Fréttablaðið - 30.12.2007, Side 40

Fréttablaðið - 30.12.2007, Side 40
ATVINNA 30. desember 2007 SUNNUDAGUR8 Hallfríður Benediktsdótt- ir er upplýsingafulltrúi Impru sem er deild innan Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. „Markmið Impru er að vera miðstöð upplýsinga og leið- sagnar fyrir frumkvöðla, lítil og meðalstór fyrir- tæki, sama hvaða atvinnu- grein fólk er í. Einnig leggj- um við sérstaka áherslu á að þjónusta landsbyggðina og konur,“ segir Hallfríður Benediktsdóttir, upplýsinga- fulltrúi hjá Impru, sem er deild innan Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands, og nefnir sérstaklega nýaflokið Braut- argengisnámskeið sem er frumkvöðlanámskeið fyrir konur. „Við útskrifuðum tuttugu konur fyrir helgi, sem bætast í hóp tæplega sex hundruð kvenna sem hafa lokið nám- skeiðinu. Í vor eru tíu ár síðan við útskrifuðum fyrstu konurnar og í dag eru tæp- lega 60 prósent kvennanna í einhvers konar rekstri,“ segir Hallfríður, sem er einnig starfsmaður Félags kvenna í atvinnurekstri hjá Nýsköpunarmiðstöð en um sex hundruð konur úr öllum áttum eru félagar. Námskeiðin fara einnig fram á landsbyggðinni og nýlega útskrifuðust einnig konur á Grundarfirði, Patreksfirði og á Akureyri. Hallfríður er sjálf grunn- skólakennari og segir þá menntun reynast mjög vel í starfi. „Starfið krefst mikillar þjónustulundar og þar nýtist reynsla mín sem grunnskólakennari mjög vel. Ég er í samskiptum við mjög marga aðila daglega, bæði við samstarfsfólk á Nýsköp- unarmiðstöðinni og fólkið sem við erum að þjónusta, svo færni í mannlegum sam- skiptum vegur einnig þungt,“ segi Hallfríður og bætir við að góð tölvukunnátta skipti einnig miklu máli. „Tækn- in breytist gríðarlega hratt í dag og það er nauðsynlegt að fylgjast vel með. Ákveð- inn grunnur í tölvuþekkingu er algjört skilyrði í mínu starfi, en síðan hef ég verið dugleg við að tileinka mér nýja þekkingu og þróa mína færni,“ segir Hallfríður og heldur áfram: „Símenntun er gríðarlega mikilvæg, sér- staklega á Íslandi þar sem at- vinnulífið krefst þess að fólk hafi fjölbreytta hæfileika og tileinki sér hlutina hratt. Auk þess sem það er gaman að læra nýja hluti, kynnast nýju fólki og þróa félagslega hæfni,“ útskýrir Hallfríður. Aðspurð segir hún starfið mjög skemmtilegt og á erfitt með að svara hvað sé leiðin- legast. „Mér finnst kannski svona einhæf handavinna eins og skráningar ekki mjög skemmtileg, en það sem er skemmtilegast núna er að vasast í heimasíðunni sem er alveg ný. Hún fór í loftið í lok október og við erum enn að þróa hana, auk þess sem ég er þegar byrjuð að skipu- leggja næsta Brautargeng- isnámskeið og næstu verk- efni Impru á nýju ári,“ segir Hallfríður. rh@frettabladid.is Atvinnulífið krefst fjölbreyti- legra hæfileika Hallfríði Benediktsdóttur finnst það skemmtilegasta við starfið um þessar mundir vera þróun á nýrri netsíðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Á heimasíðu Impru á www.nmi.is/impra má fá nánari upplýsingar um starfsemina. HEILSUVERNDARSTÖÐIN Heimaþjónusta Heilsuverndarstöðvarinnar veitir einstaklingum persónulega þjónustu í heimahúsum sem ávallt er sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins og fjölskyldu hans. Þjónustunni sinnir starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa metnað til að veita gæðaþjónustu með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks. Sjúkraliðar - félagsliðar Heilsuverndarstöðin er þjónustufyrirtæki á sviði heilsuverndar, vinnuverndar og heilbrigðisþjónustu. Stefna fyrirtækisins er að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks. Hjá fyrirtækinu starfa um 90 starfsmenn með fjölbreytta menntun og reynslu. Sjá nánari upplýsingar á www.heilsuverndarstodin.is. Óskað er eftir starfsfólki í 40-80% dagvinnu með möguleika á kvöld- og helgarvitjunum fyrir þá sem vilja.Umsókn merkt „Heimaþjónusta“ ásamt starfsferilsskrá skal senda fyrir 2. janúar 2008 til Elísu Ránar Ingvarsdóttur, verkefnastjóra heimaþjónustu Heilsuverndarstöðvarinnar, á netfangið: elisa@heilsuverndarstodin.is, eða á Heilsuverndarstöðina, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Elísa í síma 555-7600. Hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum Samviskusemi Rík þjónustulund Þolinmæði Sveigjanleiki Heiðarleiki Sölustjóri og svo miklu miklu meira! Apple IMC Apple IMC Apple IMC leitar að skipulögðum og árangursdrifnum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti, er góður sölumaður og stjórnandi í senn. Sá sem kemur til starfa í Apple IMC þarf einnig að hafa skilning á því að Apple vörumerkið er miklu meira en vörur eins og iPod, iPhone eða Leopard. Apple er tákn um eftirsóknarverðan lífsstíl, ánægjulega upplifun. Humac ehf. rekur Apple IMC á Íslandi í umboði Apple Computer, Inc í Bandaríkjunum. Hlutverk Apple IMC á Íslandi er að sjá um innflutning, dreifingu, markaðssetningu, sölu og þjónustu á íslenska markaðssvæðinu. Undir sölustjóra heyra verslanir, innkaupadeild og heildsala. Auk tveggja Apple verslana á Íslandi rekur Humac ehf. 17 verslanir á Norðurlöndum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi á Laugavegi 182. Umsjón með starfsumsóknum hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar.hjaltason@capacent.is) og Tómas Oddur Hrafnsson (tomas.hrafnsson@capacent.is) hjá Capacent ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2008. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á vef Capacent Ráðninga; capacent.is Starfssvið Yfirumsjón með sölumálum Stefnumótun og áætlanagerð Þjónusta við viðskiptavini Samningar við viðskiptamenn og eftirfylgni samninga Starfsmannamál og starfsþjálfun Skipulag söluherferða Samskipti við birgja Menntun og hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi Reynsla af sölustjórnun Reynsla af stjórnun og rekstri Þekking á verslunarstjórnun kostur Geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi Borgartúni 27 | 105 Reykjavík | Sími 540 1000 Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.