Fréttablaðið - 30.12.2007, Síða 38
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
JANÚAR 2008
ALLT Á KAFI Í VAIL Besti skíðasnjórinn í
vetur er í Bandaríkjunum.
FRAKKLAND Þetta hefur verið fínn snjóvetur
hingað til með góðum púðursnjó. Besti snjórinn
er í Alpe d‘Huez og Argentiere og einnig er fínn
snjór í Tignes og Meribel. Frekari snjókomu er
spáð á næstunni.
ÍTALÍA Það er ansi harðfennt á mörgum stöðum
í ítölsku ölpunum en besti snjórinn þessa vikuna
er í Cervinia. Sólskinið hefur þó glatt gesti í
desembermánuði.
AUSTURRÍKI Ágætis snjór, en þó sérstaklega í
Obergurgl og Zell am See. Lítið um púðursnjó
um þessar mundir.
SVISS Það hefur snjóað mikið á flestum stöðum
í svissnesku ölpunum, sérstaklega í Verbier
og niður til Le Chable. Sólskini er spáð næstu
vikuna.
BANDARÍKIN OG KANADA Langbesti staður-
inn til að skíða á um þessar mundir. Snjó hefur
kyngt niður í Vail og Aspen og púðursnjórinn er
stórkostlegur. Einnig er einstaklega gott skíða-
færi í Deer Valley og Taos. Kanada hefur sömu
sögu að segja og það er til dæmis 175 sentí-
metra snjór í Whistler.
HVAR ER SNJÓRINN?
Veðurspá fyrir skíðafólkið
Ferðaskrifstofa
1. LONDON Teldu niður að mið-
nætti með klukkunni í Big Ben og
horfðu á miðborgina breytast í
allsherjarflugeldasýningu. Skelltu
þér svo á pöbbarölt og syngdu
Auld Lang Syne ásamt kátum og
drukknum Bretum.
2. AMSTERDAM Á Nieumarkt-torg-
inu í Amsterdam gilda sömu reglur
og í Reykjavík um flugelda: fólk
má sprengja þá að vild. Taktu með
þér kampavínsflösku og haltu upp
á Oudjaarsdag (gamlársdag) með
stæl.
3. MADRÍD Borgarbúar þyrpast á
torgið Puerta del Sol í miðbænum
og borða tólf vínber á meðan þeir
hlusta á klukkana slá í Casa de
Correos. Mundu að vera í rauðum
nærfötum þar sem Spánverjar trúa
því að það færi gæfu á nýju ári.
4. PARÍS Borg ljósanna skín enn
skærar á gamlárskvöldi þegar
stórfengleg flugeldasýning á sér
stað við Eiffelturninn. Metró-lestin
er ókeypis þar til klukkan 12.05 og
upplagt að fara niður á Champs
Elysees þar sem Frakkar hópast
saman með kampavín.
5. NEW YORK Það er alveg svaka-
lega kalt í stóra eplinu í desember
en maður hefur nú varla upplifað
alvöru gamlárskvöld nema að hafa
staðið ásamt borgarbúum á Times
Square og talið niður að miðnætti.
6. RIO DE JANEIRO Dansaðu á
bikini ásamt tveimur milljónum
Brasilíubúa á Copacabana-strönd-
inni í Rio. Svo geturðu horft á flug-
eldasýningu og hellt úr kampavíni
í sjóinn en heimamenn trúa því að
gyðja sjávarins, Yemanja, færi þér
þá gæfu á nýju ári.
7. SYDNEY Ástralía er eitt af fyrstu
löndum heims sem heldur upp á
nýja árið þar sem hún er jú hinum
megin á hnettinum. Það eru engin
partí eins og partí í Sidney. Flug-
eldasýningin við Harbour-brúna er
ólýsanlega falleg þar sem rakettum
er skotið í takt við klassísk tónverk.
8. TÓKÝÓ Japanar halda partí í
þrjá heila daga, frá 31. desember
til 3. janúar. Borgin bókstaflega
iðar af lífi: flugeldar, dans, söngur
og borðhald. Svo getur þú farið í
Shinto-hof og hlustað á 108 bjöllur
óma.
9. TORONTO Taktu með þér hlýtt
teppi og farðu í miðborgina þar
sem ljósahátíðin Cavalcade of
Lights á sér stað. Næsta stopp er
svo Nathan Phillips torgið þar sem
boðið er upp á stanslaus skemmti-
atriði og flugeldasýningar.
10. VÍNARBORG Það er svo mikið
að gerast á gamlárskvöld í Vín að
maður veit varla hvar maður á að
byrja. Tónleikar og veisluhöld eru
úti um alla borg og hápunkturinn
er svo þegar Pummerin-bjallan í
dómkirkju heilags Stefáns hringir
inn nýja árið.
TÍU BESTU
... borgirnar til að skemmta
sér á gamlárskvöld