Fréttablaðið - 01.11.2007, Page 31

Fréttablaðið - 01.11.2007, Page 31
Kristín Lea Sigríðardóttir fylgist vel með tísk- unni og á það mikið af fötum að hún þarf að geyma hluta af þeim í ferðatöskum. Kristín Lea er nítján ára menntaskólamær í Fram- haldsskólanum á Laugum. Hún er mikið fyrir kjóla og kvenleg föt en um þessar mundir er þó dúnúlpan í uppáhaldi. „Það byrjaði að snjóa hérna í septemb- er og þessi úlpa, sem ég keypti í Retro fyrir skemmstu, hefur komið sér vel. Hún er ægilega kósí og gott að vera í henni þegar ég þarf að skott- ast hérna á milli húsa,“ segir Kristín Lea en hún býr á heimavistinni á Laugum. „Úlpan er síð, með kraga upp í háls og með brúnni loðhettu.“ Aðspurð segist Kristín Lea hafa frekar klassísk- an fatasmekk. „Mér finnst þó gaman að klæða mig upp og gera mig fína og ég nota hæla við hvert tæki- færi. Ég er ægileg stelpa í mér,“ segir hún og hlær. „Ég púsla saman fötum úr öllum áttum og finnst gaman að fara í hinar ýmsu búðir og gramsa.“ Kristín Lea segir ekkert hægt að versla á Laugum en þegar hún á frí notar hún tækifærið og fer í búðir á Akureyri eða í Reykjavík. Aðspurð segist hún eiga mikið af fötum og að varla sé pláss fyrir þau á heimavistinni. „Ég þarf að geyma eitthvað af fötun- um mínum í töskum,“ segir hún. Kristín Lea klárar skólann vorið 2009 og stefnir á fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands. Hún hefur líka gaman af því að mála og getur jafnvel hugsað sér að fara í Listaháskólann. Kristín Lea hefur einnig fengist við módelstörf og er á skrá hjá model.is. Hún segist þó taka módelstörfunum með ró en stærsta verkefni hennar til þessa er Levi‘s-auglýs- ing sem hún lék í sumarið 2006. Á hælum við hvert tækifæri UPPLÝSINGAR O A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Nýtt!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.