Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 66
N1-deild karla í handbolta: N1-deild kvenna í handbolta Kvennadeild Iceland Express Enski deildarbikarinn: Spænska úrvalsdeildin: Ítalska úrvalsdeildin: Valur vann Hauka 26-25 í N1-deild kvenna í Vodafone höll- inni í gærkvöld. Mikið jafnræði var með liðun- um í fyrri hálfleik, þar sem liðin skiptust á að taka forystu í leikn- um. Staðan var 10-10 þegar tut- tugu mínútur voru liðnar af leikn- um og eftir það hélst staðan jöfn og var orðin 13-13 þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik sigu Valsstúlk- ur fram úr og var það ekki síst fyrir góða markvörslu Berglindar Írisar Hansdóttur í marki Vals, en hún átti stórleik og varði alls 24 skot í leiknum. Haukastúlkur sýndu ágætis baráttu á lokakafl- anum og skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins náðu að minnka muninn í lokin í eitt mark, 26-25, en sigur Valsstúlkna var í raun aldrei í mikilli hættu. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var sáttur með stigin en fannst ekki mikið koma til spila- mennskunnar. „Gæðin í leiknum fannst mér ekki vera mikil. Sókn- arlega vorum við að gera mikið af tæknifeilum, en vörnin var skárri og Berglind varði vel í markinu. Við leiddum leikinn meira og minna allan tímann en það vantaði hjá okkur að drepa leikinn almennilega og við sýndum ákveðna værukærð,“ sagði Ágúst. Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, fannst ákveðið batamerki vera á Haukaliðinu. „Síðustu leikir hjá okkur hafa verið mjög hægir en mér fannst okkur takast ágætlega upp gegn Val og það vantaði bara herslumuninn hjá okkur í leikn- um,“ sagði Harpa. Berglind átti stórleik Leikur Gróttu og Stjörnunnar í gær á Seltjarnar- nesi var leikur markvarðanna. Leikmenn beggja liða þurftu að sjá urmul skota sinna varin í miklum baráttuleik sem Stjarnan vann, 20-22. Það skildi lítið milli liðanna lengi vel í fyrri hálfleiknum sem var eign markvarðanna. Liðin héldust nánast í hendur lengi vel en gestirnir úr Garðabæ náðu góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks. Gróttustúlkur komu mjög ákveðnar til seinni hálfleiks og voru búnar að jafna í 15-15 um miðjan hálfleikinn. Það geta þær þakkað varnar- leiknum sem hrökk þá heldur betur í gang með turnana, Önnu Úrsúlu og Evu Margréti fremstar í flokki. Það var líka eins gott fyrir þær að standa vörnina almennilega því hinum megin var Grecu engan veginn hætt að verja með frábæra Stjörnuvörn fyrir framan sig. Á lokamínútunum átti Stjarnan einfaldlega meira inni og sigldi góðum útisigri í land í ágætum handboltaleik. ,,Ég er mjög stoltur af stelpunum að klára þetta,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar. ,,Þetta eru bæði mikil varnar- lið eins og sást hér í dag og uppistaðan í landsliðinu var hér úti á gólfinu. Varnarleikurinn sem við spiluðum var í alþjóða- klassa og Grecu var hreint stórkostleg í markinu.“ Anna Úrsúla Guðmundssdótt- ir, leikmaður Gróttu, sagði skandal hvernig sitt lið fór með færin. ,,Svona á ekki að sjást í meistaraflokki kvenna. Það var skandall hvernig við fórum með færin.“ Markverðirnir í aðalhlutverki Kvöldið eftir að Kiera Hardy skoraði 50 stig fyrir Haukana þá gerði Kesha Watson hjá Keflavík einu stigi betur og skoraði 51 stig í yfirburðarsigri Keflavíkur á Grindavík, 103-71, í leik liðanna í Iceland Express deild kvenna í Keflavík í gær. Bæði lið voru ósigruð fyrir leik- inn en eftir hann hafa bara Kefla- vík og Haukar unnið alla leiki sína. Liðin mætast einmitt á sunnudag- inn og þar mætast fimmtíustiga- konurnar Hardy og Watson auglit- is til auglitis. Þó hún vildi ekki viðurkenna það eftir leikinn þá fór það ekki fram hjá neinum að Wat- son ætlaði sér að komast í fimmtíu stigin, slík var áræðnin og einbeit- ing hennar allan leikinn. Hún hitti úr 19 af 26 skotum þar af 8 af 11 þriggja stiga skotum sínum. „Mitt markmið var ekki að skora fimmtíu stig heldur að ná að vinna leikinn. Ég horfi ekki á tölurnar mínar heldur einblíni á það að spila eins vel og ég get og leggja mig hundrað prósent fram,“ sagði Kesha Watson eftir leikinn en hún er ánægð með byrjun Keflavíkur- liðsins. „Við erum mjög ánægðar með byrjunina en við vitum manna best að við getum enn betur. Okkar markmið er að vinna alla fimm titlana í boði og við eigum enn eftir að vinna þrjá,” sagði Watson sem segist vera í betra formi en í fyrra. „Ég er með meira sjálfstraust en í fyrra. Ég er laus við meiðslin og fé góða hjálp frá liðsfélögunum sem eru duglegar að hvetja mig áfram,“ sagði Watson sem auk þess að vera með 51stig var með 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Bryndís Guðmundsdóttir og Ingi- björg Elva Vilbergsdóttir voru einnig mjög góðar í jöfnu liði Keflavíkur en hjá Grindavíkurlið- ið átti aldrei svar við góðum leik heimastúlkna í gær. Kesha með 51 stig í yfirburðasigri Haukar og HK buðu áhorfendum að Ásvöllum upp á skammarlega lélegan toppslag. Haukar náðu efsta sæti N1 deild- arinnar með, 26-23, sigri og geta þakkað HK toppsætið fyrir að mæta áhugalaust til leiks. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt fimm marka forystu, 11-6. Áhugaleysi ein- kenndi leik HK og benti allt til þess að Haukar myndu kafsigla andstæðinga sína þar til HK breytti vörninni úr 6-0 í 3-2-1. Sóknarleikur Hauka var ráð- leysislegur gegn framliggjandi vörn HK og náðu gestirnir að minnka muninn án þess að leika vel. Munurinn í hálfleik var aðeins tvö mörk, 16-14. Þessi sprettur HK var til einskis því Haukar skoruðu fimm fyrstu mörk síðari hálfleiksins og breyttu stöðunni í 21-14. Líkt og í fyrri hálfleik hrundi leikur Hauka um miðbik hálfleiksins og HK náði hægt að rólega að komast aftur inn í leikinn. Þegar þrjár mínútur voru eftir munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum, 24-22, en Haukar héldu haus síðustu mínút- urnar og uppskáru sigur og efsta sætið. Það var ekki að sjá á liðunum að efsta sæti deildarinnar væri í boði því leikurinn var vægast sagt lélegur. „Þetta var skelfilegur leikur,“ sagði Andri Stefan í leik- stjórnandi Hauka í leikslok. „Bæði lið voru geispandi allan tímann. Þetta ömurlegur leikur. Við getum þakkað þeim fyrir að mæta eins og trúðar til leiks því ef þeir hefðu mætt með smá skap hefði þetta verið allt annar leikur.“ Haukar réðu illa við framliggj- andi vörn HK og sagði Andri að liði hafi skort þolinmæði til að vinna á henni. „Þeir koma mjög framarlega og við verðum æstir. Menn fara að reyna eitthvað sjálf- ir. Það vantaði þolinmæði. Þegar boltinn gekk þrjár, fjórar sending- ar var allt galopið,“ sagði hrein- skilinn Andri í leikslok. Ragnar Hjaltested hægri horna- maður HK var vægast sagt ósátt- ur í leikslok. „Fyrsta korterið í bæði fyrri og seinni hálfeik erum við ekki með og höldum að við getum gert þetta með hangandi haus. Við erum ekki tilbúnir og það er greinilega eitthvað að. Það er eitthvað sem við erum að gera vitlaust í undirbúningnum sem við verðum að laga ætlum við að hanga í efstu liðunum. Leikirnir okkar hafa verið frekar daprir fyrir utan leikinn á móti Fram sem var góður. Ég sem aðrir verðum að taka á þessu. Menn eru ekki að hugsa um verkefnið og mæta til leiks haldandi að þetta komi að sjálfu sér. Undirbúningurinn þarf að byrjar daginn fyrir leik.“ Þrátt fyrir að HK gæfi Haukum góða forgjöf í fyrri og seinni hálf- leik komst liðið inn í leikinn og hefði með smá heppni og aga getað strítt Haukum enn frekar. „Við erum ekki lakari en Haukar þó við höfum verið lakari í dag. Það er dagsformið sem ræður úrslitum þegar þessi fimm efstu lið deildar- innar eigast við. Það er ekki flókn- ara en það.“ Haukar fóru á toppinn eftir 26-23 sigur gegn HK í toppslag í N1- deild karla í handbolta í gærkvöldi. Leikur liðanna var mjög lélegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.