað af fötun- um mínum í töskum,“ segir hún. Kristín Lea klárar skólann vorið 2009 og stefnir á fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands. Hún hefur líka gaman af því að mála og getur jafnvel hugsað sér að fara í Listaháskólann. Kristín Lea hefur einnig fengist við módelstörf og er á skrá hjá model.is. Hún segist þó taka módelstörfunum með ró en stærsta verkefni hennar til þessa er Levi‘s-auglýs- ing sem hún lék í sumarið 2006. Á hælum við hvert tækifæri UPPLÝSINGAR O A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Nýtt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.