Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.01.2008, Blaðsíða 8
8 7. janúar 2008 MÁNUDAGUR Allt í drasli mælir með 1 Hvaða sjúkdómur hefur nýverið fundist í laxastofni Elliðaánna? 2 Hvað heitir nýkjörinn forseti Georgíu? 3 Borgarstjórn hvaða borgar hefur ákveðið að þar muni rísi heimsins stærsta hús? SVÖR Á SÍÐU 30 VINNUMARKAÐUR Kristján Gunn- arsson, formaður Starfsgreina- sambands Íslands, SGS, telur að næstu dagar verði „mjög afdrifa- ríkir“ varðandi samninga á almennum vinnumarkaði, „annað- hvort gengur saman eða ekki“. Kristján hefur boðað formanna- fund innan Starfsgreinasam- bandsins í dag og vonast til að afstaða ríkisstjórnarinnar verði þá skýrari. „Rætt hefur verið um ýmis mál í nefndum en vinna varðandi launa- liðinn liggur niðri og hefur legið niðri meðan við höfum beðið eftir útlínum frá ríkinu. Þær eru ekki nógu góðar eins og er,“ segir Kristján og telur líklegt að reynt verði að „kíkja ofan í hugmynd- ir“ ríkis stjórnar- innar í dag. Geir H. Haarde for sætis- ráðherra sagði í útvarpsviðtali á föstudag að ill- mögulegt væri að veita lágtekjufólki auka per- sónuafslátt upp á tuttugu þúsund krónur, eins og verkalýðshreyf- ingin hefði farið fram á. Hann sagði ekkert um þá kröfu ASÍ að skerðingarmörk bóta verði hækk- uð svo og atvinnuleysisbætur en sagði ríkisstjórnina með til athug- unar hvernig hún gæti komið til móts við tillögur ASÍ. Kristján segir að viðtalið við for- sætisráðherra hafi ekki blásið sér „mikla von í brjósti“, sérstaklega viðbrögðin við sérstökum persónu- afslætti. „Ef menn telja sig ekki geta komið nær okkur þá breytist landslagið. Þá snúum við okkur að atvinnurekendum og stígum allt í botn. Reikningurinn verður bara hærri og þá eru þessar samninga- viðræður ekki að taka góða stefnu. Þá erum við ekki að horfa á lækk- andi verðbólgu heldur óstöðug- leika, ókyrrð og vitleysu.“ - ghs Kristján Gunnarsson, SGS, telur þessa viku afdrifaríka varðandi samninga: Ráðherra veldur vonbrigðum GEIR H. HAARDE LÖGREGLUFRÉTTIR Tveir voru handteknir í Reykjanesbæ í fyrrakvöld eftir að hafa ekið bíl á grindverk við bensínstöð í bænum. Báðir voru mennirnir ölvaðir. Annar þeirra reyndi að hlaupa af sér lögregluþjóna sem komu á vettvang. Hann var handtekinn skömmu síðar á gangi í næsta nágrenni. Einnig var ekið á tólf ára stúlku við áramótabrennu í Sandgerði í fyrrakvöld. Meiðsl stúlkunnar voru ekki talin alvarleg. Þrjú önnur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum sama kvöld. Enginn meiddist í þeim óhöppum. - sh Fannst á gangi skammt frá: Ók á grindverk og hljóp á brott BANDARÍKIN, AP Jafnt demókratar sem repúblikanar létu þung skot falla til flokksbræðra sinna nú um helgina á kosningafundum í New Hampshire, þar sem báðir flokk- arnir halda forkosningar á morg- un. Demókratinn Hillary Clinton, sem á mikið undir því að Barack Obama endurtaki ekki leikinn frá Ohio, þar sem hann vann yfir- burðasigur, sakaði hann til dæmis um að skipta sífellt um skoðun í mikilvægum málum, meðal ann- ars um heilbrigðismál. „Ég hef verið fullkomlega sam- kvæmur sjálfum mér,“ svaraði Obama. Skoðanakannanir sýna að Bar- ack Obama og Hillary Clinton, sem bæði eru öldungadeildarþing- menn, hafa álíka mikið fylgi í New Hampshire, rúmlega þrjátíu pró- sent atkvæða hvort, en John Edwards er sem fyrr í þriðja sæti frambjóðenda Demókrataflokks- ins með um tuttugu prósent. Bæði Edwards og Obama hafa gagnrýnt Clinton fyrir að verja ríkjandi ástand frekar en að vilja ráðast í gagngerar breytingar í stjórnmálunum, eins og þeir leggja báðir mikla áherslu á. Meðal repúblikana hefur stríðs- hetjan gamla John McCain góða forystu í skoðanakönnunum, en næstur honum kemur ríkisstjór- inn Mitt Romney og þar á eftir er sigurvegarinn frá Iowa, Mike Huckabee. Í þeirra herbúðum var harkan ekki minni en meðal demókrata. Mitt Romney sparaði ekki stóru orðin og réðst á John McCain fyrir stefnu hans í innflytjendamálum og á Mike Huckabee fyrir stefnu hans í utanríkismálum. McCain sakaði Romney á móti um að hafa „skipt um skoðun á nánast öllum málum,“ en Hucka- bee viðurkennir að harkaleg gagn- rýni Romneys hafi þjappað þeim McCain saman. „Við höfum báðir orðið fyrir grófum árásum frá Romney ríkis- stjóra með ótrúlega afvegaleið- andi auglýsingum þar sem ráðist er á verk okkar með útúrsnúning- um og rangtúlkunum,“ sagði Huckabee, sem virðist samkvæmt skoðanakönnunum ekki eiga mikla möguleika á að vinna sigur þrátt fyrir glæsilegan árangur í Iowa. gudsteinn@frettabladid.is Harka færist enn í leikinn Afar tvísýnt er um úrslit í forkosningum bæði rep- úblikana og demókrata í New Hampshire á morgun. NEI SKO, ÞARNA ERU KJÓSENDUR Á kosningafundi demókrata í New Hampshire á laugardaginn bentu frambjóðendurnir hver í kapp við annan út í salinn. Á myndinni má sjá John Edwards og Barack Obama. NORDICPHOTOS/AFP SAMSTARFSSAMNINGUR Landsbókasafn Íslands – Háskólasafn og Reykja- víkurAkademían hafa gert samstarfssamning við ORG Ættfræðiþjónustuna sem hefur ættfræðigrunn- inn Unni á sínum snærum. Starfsmenn fá aðgang að grunninum til að bæta skráningu á íslensku efni og bjarga heimildum sem tengjast ættfræðirannsóknum og íslenskri sögu. Í ættfræðigrunninum Unni eru upplýsingar um 660 þúsund manns, núlifandi, forfeður og afkomendur hérlendis og erlend- is. Þar er jafnframt mikið af ætt- fræðibókum og ættar- tölum Íslendinga, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá sam- starfsaðilunum. Með samstarfssamn- ingnum „vonast báðir aðilar eftir að hin svo- kölluðu neftóbaks- fræði, það er ættfræði, þjóðfræði og sagnarit- un, öðlist sess í þekk- ingarsamfélagi nútímans og að um þau verði fjallað á vettvangi menningarfræða,“ segir í tilkynn- ingunni. Áformað er að standa fyrir mál- þingi og sýningu á vordögum 2008. - ghs ODDUR HELGASON Samstarfssamningur um ættfræðiþjónustu: Neftóbaksfræðin öðlist fastan sess Skotglaðir á Laugavegi Lögreglan handtók tvo pilta í fyrrinótt sem skemmtu sér við að skjóta flugeld- um úr bíl sínum á leið niður Laugaveg. Vegfarendur höfðu haft samband við lögreglu og töldu sig í hættu. Piltunum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hald var lagt á skoteldana. LÖGREGLUFRÉTTIR Gott vatn í göngunum Samkvæmt frumgreiningu á sýnum sem tekin voru af köldu vatni Ólafs- fjarðarmegin í Héðinsfjarðargöngum bendir ekkert til annars en að vatnið úr göngunum sé gott neysluvatn. Óánægja á skíðasvæði Áhugamenn um framtíð og uppbygg- ingu skíðasvæðisins í Skarðdal harma vinnubrögð við undirbúning og ráðn- ingu umsjónarmanns skíðasvæðisins. Þeir hafa sent bæjarráði Fjallabyggðar undirskriftalista með óskum um svör um ráðningu starfsmansins. FJALLABYGGÐ VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.