Tíminn - 26.06.1981, Side 5

Tíminn - 26.06.1981, Side 5
Föstudagur 26., ji^ni.1981 ■ Ólafur R. Einarsson ■ Hákon Sigurgrímsson ■ Bolli Héöinsson ■ Hörður Vilhjálmsson ■ Arnþrúöur Karlsdóttir „1APAÐISEINNI HALFLEIK” ■ t gær tók Höröur Vilhjálms- son, settur útvarpsstjóri, þá ákvöröun aö ráöa Bolla Héöins- son i starf afleysingarfrétta- manns viö sjónvarpið. En eins og kunnugt er fengu tveir umsækj- endur flest atkvæöi i útvarpsráöi, þ.e. Arnþrúöur Karlsdóttir sem fékk atkvæöi fjögurra ráös- manna, og Bolli Héöinsson, sem fékk atkvæöi þriggja ráösmanna. Timinn ræddi i gær viö fimm aðila sem tengjast þessu máli, eftir aö ákvöröun útvarpsstjóra lá fyrir, þ.e. Hörð Vilhjálmsson, settan útvarpsstjóra, og útvarps- ráðsmennina Hákon Sigurgrims- son og Ólaf R. Einarsson. Einnig er rætt við þá tvo umsækjendur sem flest atkvæði fengu i útvarps- ráði, þau Arnþrúði Karlsdóttur og Bolla liéðinsson. „ Ekkert athugavert viö af- stöðu útvarpsstjóra" „Ég tel ekkert athugavert viö afstöðu eða ákvörðun setts út- varpsstjóra”, sagði Ólafur R. Einarsson, útvarpsráðsmaður, i samtali við Timann, þegar hann var spurður álits á ákvörðun Harðar Vilhjálmssonar um ráðn- ingu Bolla Héöinssonar i starf af- leysingarfréttamanns við sjón- varpið. „Þaö var mjótt á mununum i útvarpsráði og starfandi blaða- maður, Bolli Héðinsson, sem er með viðskiptafræðimenntun og nám að baki i fjölmiðlafræðum, fær þarna stöðuna. Það hefur greinilega vegið þungt þegar til kastanna kom. Ég hef alltaf i svona tilfellum fyrst og fremst til viðmiðunar menntun og starfs- reynslu, og mér sýnist aö út- varpsstjóri hafi metið þetta á þeim grundvelli.” „En ég vil segja svona almennt um frétta- og dagskrárgerðar- mannaráðningar á liðnum vetri, að þá hef ég alltaf gert þá athuga- semd að ekki eru neinar ákveðnar kröfur gerðar i auglýsingu. Þess vegna flutti ég tillögu á siðasta útvarpsráðsfundi, ekki út af þessu máli, heldur fenginni reynslu, um að settar yrðu ákveðnar viðmiðunarreglur i þessu sambandi. Ég tel að þegar fréttamennska er orðin að ákveð- inni atvinnugrein, þá þurfi um- sagnaraðili eins og útvarpsráð að taka upp ný og betri vinnubrögð, sérstaklega þegar þeim er alltaf að fjölga sem sækja um þessar stöður sem eru með próf, nám eða reynslu i fjölmiðlun að baki sér”, sagöi Ólafur R. Einarsson. //Óraði ekki fyrir því sem ég hef þurft að ganga í gegnum" „Ég er að vonum leið yfir þess- ari niðurstöðu málsins. En mér er jafnframt ljóst að Höröur Vil- hjálmsson og Pétur Guðfinnsson áttu úr mjög vöndu að ráöa i þessu efni, og það er ekki við þá að sakast”, sagði Arnþrúður Karlsdóttir, i samtali við Timann, þegar borin var undir hana ákvörðun útvarpsstjóra, um að ráða Bolla Héðinsson, i starf af- leysingarfréttamanns við sjón- varpið. „Mig hafði hins vegar aldrei ór- að fyrir þvi, að ég þyrfti að ganga i gegnum sumt af þvi sem ég hef mátt þola undanfarna daga, og á ég þá fyrst og fremst við blaöa- skrif. Ég hélt þó að sumir þeirra sem hafa lagt sig fram, eftir þvi sem virðist, um að skemma fyrir mér starfsmöguleikana hefðu eitthvað þarfara að gera, en ég hef ekki lagt i vana minn að gera misjafnt innræti manna að um- ræðuefni og fer ekki að gera það nú. Ég vil óska Bolla Héðinssyni velfarnaðar í starfi, og er viss um að hann mun standa sig vel. Hitt er annaö mál, að enginn kemur til með að sjá hvernig ég hefði reynst i þessu starfi. Eins og oft er sagt á iþróttamáli: Ég vann fyrri hálfleikinn, en tapaði þeim seinni. úrslit leiksins urðu hins vegar ekki kunn fyrr en dómarinn flautaði hann af”, sagði Arnþrúð- ur Karlsdóttir. //Sannfæring mín sagði mér að gera þetta svona" „I stuttu máli er það sannfær- ing min sem sagði mér að gera þetta svona”, sagði Hörður Vil- hjálmsson, settur útvarpsstjóri, i samtali við Timann, i gær, þegar hann var spurður aö þvi hvaö hefði ráöið úrslitum þegar hann ákvað að ganga á svig við ákvörö- un meirihluta útvarpsráðs og ráða Bolla Héðinsson i starfa af- leysingarfréttamanns viö sjón- varpið. En meirihluti ráösins mælti meö Arnþrúöi Karlsdóttur i starfið. — Það hefur þá ekki verið af- staða fréttastofunnar sem ráðiö hefur úrslitum? „Hún hafði sinn rétt til að láta ■ Hvað skyldu þeir greiða i skatta og hafa i tekjur sem fremst standa i verkalýðs- hreyfingunni? Eins og fyrri daginn eru sex verkalýðsleið- togar valdir af handahófi. Þeir eru: Asmundur Stefánsson, for- seti ASl, Benedikt Daviðsson, formaður Sambands bygg- ingarmanna, Björn Þórhalls- son, varaforseti ASl, Guðmund- ur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins, Kristján Thorlacius, formaður BSRB, og Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, formaður Sóknar. Ásmundur Stefánsson greiðir mest i skatta, en þess er rétt að geta að þegar hann vann fyrir þeim tekjum sem hann greiddi ■ Ástnundur Stefánsson ■ Guðmundur J. Guðmundsson ■ Kristján Thorlacius Engin jafnlaunastefna medal verkalýdsforingjanna gjöld af árið 1980, var hann enn ekki orðinn forseti ASI. Næstur honum kemur Guðmundur jaki. Þessir tveir eru þeir einu sem komast upp fyrir meðaltekjur kvæntra karla árið 1979. Hinir eru alveg á mörkunum, sbr. Kristján Thorlacius, formann BSRB, og Björn Þórhallsson, varaforseta ASI. Benedikt Daviðsson og Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir reka lestina. Athygli vekur að aðeins helmingur þessara aðila á eign- ir og greiðir eignaskatt. Segja má að tekjur verkalýðsleiðtog- anna séu svona rétt lófafylli i aðra hönd, miðað við tekjur flugmanna o.fl. sem teknir hafa verið fyrir i dálkjnum undan- AUt i gömlum krónum: Nafn. Ásmundur Stefánsson Guðmundur J. Guðm. Kristján Thorlacius Björn Þórhallsson Benedikt Daviðsson Aðalheiður Bjarnfreðsd. farna daga. En látum töluna tala sinu máli. Rétt er að vekja athygli á að hér er um að ræða skatta árs- ins 1980, vegna tekna ársins 1979. Frá árslokum 1979 hafa launatekjur hækkað að meðal- tali um 60-70%. — Kás tekjusk. eignask. útsvar samtals áætl. tekj. 2.839.219 0 1.274.000 4.356.721 10.723.905 1.156.404 42.141 955.000 2.327.710 8.038.720 1.053.500 71.411 814.000 2.091.933 6.851.851 513.444 69.387 725.000 1.647.692 6.102.693 68.725 0 568.000 741.819 4.781.144 664.629 0 516.000 1.270.797 4.343.434 ATH: Skattar ársins 1980, vegna tekna ársins 1979. Frá árslokum 1979 hafa launatekjur hækkað að meðaltali um 60-70%. sitt álit i ljós, en það var ekki þaö sem úrslitum réð i þessu tilfelli, heldur samviska min”, sagði Hörður Vilhjálmsson. //Ánægður með niðurstöð- una" „Ég er vitanlega ánægður meö niðurstöðu útvarpsstjóra, ég get ekki neitað þvi”, sagði Bolli Héöinsson, nýráðinn afleysingar- fréttamaður viö sjónvarpið, i samtali við Timann i gær. Bolli sagðist vera ánægður með þá ákvörðun sem útvarpsráð hefði nú tekiö, um að settar yrðu ákveðnar viömiðunarreglur til að meta hæfni umsækjenda i starf frétta- og dagskrárgerðarmanna við útvarp og sjónvarp. Taldi hann rétt að áður en útvarpsráð gæfi sina umsögn um umsækj- endur yrði að liggja fyrir hverjir væru hæfir. „Siðan myndi út- varpsráði sem umsagnaraðila gefinn kostur á að raða þessum hæfu mönnum upp i forgangs- röð. Með þessu móti er komið i veg fyrir að útvarpsráð fari að velja óhæft fólk til þessara starfa. Þannig fyndist mér lang eðlileg- ast að standa að þessu”, sagði Bolli. -En var þetta pólitiskt mál að þinu mati i útvarpsráði, Bolli? „Já, þaðsýnir sig aö Arnþrúður fær atkvæði beggja flokksbræðra sinna, sem skýtur náttúrlega skökku við vegna þess aö nú er ég framsóknarmaður lika”, sagöi Bolli Héðinsson. ,/Harma að ekki skyldi farið að vilja meirihluta útvarpsráðs" „Ég hlýt að harma að ekki skyldi farið að vilja meirihluta útvarpsráös”, sagði Hákon Sigur- grimsson, útvarpsráðsmaður, i samtali við Timann i gær, þegar hann var spurður hvaða augum hann liti ákvöröun útvarpsstjóra um ráðningu Bolla Héðinssonar i starf afleysingarfréttamanns við sjónvarpið. „En niðurstaöan er fengin og um þaö tjóar ekki aö fást.” „Mér er ljóst að útvarpsstjóri átti úr vöndu að ráða, vegna þrýstings frá mönnum sem alls ekki eru umsagnaraöilar i þessu máli. Ég efast ekki um að Bolli Héöinsson mun standa sig vel i starfinu og óska honum velfarn- aðar. Ég er hins vegar enn þá jafn viss um aö Arnþrúöur Karlsdóttir hefði reynst sjónvarpinu mjög góður starfsmaður. Prófgráða er að minu mati enginn algildur mælikvarði á hæfni manna til aö gegna störfum sem þessum. Þar hlýtur almenn þekking og reynsla að vega þungt. Ég vek athygli á þvi að þegar starfið var auglýst, voru ekki sett skilyrði um tiltekin próf heldur „góða almenna menntun”. Ef t.d. stúdentspróf væri sett að skilyröi i þessu sambandi væri verið að útiloka stóran hluta blaöamanna- stéttarinnar frá störfum við Rikisútvarpiö, þ.á m. marga af hæfustu blaðamönnum landsins”, sagði Hákon Sigurgrimsson. — Kás

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.