Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 33
Hálsbindi voru löngum úthrópuð af femínistum sem karlrembutákn, holdgervingur karlmennskunnar, valdsins og jafnvel phallusarins. Konur hafa reyndar reglulega tekið upp á því að nota bindi og Yves Saint Laurent hikaði ekki við að klæða konur hálsbindum þegar hann hafði tekið smókinginn frá körlum og aðlagað konum, kannski til að afvopna karlana. Bindin hafa hins vegar verið úti í kuldanum um nokkurra ára skeið og álitin hreinlega hallærisleg, notuð þegar ekki var hægt að komast hjá því. En nú eru breytingar í lofti og jafnvel hægt að tala um tískubylgju, hvort sem litið er á Lanvin eða Hermès, Miu Miu eða Paul Smith. Ekki eitt einasta tískuhús lætur bindið eiga sig lengur. Eins og fyrir svo margt í herratískunni síðustu ár er Hedi Slimane, fyrrverandi hönnuður herralínu Dior, að einhverju leyti ábyrgur en hann var þar listrænn stjórnandi frá 2000-2007. Til hans má rekja renglutískuna með níðþröngu gallabuxunum sem eiga helst að síga niður á rassinum, aðsniðnar skyrtur eða boli og svo bítlabindi. Þessi bindi hafa verið örmjó eins og gömlu góðu lakkrísbindin, mjög í anda breskra popp- eða pönksveita. Aðrir minni spámenn hafa svo tekið mjóa bindið inn í sínar tískulínur og nú er hægt að kaupa „ekta“ Slimane-bindi hjá H&M á tíu evrur. „Slimane-lookið“ er hins vegar að syngja sitt síðasta og buxur í vetrartískunni eru víðari en áður hjá sumum hönnuðum. Vortískan verður enn víðari hvað varðar buxnasnið. Bindin fylgja og eiga nú að vera breiðari, mynstruð eða röndótt og hnúturinn á að vera í stíl pabba eða afa. Stíllinn er hér kallaður „póst-Gainsbourgískur dandý- stíll“ (dandý er einhvers konar bóhemískur, velklæddur heims- maður). Í stað sportlegs eða jafnvel druslulegs stíls síðustu ára þar sem öllu hefur verið blandað saman sést nú ákveðið afturhvarf til fágunar. Til þess er bindið auðveldur aukahlutur sem bætir við mynstri eða lit og er punkturinn yfir i-ið hjá velklæddum manni. Athyglisvert er þó að það eru frekar ungir herrar á aldrinum 20-30 ára sem eru að taka upp bindið meðan til dæmis stjórnmálamenn taka af sér bindið og opna skyrtuna þegar þeir vilja vera frjálslegir og sýna að þeir séu ekki forpokaðir. Kannski þess vegna er hægt að segja að þessi nýja binda- menning sé ekki ákall karla til valdsins heldur einungis hégómleg tískubylgja í þjónustu fagurkera þar sem nánast enginn munur sést lengur á hegðan kvenna og karla þegar innkaup og tískutiktúrur eru annars vegar. Svo er að sjá hvernig gengur að læra að hnýta og hvort götutískan tekur upp bindið eins og fínustu tískuhönnuðir vilja. Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.