Tíminn - 26.06.1981, Page 3
Föstudagur 26. júnl 1981
Friðrik
Ólafsson:
Svara
Rússum
eftir
helgi”
^„Ég býst við að senda Rússum
svar við aðfinnslum þeirra nú
eftir næstu helgi,” sagði Friðrik
Ólafsson, forseti FIDE, þegar
blaðið ræddi við hann i gær,
Hann kvaðst nú hafa fengið
fullkomið afrit af skeyti Rússa til
skrifstofu FIDE i Amsterdam, en
i þvi reyndist þó ekkert það að
finna, sem þegar hefur ekki kom-
ið fram.
Friðrik hyggst taka sér stutt fri
nú fram yfir helgina og skreppa
norður til Grimseyjar.
—AM
Veiðihornið
Hofsá
vatns-
mikil
en
tær
■ Þann 2. júli ætla þeir að opna
Hofsá i Vopnafiríi og við slógum
á þráðinn austur tilBraga Vagns-
sonar og spurðum um veiðihorf-
ur. „Ain hefur veriö vatnsmikil
aö undanförnu og ef hlýindi verða
áfram býst ég við að hún verði
enn nokkuð vatnsmikil þegar
veiðihefst,” sagði Bragi. „Ainer
hins vegar tær og við vonum aö
veiöin muni veröa betri i ár en i
fyrra eða hittifyrra, en þá fengum
við aðeins helming þess laxa-
fjölda sem við höfðum vanist að
fá árin á undan. Nei, við höfum
enn ekki skoðað hvort lax er far-
inn að ganga í ána Sjórinn er all
kaidur hér enn, en laxinn hefur
oft byrjað að ganga I ána um
mánaðamótin.”
Það voru aöeins 600 laxar sem
veiddust f Hofsá i fyrra i stað 12-
1300 eins og menn hafa átt að
venjast, rétt helmingur, eins og
áöur segir. Siðustu sumur hefur
sumaröldum seiöum verið sleppt
i ána en gönguseiðum hefur díki
veriö sleppt i hana. Sagði Bragi
að seiðunum hefði veriö sleppt i
ána á ólaxgengum hluta árinnar
og væri ætlunin að reyna að nýta
hana I þeim tilgangi framvegis.
Það er Veiöifélag Hofsár, sem
nú sér um allan rekstur árinnar,
en nokkur undanfarin ár hefur
enskur maður átt með veiöirétt-
indin að gera og veiöihUsiö að
Teigi.
—AM
Hlutafjársöfnun Stálfélagsins hf hefur gengið mjög illa:
AÐEINS 10-20% HLIim-
fjArins HAFA SAFHAST!
B Við verðum að játa að undir-
tektir einstaklinga eru ekki svo
góðar sem við höfðum gert okkur
vonir um og hlutafjársöfnunin
hefur gengið þunglegar fyrir sig
en við vonuðum,” sagði Jóhann
Jakobsson, efnaverkfræðingur,
þegar við ræddum við hann i gær
um hlutafjársöfnun vegna
væntanlegrar verksmiðju til
framleiðslu á steypustyrktar-
stáli, sem undirbúningsnefnd
Stálfélagsins hf. hefur forgöngu
um.
Svo sem kunnugt er hefur rikið
heimild til þess að gerast hluthafi
að 40% i fyrirtækinu, ef hlutafjár-
útboðið heppnast, en Jóhann
sagði að af þeim 18 milljónum,
sem nást þurfa inn fyrir 15. növ-
ember næstkomandi hefðu menn
aðeins skrifað sig fyrir hlutum
sem nema 10-20% af þeirri fjár-
hæð. Alls er hlutaféð 30 milljónir
nýkr. að væntanlegum hlut rikis-
ins meðreiknuðum. Fari svo að
stofnfundur hafi ekki verið hald-
inn 15. nóvember, hefur undir-
búningsnefndin skuldbundið sig
til að endurgreiða þegar það
hlutafé sem safnast hefur.
„Ef svo illa fer mun málið
verða lagt i salt i bili,” sagði Jó-
hann, en kvaðst þó enn fullur
bjartsýni, þar sem vitað væri um
fjölda manns sem tjáð hefur sig
hafa áhuga á málefninu, en hefur
þó ekki til þessa stigið skrefið til
fulls og skráð sig fyrir hlutum.
Þetta mun vera eitt stærsta
hlutafjárútbob sem gert hefur
verið hér á landi.
—AM
Guðmundur
Ólafsson, for-
maður Fáks
um afgirta
veginn í
Hveragerði:
■ Strandamenn kveðja Vigdisi á Holtavörðuheiði,
Timamynd: GTK
„Aað vera
opinn”
■ „Ég hef heyrt um þetta utanað
mér. Menn eru aö giröa fyrir
gamla vegi sem eiga að vera opn-
irog maður hefur fullan réttá að
fara um ”, sagði Guömundur
ólafsson, formaður Hestamanna-
félagsins Fáks, er borin voru
undir hann ummæli oddvitans i
Hveragerði hér á Timanum fyrir
skömmu, um að hestamenn af
höfuöborgarsvæðinu rffi niður
girðinguna umhverfis þorpið I
Hverageröi og fari gegn um þaö
með sitt stóð.
Guömundur sagði þetta alfara-
ledð frá fyrri árum og slika vegi
eigi ekki aö leggja niður.
A árum áöur hafi veriö talaö
um gamlar kirkjuleiðir og raun-
verulega sé komin hefð á þá sem
reiðvegi. Menn eigi aö geta farið
um þá án þess aö þeim sé lokaö.
Vilji menn giröa sin lönd, þá eigi
þeir aö hafa hlið þannig að hægt
sé aö fara i gegn með góðu móti.
Lágmark væri a.m.k. að setja
upp skilti við girðinguna þar sem
mönnum væri þá bent á aörar
leiðir, en ekki taka sig til og loka
allti' einu leiðum sem farnar hafi
veriö árum saman.
Hann sagðimikinn fjölda Reyk-
vikinga hafa leigulönd til beitar
allt austur i Landeyjar. Það væri
mjög bagalegt að þurfa að riöa
hraöbrautir með hrossarekstr-
ana. Aðspuröur sagöi hann aö
brýnt væri fyrir öllum Fáks-
mönnum aö loka hliðum á eftir
sérþarsem þeirættuleiö um lönd
manna. —HEI
„Hreykin af þessari þjóð”
— segir forseti Islands, Vigdfs Finnbogadóttir, að endaðri
heimsókn sinni um Dala- og Strandasýslur
■ „Ég á svo rikar og djúpar
minningar um þessa ferð að ég
mun seint gleyma henni. Þegar
ég hef hitt landa mina á þennan
hátt og kynnst hvarvetna svo
miklu menningarlifi og
menningarbrag verð ég hreykin
af þessari þjóð," sagði forseti
tslands, Vigdfs Finnbogadóttir, I
samtali við Tfmann f gær, en hún
er nú komin úr glæsilegri för um
Dala og Strandasýslur, sem fjöl-
miðlar og þjóðin öll hefur fylgst
náið með að undanförnu.
„Þaö var sama hvar ég kom,”
sagði forseti, „hvarvetna hitti ég
fyrir einlægt fólk, og fólk sem
kom svo frábærlega fyrir sig orði
að það var aðdáunarvert.
Höfðingslundin var mikil, hvort
sem var á meðal Dalamanna eða
Strandamanna og enn fann ég
sem embættismaður, sem gegnir
embætti forseta Islands, hvernig
endalaust var verið að tengja
saman fortið og nútið, rifja upp
mannlif fyrri tima og gera úttekt
um leið á þvi mannlifi sem við lif-
um i dag. Þegar fjallað er um
hvernig hagir eru i héraði er það
stöðugt fléttað inn i hvernig hagir
voru áður fyrr.”
Við spurðum Vigdisi um mót-
tökurnar.
„Ég var ekki aðeins kvödd á
sýslumörkum heldur á hreppa-
mörkum einnig og fólk fylgdi mér
staöa i milli. Ég verð lika vör við
það þegar ég kem aftur til
Reykjavikur að þetta hefur vakið
athygliá sýslunum báðum sem ég
fór um, og að um þær hefur verið
meira fjallað en ella og við i þétt-
býlinu förum að velta þvi meira
fyrir okkur hvernig lifi þetta fólk
lifir og það getur ekki orbið til
annars en góðs.”
Nú eru áformaðar heimsóknir
til fleiri sýslna ilandinu i sumar?
„Já, en frá þeirri dagskrá hefur
ekki alveg veriö gengið enn. En
mér ér i mun að fara á þa' staöi
sem við köllum afskekktari á
Islandi, en ég komst að þvi i þess-
ari ferð að á slikum stöðum
blómstrar mannlifið ekki sist, og
þá á ég bæði við andlega
menningu og verkmenningu.”
„Við getum spurt hvaöa fugl sé
fegurstur og þá vil ég svara þvi
þannig að það sé minn fugl og þaö
er min þjóð,” svaraði Vigdis
spurningu okkar um það hvar
henni hefði þótt fegurst að koma.
„Mér er efst i huga þakklæti
fyrir þann einstaka hlýhug sem
mér var sýndur hvar sem ég kom
og jafnframt virðing fyrir þessu
fólki.”
—AM