Fréttablaðið - 30.12.2007, Side 28

Fréttablaðið - 30.12.2007, Side 28
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Dominic Pons Pennar Júlía Margrét Alexandersdóttir, Yvan Rodic Ljósmyndir Fréttablaðið, Dominic Pons, Yvan Rodic Auglýsingar Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is + SKEMMTILEG HVERFI Í BERLÍN, HÖNNUNARHÓTEL Í LONDON, FERÐALÖG FYRIR FÁTÆKLINGA OG MALLORCA AÐ VETRARLAGI [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög JANÚAR 2008 HÆÐIR HIMALAYA-FJALLA MYNDLISTARMAÐURINN TOLLI FERÐAST UM NEPAL HIPP OG KÚL ARGENTÍNA TÍSKUHVERFIÐ PALERMO Í BÚENOS AÍRES MIÐAUSTURLENSKUR DRAUMUR Í MARRAKESH ÞÚSUND & EIN NÓTT FERÐALÖG 2 Við þurfum öll að fara í frí, næra huga og hlaða batterí, líka við sem teljum okkur ekki eiga krónu. En ferðalög geta, með bara örlítið meiri fyrirhöfn og smá þekk- ingu, kostað jafnvel helmingi minna en við reiknuðum út í upphafi. Til að mynda má alltaf hafa í huga... ...að allra ódýrast er að plana ferðalögin langt fram í tímann. Það er ekkert til lengur eins og „hopp“ eins og það var og hét í gamla daga. ... að frá borgum eins og London og Kaupmannahöfn liggja allar leiðir opnar. Ætlir þú eitthvert aðeins lengra en þangað er hægt að finna mjög ódýr flugfargjöld frá þeim stöðum og þá bara heima í stofu á internetinu. Til að komast til London eða Kaupmannahafnar frá Íslandi er svo hægt að velja á milli flugfélaganna Icelandair, Iceland Express, British Airwaves og SAS. . .. að ætlir þú til dæmis að fljúga í gegnum Kaupmannahöfn mælum við sérstaklega með vefsíðu flugfélagsins Sterling: www. sterling.dk Frábær síða með mjög góðum tilboðum. www.kronerejser.dk er ekki síðri. ...að ætlir þú frekar að fljúga í gegnum London er síðan www.lastminute.com hel- ber snilld. Ekki síðri er síðan www.cheap- flights.co.uk. Og sólardýrkendur athugið! Á www.clickair.com eru mjög ódýr flugfargjöld til Spánar. ...að sértu blankur en finnist þú engu að síður hreinlega verða að komast í skíðaferð eða siglingu á Karíbahafinu er alltaf hægt að redda sér! Við fátæklingarnir elskum síðuna www.iglu.com Þar smellirðu einfaldlega á þær tegundir af pakkaferðum sem þig langar í en ferðirnar eru flestar frá Bret- landi þannig að auðvelt er að koma sér til London. Við höfum til dæmis fundið okkur æðislega vikuskíðaferð fyrir ekki nema 30.000 krónur! ... að farir þú á www.google.com og skrifir „cheap cruises“ í leitargluggann færðu upp fullt af snilldartilboðum á ódýrum siglingum frá Bandaríkjunum. Annar góður og sniðugur leitarmöguleiki er að ef maður skrifar „cheap flight to ... og nafnið á borginni“ (Muna, innan gæsalappa!) kemur upp fullt af síðum og möguleikum. ...að íslenska síðan www.ferdalangur.net er ansi góð. Sér í lagi sértu að leita þér að ódýru hóteli en hótelbókunarvefurinn er mjög góður þar. Þar inni má líka finna fullt af alls kyns upplýsingum um ferðalög og tengla inn á alls kyns skemmtilega hluti. Að góðum tilboðum ógleymdum. - jma FERÐALÖG FYRIR FÁTÆKLINGANA Upplífgandi ferðaráð á krepputímum! M ér hefur alltaf fundist það dálítil synd og skömm að fara frá Íslandi í júní og júlí þegar veðurblíðan og birtan leik- ur við landsmenn. Hins vegar er kjörið að taka sér gott vetrarfrí enda eru verstu mánuðir Íslend- inga framundan – janúar, febrúar og mars. Drunga- legur tími þegar hátíðir eru afstaðnar og manni finnst eins og slabbið og rokið muni engan enda taka. Janúar og febrúar eru hásumarmánuðir hinum megin á hnettinum og allir sem vilja leggja í lang- ferðalög ættu að íhuga kosti eins og Ástralíu, Nýja- Sjáland, Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu. Þeir sem eru hræddir um að pyngjan léttist allverulega geta skoðað ráð okkar hér á síðunni um „Ferðalög fyrir fátæklinga“. Núna er aldeilis tíminn til að fljúga á suðrænar slóðir og kafa á kóralrifum, þramma í gegnum frumskóga og halda á vit ævintýranna. Janúar er líka frábær mánuður til að taka það rólega á Flór- ídaskaganum og keyra til dæmis til hins sjarme- randi Key West eða þá njóta næturlífsins á Miami. Evrópa, þrátt fyrir raka og kulda, að minnsta kosti í norðurhluta álfunnar, getur líka verið afskaplega sjarmerandi og skemmtileg á þessum árstíma. Að sjálfsögðu er þetta árstíð skíðaferða og því ekki úr vegi að bregða sér í Alpanna. Janúarútsölurnar eru um það bil að bresta á, gnægð af menningarvið- burðum í gangi og því upplagt að skella sér í líflega helgarferð. Þó er líklegt að maður eyði dögunum að mestu leyti innandyra: á veitingahúsum, söfnum eða í verslunum. Annar góður kostur er að borgir Evrópu eru nokkuð ferðamannasnauðar á þessum árstíma. Suður-Evrópa er svo frekar hlý í janúar, og það er sniðugt að skreppa til Barcelona, Cordoba eða Granada á Spáni eða til Rómar, Sikileyjar eða Pompei á Ítalíu. Norður-Afríka er líka mjög spenn- andi og framandi kostur, hvort sem það er í litaglöðum borgum eins og Marrakesh, eyðimörk- um Túnis eða á ströndum Rauða hafsins þar sem er hægt að kafa við kóralrif. Látum hugann reika og verum óhrædd við að stökkva á næsta farmiða – nýja árið bíður, uppfullt af ævintýrum. HVERT SKAL HALDA Í JANÚAR? Anna Margrét Björnsson skrifar B reski hönnuður-inn John Nash, sem hannaði Reg- ency-hótelið í Lundúnum ásamt hluta af Buckingham-höll hefur nú skapað stórfenglegt hótel í Haym- arket-hverfinu. Það er staðsett rétt hjá the National Gallery, breska lista- safninu, og leikhúsunum fjölmörgu á Haymarket og Shaftesbury Avenue, Búðarfíklar gætu ekki verið í betri málum heldur þar sem hótelið er rétt hjá Bond Street og Regents Street þar sem er að finna bæði hátísku- og verslunarkeðjur. Innandyra er hótel- ið gert upp í afar frumlegum stíl – skærum litum eins og bleiku og grænu og blómum og röndum er snilldarlega blandað saman. Á hótel- inu er einnig að finna frábæran veit- ingastað sem heitir Brumus bar and restaurant og býður upp á heilsusam- legan ítalskan mat. Í kjallaranum er svo glæsileg líkamsræktaraðstaða, heilsulind og sundlaug sem er flóð- lýst með bleikum og gulum ljósum. Herbergi frá 245 pundum á nóttu. www.haymarkethotel.com Í HJARTA LEIKHÚSLÍFSINS EKKI MISSA AF ÞESSU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.