Fréttablaðið - 30.12.2007, Page 36

Fréttablaðið - 30.12.2007, Page 36
FERÐALÖG 10 S ú var tíðin fyrir óþægi- lega stuttu síðan að verslunarferðir Íslend- inga einkenndust af þeirri hugmyndafræði að þar sem allt væri svo ódýrt í útlöndum þá gilti það að kaupa sem allra mest og athuga það svo í fyrsta lagi eftir að heim var komið hvort að fötin væru klæðileg eða ekki og hvort þau væru í réttri stærð. Síðan hefur ýmislegt gerst, Íslend- ingar eru orðnir mun ferðavanari en áður og þramma áreiðanlega margir oftar upp og niður Strikið, Oxford Street og Römbluna en þeirra eigin Laugaveg. Þegar jafnvel þessar útlendu verslunargötur eru orðnar að hversdagslegum kaupmangara- strætum í hugum Íslendinga er ef til vill kominn tími til þess að kanna ótroðnar slóðir. Sjálfsagt dytti ekki mörgum þeirra í hug að halda alla leið til Búenos Aíres, höfuðborgar Argentínu, í verslun- arferð en það er samt sem áður margt vitlausara. Búenos Aíres er nefnilega stórborg sem er alveg að springa af sköpunarkrafti þessi misserin. Það kemur meðal ann- ars fram í gríðarlegum uppgangi fatahönnuða sem lagt hafa undir sig heilt hverfi með búðir sínar þar sem lágt gengi argentínska pesóans veldur því að ferðamönn- um gefst kostur á að kaupa glæsi- lega hönnun á Hagkaupsprís. Fyrir einungis örfáum árum var það fyrst og fremst tangóinn, nautakjötið og kannski Maradona og Eva Peron sem voru aðalsmerki Búenos Aíres. Enginn með fullu viti lét sér detta í hug að koma til argentínsku stór- borgarinnar til þess að gera góð kaup í fatabúðunum. Upp úr alda- mótunum síðustu umturnaðist hins vegar allt á nokkrum mánuð- um, kreppa reið yfir Argentínu sem rúði þetta vel stæða stórveldi inn að skinni. Bylgja gjaldþrota reið yfir landið og ofurverðbólga brenndi upp sparifé fjölda ágæt- lega stæðs fólks á augabragði. Argentína var ekki lengur rík, eftirspurn eftir munaðarvarningi minnkaði og verðið hríðlækkaði þar af leiðandi. Allt í einu var komin upp sú tvíbenta staða fyrir ferðaiðnaðinn að innan um öll áföllin var Búenos Aíres allt í einu orðin ódýr kostur fyrir ferðamenn í kauphugleiðingum. Þetta gerðist á sama tíma og ungt og frjótt fólk sem fá tækifæri fékk í kreppu- ástandinu ákvað að taka hlutina í sínar hendur og byrja að skapa sjálft. Spennandi fatahönnun og litagleði Útkomuna má nú sjá í Palermo- hverfinu í Búenos Aíres sem á ein- ungis örfáum árum hefur breyst í skemmtilegt og líflegt tískuhverfi þar sem tískulið Búenos Aíres- borgar og túristar frá Evrópu og Norður-Ameríku galla sig upp af frumlegum og flottum fatnaði sem nú þegar hefur komið Argentínu á kortið sem einum af mest spenn- andi stöðum í fatahönnun dagsins í dag. Sá hluti Palermo-hverfisins sem helst er undirlagður tískuvarningi hefur orðið æ betur þekktur undir viðurnefninu Palermo Soho. Umhverfið einkennist af lágreist- um, vel við höldnum og stöndug- um steinhúsum sem flestöll eru svo innréttuð af mikilli smekkvísi og metnaði. Verslanirnar standa svo hlið við hlið, þéttast á Hondur- as- og El Salvador-götunum en fækkar eftir því sem fjær dregur. Líkt og gengur og gerist í tísku- og fatahönnunarbransanum, eru kvenfataverslanir í talsverðum meirihluta en karlmenn geta samt unað ágætlega við sitt. Þá má ekki gleyma leðurvörunum, hinu sígilda vörumerki Argentínu- manna, og því tengist auðvitað líka skóhönnun en birtingarmynd hennar má víða finna í hverfinu. Allir vilja auðvitað Lilju kveðið hafa þegar svona vel gengur og nú eru stærri verslanakeðjur farnar að stinga upp hausnum í hverfinu en þær eru yfirleitt mjög auð- þekkjanlegar frá þessum minni og frumlegri. Þá hefur borið á því að ýmsir hagsmunaaðilar eru farnir að nýta sér gott orðspor Palermo- hverfisins með því að kenna sinn rekstur við hverfið jafnvel þó að hann liggi nokkuð fyrir utan það. Slíkt undirstrikar hins vegar auð- vitað bara hversu vel heppnað frumkvöðlastarf hönnuðanna í Palermo hefur verið. Ef reyna á að skilgreina þann fatastíl sem einkennir hverfið þá má kannski segja að hann sé frum- legur, litaglaður og áræðinn og einkennist af ríkum sköpunar- krafti og lífsorku. Þeir sem meira eru fyrir klassískan klæðaburð ættu því ef til vill frekar að labba á milli hefðbundnu fataverslan- anna sem helst má finna í miðbænum á og við Florida-göngu- götuna. Svöl kaffihús og góðar steikur Palermo-hverfið er hins vegar ekki einungis aðlaðandi vegna allra flottu fatabúðanna. Hverfið hefur nefnilega einnig að geyma urmul skemmtilegra kaffihúsa þar sem hægt er að fá sér bolla af cortado-kaffi, nýkreistan ávaxta- og grænmetissafa eða léttan bistro-málsverð milli tarna í búðarrápinu öllu saman. Sam- tengdur Soho-hluta Palermo hverf- isins er síðan Hollywood-hlutinn svokallaði. Aðalsmerki Palermo Hollywood eru veitingastaðirnir, flestir reknir eftir nýjustu straum- um í alþjóðlegri eldamennsku í bland við argentínska matarhefð. Þar er ágætt að enda vel heppnað- an dag og þá á auðvitað með réttu ekkert annað að koma til greina en argentínska nautakjötið, það besta í heiminum. Þó að enska sé óvíða töluð í Suður-Ameríku þurfa íslenskir ferðamenn ekki að hafa áhyggjur þó að spænskukunnátta þeirra takmarkist við það að geta pantað sér skammlaust bjór eða kaffi- bolla. Búenos Aíres er nefnilega alþjóðleg stórborg og sérstaklega á það við um hverfi eins og Paler- mo, sem ferðamenn sækja mikið í, að þar er enskukunnátta starfs- fólks nokkuð almenn. En svo má líka bara benda og þreifa sig áfram ef ekkert gengur að tala. Yfirleitt kemst allt til skila á end- anum. Til þess að koma enn frekar til móts við ferðamenn og aðra við- skiptavini hverfisins hefur verið gefið út kort af svæðinu þar sem búið er að merkja skilmerkilega og flokka niður allar markverðar fataverslanir svæðisins, á annað hundrað talsins allt í allt. Kortið liggur frammi í öllum búðum hverfisins, kostar ekki neitt og fæst bæði á ensku og spænsku. Það er því svo sannarlega þess virði fyrir þá sem á annað borð eru á ferðalagi um framandi slóðir Suður-Ameríku að fylla ferða- töskurnar af hræódýrum argent- ínskum tískuvarningi úr Palermo- hverfinu. Hér í lokin fylgja svo heima- síður nokkurra þeirra hönnuða og verslana sem eru í Palermo- hverfinu: www.damboutique.com.ar www.ilreve.com.ar www.juanadearco.net www.bokura.com.ar www.fioriniwichmacki.com.ar www.josefinaferroni.com.ar www.hermanosestebecorena.com HIPP OG KÚL ARGENTÍNA Sigurður Ólafsson kynnir sér tískuhverfi ð Palermo í Búenos Aíres Pelermo Soho Tískuverslanir hlið við hlið BÓKAÐU NÚNA Hana hafði alltaf langað til að gera þetta. Skyldurækni við aldraða fjölskyldumeðlimi og guðsótti hafði þó dregið úr henni til þessa. En jólin 2006 gerðu útslagið. Eftir að helvíti á jörðu birtist henni í uppstúfspotti vissi hún að jólin 2007 yrði hún að flýja. Spurningin var bara hvert. Ekki gat hún látið sjá sig með bjúgóttum drykkjurútum á Kanarí. Og þrátt fyrir ódýran kristal í Prag var of fyrirsjáanlegt að eyða jólunum í kastalaborg í Austur-Evrópu. Næstum eins týpískt og að fara til Búdapest. New York kom ekki til greina því ekki vildi hún láta snúa sig niður af landamæravörðunum á JFK (blessuð sé minning hans) fyrir framan alla Saga Class farþegana, láta draga sig hlekkjaða í gegnum flugvöllinn, valda semí-milliríkja- deilu og koma í öllum fjölmiðlum á Íslandi á milli jóla og nýárs. Slíkt gengur ekki upp. Það veit guð og Ísland í dag. Ingveldi langaði til að eyða jóla- nótt í turni. Þó ekki fangelsisturni heldur hótelturni. Og hvar eru þeir? Nú, auðvitað í London. Hún pantaði sér hótelgistingu á hóteli rétt hjá Buckinghamhöll. Á aðfangadag sat hún spennt í flug- vélinni og einbeitti sér að því að komast í hlutverkið. Jólin 2007 ætlaði hún að leika óhamingju- sama aðalskonu, dæmda til að ráfa um kastalann sinn í þunnum silki- slopp, því utan virkisveggjanna er hún svo dýrkuð og dáð að hún fær ekki stundarfrið. Með þetta að leiðarljósi sveif hún inn á hótelið og tékkaði sig inn í turninn. Næstu tvo daga vaskaði hún hvorki upp disk né glas. Hún þurfti ekki að mæta í fjögurra klukkustunda maraþonjólaboð og sitja undir hressilegum athugasemdum frá fimmtugum frændum (ekki blóð- skyldum) um hvað hún sé glæsileg (perra-blikkbroskarl) eða hlusta á upptalningar ömmusystra um hve margar kjöttegundir þær borðuðu yfir jólin um leið og þær stinga öðrum hangikjötsbita upp í munninn. Í ár ætlaði hún að njóta jólanna í turnin- um sínum fjarri skyld- fólki, reyktu kjöti og piparkökum. Einu samskiptin sem Ingveldur átti við aðra manneskju í ferðinni voru þegar hún þakkaði þjóninum fyrir þegar hann kom inn með jólamáltíðina á gullvagni, þöktum diskum með silfurhjálmum á aðfangadagskvöld. Hún andvarp- aði, stóð upp, gekk að kringlótta turnglugganum, starði út í tómið og sagði í mjúkri en þó einmana röddu: „Thank you“. Ingveldi finnst nefnilega svo gaman að láta eins og henni leiðist þegar hún er að springa úr gleði að innan. Henni finnst það skárra en að leiðast í alvöru og leika trúð. Trúðinn sem brosir framan í sveitta frændur og bólgn- ar ömmusystur á fjórða í jólum og fimmta í gúffi. Nú þarf hún bara að finna áfangastað fyrir gamlárskvöld svo hún endi ekki í VIP-herberginu á b5 með Tarantino og félögum. UNGFRÚ INGVELDUR ...eyðir jólanótt í turni. SKEMMTILEG STEMNING Í Palermo er einnig að finna frábær veitingahús og kaffihús.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.