Fréttablaðið - 01.11.2007, Side 30
Það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á við stjórnarskipt-
in í borginni. Sjálfstæðismenn
bera okkur framsóknarmenn
þungum sökum og vil ég segja frá
upplifun minni á síðustu dögum
fyrri meirihluta. Það geri ég til
þess að rétta hlut okkar fram-
sóknarmanna í þeim rógburði og
skítkasti sem borgarfulltrúi okkar
hefur þurft að sitja undir.
Á því eina og hálfa ári sem leið frá
því að fyrri meirihluti tók við
hafði tekist að byggja upp góða
liðsheild borgarfulltrúa og vara-
borgarfulltrúa þar sem allir tóku
hlutverk sitt alvarlega. Lykilmað-
ur í því, að svo vel tókst til, var
fyrrverandi borgarstjóri, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem með
reynslu sinni og frjálslyndi náði
fram því besta sem þessi hópur
hafði upp á að bjóða. Ég naut þess
að vinna með Vilhjálmi, sem sýndi
mér fullt traust í þeim störfum
sem mér voru falin og ég veit að
hann sýndi öðrum borgarfull-
trúum sömu virðinguna og traust-
ið og hann sýndi mér. Það fór hins
vegar minna fyrir gagnkvæmri
virðingu sumra flokkssystkina
hans, eins og mér fannst hann
verðskulda. Það átti eftir að koma
á daginn.
Í stöðvarstjórahúsinu í Elliða-
árdal þegar samruni REI og GGE
var fyrst kynntur fyrir fyrrver-
andi meirihluta að viðstöddum
fulltrúum Akraness og Borgar-
fjarðar sauð strax upp úr hjá
borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins. Það er skemmst frá því
að segja að þessi fundur í stöðvar-
stjórahúsinu leystist upp. Borgar-
fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins
sýndu borgar-
stjóra fullkomna
lítilsvirðingu
bæði fyrir fram-
an fulltrúa Akra-
ness og Borgar-
fjarðar og einnig
fyrir framan
starfsmenn
Orkuveitunnar.
Eftir fáránlega
opinskáar umræður viku þessir
gestir af fundinum og við tók í
raun meirihlutafundur. Niður-
staðan var sú að fresta málinu til
morguns og freista þess að ná nið-
urstöðu þá. Sá fundur var með
svipuðu sniði. Niðurstaðan var
samt sem áður sú að þetta yrði
samþykkt og borgarfulltrúarnir
hétu því að bera ekki ágreining-
inn á torg. Framvegis yrði að taka
málefni Orkuveitunnar meira til
umræðu innan meirihlutans.
Þrátt fyrir þessa niðurstöðu
tóku sjálfstæðismenn þá afdrifa-
ríku ákvörðun að klaga borgar-
stjórann sinn fyrir formanni og
varaformanni Sjálfstæðisflokks-
ins og bera út fréttir af óeining-
unni vegna málsins. Fljótlega
eftir að borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins fóru að tjá sig um
málið í fjölmiðlum komst sá kvitt-
ur á kreik að þeir væru að undir-
búa myndun nýs meirihluta, án
eigin borgarstjóra. Hvað það var
sem rak þau áfram í þann leiðang-
ur verður seint skilið nema ef
vera skyldi blindur metnaður
sumra borgarfulltrúanna til þess
að setjast sjálfir í stól borgar-
stjóra. En eins og stundum áður,
þá er dramb falli næst.
Ekki tók betra við þegar sjálf-
stæðismenn tóku upp á því að
halda sáttafund um málefni Orku-
veitunnar, án fulltrúa Framsókn-
arflokksins en með fullri þátttöku
allra fjölmiðla. Þessi svokallaði
sáttafundur Sjálfstæðisflokksins
er því dæmi um eitt mesta klúður
sem ég hef upplifað í íslenskri
pólitík, nema hann hafi beinlínis
verið setur upp borgarstjóranum
til höfuðs. Eftir á að hyggja er það
mitt mat að eftir þennan dæma-
lausa sáttafund hafi staða borgar-
stjórans verið orðin það veik að
það var nánast orðið tímaspurs-
mál hvenær hann þyrfti að víkja.
Linkindin við sexmenningana og
peðsfórnin í skákinni, sem var
brottrekstur Hauks Leóssonar,
var borgarstjóra einfaldlega ekki
samboðin. Haukur sem hafði verið
náinn vinur og stuðningsmaður
Vilhjálms í áratugi hefur án efa
ekki gert neitt annað í þessari
atburðarás en að fylgja fyrirmæl-
um. Brottrekstur hans var bæði
miskunnarlaus og ósmekklegur,
þar sem hann fékk ekkert tæki-
færi til þess að bera hönd fyrir
höfuð sér. Það varð hlutverk
fréttamanns að færa honum tíð-
indin. Hann var niðurlægður af
eigin félögum fyrir það eitt að
fylgja fyrirmælum og sýna holl-
ustu. Hversu lágt er hægt að
leggjast í samskiptum við vini
sína.
Í sögulegu samhengi er ágætt
að minna á að tveir af fyrrum for-
ystumönnum Sjálfstæðisflokks-
ins létu hafa eftir sér sömu
ummæli þegar réttlætiskennd
þeirra var misboðið: „Svona gera
menn ekki.“ Ég tek undir með
þeim.
Næsta verkefni sexmenningana
var það litla verk og löðurmann-
lega að fá Framsóknarflokkinn
með sér í leiðangurinn. Hvernig
átti Framsóknarflokkurinn að
geta samþykkt kröfu Sjálfstæðis-
flokksins um að selja REI strax?
Ákvörðun sem gekk þvert gegn
stefnu Framsóknarflokksins sem
hefur verið í forystu fyrir Orku-
veitu Reykjavíkur og gert hana að
stórveldi.
Síðasti fundur meirihlutans er
eftirminnilegur fyrir margra
hluta sakir. Þar kom m.a. fram í
máli borgarstjóra að hann hefði
stuðning varaborgarfulltrúanna í
REI málinu, þannig að sú eining
sem sjálfstæðismenn reyna nú að
sannfæra landsmenn um, nær
ekki einu sinni inní varaborgar-
fulltrúahópinn. Á þessum fundi
talaði Björn Ingi Hrafnsson í
rúman klukkutíma þar sem hann
rakti málið frá upphafi og lýsti
alvarlegum áhyggjum sínum yfir
því hvernig sjálfstæðismenn
væru búnir að stilla honum upp
við vegg. Hann sagði í því sam-
bandi að eitt væri að vera „loyal“
en annað væri að vera „stupid“.
Það var í þessu samhengi sem
hann sagði að pólitísk framtíð
hans væri í húfi. Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir kaus að slíta þau orð
úr samhengi, í Silfri Egils, eftir að
meirihlutinn sprakk.
Það var eins og sumir borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
skynjuðu ekki hversu alvarleg
staða var komin upp í meirihluta-
samstarfinu. Júlíus Vífill tók orðið
af Birni Inga og bað hann nú að
fara að hætta þessu tali þar sem
hann, þ.e.a.s. Júlíus, þyrfti að fara
að undirbúa sig fyrir borgar-
stjórnarfundinn. Hrokinn og virð-
ingarleysið fyrir samstarfs-
flokknum og fullkomin
veruleikafirring fyrir alvöru
málsins gerði mig agndofa. Eftir
að Björn Ingi hafði lokið máli sínu
og lagt öll spil á borðið hvarf Gísli
Marteinn af fundinum í a.m.k. 15
mínútur og þurfti að sækja hann
fram. Ekki var sú fjarvera til þess
að auka traustið á samstarfs-
flokknum eftir allt sem á undan
var gengið. Fundurinn stóð í
fjórar klukkustundir og var
árangurslaus. Með þá niðurstöðu
fórum við á borgarstjórnarfund-
inn og eftirmálinn er flestum
kunnur.
Þegar ég lít til baka og fer yfir
málið í huganum, þá situr alltaf
eftir sá grunur að þetta REI mál
sé í raun og veru ekki upphaf og
endir þessara meirihlutaslita. Því
við nánari skoðun kemur í ljós að
sá rökstuðningur heldur ekki.
Upp á framtíðina vil ég segja
við sjálfstæðismenn að ef þeir
ætla að starfa með öðrum flokk-
um þá verða þeir að tileinka sér
þá lágmarkstillitssemi að gefa
ekki út pólitískar sáttargjörðir og
stefnubreytingar nema í samráði
við samstarfsflokk sinn. Hafi
menn haldið að slíkt gengi upp í
samstarfi við Framsóknarflokk-
inn, þá er það annaðhvort mis-
skilningur eða breyttir tímar.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Uppgjörið við Sjálfstæðisflokkinn
Hrokinn og virðingarleysið
fyrir samstarfsflokknum og
fullkomin veruleikafirring fyrir
alvöru málsins gerði mig agn-
dofa. Eftir að Björn Ingi hafði
lokið máli sínu og lagt öll spil á
borðið hvarf Gísli Marteinn af
fundinum í a.m.k. 15 mínútur
og þurfti að sækja hann fram.
Hvenær ætlum við mann-
eskjurnar að
hætta að aðgreina
okkur innbyrðis í
stað þess að greina
mismunandi þarf-
ir okkar og uppfylla þær? Að hætta
að flokka fólk eftir kvarða sem
útfærður er með hliðsjón af þeim
sem búa hann til?
Að það skuli líðast ennþá í svo-
kölluðu siðmenntuðu og upplýstu
samfélagi að gildishlaða og for-
gangsraða fólki eftir stöðluðum
hugmyndum um manndóm ber vott
um ótrúlega lágkúru og þroska-
skort. Þegar ég fyrst hóf störf í
málefnum fatlaðra snemma á sjö-
unda áratug síðustu aldar varð ég
vitni að mannlegri niðurlægingu
sem er því samfara að lenda neðst í
forgangsröðun mannlegs samfé-
lags. Þá voru þeir sem skilgreindir
voru þroskaheftir aðgreindir frá
íslensku samfélagi og lokaðir inni á
altækum stofnunum. Þeir voru
dæmdir til einangrunar og hóplífs,
fjarri almenningi, ástvinum og fjöl-
skyldum. Núna, rúmum 40 árum
síðar, er flest það fólk sem skil-
greint er með sama hætti búandi í
almennum íbúðahverfum en eftir
sem áður m.a. auðkennt með frá-
brugðnu búsetuformi og merktum
samgöngutækjum, til rækilegrar
aðgreiningar frá þeim sem skora
hærra á kvarðanum. Ekki þarf að
taka það fram að fjárhagsleg
afkoma þessara samfélagsþegna
gerir þeim ekki kleift að kaupa sig
frá aðgreiningunni og tryggja sér
sjálfstætt val í lífsháttum.
En samfélagsleg aðgreining ein-
skorðast ekki við áður nefndan hóp
fólks. Þessu stjórntæki er miskunn-
arlaust beitt eftir hentugleikum og
birtist ekki síst í aðgreiningu á fólki
eftir aldri. Á sama tíma og íslenskir
stjórnmálamenn svara ekki kalli
kjósenda sinna og kröfu um mann-
sæmandi afkomu við starfslok,
tryggja þeir sjálfum sér eftirlaun
sem greina þá með afgerandi hætti
frá öðrum jafnöldrum þeirra.
Stjórnmálamenn eru sér nefnilega
meðvitaðir um það frelsi sem felst í
fjárhagslegu sjálfstæði. Væntan-
lega bera tilburðir þeirra til að
rétta hlut annars eftirlaunafólks en
þeirra sjálfra vott um siðferði. Þeir
birtast helst í afsláttartilboðum á
þjónustu, svo sem sundlaugarkort-
um, aðgangi að bókasöfnum, aukn-
um afslætti í heilbrigðisþjónustu
að ógleymdum gjaldfrjálsum stræt-
isvagnakortum, sem sveitarstjórn-
ir stæra sig af um þessar mundir.
Ókeypis strætóferðir eru einnig í
boði fyrir börn og fatlaða. Þannig
má segja að gjaldfrjálsar almenn-
ingssamgöngur séu nú í boði fyrir
þá samfélagsþegna sem ekki er
ætlað að hafa burðugri afkomu en
svo að þeir komist leiðar sinnar án
sérstakrar aðstoðar hins opinbera.
Ég ætla samt að vona að stjórnum
sveitarfélaga auðnist að gera stræt-
isvagna að raunhæfu vali í almenn-
ingssamgöngum fyrir alla en ekki
að fátækraflutningum.
Sérstök útgáfa vildarkorta fyrir
eftirlaunafólk sem ætlað er að
tryggja því frítt aðgengi að sjálf-
sögðum lífsgæðum svo sem söfnum
og sundi er ein leið stjórnvalda til
að milda bágborna afkomu eftir-
launafólks en gjalda jáyrði við
henni í leiðinni.
Það má vel vera að einhverjum
finnist uppsláttur í því að merkja
sig með slíkum kortum en spurning
hvort það er þá ekki hentugra og
augljósara að ganga með stjörnu í
barminum sem gefur í skyn aldur,
ástand og efnahag viðkomandi.
Aðgreiningin sem hér er lýst er
framkvæmd í skjóli hugmynda-
fræði jafnaðar og manngæsku. Það
er þó ekkert nýtt, aðgreining ein-
stakra hópa frá samfélagsheildinni
hefur oft verið framkvæmd undir
formerkjum mannúðar. Sé það við-
leitni stjórnmálamanna að gera sig
gildandi með því að lækka risið á
öðrum Íslendingum þá er sú aðferð
líka vel þekkt, býsna útbreidd og
reynslan hefur sýnt að hún virkar.
Höfundur er forstöðuþroskaþjálfi.
Aðgreining