Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 7. janúar 2008 Hugsaðu um heilsuna! Svalandi, próteinríkur og fitulaus Frískandi, hollur og léttur drykkur í dós Gamla góða Óskajógúrtin – bara léttari Silkimjúkt, próteinríkt og fitulaust Fitusnauðar og mildar ab-vörur – dagleg neysla stuðlar að bættri heilsu og vellíðan LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók snemma í gærmorgun erlent par sem grunað er um að hafa stolið munum úr anddyri hótels í borginni. Um er að ræða karl og konu frá Hollandi á ferðalagi hérlendis. Þau eru sökuð um að hafa meðal annars stolið úr töskum annarra ferðamanna sem biðu eftir flugrútu í anddyri hótelsins. Meðal þess sem þau stálu voru myndavélar og peningar. Munirn- ir fundust í fórum þeirra. Fólkið var vistað í fangageymslum og yfirheyrt síðdegis í gær. - sh Fingralangir ferðalangar: Stálu af gestum í anddyri hótels Mannskæðir kuldastormar Mikil snjókoma og ofsarok þrjá daga í röð hafa kostað þrjá menn lífið á vesturströnd Bandaríkjanna. Rafmagn hefur farið af stórum svæðum og í Nevada brustu flóðavarnir með þeim afleiðingum að senda þurfti þyrlur og bát til að bjarga fólki frá bænum Fernley þar sem allt var á floti. BANDARÍKIN SINGAPÚR Nýleg rannsókn bendir til þess að karlapar greiði fyrir kynlíf með því að snyrta kvenapa. Dr. Michael Gumert, prímata- fræðingur við Nanyang-tækni- háskólann í Singapúr, segir að snyrting apa sé grundvallar- athöfn. „Snyrting er tákn um vináttu og fjölskyldutengsl en auk þess má nota hana í skiptum fyrir kynlíf.“ Niðurstöðurnar birtust í tímaritinu New Scientist og eru þær unnar úr 20 mánaða langri rannsókn á um 50 öpum. Eftir snyrtingu aukast líkur á kynlífi þrefalt og fer lengd snyrtingar eftir framboði og eftirspurn líkt og gerist á öðrum mörkuðum. - hs Apakynlíf í Singapúr: Greiða fyrir með snyrtingu Skotkaka skaðaði mann Maður á þrítugsaldri meiddist í andliti í fyrrakvöld þegar skoteldur sprakk framan í hann. Hann var að tendra kveikiþráð á skotköku sem sprakk samstundis. Hann hlaut nokkra áverka og mögulega heilahristing. Hann var fluttur á slysadeild. LÖGREGLUFRÉTTIR Ók ölvaður í húsgarð Tveir ökumenn misstu stjórn á bílum sínum í hálku í fyrrinótt. Bíll lenti á ljósastaur við Einarsnes í Skerjafirði og þurfti einn að fara á slysadeild. Þá hafnaði bíll í húsgarði við Furugrund í Kópavogi. Enginn meiddist en ökumaður er grunaður um ölvun við akstur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.