Fréttablaðið - 30.12.2007, Page 33
7 FERÐALÖG
POKALDE Í baksýn má sjá tindinn sem Tolli kleif fyrst, Pokalde, en hann er um 5.800 metra hár. Hæðaraðlögun gekk vel hjá Tolla en hún
getur reynst mörgum fjallagarpnum erfið. Það eina sem hægt er að gera er að fara nógu hægt yfir og svo eru menn misvel gerðir til að þola
hæðarmismuninn.
Á TOPPNUM Island Peak er
þriðji tindurinn og sá hæsti
sem Tolli kleif en hann er um
6.200 metra hár. Með honum á
myndinni er leiðsögumaðurinn
hans, Nima. Tolli segir að þarna
hafi hann strax verið farinn að
hugsa um niðurleiðina, enda
sú leið jafnvel hættulegri en
sú upp, þar sem menn séu þá
orðnir lúnir og kærulausari.
GYÐJUFÓRN Myndin er tekin á hátíðardegi hindúa í fornu borginni Bhaktapur og eru gyðju
véla, amboða og verkfæra færðar fórnir. Menn slátruðu annaðhvort geitum eða fuglum og
settu blóð þeirra á tæki sín. Loks voru síðan dýrin étin.
MARKAÐSDAGUR Í BHAKTAPUR Borgin er eldgömul og upprunaleg
frá árinu 900. Hún er á minjaskrá Sameinuðu þjóðanna en er þó ekki
safn heldur búa borgarbúar í gömlu húsunum og gömlu hofin eru
notuð.
NÝ BRÚ Á aðeins fjórum dögum var þessi trébrú smíðuð en sú sem
hafði verið fyrir féll í miklum rigninum nokkru áður. Uxarnir ganga
yfir með vistir félaganna.
SÍÐUSTU METRARNIR Tolli tók enga áhættu og var í línu á leiðinni upp Island Peak og hina
tindana enda þverhnípt niður beggja vegna hans.
ÍSLAND? Landslagið í Eyjatindadal minnti oftar en ekki í litum og öðru á eldgömlu Ísafold en dalurinn var mjög erfiður yfirferðar fyrir Tolla og
félaga. Margar vörður má finna í dalnum.