Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 01.11.2007, Qupperneq 24
nám, fróðleikur og vísindi Foreldrar segja gjarnan að ekkert sé þeim mikilvæg- ara en börn þeirra. Með breyttum lifnaðarháttum verja foreldrar þó minni tíma með börnum sínum en áður tíðkaðist. Það þýðir samt ekki að þeir vilji ekki fá mestu um ráðið um upp- eldið og því skiptir flesta miklu máli að vera upplýst- ir um þá stefnu sem leik- skólar barna þeirra starfa eftir. Verkefnið Bugða, sem stofnað var í mánuðinum, byggir á sam- starfi fjögurra leikskóla í Reykja- vík sem hafa sameiginleg mark- mið í uppeldisstarfi og starfsmannastefnu. Skólanir eru Brákarborg, Garðaborg, Klambr- ar og Rauðhóll. „Það sem við eigum sameigin- legt er meðal annars trú okkar á kosti þess að nota opin leikefni, það er að segja leikföng sem örva sköpunargáfu barnanna og eru ekki með fyrirframgefnar lausn- ir,“ segir Ingibjörg Kristleifs- dóttir, leikskólastjóri á Klömbrum. Hún segir að á leik- skólunum sem tilheyra Bugðu sé mikil áhersla lögð á tengsl við náttúruna og mest leikið með ein- ingakubbana sem Caroline Pratt uppeldisfrömuður hannaði fyrir um það bil öld. Stefna leikskól- anna byggir einnig á starfshátt- um Pratt og segir Ingibjörg að til standi að nokkrir af starfsmönn- unum heimsæki skóla sem hún stofnaði í New York rétt eftir aldamótin 1900. „Það verður mjög forvitnilegt að skoða þann leikskóla. Fá svæði eru jafn ólík og Manhattan og Reykjavík eru en samt sem áður eru sömu grundvallarhugmyndir í uppeldi við hafðar á þessum stöðum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að annar kenningasmiður sem litið er til við stefnuna sé bandaríski heimspekingurinn John Dewey en hann lagði ríka áherslu á að börn væru gerendur í eigin lífi og fengju að læra af reynslunni. „Það ríkir samt engin hreintrúar- stefna hjá okkur þó við lítum mjög til hugmynda þessa ágæta fólks,“ segir hún. Faglegt samstarf skólanna mun byggja á því að leikskólinn sé lærdómssamfélag þar sem börn og fullorðnir geti lært og þrosk- ast saman. Þá bendir Ingibjörg á að mannauður leikskólanna sé mikill, þar starfi um hundrað manns, og sé ætlunin að starf- menn heimsæki aðra skóla innan verkefnisins, verði með leshóp og myndi öflugan umræðuvett- vang um uppeldismál. Það ríkir samt engin hreintrúarstefna hjá okkur þó við lítum mjög til hug- mynda þessa ágæta fólks. „Við höfum hingað til verið með innfluttar áhugakannanir en þær hafa ekki endurspeglað íslenskan veruleika til fulls, þar var til dæmis spurt um áhuga á hermennsku. Þegar við gerðum þessa könnun nýttum við því þá þekkingu sem hefur orðið til erlendis og staðfærðum hana yfir á íslenskar aðstæður,“ segir Sif Einarsdóttir, dósent við náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Sif hefur unnið að þróun Bendils, rafrænnar áhugakönnunar fyrir íslensk ungmenni. Í könnunum sem þessum eru unglingar beðnir að benda á þau störf, athafnir eða námsgreinar sem þeim líkar við og reynt að finna áhugasvið út frá svörunum. „Við höfum notast við þá kenningu að starfs- áhuga megi flokka í sex meginsvið og það virðist falla vel að íslenskum nemum,“ segir Sif. Hún bendir á að áhugi fólks geti vitanlega verið á fleiri en einu sviði. Arkitektúrhæfileikar gætu þannig leynst á lista-, vísinda- og handverkssviði. Hátt í 4.000 nemendur hafa gengist undir prófið síðan 2004 og Sif segir að í ljós hafi komið að starfsáhugi drengja og stúlkna sé mjög ólíkur. Þetta megi rekja til kynbundinnar félagsmótunar, sem sé stórt vandamál í skólakerfinu. Rannsakar félagsleg áhrif Skaftárelda www.peugeot.is Vatnagörðum 24 - 26 Sími 520 1100 www.bernhard.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn,Vestmannaeyjum, sími 481 1535 Lágt verð, lítil eldsneytiseyðsla, mikill búnaður, fjölstjörnuöryggi svo ekki sé minnst á frí stæði í miðborginni, tryggir að þú sparar við undirskrift og löngu eftir að þú keyrir úr umboðinu. Sparaðu stórt – veldu Peugeot 107. Peugeot 107 Trendy, 5 dyra á verði frá kr. 1.399.000 * 1.399.000 Trendy 5 DOOR PEUGEOT 107 * Vi st hæ fir bí la r f á fr ís tæ ði í Re yk ja ví k í 9 0 m ín Opin leikefni og tengsl við náttúru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.