Fréttablaðið - 30.12.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 30.12.2007, Síða 6
6 30. desember 2007 SUNNUDAGUR A R G U S 0 7 -0 9 3 7 Viðskiptavinir, sem greiða með korti frá SPRON, fá 20% afslátt af miðaverði á myndina 20% afsláttur af miðaverði © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 Opið til 18 laugardag og sunnudag Lokað gamlársdag FANBY kampavínsglas 20 cl 70,- ÁRAMÓT Flutt hafa verið inn 1.275 tonn af flugeldum á þessu ári að sögn Friðriks G. Gunnarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en það er nær helmingi meira en flutt var inn fyrir þremur árum. Í fyrra voru flutt inn um þúsund tonn. Jón Ingi Sigvaldason, hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg, segir að þeir hafi flutt inn svipað magn og í fyrra en hann hefur nokkrar áhyggjur af því hversu mikið einkaaðilum færist í fang í þess- um efnum. „Maður heyrir suma þeirra segja að þeir hafi bara flutt inn einn eða tvo gáma en það er svipað og meðal stór björgunar- sveit er að selja,“ segir hann og bætir við að sumar björgunar- sveitir fái um 90 prósent af sínu rekstrarfé með flugeldasölu. „Ég veit ekki hvort þeim hefur fjölgað en þeir eru á fleiri stöðum, hafa stækkað við sig og auglýsa meira en áður. Við höfum svo sem ekki fundið fyrir minni eftirspurn en við finnum heldur ekki fyrir neinni aukningu þótt við vitum að fólk sé almennt að kaupa meira en áður.“ Hann segir einnig nokkuð bera á því að einkaaðilar reyni að líkja eftir flugeldasölum björgunar- sveitanna svo fólki verði ekki ljóst af hverjum það er að kaupa flug- eldana. „Oft og tíðum eru þeir með skuggalega lík skilti svo eru nokkr- ir farnir að kalla þetta flugelda- markað eins og við höfum alltaf gert.“ En hvernig mæta þeir þessari samkeppni? „Við ætlum ekkert að gráta. Við höfum verið að breyta auglýsingunum aðeins og minna á málstaðinn sem vinnur með okkur, ég held að flestir sjái hversu mikilvægt það er að hafa öflugar björgunarsveitir.“ Guðný Guðmundsdóttir, versl- unarmaður hjá Gullborg Flugeld- um, er ekki sammála Jóni Inga um hver sé að herma eftir hverjum. „Það má alveg benda á að slysa- varnarfélögin hafa hermt eftir okkur en við létum merkja flug- elda hjá okkur eftir íslenskum fjöllum og fuglum og upp frá því komu á markað frá þeim flugeldar með nöfnum fornkappanna,“ segir hún. Aðspurður hvort það sé siðferði- lega réttlætanlegt að taka spón úr aski björgunarsveitanna með því að selja flugelda í einkasölu segir Einar Ólafsson, annar eigenda Alvöru – gæðaflugelda, að sam- keppniseftirlitið hafi úrskurðað í þessu máli og komist að þeirri nið- urstöðu að allir ættu að sitja við sama borð. „Svo er það siðferði- lega rétt að kúnninn fái góða vöru á góðu verði eins og gerist þegar samkeppni fær að þrífast.“ jse@frettabladid.is Nær 1.300 tonn af flugeldum flutt inn Flugeldainnflutningur hefur nær tvöfaldast á þremur árum. Alls hafa 1.275 tonn verið flutt inn á árinu. Samkeppnin hefur heldur aldrei verið meiri. Um 90 prósent rekstrarfjár nokkurra björgunarsveita eru fengin með flugeldasölu. JÓN INGI SIGVALDASON Samkeppnin eykst sífellt í flugeldasölunni. Landsbjörg leggur áherslu á málstaðinn í auglýsingum sínum sem Jón Ingi segir vinna með þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMFERÐARMÁL Sex nýir krossar voru reistir í gær við Kögunarhól, er stendur við Suðurlandsveg, til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á veginum síðan í nóvember 2006. Jafnframt voru heiðruð fyrir framlag á erfiðum tímum lögregl- an á Selfossi, sjúkraflutninga- menn í Árnessýslu, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, þyrlu- sveit Landhelgisgæslunnar, starfsfólk bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi og slökkvilið Hveragerðis. Að þessu stóðu Vinir Hellisheið- ar, áhugamannahópur um öruggan Suðurlandsveg og Samstaða um slysalaust Ísland. Í nóvember 2006 voru 52 kross- ar reistir við Kögunarhól til að minnast þeirra sem þá höfðu látist í umferðarslysum á Suðurlands- vegi. Athöfnin í gær var táknrænt merki um að baráttunni fyrir bættum og slysalausum Suður- landsvegi verði haldið áfram af fullum krafti. - jss NÝIR KROSSAR Sex nýir krossar voru reistir til minningar um þá sem látist hafa í umferðarslysum. Barist fyrir bættum og slysalausum Suðurlandsvegi: Sex krossar reistir LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum handtók um klukkan þrjú í fyrrinótt sautján ára pilt sem hafði barið á glugga í Reykjanesbæ með merktum krossi sem hann hafði stolið af leiði í kirkjugarðinum. Við nánari eftirgrennslan lög- reglu kom í ljós að pilturinn hafði skemmt ljósaskreytingar á þrett- án leiðum auk þess sem hann hafði stolið krossi af einu þeirra. Þá hafði hann brotið stóra rúðu í kirkjugarðshúsinu í garðinum. Lögreglan handtók drenginn, sem var mjög ölvaður, og var hann látinn sofa úr sér í fangaklefa. Að sögn lögreglu hefur hann engar skýringar gefið á hegðun sinni. Þá handtók lögreglan ökumann í Grindavík sem grunaður var um ölvun og stöðvaði þar annan sem ekki hafði ökuskírteini. Einnig var bíll í Reykjanesbæ stór- skemmdur þar sem hoppað hafði verið á honum og rúður í honum brotnar. Á skemmtistaðnum Yello í Reykjanesbæ réðist ölóður maður á dyravörð með flösku og sló hann tvívegis í höfðið og þurfti lög- regla að hafa afskipti af því. Þar fyrir utan segir lögreglan á Suðurnesjum að mikið hafi verið um útköll um nóttina vegna flug- eldasprenginga og skarkala. - kdk Lögreglan á Suðurnesjum hafði í miklu að snúast: Piltur skemmdi leiði og stal krossi SKEMMTI SÉR VIÐ AÐ SKEMMA LEIÐI Lögreglan á Suðurnesjum fékk í fyrrinótt tilkynningu um sautján ára pilt sem barði á glugga með merktum krossi sem hann hafði stolið af leiði í kirkjugarðin- um. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN SUÐURPÓLLINN Bandarískur vísindamaður kjálkabraut annan í afskekktri rannsóknarstöð á Suðurpólnum á jóladag. Ekki er ljóst hvað olli ósætti mannanna, en þeir voru báðir ölvaðir. Farið var með þá á brott með þyrlu. Samkvæmt breska dagblaðinu Guardian þurfti að flytja kjálkabrotna manninn til Nýja- Sjálands vegna meiðsla hans. Hann var útskrifaður daginn eftir. Hinn fór aftur heim til Bandaríkjanna. Talsmaður Raytheon Polar Services, fyrirtækisins sem mennirnir vinna fyrir, segir málið munu verða rannsakað. - sþs Ósætti ölvaðra vísindamanna: Jólaslagsmál á Suðurpólnum Ætlar þú að strengja áramóta- heit? Já 29,6% Nei 70,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú prófað ólögleg fíkni- efni? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.