Tíminn - 26.06.1981, Síða 4

Tíminn - 26.06.1981, Síða 4
■ Geðhjúkrunarfræðingar. Fremri röð frá vinstri: Eyrún Gisla- dóttir, Björk Guðjónsdóttir og Helga María Astvaidsdóttir. Aftari röö frá vinstri: Asdis Anna Asmundsdóttir, Sigrún Skaftadóttir, Sveinborg H. Sveinsdóttir, Þórdis Sigurðardóttir og Elisabet Ingólfsdóttir. Nýi hjúkrunarskólinn: Fyrstu félags hjúkrunar- frædingarnir útskrifaðir ■ Nýi hjUkrunarskólinn er nU að ljUka sinu 9. starfsári. Starfssvið skólans er einkum aö sjá um framhaldsnám fyrir hjúkrunar- fræðinga og hjUkrunarnám fyrir ljósmæöur, en ekki var kostur á þessu framhaldsnámi hér á landi fyrr en skólinn tók til starfa. A þessu vori hafa verið útskrif- aðir 8 geöhjUkrunarfræöingar og 17 félagshjúkrunarfræðingar, er nefnast ööru nafni heilsuverndar- hjúkrunarfræöingar. Skólastjóri Nýja hjUkrunarskólans er Maria Pe'tursdóttir. ■ Félagshjúkrunarfræðingar ásamt starfsliði skólans. Fremsta röð frá vinstri: Auður Sigurðardóttir, Gróa Sigfúsdóttir, Sigurveig Georgsdóttir, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Bjarney J. Sigurleifsdóttir, , Sigriöur Brynja Einarsdóttir og Una O. Guömundsdóttir. Miðröð frá vinstri: Þóra A. Arnfinnsdóttir, kennari, Sigriður Halldórsdóttir, kennari, Kagnheiður ó. Guðmundsdóttir, Kannveig Sigurbjörnsdóttir, baufey Aðalsteinsdóttir, Svava Ingimarsdóttir, Guðrún Eygló Guð- mundsdóttir, Soffia Sigurðardóttir, ritari og Maria Pétursdóttir, skóla- stjóri. Aftasta röö frá vinstri: Hanna Maria Kristjónsdóttir, Jónina Nielsen, Jóhanna J. Thorlacius, Auður Hauksdóttir, Auður Angantýs- dóttir og Laura Sch. Thorsteinsson, kennari. ■ Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar. Fremsta röð frá vinstri: Margrét A. Bjarnadóttir, Agnes Engilbertsdóttir, Sólveig Þórðardóttir, Sigriður Hjaltadóttir og Sigriður Þorsteinsdóttir. Aftari röö frá vinstri: Kristin J. Sigurðardóttir, Aslaug Hauksdóttir, Helga Einars- dóttir, Gunnhildur Magnúsdóttir, Helga Sóley Torfadóttir, Hildur S. Sigurðardóttir og Guðrún Böðvarsdóttir Einstæðir foreldrar stærsti láglaunahópurinn? AÐEINS 6% ÞEIRRA NH MEÐADEKIUM! Nær helmingur með minna en þrjár milljónir 1979 ® Aðeins 325 eða 6,2% af ein- stæðum foreldrum i landinu náðu 6 milljón króna tekjum árið 1979. En 6 milljónir voru cinmitt meðaltekjur húsfeðra landsins (allra kvæntra karla að lffeyris- þegum meðtöldum) það ár, og nfeðaltekjur hjóna háttá áttundu milljón, samkvæmt skattframtöl- um. Skránni um tekjubil einstæðra foreldra er ekki skipt á kyn. En samkvæmt þjóðskrá voru ein- stæðir feður þá 316 talsins eða um 6% af einstæðum foreldrum. Samkvæmt skattskýrslum töld- ust einstæð foreldri 1979 5.245 meö 7.070 börn á framfæri sinu, sem var þá um nfunda hvert barn. Einstæð foreldri sjá fyrir milli 6. og 7. hverju heimili með börnum. Meöaltekjur hinna einstæðu foreldra voru tæpar 3,3 milljónir króna áriö 1979. Þá eru trygg- ingabætur meötaldar og helm- ingur af greiddu meölagi. Alls 1.323 þessara einstæöu for- eldra eða rúm 25% — með 1.751 barn á framfæri — haföi tekjur undir 2 milljónum þetta ár. 2.400 eða nær 46% þeirra náöu ekki yfir 3ja milljóna markiö og aöeins 1.313 einstæðir foreldrar eöa um 30% náöu yfir4millj.kr. tekjum. Til samanburöar höföu aöeins rúm 12% kvæntra karla undir 3 millj. í tekjur og um 75% þeirra höföu meira en 4 millj. kr. tekjur auk þess er eiginkonurnar bættu viö heimilistekjurnar með sinni vinnu utan heimilis, sem innan. Af þessum tölum aö dæma virö- ist mega leiöa sterkar líkur aö Í>vi, að stærsti hópur virkilegra áglaunaheimila I landinu sé ein- mitt stór hluti heimila einstæðra foreldra. —HEI Iscargo í fyrsta Amsterdamflug ■ Afgreiöslufólk á sim- stöövunum hefur haft nóg að gera undanfarna daga við að afhenda nýju simaskrána, enda á annað hundrað þús- und eintök sem þarf að rétta yfir borðið. Timamynd: Ella IO i gænidg ■ I gær fór Iscargo i fyrsta far- þegaflug sitt til Amsterdam og sagöi Kristinn Finnbogason, for- stjóri, í viðtali viö okkur 1 gær aö vélin væri nær full, farþegar rif- lega 100, en félagiö bauö sérstakt kynningarverö i fyrstu tvær ferö- irnar. Mun vélin lenda i Amsterdam kl. 15 i dag aö staöartlma i Hol- landi, en til Reykjavikur veröur flogiö aö nýju á mánudag og lagt upp frá Amsterdam kl. 8 aö morgni. Sagöi Kristinn það vera Boeing 737 þotu, sem fer fyrstu feröina, en frá Amsterdam verö- ur flogiö meö Boeing 727-100. Mun sií vél halda i loftiö aö nýju kl. 10 sama morgun. —AM Skák- þing Norður landa Flugleidir til Amsterdam í dag ■Flugleiöir hefja aö nýju far- þegaflug milli Reykjavikur og Amsterdam f dag, en félagið hélt uppi feröum á þessari leiö 1959-68. Erþettaframhaldþeirrar stefnu Flugleiöa aö hafa beint flug á milli ýmissa borga i Evrópu og tslands aö sumarlagi. Lent er á Sciphil flugvelli i Amsterdam, sem er meö þeim nýtiskulegri og fjölfarnari I Evrópu. NUverandi skrifstofa Flugleiöa i borginni var opnuö 15.6.1979, en áöur haföi félagiö þar skrifstofu og umboösaöila frá april 1956. Hefur veriö rekin umfangsmik- il sölustarfsemi i Hollandi aö undanförnu og fjölgaöi enda hollenskum feröamönnum hér á sl. ári. Skrifstofan i Amsterdam er aö Keizersgracht 449. —AM hér r júlí ■ Skákþing Norðurlanda verður haldiö á tslandi 23. júli -3. ágúst nk. t Urvalsflokki veröa 12 kepp- endur, 2 frá hverju Noröurland- anna, og hafa þegar tilkynnt þátt- töku K.J. Helmers og S.Heim frá Noregi og C. Höi og J. Kristiansen frá Danmörku. t meistaraflokki keppa skák- menn með a.m.k. 2000 skákstig, i opnum flokki skákmenn með minna en 2000 skákstig. Einnig veröur keppt i kvennaflokki. Teflt veröur I Menntaskólanum við Hamrahlið virka daga kl. 18.00-23.00, 'en laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-19.00. Þing Skáksambands Norður- landa, aöalfundur, veröur haldiö aö Hótel Esju 23. - 24. júli. KL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.