Fréttablaðið - 30.12.2007, Síða 48
24 30. desember 2007 SUNNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Ég var kosinn „Ólíklegastur
til að ná árangri“ – þú, félagi,
hefur tækifæri til að sýna
heilum árgangi að þau höfðu
rangt fyrir sér.
Ég var að pæla...
Hverjir verða
glæpamenn? Af
hverju urðum
við tveir ekki
harðsvíraðir
krimmar?
Tja... Það er
spennandi
atvinna, þar
sem maður
kemur og fer
eins og maður
vill! En það
hefur aldrei
freistað mín!
Nei... Því maður
þarf víst að
ganga í gegnum
„vandræði“
áður en maður
er útlærður,
ekki satt?
Vandræði
eru skylda!
Maður
kemur illa út
úr þeim!
Og komi
maður illa út
úr þeim... þá
verður maður
glæpamaður!
Eða
lukkudýr
fótboltaliðs!
Já, almátt-
ugur! Það er
mjög sorglegt!
Það þarf
margt að fara
úrskeiðis til að
þú standir inni
í kanarífugli á
Laugardalsvelli!
Ég sagði bara „Eftir
bara þrjú ár bruna ég
inn á hraðbrautina,
á meðan þú situr í
farþegasætinu.“
Svona, elskan...
Slepptu nú stýrinu.
Einn fingur í einu...
Áramótaheiti
1. Reyna að hætta að
hata mánudaga
Áramótaheiti
1. --------
hata mánudaga
krot krot
Búinn.
Þarna fer ruslabíllinn með
allar ömurlegu spólurnar
sem við hentum.
Hér er barn sem mun ekki
horfa á spólu með hinum
flautandi apa-kúrekum upp
á dag.
Það er
rétt...
Mamma! Pósturinn var að
koma með flautandi apa-
kúreka dvd-diskana sem þú
pantaðir!
...tæknilega séð.
Starfsmannastjóri
Hin ýmsu blöð hafa
undanfarna daga
verið dugleg við að
skrifa og segja mér
og öðrum frá því
hvaða áramótaheit ég
ætti eða ætti ekki að
strengja, svona á milli þess
sem ég fæ upplýsingar um ómót-
stæðileg áramótadress sem ég
verð að eignast, hvernig ég þarf
að mála mig til þess að vera boð-
leg nýju ári og hvaða hluti ég þarf
nauðsynlega að eiga til þess að
geta fagnað áramótunum. Svo læð-
ast inn í þessi blöð völvuspárnar,
sem alltaf spá eldgosi, og flugelda-
auglýsingar, því enginn er maður
með mönnum nema hann sprengi
fyrir dágóða upphæð. Svo ekki sé
minnst á stjörnuspána, sem leggur
manni línurnar fyrir næsta ár.
Samkvæmt þessum blöðum
strengja víst flestir áramótaheit
þess efnis að fara í megrun, spara
peninga og eyða meiri tíma með
fjölskyldu og vinum. Svo er líka
vinsælt að ætla að hætta að reykja
eða drekka, koma almennu skipu-
lagi á lífið og verða nánast eins
fullkominn og hugsast getur. Ég
veit ekki með aðra, en mér þykja
flest þessara algengu áramóta-
heita vera örlítið óraunhæf.
Ég minnist þess ekki að hafa
nokkurn tímann strengt áramóta-
heit. Ég stend nefnilega í þeirri
meiningu að fyrsti dagur ársins sé
ekki vel til þess fallinn að byrja á
nokkrum sköpuðum hlut. Að
minnsta kosti veit ég um fáa sem
eru í góðu skapi og stuði til góðra
verka á nýársdag. Það er þess
vegna sennilegt að á nýársdag
verði enginn að heilbrigðari eða
betri manneskju. Ef mörg ára-
mótaheit hafa verið strengd í þá
áttina eru því allar líkur á að árið
sé hafið með vonbrigðum. Og þá
getur nú ekki verið von á góðu
fyrir hina 364 dagana.
Ég ætla því ekki að nota gaml-
ársdag til þess að finna upp og
strengja áramótaheit. Í staðinn
ætla ég bara að hugleiða árið sem
er að líða, gleyma því slæma og
taka það góða með í næsta ár. Svo
ætla ég að láta öðru fólki það eftir
að sprengja upp flugelda og
strengja misgáfuleg heit.
STUÐ MILLI STRÍÐA Grennri, betri og ríkari á nýju ári
ÞÓRUNN ELÍSABET BOGADÓTTIR STRENGIR EKKI ÁRAMÓTAHEIT
Villa Bergshyddan
Menningarmálasvið Stokkhólmsborgar býður dvöl í gestabústaðnum Villa Bergshyd-
dan, sem staðsettur er í miðborg Stokkhólms.
Bústaðurinn er 3 herbergi og eldhús í endurbyggðu húsi frá 18. öld. Fólk sem starfar
að listum og menningu og býr í einhverri höfuðborga Norðurlanda getur fengið
bústaðinn að láni, án endurgjalds, í eina eða tvær vikur á tímabilinu 31. mars til
28. september 2008.
Umsóknareyðublöð fást á www.reykjavik.is, www.kultur.stockholm.se og í
upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur.
Umsóknir sendist í síðasta lagi 1. febrúar 2008 til:
Stockholms Kulturförvaltning,
Nordiskt kultursamarbete,
Yvonne Boulogner,
Box 16113
SE 103 22 Stockholm
Nánari upplýsingar veitir Kristjana Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu
Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, s. 590-1520, netf.
kristjana.nanna.jonsdottir@reykjavik.is og yvonne.boulogner@kultur.stockholm.se
7. og 8. des uppselt
30. des
©
In
te
r I
KE
A
Sy
ste
m
s B
.V
. 2
00
7
Opið til 18 laugardag og sunnudag Lokað gamlársdag
FANBY
kampavínsglas 20 cl
70,-