Fréttablaðið - 30.12.2007, Síða 41

Fréttablaðið - 30.12.2007, Síða 41
ATVINNA SUNNUDAGUR 30. desember 2007 9 Í mörgum þjónustugrein- um er eini Íslendingurinn yfirmaðurinn sjálfur. Við- kvæði hans er oft á sömu leið; ekki hægt að stóla á íslenskt vinnuafl á meðan útlendingar sýna stundvísi, vinnusemi og skila sínu með bros á vör. „Við lifum í breyttu þjóð- félagi og annars konar tíðaranda en kynslóðirnar á undan,“ segir Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðningar- stjóri hjá atvinnumiðlun- inni Vinna.is. „Þeir sem nú eru á milli þrítugs og fertugs fóru á vinnumarkað um leið og skóla lauk í sínu ungdæmi, unnu allt sumarið og í öllum fríum án þess að taka veikindadaga eða sumar- frí, og héldu tryggð við sína vinnuveitendur, jafn- vel árum saman. Þeir höfðu fengið þannig uppeldi að standa vörð um sína æru og eiga góð meðmæli vís í framtíðinni,“ segir Agla, sem tekur fram að hún vilji alls ekki gera lítið úr yngri kyn slóðum á vinnumarkaði nú. „Þessi þróun á sér margar skýringar. Skólaárið hefur lengst og ungt fólk hefur meiri aðgang að fjármagni en kynslóðirnar á undan, hvort sem foreldrar þeirra eru betur stæðir eða bank- inn slæst í lið með þeim með kortum og útlánum. Þannig nær það að velta á undan sér heilmiklum fjárhæðum og er ekki eins háð því að vinna og áður,“ segir Agla, sem telur tölvuleiki einnig stóran orsakavald. „Tölvukynslóðin er alin upp við leiki þar sem fljótt er farið milli borða og umbun fæst fyrir stutt verk. Útkoman er starfsfólk sem sér ekki fyrir sér að stoppa lengi á hverjum vinnustað, heldur kýs sér verkefna- tengda vinnu og hættir án þess að hika ef einhver borgar betur,“ segir Agla, og skrifar ístöðuleysi ungra Íslendinga á vinnumark- aði einnig á góðærið undan- farin ár. „Ungt fólk í dag hefur aldrei upplifað atvinnu- leysi. Íslendingar urðu ný- ríkir svo fljótt og nú býðst krökkum niður í þrettán ára fjármagn í bönkum. Þegar skuldahalinn verður svo orðinn til vandræða taka foreldrarnir við og ung- mennin læra ekki að taka ábyrgð sjálf, sem á sama tíma er ekki gott vega- nesti út í lífið. Við þurfum því að staldra við og horfa á það uppeldi sem fram fer heima. Með tilkomu meira fjármagns höfum við veitt börnum okkar það sem okkur var ekki falt, en stór spurning er hvort það sé þeim til góðs þegar upp er staðið,“ spyr Agla, og bend- ir á að ungir Íslending- ar hafi ekki áhuga á vakta- vinnu. „Nú er svo mikil afþrey- ing í boði að fólk vill eiga frí á kvöldin og um helgar. Þá koma útlendingar í störfin sem við kærum okkur ekki um, en þessi þróun hefur gerst mjög hratt og Íslend- ingar varla stoltir af sjálf- um sér né tilbúnir að taka við þessari breyttu þjóð- félagsmynd. Hins vegar gæti þetta landslag breyst í einni svipan ef sam dráttur yrði,“ segir Agla sem heldur námskeið í skólum lands- ins þar sem hún hvetur ís- lensk ungmenni til að vanda sinn starfsferil og hugsa út í meðmæli framtíðarinnar. „Foreldrar þurfa að gera unga fólkið sitt ábyrgðar- fyllra og bankar að slaka á í útlánum til ungs fólks. Íslendingar eru enn sama harðduglega og ósérhlífna vinnuþjóðin, en ungt fólk þarf hvatningu og vandaðra siðferðisuppeldi gagnvart því að standa sig á vinnu- markaði svo eftir því sé tekið fyrir vel unnin störf af trúmennsku og áhuga.“ thordis@frettabladid.is Ístöðulausir Íslendingar Agla Sigríður Björnsdóttir ráðningarstjóri hjá Vinna.is segir ístöðuleysi íslenskra ungmenna á vinnumarkaði skrifast á tölvuleiki, góðæri, auðvelt aðgengi fjármagns og skort á uppeldi. Fjölbreytt skrifstofustarf Ört vaxandi fyrirtæki á sviði innfl utnings og verktakastarfsemi óskar eftir að ráða starfsmann í fjölbreytt skrifstofustarf á hö- fuðborgarsvæðinu. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur viðkomandi tækifæri á að móta það og skipuleggja. Viðkomandi þarf að geta hafi ð störf sem fyrst. Starfslýsing: - Umsjón með viðskiptamanna- og lánadrottnabókhaldi - Afstemmingar og uppgjör - Launavinnsla - Önnur tilfallandi skrifstofustörf - 75-100% starfshlutfall - Möguleiki á sveigjanlegum vinnutíma Hæfniskröfur: - Góð starfsreynsla af ofangreindu mikill kostur, reynsla af bókhaldi skilyrði - Góð kunnátta í íslensku og ensku, skilyrði - Kunnátta í þýsku eða pólsku kostur - Frumkvæði og metnaður í starfi - Skipulagshæfi leikar, nákvæmni og samviskusemi í vinnubrögðum - Góðir samskiptahæfi leikar Umsóknir berist á netfangið box@frett.is merktar: “skrifstofustarf” Umsóknafrestur er til og með 4. janúar. Innkaupaskrifstofa F.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu hf: Reynisvatnsás og Reynisvatns-vegur. Gatnagerð og lagnir – Eftirlit. Áætluð lok verkframkvæmda eru 1. október 2008. Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000, frá og með 28. desember 2007, í síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Um er að ræða tveggja umslaga kerfi. Móttaka tæknilegra upplýsinga og verðtilboða er: 10. janúar 2008 kl. 10:00, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Opnun verðtilboða og tilkynning hæfniseinkunnar er: 17. janúar 2008 kl. 10:00, í Ráðhúsi Reykjavíkur. 12068 Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Skrifstofuhúsnæði til leigu - 150m² (búttó) Til leigu er u.þ.b. 150m² skrifstofuhúsnæði við Hlíðasmára í Kópavogi. Um er að ræða u.þ.b. 50% af 300m² skrifstofueiningu á 3. hæð. Gott aðgengi og næg bílastæði. Húsnæðið er tilvalið fyrir rekstur á arkitekta- eða verkfræðistofu. Húsnæðið er laust frá 1. feb. 2008. Upplýsingar í s: 824-3092 (Júlíus). YFIRVÉLSTJÓRI M/T KEILIR Berg Shipping spf. leitar að yfirvélstjóra á olíuskipið M/T Keili. Helstu verkefni Keilis eru strandflutningar á Íslandi og í Noregi. Keilir er með 3060 kw aðalvél. Viðkomandi þarf að hafa VF-1 réttindi. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Jónsson í síma 550-9900. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal skilað á póstfang fyrir 13. janúar. BERG Shipping spf. er færeyskt dótturfélag Olíudreifingar ehf. gjons@odr.is Innkaupaskrifstofa F.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkur, Orkuveitu Reykjavíkur, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu hf er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk: Sléttuvegur - Nýtt íbúðahverfi. Gatnagerð og lagnir - Eftirlit. Áætluð lok verkframkvæmda eru 1. september 2008. Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000, frá og með 28. desember 2007 í síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Um er að ræða tveggja umslaga kerfi. Móttaka tæknilegra upplýsinga og verðtilboða er: 10. janúar 2008 kl. 10:30, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Opnun verðtilboða og tilkynning hæfniseinkunnar er: 17. janúar 2008 kl. 10:30, í Ráðhúsi Reykjavíkur. 12069 Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.