Fréttablaðið - 30.12.2007, Page 58

Fréttablaðið - 30.12.2007, Page 58
34 30. desember 2007 SUNNUDAGUR Iceland Express-deild karla: Skallagrímur-KR 82-95 (42-51) Stig Skallagríms: Milojica Zekovic 30 (11 frák.), arrell Flake 30 (11 frák.), Pétur Már Sigurðsson 9, Allan Fall 4 (6 stoðs.), Pálmi Þór Sævarsson 4, Áskell Jónsson 3, Hafþór Ingi Gunnarsson 2 (8 stoðs.), Sigurður Þórarinsson 2. Stig KR: Avi Fogel 26 (9 frák., 5 stoðs.), Helgi Már Magnússon 24 (hitti úr 4 af 6 3ja stiga), Joshua Helm 22 (14 frák.), Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Jovan Zdravevski 5 (9 stoðs.), Darri Hilmarsson 4, Brynjar Þór Björnsson 3 (4 stoðs.), Fannar Ólafsson 2, Skarphéðinn Freyr Ingason 2. Enska úrvalsdeildin: West Ham - Manchester United 2-1 0-1 Cristiano Ronaldo (14.), 1-1 Anton Ferdinand (77.), 2-1 Matthew Upson (82.). Chelsea - Newcastle 2-1 1-0 Michael Essien (29,) 1-1 Nicky Butt (56.), 2-1 Salomon Kalou (87.). Tottenham - Reading 6-4 1-0 Dimitar Berbatov (7.), 1-1 Kalifa Cissé (16.), 1-2 Ívar Ingimarsson (53., 2-2 Dimitar Berbatov (63.), 2-3 Dave Kitson (69.), 3-3 Dimitar Berbatov (73.), 3-4 Dave Kitson (74.), 4-4 Steed Malbranque (76.), 5-4 Jermaine Defoe (79.), 6-4 Dimitar Berbatov (83.). Wigan - Aston Villa 1-2 1-0 Titus Bramble (28.), 1-1 Curtis Davies (55.), 1-2 Gabriel Agbonlahor (70.). Birmingham - Fulham 1-1 0-1 Carlos Bocanegra (8.), 1-1 Sebastian Larson (55.). Portsmouth-Middlesbrough 0-1 0-1 Tuncay Sanli (20.). Sunderland-Bolton 3-1 1-0 Kieran Richardson (13.), 2-0 Kenwayne Jones (32.), 2-1 El Hadji Diouf (41.), 3-1 Daryl Murphy (90.). Everton - Arsenal 1-4 1-0 Tim Cahill (19.), 1-1 Eduardo Da Silva (47.), 1- 2 Eduardo Da Silva (58.), 1-3 Emanuel Adebayor (78.), 1-4 Thomas Rosicky (90.). STAÐA EFSTU LIÐA: Arsenal 20 14 5 1 40-16 47 Man. United 20 14 3 3 37-11 45 Chelsea 20 12 5 3 31-15 41 Liverpool 18 10 6 2 33-12 36 Man. City 19 10 5 4 27-22 35 Everton 20 10 3 7 35-22 33 Aston Villa 20 9 6 5 35-26 33 Portsmouth 20 8 7 5 29-20 31 West Ham 19 8 5 6 25-17 29 Blackburn 19 7 6 6 25-27 27 Newcastle 20 7 5 8 27-31 26 Tottenham 20 6 6 8 41-36 24 Reading 20 6 4 10 29-42 22 Middlesbrough 20 5 5 10 18-33 20 Birmingham 20 5 4 11 22-31 19 Bolton 20 4 5 11 22-32 17 Sunderland 20 4 5 11 20-39 17 Wigan 20 4 4 12 20-36 16 Fulham 20 2 9 9 21-35 15 Derby County 19 1 4 14 9-43 7 ÚRSLIT FÓTBOLTI Derby tekur á móti Blackburn og Liverpool heimsæk- ir síðan Man. City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sven Göran Eriksson, stjóri þeirra bláklæddu, er hræddur við fyrirliða Liver- pool, Steven Gerrard. „Ég veit ekki hvernig við eigum að stöðva Steven. Hann er einn af bestu leikmönnum heims, það býr allt í honum. Við þurfum að finna leið til þess,“ sagði Eriksson en kollegi hans hjá Liverpool, Rafael Benítez, á í vandræðum með vörn sína. Hugsanlegt er að Jack Hobbs spili með Jamie Carragher í miðvarðarstöðunni þar sem óvíst er hvort Sami Hyypia eða Daniel Agger geta leikið. - hþh City tekur á móti Liverpool: Þurfum að stöðva Gerrard FÓTBOLTI Bjarni Þór Viðarsson verð- ur samningslaus við Everton í sumar. Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri með aðalliðinu á tímabilinu þrátt fyrir vaska fram- göngu með varaliði félagsins og hefur David Moyes, knattspyrnu- stjóri Everton, sagt Bjarna að vera þolinmóður. Bjarni viðurkennir að það sé mjög erfitt enda þrá allir knattspyrnumenn að spila 90 mín- útur í hverri viku á meðal þeirra bestu. „Ég veit ekki alveg hvað ég geri, það er ekkert komið á hreint. Það kemur alveg til greina að fara að láni nú í janúar,“ sagði Bjarni við Fréttablaðið í gær en hann rennir þá hýrum augum til næstefstu deildarinnar ensku. Nokkur félög þar hafa spurst fyrir um Bjarna og einnig klúbbar í Hollandi. Bjarni er ekki spenntur fyrir því að fara í neðri deildir á Englandi en hann þekkir vel til í Hollandi þar sem hann var mikið þegar hann var yngri. Arnar bróð- ir hans spilar auk þess í Hollandi. Moyes knattspyrnustjóri hefur ekki gefið Bjarna mörg tækifæri og virðist tala undir rós um fram- tíð miðjumannsins. „Hann segir mér að vera rólegur og þolinmóð- ur en það er mjög erfitt þegar maður er ungur og vill fá að spila. Maður veit svo sem varla hvað það þýðir sem hann segir, hvort það sé að klára samninginn eða bíða eftir tæki- færi með liðinu,“ sagði Bjarni. Hann hefur ekki talað mikið við forráðamenn Everton um nýjan samn- ing en ætlar að skoða sín mál fljótlega. „Ég er í mjög góðri samningsstöðu eftir tímabilið. Ég mun leggj- ast yfir þetta og sjá hvað er best fyrir mig. Það er þó alveg ljóst að það þýðir ekki bara að hanga og gera ekkert,“ sagði Bjarni og tók fram að honum liði vel hjá félaginu. Hann segir jafn- framt að það komi til greina að framlengja við Everton, þá með ákvæði um að hann geti farið strax að láni til annars félags. - hþh Bjarni Þór Viðarsson bíður enn eftir fleiri tækifærum hjá Everton og íhugar að gerast lánsmaður: Það er mjög erfitt að vera þolinmóður BJARNI Hefur ekki hlotið náð fyrir augum knatt- spyrnustjóra síns. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Phil O´Donnell, fyrirliði skoska úrvalsdeildarliðsins Motherwell, lést í gær í miðjum leik gegn Dundee United. Hinn 35 ára gamli miðjumaður hné niður undir lok leiksins og var hlúð að honum í fimm mínútur áður en honum var flýtt á spítala. Orsök andlátsins er ekki kunn. O´Donnell var á leið út af vellinum eftir að honum var skipt útaf en hann hafði ekki kvartað undan neinu og ekki beðið um skiptingu. Leikurinn var spilaður til enda og Motherwell fór með 5- 3 sigur af hólmi. - hþh Fyrirliði Motherwell: Lést í miðjum leik í gær FÓTBOLTI West Ham lagði Manchest- er United í báðum deildarleikjun- um á síðasta tímabili og engin breyting varð á því á Upton Park í gær. Cristiano Ronaldo hélt upp- teknum hætti þegar hann kom United yfir í fyrri hálfleik en Hamrarnir áttu mörg góð færi sem þeir náðu ekki að nýta. Vendipunktur leiksins var þegar Ronaldo skaut langt framhjá úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Anton Ferdinand sá við bróður sínum Rio hjá Manchester og jafnaði fyrir West Ham áður en Matthew Upson skallaði boltann inn og tryggði stigin þrjú fyrir Hamrana. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, betra liðið vann í dag. Við lékum undir getu en hefðum við skorað úr vítinu hefði það afgreitt leikinn. Ég er mjög svekktur með þessi úrslit en það er ekki hægt að ætlast til þess að mínir menn vinni alla leiki, þeir eru bara mennskir,“ sagði Sir Alex Ferguson eftir leik- inn. Kollegi hans, Alan Curbishley, var mun brosmildari. „Við lékum mjög vel í fyrri hálf- leik og vorum vonsviknir að vera marki undir. Þetta eru stórkostleg úrslit fyrir okkur, sérstaklega þegar haft er í huga að ég er aðeins með sextán leikmenn heila og tveir til viðbótar meiddust í dag,“ sagði stjórinn. Ívar Ingimarsson skoraði með skalla af stuttu færi fyrir Reading sem tapaði 6-4 fyrir Tottenham í einum skemmtilegasta leik tíma- bilsins,. Átta markanna tíu komu í síðari hálfleik en Dimitar Berbat- ov fór á kostum og skoraði fjögur mörk fyrir heimamenn. Robbie Keane brenndi af vítaspyrnu en Jermaine Defoe skoraði upp úr frákastinu og kom Tottenham í 5-4, en hann var greinilega kominn inn í vítateiginn þegar Keane tók spyrnuna. Steve Coppell, stjóri Reading, var sendur upp í stúku fyrir mót- mælin yfir markinu. Hermann Hreiðarsson spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Portsmouth sem tap- aði heima gegn Middles- brough á meðan pressan eykst enn á Sam Allardyce, stjóra Newcastle. Liðið tapaði enn einum leiknum, nú gegn Chelsea, en hann má reyndar vera svekkt- ur þar sem sigurmarkið á lokamínútunni var mjög umdeilt. Arsenal skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik eftir að hafa verið undir í hálf- leik gegn Arsenal og tyllti sér þar með á topp deildarinnar á nýjan leik. „Við lékum ekki vel í fyrri hálfleik en við sýndum okkar rétta andlit í þeim síðari,“ sagði Arsene Wenger en leikurinn var mjög skrautlegur og meðal annars litu tvö rauð spjöld dagsins ljós. - hþh West Ham skellti Manchester United West Ham vann frábæran sigur á Englandsmeisturum Manchester United í gær og með sigri á Everton komst Arsenal aftur á toppinn. Ívar Ingimarsson skoraði annan leikinn í röð fyrir Reading sem tapaði þó 6-4. BRÆÐRABYLTA Anton skák- aði bróður sínum Rio og skoraði í 2-1 sigri West Ham á Manchester United. NORDICPHOTOS/ GETTY MARKASKORARINN MIKLI Ívar Ingimarsson fagnar marki sínu gegn Totten- ham í gær. Markið kom Reading yfir en það dugði ekki til þar sem Totten- ham vann leikinn 6-4. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar KR- inga fóru í góða ferð í Borgarnes í gær og unnu öruggan þrettán stiga sigur, 82-95, á Skallagrími sem höfðu fyrir leikinn unnið alla fjóra heimaleiki sína í Iceland Express- deildinni í vetur. KR-ingar eru komnir á gott skrið en þetta var fimmti deildarsigur liðsins í röð og sá sjöundi í röð með bikar. KR-ingar gáfu tóninn í upphafi, komust í 13-2 og Skallagrímsmenn komu muninum aldrei niður fyrir sex stigin það sem eftir var leiks. Mestu munaði sextán stigum í upphafi seinni hálfleiks en KR var 51-42 yfir í hálfleik. Benedikt Guðmundsson hefur breytt leikstíl KR-liðsins sem spil- ar mun hraðari leik en fyrstu mánuðina á tímabilinu. KR-ingar keyrðu á Skallagrímsliðið frá fyrstu mínútu og 14 af 20 fyrstu stigum liðsins komu úr hraðaupp- hlaupum. Helgi Már Magnússon naut sín sérstaklega vel í hröðum upphlaupum Vesturbæinga og skoraði 17 stig í fyrsta leikhlutan- um sem KR vann 28-20. Þegar upp var staðið höfðu KR-ingar unnið Skallagrímsmenn 35-8 í hraðaupp- hlaupsstigum og sú tölfræði taldi mikið í lokin. Jovan Zdravevski mætti þarna í fyrsta sinn aftur í Borgarnesi eftir að hafa skipt úr Skallagrími í KR. Honum gekk illa að finna körfuna (klikkaði á 6 af 8 skotum) en fann hins vegar félaga sína og átti alls 9 stoðsendingar KR-ingar réðu lítið við þá Mil- ojica Zekovic (30 stig og 11 fráköst) og Darrell Flake (28 stig og 11 fráköst) en vandamál heima- manna var að restin af liðinu nýtti aðeins 7 af 32 skotum, þar af 1 af 17 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og það er ekki væn- legt til árangurs. Þeir Flake og Zekovic sáu samt til þess að Skalla- grímsmenn héngu inni í leiknum en þeir hefðu þurft meiri hjálp ef þeir ætluðu að ógna Íslandsmeist- urunum eitthvað meira. Avi Fogel skoraði 11 af 26 stig- um sínum í fjórða leikhlutanum og landaði sigrinum fyrir KR en hann tók meðal annars fimm sóknar- fráköst í lokaleikhlutanum. Fram að því hafði hann gert mjög vel í að keyra upp hraðann í leiknum. Helgi Már byrjaði frábærlega en svo dró nokkuð af honum en hann var einn af þremur mönnum Vest- urbæjarliðsins sem skoruðu 22 stig eða meira. Joshua Helm var sá þriðji en hann var með 26 stig, 14 fráköst og 63 prósent skotnýt- ingu. Darri Hilmarsson átti einnig fínan dag í vörninni en hann fisk- aði meðal annars þrjá ruðninga í leiknum þar af tvo þeirra á Dar- rell Flake sem komst lítið áfram gegnum honum í lokin. - óój Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistaranna í KR, hefur keyrt upp hraðann hjá Vesturbæjarliðinu: Fyrstir til að vinna í Borgarnesi í vetur 17 STIG Í 1. LEIKHLUTA Helgi Már Magn- ússon var í miklu stuði í upphafi leiks. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.