Tíminn - 26.06.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.06.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 26. júní 1981 dagskrá hljóðvarps og sjónvarps „VERIÐ AD SMAVENJA MANN AF ÞVf AD SIUA VIÐ SJÓNVARP” ■ Lööur, tveggja systra saga: „Annaö hvort fellur fólk alveg fyrir honum og vill alls ekki missa af nokkrum þætti, eöa þaö getur ekki horft á hann og leggur á flótta.” Fúll veiðivörður ■ Mikið lifandis ósköp gat þessi nýja breska sjónvarps- mynd um — ár i ævi veiðivarðar á ensku óðali — verið leiðinleg! Ekkert gerðist — enginn sögu- þráður, nema eltingaleikur veiðivarðarins við smákrakka sem höfðu stolist inn i skóginn. Reyndar náði hann i alvöru veiðiþjóf einu sinni, en gat ekki sannað neitt á hann. Enda var veiðivörðurinn sjálfur að farast úr leiðindum og skapvonsku, hvort heldur hann var i skógin- um eða heima hjá sér. Þeir sem ætluðu að slappa af við sjónvarpið eftir vinnuvikuna á föstudagskvöldi urðu sannar- lega fyrir vonbrigðum. Kannski er verið að smávenja mann af þessum óvana að sitja við sjón- varpið á kvöldin, svo okkur verði ekki eins mikið um það þegar lokunin skellur yfir. Fræðslumyndin um gigtveiki, sem var á föstudagskvöldið á dagskrá á undan Veiðiverðinum skapvonda, var fróðleg og vel tekin. Aðdáun vakti dugnaður veiku barnanna og þolinmæði þeirra. Þá reynir ekki siður á þolinmæði og úthald hjúkrunar- fólksins og aðstandenda. Slik fræðslumynd sem þessi vekur bæði vörn og fullorðna til um- hugsunar. Bruggarastelpa platar lögreglustjóra Laugardagskvöldið 20. júni var með besta móti i sjónvarp- inu, alveg frá klukkan 17.00 og tilmiðnættis. Löður var á sinum stað i dagskránni. Það er dálitið kostulegt með gamanmynda- flokkinn „Löður”. Annaðhvort fellur fólk alveg fyrir honum og vill alls ekki missa af nokkrum þætti, eða þaö getur helst ekki horft á hann og leggur á flótta. A eftir Löðri kom mynd um kjötkveðjuhátiðir, siðan var tónlistarþáttur með Alice Coop- er og fleiri hljómsveitum og var sá klukkutimi vinsæll hjá viss- um aldursflokki, sem ekki fær of mikið við sitt hæfi i sjónvarpinu. 1 dagskrárlok var nokkuð spennandi mynd A hættubraut (I Walk the Line), bandarisk frá árinu 1970. Gregory Peck var i aðalhlutverkinu, en heldur er hann nú farinn að fella af sem stórsjarmör. Hann lék þarna lögreglustjóra i Suðurrikjunum, sem bruggarastelpa teymir á asnaeyrunum. Hún gerir hann svo hugstola af ást til sin að hann hættir öllu fyrir hana, heimili sinu og æru, og hættir að koma heim til þessarar myndarlegu Konu sinnar, sem sifellt biður eftir honum i bólinu, en án árangurs, — hann aðeins eltist við stelpuna enda fór illa fyrir honum. Danska sjónvarpsleikritið Saxófónninn, sem sýnt var á mánudagskvöld var hálfóraun- verulegt. A.m.k. ungi maður- inn, sem vissi varla hvort hann var að koma eða fara til sins eigin brúðkaups. Liklega hefur ástkonan bara verið fegin að losna við hann, þvi að minnsta kosti pantaði hún bil til að koma honum til brúðkaupsins — en lét hann auðvitað borga bilinn! Óvænt endalok sl. þriðjudag var um lánleysingja, sem drap „vitlausan mann”, — og þegar hann loksins var kominn i hús „Æðsta mannsins” til þess að hafa gott af honum, og þá sat þar syrgjandi ekkjan þvi maðurinn hennar hafði verið myrtur hið sama kvöld, (af þessum sama lánleysingja sem þarfnaðist hjálpar vegna morðsins, — og þá er sagan komin i hring. Liklega hafa margir fengið hroll i sig við að horfa á kana- disku myndina um sársauka- skyn. Ég gafst upp, þegar ég sá meðferðina á tilraunadýrunum, — en hresstist svo öll til að horfa áDALLAS Þar var allt við það sama, sami grautur i sömu skál: Kvikindishátturinn i J.R., drykkjuskapurinn i Digger (föð- ur Pamelu) o.s.frv. Náttúra íslands — i útvarpi Siöastl. laugardag hófust þættir i útvarpi, sem nefnast Náttúra Islands. Þetta var 1. þáttur af 10 um þetta efni. „Eld- virkni i landinu” hét þátturinn á laugardag og var þar talað við Sigurð Þórarinsson. Það veröa áreiðanlega margir sem fylgj- ast með þessum þáttum, og verða fróðari eftir. Séðog lifað sem Sveinn Skorri Höskuldsson hefur nú lesið i 40 kvöld, hlýtur að vera að taka enda. Þetta er mikil frásögn Indriða Einarssonar, sem bregður ljósi yfir hans samtið atburði og fólk. A sunnudagsmorgna er gam- an að heyra ferðasögur frá fjar- lægum löndum i þættinum „Út og suður” sem Friðrik Páll Jónsson hefur séð um. Nú siðast sagði Jón Armann Héðinsson frá þvi, er hann og Valgarð J. Ólafsson stöldruðu við i Súri- nam. Frásögnin var hin fróöleg- asta, en hefði mátt vera léttari. Þægilegri morgnar Ósköp þykir mér þægilegri morgnarnir, þegar vaknað er við létta músik, og smávegis rabb i þul um tónlistina eða veðrið, en að þurfa að meðtaka einhvern fróðleik eða rökræður — og jafnvel mataruppskriftir — eldsnemma morguns, eins og i blessuðum „Morgunpóstin- um”, sem vissulega var þó góð- ur þáttur fyrir þá sem voru til- búnir svo snemma að meðtaka hann. Bjarghildur Stefánsdóttir bladamaður, skrifar um dagskrá rlkisfjöl- miðlanna íliðinni viku Dagskrá sjónvarpsins dagana 27. til 30. júní sjonvarp Laugardagur 27. júni 17.00 íþróttir U msjónarm aður Biarni Felixson. 19.00 Einu sinni var Tiundi þáttur. Þýðandi Ólöf Pét- ursdóttir. Lesarar Einar Gunnar Einarsson og Guðni Kolbeinsson. 19.30 H lé 1945 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Löður Gamanmynda- flokkur. Þýöandi Ellert Sig- urbjörnsson. 21.00 AHir leika þeir ragtime Kanadiskur sjónvarpsþátt- ur um sögu ragtime-tónlist- ar frá þvi fyrir aldamót. Meðal tónli starmanna i myndinni eru Joe „Fing- ers” Carr, Max Morath, Ian Whitcomb, og Eubie Blake, 94ra ára, sem segir frá kynnum sinum af Scott Joplin. Þýðandi Bogi Amar Finnbogason. 21.50 Mannraunir Mudds læknis (The Ordeal of Dr. Mudd) Ný, bandarisk sjón- varpsmynd. Leikstjóri Paul Wendkos. Aðalhlutverk Dennis Weaver, Arthur Hill, Susan Sullivan og Nigel Davenport. Samuel Mudd sveitalæknir er vakinn árla morguns. Til hans eru komnir tveir menn, og er annar þeirra fótbrotinn. Læknirinn býr um brotið og býður mönnunum gistingu, en þeir virðast á hraðferð. Nokkru siðar kemur i ljós aö hinn slasaöi er leikarinn John Wilkes Booth, maöur- inn sem skaut Abraham Lincoln. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 00.05 Dagskrárlok Sunnudagur 28. júni 18.00 Sunnudagshugvekja 18.10 Barbapabbi Tveir þætt- ir, annar frumsýndur og hinn endursýndur. Þýðandi Ragna Ragnars. Sögumað- ur Guðni Kolbeinsson. 18.20 Emil i Kattholti Fjórði þáttur endursýndur. Þýö- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. Sögumaöur Ragnheiður Steindórsdóttir. 18.45 Vatnagaman Fimmti og sfðasti þáttur. Froskköfun Þýðandi Björn Baldursson. 19.10 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 íslenskar jurtir Eyþór Einarsson, grasafræðingur, sýnir nokkrar islenskar jurtir i Grasagarði Reykja- vikur i Laugardal. Siðari þáttur. Umsjónarmaður Karl Keppesen. 20.50 Tónlistarmenn Jórunn Viðar, tónskáld og pfanó- leikariEgill Friðleifsson kynnir Jórunni og ræðir við hana, og flutt verður tónlist eftir hana. Flytjendur: Garöar Cortes, Gisli Magnússon, Gunnar Kvar- an, Laufey Sigurðardóttir, Þuriður Pálsdóttir og höf- undur. Sýnt verður atriði úr kvikmynd Óskars Gislason- ar, „Siðasti bærinn i daln- um”, en tónlist i myndinni er eftir Jórunni Viöar. Stjórn upptöku Viðar Vik- ingsson. 21.40 A bláþræði Norskur myndaflokkur. Fjórði og siðasti þáttur. Efni þriðja þáttar: Rakel er ófrisk, en ekkert spyrst til Edvins. HUn lætur eyða fóstrinu. Fóstureyðingin hefur djúp áhrif á hana og hún fær áhuga á trUmálum. Móðir Körnu fær peningasendingu frá Bandarikjunum ásamt tilkynningu um að bróðir hennar þar sé látinn. HUn vill að Karna fari vestur um haf til að vera við Utförina. Karna er treg til þess, en lætur loks undan fortölum móður sinnar. Þýðandi Jón Gunnarsson. (Nordvision — Norska 'sjónvarpið) 22.50 Dagskrárlok Mánudagur 29. júni 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Muminálfarnir Attundi þáttur endursýndur. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. 20.45 IþróttirUmsjónarmaður Sverrir Friðþjófsson. 21.20 Svefnherbergisgaman Leikrit eftir Alan Ayck- bourn. Aðalhlutverk Joan Hickson, Polly Adams, Der- ek Newark og Stephen Moore. Eins og nafn leik- ritsins gefur til kynna, er þetta gamanleikur og fjall- ar um sambUð hjóna. Þýö- andi Guðni Kolbeinsson. 23.00 Dagskrárlok Þriðjudagur 30. júni 1945 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Storm P Sænsk heim- ildamynd um Storm P, en fáir listamenn hafa tUlkaö danska kimni betur en hann. Þýöandi Jón O. Ed- wald (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 21.00 Lengir hláturinn lifið? Þáttur í umsjá Ólafs Ragn- arssonar. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.00 Eigi má við öllu sjá (Don’t Look now) Bresk bíómynd frá árinu 1973, byggð á sögu eftir Daphne du Maurier. Leikstjóri Nicholas Roeg. Aðalhlut- verk Donald Sutherland og Julie Christie. Litil stúlka drukknar á Englandi. For- eldrar hennar, John og Laura,eru miöur sin af sorg og fara til Feneyja, þar sem John starfar að þvi að gera við kirkju. Myndin er ekki við hæfi barna. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.