Fréttablaðið - 30.12.2007, Side 54
30 30. desember 2007 SUNNUDAGUR
sport@
1.–3. febrúar
Innifalið: Flug með sköttum, hótelgisting með morgunverði
og miði á Kátu ekkjuna.
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
69.900 kr.
Óperuferð til Køben
Káta ekkjan – Frumsýning!
Verð á mann í tvíbýli
8.–11. febrúar
Innifalið: Flug með sköttum, hótelgisting með morgunverði,
akstur til og frá flugvelli
og íslensk leiðsögn.
Fararstjóri: Halldór Már Stefánsson
59.900 kr.
Vetrarfrí í Barcelona
Verð á mann í tvíbýli
8. TIL 14. UMFERÐ
Flest mörk skoruð - Mörk/víti:
Sergiv Trotsenko, ÍBV 40/6
Jóhann Gunnar Einarss. , Fram 40/15
Heimir Örn Árnason, Stjörnunni 39/11
Fannar Þór Friðgeirsson, Val 37/4
Ragnar Hjaltested, HK 36/7
Ernir Hrafn Arnarson, Val 36/0
Hilmar Stefánsson , Aftureldingu 35/17
Einar Logi Friðjónsson , Akureyri 34/0
Ólafur Víðir Ólafss., Stjörnunni 33/10
Baldvin Þorsteinsson, Val 32/4
Goran Gusic, Akureyri 31/9
Tomas Eitutis, HK 30/0
Zilvinas Grieze, ÍBV 29/4
Björgvin Þór Hólmgeirsson ,Stj. 28/0
Andri Stefan, Haukum 28/0
Arnar Jón Agnarsson, Haukum 28/0
Jón Karl Björnsson, Haukum 27/19
Rúnar Kárason, Fram 27/0
Magnús Einarsson , Aftureldingu 24/0
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK 24/0
Magnús Stefánsson, Akureyri 23/2
Augustas Strazdas, HK 23/0
Daníel Jónsson, Aftureldingu 23/0
Gunnar Ingi Jóhannsson, Stjörn. 23/1
Gunnar Steinn Jónsson, HK 23/9
Sindri Haraldsson, ÍBV 21/0
Filip Klitszyczk, Fram 21/0
Freyr Brynjarsson, Haukum 20/0
Andri Snær Stefánsson , Akureyri 20/0
Einar Ingi Hrafnsson, Fram 20/0
Elvar Friðriksson, Val 20/0
Jónatan Þór Magnúss., Akureyri 20/8
Halldór Jóhann Sigfúss. , Fram 20/9
Flest skot varin - Skot/víti:
Davíð Svansson, Aftureldingu 139/6
Egidijus Petkevicius, HK 101/6
Björgvin Páll Gústavsson, Fram 92/5
Roland Eradze, Stjörnunni 92/5
Friðrik Sigmarsson, ÍBV 68/1
Ólafur Haukur Gíslason, Val 67/3
Sveinbjörn Pétursson , Akureyri 66/6
Magnús Sigmundsson, Haukum 65/2
Gísli Guðmundsson, Haukum 64/7
Hlynur Morthens, Stjörnunni 58/7
Flest varin víti:
Hlynur Morthens, Stjörnunni 7
Gísli Guðmundsson, Haukum 7
Egidijus Petkevicius, HK 6
Davíð Svansson, Afturelding 6
Sveinbjörn Pétursson, Akureyri 6
Roland Eradze, Stjörnunni 5
Björgvin Páll Gústavsson, Fram 5
Flest mörk utan af velli:
Ernir Hrafn Arnarson, Val 36
Einar Logi Friðjónsson, Akureyri 34
Sergiv Trotsenko, ÍBV 34
Fannar Þór Friðgeirsson, Val 33
Tomas Eitutis, HK 30
Ragnar Hjaltested, HK 29
Björgvin Þór Hólmgeirsson, Stjörn. 28
Andri Stefan, Haukum 28
Heimir Örn Árnason, Stjörnunni 28
Baldvin Þorsteinsson, Val 28
Arnar Jón Agnarsson, Haukum 28
Rúnar Kárason, Fram 27
Jóhann Gunnar Einarsson , Fram 25
Zilvinas Grieze, ÍBV 25
Magnús Einarsson, Afturelding 24
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK 24
Augustas Strazdas, HK 23
Ólafur Víðir Ólafsson, Stjörnunni 23
Daníel Jónsson, Afturelding 23
Goran Gusic, Akureyri 22
Gunnar Ingi Jóhannsson, Stjörn. 22
Magnús Stefánsson, Akureyri 21
Sindri Haraldsson, ÍBV 21
Filip Klitszyczk, Fram 21
Freyr Brynjarsson, Haukum 20
Andri Snær Stefánsson , Akureyri 20
Einar Ingi Hrafnsson, Fram 20
Elvar Friðriksson, Val 20
Kári Kristjánsson, Haukum 19
Nikolav Kulikov, ÍBV 18
Hilmar Stefánsson, Aftureldingu 18
Sigfús Páll Sigfússon, Val 18
Öll tölfræðin er úr leikjum sem spilaðir
voru í umferðum 8 til 14.
KÖRFUBOLTI Roman Moniak nýtti
tækifærið vel og sýndi ÍR-ingum
af hverju misstu þegar þeir létu
hann fara fyrr í vetur.
Moniak var með í þremur
leikjum ÍR-inga en fékk aðeins að
koma inn á í 17 mínútur saman-
lagt í þessum leikjum. Hann var
bara með tvö stig í búningi ÍR og
þau komu bæði af vítalínunni en
hann klikkaði á öllum fimm
skotum sínum með liðinu. ÍR-
ingar létu hann fara eftir 110-79
tap fyrir Keflavík.
Moniak ákvað að gefa íslensku
deildinni annað tækifæri og kom
til Hamars eftir jólafríið og fyrsti
leikurinn var einmitt á móti hans
gömlu félögum í ÍR á föstudags-
kvöldið. Þar fór kappinn á kostum
og skoraði 19 stig á þeim 19
mínútum sem hann spilaði og
Hamar vann öruggan 10 stiga
sigur, 83-73.
- óój
Roman Moniak lék vel með Hamri:
Sýndi ÍR hvað hann getur
LÉT HANN FARA Roman Moniak hentaði
ekki ÍR-ingum en lærisveinar Jóns Arnars
Ingvarssonar lentu hins vegar í miklum
vandræðum með hann. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
BESTIR Í UMFERÐUM 8-14
Besti leikmaðurinn:
Andri Stefan Guðrúnarson Haukum
Besti þjálfarinn:
Aron Kristjánsson Haukum
Bestu dómararnir:
Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson
Besta umgjörð:
Haukar
Lið umferða 1-7:
Mark: Davíð H. Svansson, Afturelding
v. horn: Baldvin Þorsteinsson, Val
h. horn.: Ragnar Hjaltested, HK
lína: Kári K. Kristjánsson, Haukum
v. skytta: Fannar Friðgeirsson, Val
h. skytta: Ernir Hrafn Arnarson, Val
miðja: Andri Stefan, Haukum
HANDBOLTI Haukar fengu ríflega
uppskeru þegar verðlaunum fyrir
umferðir 8-14 í N1-deild karla í
handbolta var útdeilt í gær. Sér-
stök valnefnd á vegum HSÍ sér um
valið. Tveir Haukamenn eru í
úrvalsliðinu, línumaðurinn sterki
Kári Kristján Kristjánsson og
Andri Stefan Guðrúnarson sem
einnig var valinn besti leikmaður
umferðanna. Miðjumaðurinn Andri
hefur leikið mjög vel í síðustu leikj-
um með Haukum en þjálfari liðs-
ins, Aron Kristjánsson, var valinn
besti þjálfarinn. Þá fengu Haukar
sérstaka viðurkenningu fyrir bestu
umgjörðina í umferðunum.
Valur á þrjá leikmenn í úrvals-
liðinu, vinstri hornamanninn Bald-
vin Þorsteinsson og skytturnar
Fannar Þór Friðgeirsson og Erni
Hrafn Arnarson. Liðið er einnig
skipað hornamanninum knáa
Ragnari Hjaltested úr HK og
markmanninum Davíð Hlíðdal
Svansson úr Aftureldingu. Hlynur
Leifsson og Anton Gylfi Pálsson
voru svo valdir bestu dómarar
umferðanna.
Andri Stefan er að vonum
ánægður með gengi Hauka undan-
farið en Hafnarfjarðarliðið hefur
fjögurra stiga forystu á toppi
deildarinnar. Í umferðum 8-14 töp-
uðu Haukar ekki leik. Jafntefli
gegn Val og Akureyri litu dagsins
ljós en síðan vann liðið fimm leiki,
gegn ÍBV, Fram, Stjörnunni,
Aftureldingu og HK.
Næsti leikur í deildinni er ekki
fyrr en 1. febrúar, þegar Haukar
mæta Val, vegna Evrópumóts
landsliða í janúar. Andri horfir
björtum augum fram á veginn.
„Ég er bjartsýnn á framhaldið. Ég
er með mjög góða tilfinningu fyrir
þessu, sömu tilfinningu og maður
fékk á árum áður þegar við vorum
að vinna allt. Það er gott að finna
þá tilfinngu aftur eftir að hún var
í felum,“ sagði Andri.
Hann viðurkennir að nú sé verið
að rífa handboltann aftur upp á
Ásvöllum eftir tvö mögur ár. „Við
erum búnir að vera mjög ósáttir
með síðustu tvö ár. Við erum
Haukar og við eigum að vera á
toppnum. Það er stefnan og svona
á þetta að vera. Það er allt búið að
ganga upp hjá okkur og það er
hugur í okkur að halda því áfram,“
sagði Andri.
Hann hrósar jafnframt þjálfara
sínum, Aroni Kristjánssyni, í
hástert og umgjörðinni hjá félag-
inu. „Við erum að uppskera eftir
því hérna,“ sagði Andri sem var
valinn í landsliðshóp tvö af Alfreð
Gíslasyni.
„Ég stefni á að sanna mig þar
núna í janúar og maður veit aldrei
hvað gerist. Ef það tekst ekki hjá
mér núna verð ég bara að gera það
síðar. Ég er enn ungur,“ sagði
Andri og tók fram að honum liði
mjög vel í Haukum og hugur hans
lægi ekki endilega í atvinnu-
mennsku eins og staðan væri í
dag.
Sigurtilfinningin komin aftur á Ásvelli
Andri Stefan var valinn besti leikmaður umferða 8 til 14 í N1-deild karla í handbolta í gær. Topplið Hauka
var fyrirferðarmikið þegar verðlaunum fyrir umferðirnar var útdeilt en Valur á þó fleiri leikmenn í liðinu.
> Snorri og Ásgeir misstu af titli
Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgríms-
son léku báðir með GOG Svendborg sem tapaði
fyrir Kolding í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í
gær. Kolding vann leikinn með 28
mörkum gegn 23 eftir að hafa
verið einu marki yfir í hálfleik
12-11. Snorri og Ásgeir lögðu
sitt af mörkum og skoruðu báðir
fjögur mörk fyrir GOG en það
dugði ekki til. Þetta er annað
árið í röð sem Kolding vinnur
bikarkeppnina í Danmörku.
Alfreð Örn Finnsson gekk á fund með
stjórn Gróttu á föstudagskvöldið og
ræddi stöðu sína hjá félaginu. Alfreð
sagðist í samtali við Fréttablaðið eftir
tapleik gegn Fram í undanúrslitum
N1-deildarbikarsins á fimmtudaginn
vera að íhuga að segja
af sér. Hann sagðist
jafnframt gera ráð fyrir
því að svo færi.
Nú er öldin önnur og Alfreð
ætlar ekki að hætta en hann
hefur fengið mikinn stuðning
úr ýmsum áttum. „Ég er mjög
ánægður með þann mikla
stuðning sem mér er sýndur.
Það var einhugur um að hafa
mig áfram og það er ekki
talið að þessi deyfð væri mér
að kenna. Við ætlum að skoða þetta nú
um jólin og það er aldrei að vita nema
eitthvað gerist á næstu misserum. Er ekki
félagaskiptaglugginn að opna?“ spurði
Alfreð kíminn og dulur.
Leikmenn Gróttu ræddu sín á
milli og sýndu þjálfara sínum
mikinn stuðning en
liðið er sem stendur í
fjórða sæti deildarinnar.
„Það er alltaf gott að hafa
leikmennina á bak við sig. Nú
stefnum við bara á að koma sterk
til baka á nýju ári,“ sagði Alfreð sem
fékk einnig stuðning frá heimasíð-
unni www.handbolti.is. Þar birti
forkólfur síðunnar, Hlynur Sigmars-
son, yfirlýsingu um að Alfreð mætti
einfaldlega ekki hætta og í lok pistils
síns lagði Hlynur jafnframt fram áskorun til
Gróttu.
Áskorunin gengur út á að Hlynur ætlar að
reyna að létta sig um fleiri kíló en þau stig
sem Grótta hlýtur eftir áramót, að því gefnu
að Alfreð yrði áfram þjálfari. Sú varð raunin
og því hefst áskorunin með
vigtun Hlyns þann 1.
janúar 2008 og lýkur á
lokahófi HSÍ eftir tíma-
bilið. Sá sem tapar
þarf að borga undir
mat og sal til veislu
handa hinum. „Það er
ekki spurning að
við tökum þessari
áskorun,“ sagði
Alfreð kíminn.
ALFREÐ ÖRN FINNSSON: ÆTLAR EKKI AÐ HÆTTA MEÐ KVENNALIÐ GRÓTTU Í HANDBOLTA
Allir studdu Alfreð til að halda áfram
BESTUR Andrei tekur við verðlaunum
sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VERÐLAUNAHÓPURINN Guðmundur Ingvarsson, formaður KSÍ, Anton Gylfi Pálsson
dómari, Davíð Svansson, Kári Kristján Kristjánsson, Fannar Friðgeirsson, Baldvin
Þorsteinsson, Ernir Hrafn Arnarson, Gunnar Magnússon ,þjálfari HK, sem tók við
verðlaunum fyrir Ragnar Hjaltestedt, Aron Kristjánsson þjálfari, Hlynur Leifsson dóm-
ari og Páll Ólafsson frá Haukum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI