Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2007, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 30.12.2007, Qupperneq 38
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög JANÚAR 2008 ALLT Á KAFI Í VAIL Besti skíðasnjórinn í vetur er í Bandaríkjunum. FRAKKLAND Þetta hefur verið fínn snjóvetur hingað til með góðum púðursnjó. Besti snjórinn er í Alpe d‘Huez og Argentiere og einnig er fínn snjór í Tignes og Meribel. Frekari snjókomu er spáð á næstunni. ÍTALÍA Það er ansi harðfennt á mörgum stöðum í ítölsku ölpunum en besti snjórinn þessa vikuna er í Cervinia. Sólskinið hefur þó glatt gesti í desembermánuði. AUSTURRÍKI Ágætis snjór, en þó sérstaklega í Obergurgl og Zell am See. Lítið um púðursnjó um þessar mundir. SVISS Það hefur snjóað mikið á flestum stöðum í svissnesku ölpunum, sérstaklega í Verbier og niður til Le Chable. Sólskini er spáð næstu vikuna. BANDARÍKIN OG KANADA Langbesti staður- inn til að skíða á um þessar mundir. Snjó hefur kyngt niður í Vail og Aspen og púðursnjórinn er stórkostlegur. Einnig er einstaklega gott skíða- færi í Deer Valley og Taos. Kanada hefur sömu sögu að segja og það er til dæmis 175 sentí- metra snjór í Whistler. HVAR ER SNJÓRINN? Veðurspá fyrir skíðafólkið Ferðaskrifstofa 1. LONDON Teldu niður að mið- nætti með klukkunni í Big Ben og horfðu á miðborgina breytast í allsherjarflugeldasýningu. Skelltu þér svo á pöbbarölt og syngdu Auld Lang Syne ásamt kátum og drukknum Bretum. 2. AMSTERDAM Á Nieumarkt-torg- inu í Amsterdam gilda sömu reglur og í Reykjavík um flugelda: fólk má sprengja þá að vild. Taktu með þér kampavínsflösku og haltu upp á Oudjaarsdag (gamlársdag) með stæl. 3. MADRÍD Borgarbúar þyrpast á torgið Puerta del Sol í miðbænum og borða tólf vínber á meðan þeir hlusta á klukkana slá í Casa de Correos. Mundu að vera í rauðum nærfötum þar sem Spánverjar trúa því að það færi gæfu á nýju ári. 4. PARÍS Borg ljósanna skín enn skærar á gamlárskvöldi þegar stórfengleg flugeldasýning á sér stað við Eiffelturninn. Metró-lestin er ókeypis þar til klukkan 12.05 og upplagt að fara niður á Champs Elysees þar sem Frakkar hópast saman með kampavín. 5. NEW YORK Það er alveg svaka- lega kalt í stóra eplinu í desember en maður hefur nú varla upplifað alvöru gamlárskvöld nema að hafa staðið ásamt borgarbúum á Times Square og talið niður að miðnætti. 6. RIO DE JANEIRO Dansaðu á bikini ásamt tveimur milljónum Brasilíubúa á Copacabana-strönd- inni í Rio. Svo geturðu horft á flug- eldasýningu og hellt úr kampavíni í sjóinn en heimamenn trúa því að gyðja sjávarins, Yemanja, færi þér þá gæfu á nýju ári. 7. SYDNEY Ástralía er eitt af fyrstu löndum heims sem heldur upp á nýja árið þar sem hún er jú hinum megin á hnettinum. Það eru engin partí eins og partí í Sidney. Flug- eldasýningin við Harbour-brúna er ólýsanlega falleg þar sem rakettum er skotið í takt við klassísk tónverk. 8. TÓKÝÓ Japanar halda partí í þrjá heila daga, frá 31. desember til 3. janúar. Borgin bókstaflega iðar af lífi: flugeldar, dans, söngur og borðhald. Svo getur þú farið í Shinto-hof og hlustað á 108 bjöllur óma. 9. TORONTO Taktu með þér hlýtt teppi og farðu í miðborgina þar sem ljósahátíðin Cavalcade of Lights á sér stað. Næsta stopp er svo Nathan Phillips torgið þar sem boðið er upp á stanslaus skemmti- atriði og flugeldasýningar. 10. VÍNARBORG Það er svo mikið að gerast á gamlárskvöld í Vín að maður veit varla hvar maður á að byrja. Tónleikar og veisluhöld eru úti um alla borg og hápunkturinn er svo þegar Pummerin-bjallan í dómkirkju heilags Stefáns hringir inn nýja árið. TÍU BESTU ... borgirnar til að skemmta sér á gamlárskvöld
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.