Fréttablaðið - 30.12.2007, Qupperneq 22
ATVINNA
30. desember 2007 SUNNUDAGUR2
Markaðsstjóri
Óskum að ráða markaðsstjóra til starfa hjá Íslenskri getspá
Umsóknir óskast sendar Íslenskri getspá merktar – Kraftur og frumkvæði – fyrir 8. janúar 2008.
Upplýsingar veitir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, í síma 580 2500.
Starfssvið:
- Gerð markaðsáætlana.
- Skipulag sölu- og markaðsmála.
- Markaðssetning leikja.
- Stefnumótun og þátttaka í vöruþróun.
- Samskipti við auglýsingastofur og hönnuði.
- Samskipti við umboðsmenn.
- Þátttaka í norrænu og alþjóðlegu samstarfi.
Menntun og hæfniskröfur:
- Leitað er að aðila með menntun á háskólastigi. Áhersla á góða
markaðsþekkingu.
- Lögð er áhersla á frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Góð enskukunnátta er nauðsynleg.
- Viðkomandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum og
eiga auðvelt með að stýra hópvinnu og virkja
samstarfsmenn sína til dáða.
Íslensk getspá var stofnuð árið 1986 og er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalags
Íslands og Ungmennafélags Íslands. Ágóði af rekstri félagsins rennur til þeirra góðu málefna sem
eignaraðilar standa fyrir. Starfsmenn í dag eru 25 talsins.
Fyrirtækið er mjög öflugt á íslenskum happdrættismarkaði. Helstu söluvörur eru Lottó 5/38, Víkingalottó
og Jóker, 1x2, Lengjan og Tippað í beinni. Fyrirtækið byggir á öflugu sölukerfi með beinlínutengda
sölukassa um land allt auk þess að vera í fremstu röð í sölu á internetinu í heiminum.
w
w
w
.lo
tt
o
.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Iceland Travel úthýsir hluta af bókhaldi félagsins og launabókhaldi til Fjárvakurs, sem er systurfélag. Allt bókhald
félagsins er fært í bókhaldskerfinu CODA sem er bókhaldskerfi allra félaga innan Icelandair Group. Jafnframt er allri
tölvu- og kerfisvinnslu úthýst til Skýrr. Í boði fyrir réttan aðila er starf hjá traustu fyrirtæki sem starfar í alþjóð-
legum rekstri þar sem ríkir góður starfsandi og metnaður til að ná árangri.
Nánari upplýsingar um starfið gefur Jóhann Kristjánsson framkvæmdastjóri.
Starfsumsóknir með ferilskrá sendist fyrir 11. janúar nk. á rafrænu formi til
Ragnheiðar Valdimarsdóttur, starfsþróunarstjóra á netfangið
ragnheidurv@icelandtravel.is
Öllum umsóknum verður svarað
Iceland Travel | Skútuvogi 13A | 104 Reykjavík | Iceland | Sími 585 4300 | Fax 585 4391 | www.icelandtravel.is | sales@icelandtravel.is
Fjármálastjóri – Iceland Travel
Iceland Travel leitar að kraftmiklum fjármálastjóra til að stýra bókhaldi, uppgjörum og miðlægum verkefnum
félagsins. Undir fjármálasvið heyrir auk umsjón bókhalds, gæðamál, tekjustýring, innkaup, kerfismál,
mötuneyti og afgreiðsla. Leitað er að skipulögðum og talnaglöggum einstaklingi sem hefur haldbæra reynslu
af sambærilegu starfi.
Helstu verkefni:
· Yfirumsjón með bókhaldi, afstemmingum
og reikningshaldi félagsins
· Mánaðarleg uppgjör og afstemmd árshluta- og ársuppgjör
· Áætlanagerð
· Fjárreiðustýring
· Afstemming launabókhalds
· Starfsmannamál
· Fjármálalegar greiningar einstakra verkefna
Hæfniskröfur:
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi ásamt reynslu
af sambærilegum störfum
· Haldbær bókhaldsreynsla er nauðsynleg og þekking
á bókhaldskerfum kostur
· Stjórnunarreynsla
· Rík skipulagshæfni, nákvæmni og færni í mannlegum
samskiptum
· Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður í starfi
· Góð tölvukunnátta
· Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg
Iceland Travel er leiðandi fyrirtæki á sviði móttöku og þjónustu við erlenda ferðamenn og á sviði ráðstefnu-
þjónustu, hvataferða- og atburðastjórnunar. Fyrirtækið heyrir undir Icelandair Group og hjá félaginu starfa
55 starfsmenn. Nánari upplýsingar um fyrirtækið á www.icelandtravel.is
Auglýsingasími
– Mest lesið