Tíminn - 26.06.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.06.1981, Blaðsíða 10
■ Þórunn Þórðardótt- ir er ekkja og á tvö börn. Dóttirin vinnur i Þýskalandi i sumar en sonurinn hefur sumar- vinnu i Reykjavik. Þór- unn er húsmóðir og starfsmaður hjá Ferðafélagi íslands. fcg vakna kl. 7 viö þaO, aO son- ur minn lokar útidyrahurOinni, en hann tekur strætó I vinnuna kl. rúmlega sjö. Um leiO og ég dreg gardinurnar frá svefnher- bergisgluggunum blasir viö mér fjallahringurinn I noröri og austri baöaöur I sólskini. Þetta bjarta veöur og fallega útsýni hefur strax góö áhrif á mig. Ég dríf mig niöur og byrja aö venju á J>vi aö laga kaffi, en einn kaffibolli er mér nauösyn, til þess aö komast i samband viö sjálfa mig á morgnana. Ég hef nægan tima og get þvi setst I stól með kaffibollann og litið yfir blööin áður en ég fer i vinnuna. verk. Móðir min er nýbúin að hreinsa og smyrja saumavélina mina (saumavélin leið fyrir notkunarleysi), svo að mér er ekkert að vanbúnaði. Mér liður eins og ég sé að gangast undir erfitt próf, verða buxurnar not- hæfar eftir mina viðgerð eða ekki? Sonurinn dæmir um það. Ég er rétt búin að setja mig i samband við saumavélina þá hringir siminn. Það er þá pabbi og hann flytur mér þær ánægju- legu fréttir, að hann ætli að koma og slá garðinn fyrir mig ákveðinn dag. Þvilikur léttir, sum verkefni vaxa manni i aug- um. En áfram með viðgerðina, sem ég lýk við og tel mig hafa gert mitt besta og meira er ekki hægt að biðja um. Þá er komið að fréttum i Sjón- varpinu, sem ég horfi á um leið og ég les i dagblöðunum. Dagskráin vekur ekki áhuga minn, svo að ég loka fyrir sjón- varpið. Mér verður litið út um gluggann og er mér ljóst að veðrið er eins og það gerist feg- urst i júni-kvöldi, blæja-logn á Elliðavoginum og skafheiður Dagur i lífi Þórunnar Þóröardottur starfsmanns Ferðafélags íslands Tillitsleysi f umgengni við landið er of algengt: Madur ekur ekki yfir andlit vinar síns! Að byrja daginn i kyrrð og hafa nægan tima til þess að huga að verkefnum dagsins er ákjósanlegt og sannast að segja reyni ég að hafa það fyrir reglu. Dagurinn hjá mér skiptist á milli vinnu utan heimilis og heima. Ég vinn hjá Ferðafélagi lslands og er vinnan fólgin i þvi, að vekja athygli fólks á heppi- legri leið til þess að verja fri- stundum sinum þ.e. að ferðast um og skoða eigið land. Mjög ánægjulegt starf. Ekki þarf aö fara langtút fyrir bæinn, til þess að njóta útiveru og komast i snertingu við náttúruna og hreint ótrúlegt hversu mikla hvild má fá frá amstri tilver- unnar i stuttri dagsferð á tveim jafnfljótum. Mest að gera á góðvið- risdögum. A góðviðrisdegi eins og i dag er alltaf mikið að gera hjá okk- ur, gott veður er hjá flestum hvatning til ferðalaga og þá tek- ur fólk ákvarðanir um hvert halda skal. Þetta er ég að hugsa en nú er kominn timi til að leggja frá sér kaffibollann og aka i vinnuna. Ég vel leiðina með sjónum, fallegustu ökuleið borgarinnar, læt ekki fara i taugarnar á mér þótt ég þurfi að biöa lengi, til þess að komast af Skeiöarvogi inn á Elliðavoginn, ég hef svo fallegt útsýni til norð- urs sem styttir mér biðina. Það verðurhléá bilalestinni og akst- urinn tekur athygli mina og sem leið liggur ek ég niður i bæ og til vinnustaðarins. Það fer eins og mig grunaði.i svona góðu veðri hringir siminn látlaust. Fólk spyr um sumar- leyfisferðir, hvaða helgarferðir eru framundan, hvert á að ganga næsta sunnudag o.s.frv. Við reynum að veita greið svör, svo að val ferðamannsins verði auðveldara. Margir eru undr- andiyfir að ekki sé fært i Land- mannalaugar, löngu komið vor hér i Reykjavik, en Land- mannalaugar eru i 600 m hæð yfir sjó og þar vorar seinna og þá skilja flestir ástæðuna. En sumir ferðalangar eru óþolin- móðir og vilja ekki biða eftir aö slóöir séu tilbúnar til aksturs. Þessi tegund ferðamanna haföi lagt leið sina inn i Laugar fyrr i þessum mánuði og með farar- tækjum sinum mörkuðu djúp sár i jaröveginn, sem seint gróa. Harðneskja og tillitsleysi i um- gengni við landið eru þvi miður of algeng. Maður ekur ekki yfir andlit vinarsins, af þvi að hann liggur varnarlaus? Þetta er inn- skot. Ekki nauðsynlegt að vera göngugarpur. Enn hringir siminn. Einn spyr hvort gönguferðir i tiltekinni ferð séu erfiðar, við teljum þaö ekki vera, reynt sé að koma til móts við alla, sem vilja vera með. Það er ekki nauðsynlegt að vera „göngugarpur” til þess aö skoða landið, hóflegur hraði er ánægjulegri og fer betur með einstaklinginn. Alltaf stækkar sá hópur fólks, sem vill ganga um landið með allt sitt hafur- task, það er okkar reynsla hér. Hjá okkur eru þrjár gönguferðir með útbúnað, fullbókaðar i sumar, á sitt hver ju landshorni Við verðum að bæta einni gönguferð við á leiðinni Land- mannalaugar — Þórsmörk. Erfarið i Þórsmörk um næstu helgi spyr ung stúlka, er búið að hreinsa Langadal? Ég verð að segja nei. Þessi hefur greinilega lesið blöðin eða þekkt einhvern, sem heimsótti Þórsmörk um h'vitasunnuna. Allt i einu er komið hádegi. Timinn flýgur áfram.. Eftir há- degiö hringir Aðalheiður Bjarn- freösdóttir og biður okkur að sjá um helgarferð fyrir Sóknarkon- ur, það er auðsótt mál. Við ræð- um skipulag ferðarinnar, Aðal- heiður er skýr og ákveðin og fljótlega komum við okkur sam- an um hvernig best er að haga ferðinni, svo að hún verði öllum upplyfting og ánægjuleg. Þegar liða tekur á daginn er greinilegt að margir hafa látið skrá sig i ferðir hjá okkur, enda veðrið til slikra ákvarðana hag- stætt, eins og ég sagði i upphafi. Það er mikið úrval af ferðum og óbyggðirnar svikja engan, sem vill af einlægni hefja kynni. Þetta hefur verið liflegur dagur, en þá er að huga að heimferð og hvað þarf að hafa forgang, þeg- ar heim er komið, nóg er að gera. Ég rifja snarlega upp fyrir mér hvað ég á til heima og mér til mikils léttis slapp ég við innkaup i dag, en mér leiðast matarinnkaup. ek ég þvi sem leiö liggur beint heim. Ég þarf ekki að eyða tima i heilabrot um matseðil kvölds- ins, afgangur frá i gær leysir þann vanda, enda eins gott að hafa hraðann á, sonur minn á að mæta á fótboltaæfingu rúmlega sex, svo að kvöldverðurinn er framreiddur með hraði. Með viðgerð þjarga ég verðmætum. Ég sest i stól og fer að hugsa, nú hef ég góðan tima fram að fréttum I sjónvarpi, til þess aö gera eitthvað gagnlegt. Það rifjast upp fyrír mér aö ég hef frestað i nokkra daga að gera við buxur af syni minum. Saumaskapur er ekki min sterka hlið, en þetta eru nýjar buxur og með viðgerð bjarga ég miklum verðmætum. Ég get ekki verið þekkt fyrir annað en takast á við þetta vandasama himinn. Nú væri skemmtilegt að fara i kvöldgöngu upp með Elliðaánum, en ég er svo heppin að búa hæfilega nálægt þvi svæði, svo að ég gæti hafið gönguna heima hjá mér. Ég vorkenni sjálfri mér eilitið, af þvi að ég veit, að ég get ekki stundað mina uppáhaldsiðju, gönguferðir, nú um nokkurn tima, en ég var svo óheppin að togna illa á ökla og ekkert dugar nema aðgætni og þolinmæði, til þess að lækna slikt. I kvöld verð ég þvi að láta mér nægja að rifja upp fyrri gönguferðir með Elliðaánum, en það svæði er unaðsreitur, sem ekki má spilla. Eftir að hafa sætt sjálfa mig við að sitja heima i góða veðr- inu, verður mér litið út um gluggann enn einu sinni á þess- um degi og við mér blasir fjalla- hringurinn i kvöldroðanum, þar sem Esjan er glæsilegust og með þá mynd i huganum er ég sátt við að sofna. Þá kemur að siðasta verki dagsins, en það er að velja les- efni fyrir svefninn. Ég á eitt- hvað ólesið i siðasta helgarblaði Timans,best að ljúka við það. Annars er ég að lesa Ferðabók Ebenezer Hendersons i þriðja sinn og hlakka ég alltaf til end- urfunda við hann, frábær bók. Henderson þessi ferðaðist um Island árin 1814 og 1815 með vet- ursetu i Reykjavik. Þvottalistinn audveldar heimilisstörfin ■ Mörgum húsmæðrum gengur erfiölega aö kenna fjölskyldunni aö þvo þvotta, meira aö segjaþótt ekkert ætti aö vera auöveldara en setja tauiö i þvottavélina. Þaö getur reyndar verið svolitiö vandasamt aö vita, hvaö má fara saman I hvert sinn. Mikiö er nú oröiö um merkingar í fatnaöi. A merkimiöum stendur i hversu heitt vatn fatnaöurinn má fara og hvernigá aö ganga frá honum aö þvotti loknum, hvort hann má vinda, hvort hengja á hann upp blautan eöa undinn og sföan hvort nauösynlegt er aö strauja hann og þá meö hvaö heitu straujárni. Til þess að gera þetta allt enn þá auðveldara er ráö aö búa tn þvottalista yfir það helzta sem þarf að þvo á hverju heimili. List- ann ætti aö hengja upp niðri i þvottahúsi við þvottavélina. Þegar nóg er komið af þvotti, á hver sem er aö geta lesiö sér til á listanum, hvernig fara á með ó- hreina þvottinn. Viö birtum hér mynd af slfkum þvottalista. Inn á hann hafa veriö færðar nauðsynlegustu upplýs- ingar varðandi þvott á einstaka fatnaði. Þarna stendur á hvaöa hitastig stilla skal þvottavélina, og sföan undir straujun hvort stilla á straujárnið á bómull eða fínan þvott. I sumum tilfellum eru straujárnin merkt með punktum, og'þá er bara að lita á merkið i flikinni sjálfri og sjá, hversu margir punktar eru innan i straujárninu, sem þar er sýnt, ef strauja þarf flikina. Búið ykkur nú til svona lista. Hafiö sýnikennslu fyrir alla fjöl- skylduna eitthvert kvöldiö þegar allir eru komnir heim, og ekkert sérstakt annaö liggur fyrir, og hvetjiö fólkiö svo til þess að hjálpa til við þvottinn annað slagið meö þvi aö setja óhreina þvottinn i vélina. fb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.