Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 2
2 7. janúar 2008 MÁNUDAGUR FRIÐÞÆGING EFTIR IAN MCEWAN SUMT VERÐUR EKKI AFTUR TEKIÐ D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Ein af 100 bestu skáld- sögum allra tíma. Væntanleg í kvikmyndahús. Rúnar Helgi Vignisson þýddi D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Þessi stórkos tlega saga nú í kilju og senn í kvikmy nda- húsum. LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- nesbæ handtók í fyrrakvöld mann sem grunaður var um að hafa sprengt skottertu mjög nálægt fjölbýlishúsi í bænum þannig að eldglæringarnar stóðu úr tertunni og á húsið. Auk þess er talið að maðurinn hafi ógnað öðrum með hnífi fyrr um kvöldið. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Þá var annar maður handtekinn í bænum grunaður um líkamsárás á skemmtistað. Sá sem fyrir árásinni varð fékk skurð á höfuð og þurfti að sauma í hann tólf spor. Árásarmaðurinn var drukkinn og var yfirheyrður þegar víman rann af honum. - sh Hnífamaður handtekinn: Sprengdi skoteld of nálægt húsi Elliði, hvenær verða páskarnir í Eyjum? „Þeir verða á tilsettum tíma en að Eyjamanna sið fögnum við þeim þegar okkur hentar.“ Haldið var upp á þrettándann í fyrradag í Heimaey þótt þrettándinn hafi verið í gær. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Vest- mannaeyjabæjar. SJÁVARÚTVEGUR „Það er loðna á mjög stóru svæði en við erum ekki búnir að finna þessu stóru ennþá,“ sagði Daði Þorsteinsson, skipstjóri á Aðalsteini Jóns- syni SU, þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Þá var hann sextíu mílur norðaustan við Langanes. „Það eru svona um sextíu síli í kílóinu en það sem við erum að vonast eftir er að það gætu verið svona um 45 til 50 í kílóinu,“ bætti hann við. Finnbogi Böðvarsson á Þorsteini ÞH segir að lítið fáist í hverju kasti enda hafi veðrið verið með versta móti. Jóhannes Pálsson, framkvæmdastjóri vinnslu hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, segir að nú sé beðið þar í ofvæni eftir að fyrstu loðnunni verði landað þar síðar í vikunni. „Við eigum von á að Börkur NR verði fyrstur til að landa hér,“ segir hann. „Þá færist nú aldeilis líf í bæinn. Þá verður unnið á vöktum allan sólarhringinn.“ Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson leggur af stað í dag til mælinga og vonast útgerðarmenn og sjómenn til að rannsóknir gefi fyrirheit um að kvótinn verði aukinn. Bráðabirgðaloðnukvótinn fyrir íslensk skip sem gefinn var í október er rúmlega 120 þúsund tonn en árið 2007 var heildar- veiði þeirra 308 þúsund tonn. - jse Loðnusjómenn segja lítið fást í hverju kasti og að loðnan sé smá á stóru svæði: Vona að stóra loðnan sé í nánd LÖGREGLUMÁL „Þetta var ekki kort- inu að kenna heldur kom upp ein- hver villa í reikningnum sjálfum þannig að í þessu tilviki var hægt að taka svona mikið út,“ segir Þor- kell Logi Steinsson, útibússtjóri í Sparisjóðnum Akranesi, um mál ungmennanna sem nýttu sér við- skiptareikning pilts til að millifæra 6,5 milljónir króna í leyfisleysi. Að sögn Þorkels er enn óljóst hvað fór úrskeiðis varðandi reikn- ing piltsins sem var með svokallað síhringikort. „Það kemur væntan- lega í ljós eftir að við höfum lokið við að fara ofan í kjölinn á þessu máli,“ segir útibússtjórinn, sem aðspurður telur víst að um einangr- að tilfelli sé að ræða. Hann leggur áherslu á að öruggt sé að enginn starfsmaður sparisjóðsins hafi gert nokkurn hlut vísvitandi sem varð til þess að svo fór sem fór. Eins og sagði í Fréttablaðinu í gær hefur lögregla aðeins náð til baka um 860 þúsund krónum af um 6,5 milljónum sem teknar voru úr sparisjóðnum í gegnum reikning piltsins. Þorkell segir enn algerlega óljóst hversu mikið af þeirri háu fjárhæð sem út af stendur náist að endurheimta. „Þetta mál er í eðli- legu ferli hjá lögreglu og fyrir dóm- stólum og þá mun væntanlega skýr- ast hversu mikið næst til baka,“ segir útibússtjórinn. Lögregla segir rannsókn sína hafa leitt í ljós að verulegur hluti hins illa fengna fjár hafi verið not- aður í fíkniefnaviðskipti. - gar Enn engin skýring á því hvað olli mistökum með síhringikort stórþjófs á Akranesi: Óvissa með tjón Sparisjóðsins KENÍA, AP Raila Odinga, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía, hafnaði í gær tilboði frá Mwai Kibaki forseta um að þeir deildu með sér völdum í landinu. Odinga segist þó til í viðræður um samstarf við Mwai Kibaki forseta, en eingöngu ef alþjóða- samfélagið tryggi að hugsanlegt samkomulag verði framkvæmt. Odinga boðar enn til mótmæla- funda í höfuðborginni Naíróbí og kyndir þar með undir áframhald- andi átökum í landinu. Odinga og fjölmargir stuðn- ingsmenn saka Kibaki um svindl við talningu atkvæða í forseta- kosningunum, sem haldnar voru í lok desember. - gb Átök áfram í Kenía: Odinga hafnar tilboði Kibakis FÉKK HELSTU NAUÐSYNJAR Hjálparsam- tök hafa dreift matvælum til fátækra í Kenía. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL „Það er skuggalegt hvað verðhækkunin er orðin mikil og fréttir að utan eru að það sjái jafnvel ekki fyrir endann á þessu,“ segir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, um verðhækk- anir á eldsneyti. Hækkanirnar koma víða við neytendur og segir Ástgeir Þor- steinsson, formaður bifreiða- stjórafélagsins Frama, hækkan- irnar hljóta að hafa áhrif á hækkandi taxta. Hann segir ákveðnar verðlagsnefndir á stöðv- unum sjá um slíkt en „vissulega ræða menn þetta“. Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, tekur undir með Ástgeiri og segist ekki sjá annað en allar hækkanir á eldsneytismarkaði komi fyrr en síðar inn í gjaldskrá leigubíla. „Eldsneytishækkanir spila stóra rullu í gjaldskránni,“ segir Sæmundur. „Landflutningum er mætt með olíuálagi sem er breytilegt mánaðar- lega eftir olíuverði, hækkar eða lækkar,“ segir Guðmundur Nikulás- son, framkvæmdastjóri innan- landssviðs Eimskipa. „Sama á við um skipaflutningana en auðvitað kemur þetta heilmikið við okkar rekstur og okkar viðskiptavini í hækkandi flutningsverði.“ „Þetta kemur sér illa fyrir okkur,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, sem segir eldsneytisverð vera nokkuð stóran hluta af rekstrar kostnaði félagsins. Hann telur ekki ósennilegt að þetta muni hafa áhrif á verð hjá félaginu. „Ef olíuverð hækkar verðum við vör við það,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Hann segir olíukostnað vera um 200 milljónir á ári og þetta hafi þau áhrif að kostnaður Strætó hækki um 20 til 25 milljónir á ársgrund- velli. Þá segir hann Strætó vera niðurgreiddan um 80 prósent í gegnum sveitarfélögin og því „mun þetta ekki hafa áhrif til hækkunar hjá okkur“. Runólfur segir forráðamenn FÍB hafa bent á að ekki sé óeðli- legt að stjórnvöld grípi inn í þar sem yfir helmingur af útsöluverði eldsneytis á Íslandi séu skattar til ríkissjóðs. Í sama streng taka Ást- geir og Guðmundur. „Okkur finnst að ríkisvaldið mætti sýna þessu ástandi meiri skilning,“ segir Guð- mundur. olav@frettabladid.is Sér ekki fyrir endann á bensínhækkunum Eldsneytisverð á Íslandi hefur sjaldan verið hærra en nú. Litlar líkur eru taldar á að verðið lækki á næstunni og þykir séð að hækkandi verð hafi áhrif á verð- lag á vörum á þjónustu. Kallað er eftir viðbrögðum stjórnvalda. MEÐALVERÐ Á 95 OKTANA BENSÍNI Í SJÁLFSAFGREIÐSLU 120 150 90 jan. 2005 jan. 2006 jan. 2007 des. 2007 Krónur 116,42 133,04 121,65 139,88 116,93 126,07 132,36 H EI M IL D : F ÍB UMFERÐ Framkvæmdastjóri Hreyfils telur hækkanir á eldsneytismarkaði munu koma fyrr en síðar inn í gjaldskrá leigubíla. Fíkniefni fundust við húsleit Fjórir voru handteknir eftir húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í íbúð í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Fíkniefni fundust í íbúðinni. Fólkið, sem var allt um tvítugt, var látið laust að loknum skýrslutökum. LÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNMÁL Vinna við endurskoðun á reglum um gjafir til stjórnmála- manna og opinberra starfsmanna hefst í viðskiptaráðuneytinu í dag þegar fundað verður um málið í fyrsta sinn. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra segir markmiðið að fara heildstætt yfir málið og setja skýrar reglur um slíkar gjafir, sem hafa verið í umræðunni eftir að fréttist að meðal annars starfsmenn Fjármálaeftirlitsins hafi fengið vínflösku í jólagjöf frá Kaupþingi. Björgvin áréttar að alls ekki standi til að skoða hvort áminna skuli Jónas Friðrik Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, þótt annað hafi mátt skilja af frétt Fréttablaðsins í gær. Ekkert tilefni sé til þess. - sh Viðskiptaráðherra um gjafir: Ekki ástæða til áminningar BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON LOÐNUBÁTUR VIÐ HÖFN Á NORÐFIRÐI Nú styttist í að líf færist yfir höfnina á Norðfirði þegar Börkur kemur með fyrsta loðnu- farminn síðar í vikunni. Loðnan sum fundist hefur er smá og því verður væntanlega nóg að gera í bræðslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ATVINNUMÁL Verja á 160 milljón- um króna úr ríkissjóði til að efla ferðaþjónustu á svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum. Þetta kemur fram á heimasíðu Ferðamálstofu. Ferðamálastofa segir hámarks- styrk vera átta milljónir króna og að verkefnin eigi að vinna á árunum 2008 og 2009. Styrkir verði borgaðir út í tvennu lagi. „Seinni greiðslan er háð árang- ursmælingu í samræmi við ákvæði í umsókn,“ segir Ferða- málastofa. Sérstaklega verður litið til langtímaáhrifa verkefn- anna. - gar Aflasamdrætti mætt: Styrkja verkefni í ferðaþjónustu ÞORKELL LOGI STEINSSON Debetkortið var í lagi en einhver villa var með reikninginn sjálfan, segir útibússtjóri í Spari- sjóðnum Akranesi. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.