Tíminn - 26.06.1981, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 26. júnl 1981
Utgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig-
urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns-
son. Jón Helgason. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. úlafsson. Fréttastjóri: Páll
Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn:
Agnes Bragadóttir. Atli Magnússon. Bjarghildur Stefánsdóttir. Egill Helga-
son, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdi-
marsson, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrímsson,
Kristín Leifsdóttir, Ragnar Örn Pétursson (iþróttir). utlitsteíknun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert
Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir:
Kristin Þorbjarnardóttir. Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi:
86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu
4.00. Askriftargjald á mánuði: kr.80.00.—Prentun: Blaðaprenth.f.
Risaveldin setjist
að samningaborði
■ Timinn birti itarlegt viðtal við Ólaf Jóhannes-
son utanrikisráðherra siðastl. laugardag.
Fyrsta spurningin, sem blaðamaðurinn lagði
fyrir ráðherrann var um horfur i alþjóðamálum.
Svar hans var á þessa leið:
„Það eru ákaflega margar blikur á lofti i al-
þjóðamálum núna og siðustu mánuði hefur slök-
unarstefnan verið á undanhaldi vegna þeirra. Ég
hef áður lagt áherzlu á, að nauðsyniegt sé að
koma henni á aftur, þar sem ég álit áframhald-
andi vigbúnaðarkapphlaup ekki geta endað öðru-
visi en með ósköpum. Það er þvi aðalverkefni
þeirra, sem starfa að utanrikis- og alþjóðamál-
um, að reyna að koma slökunarstefnu af stað
aftur og þá koma á samningaviðræðum um tak-
mörkun vigbúnaðar.
Þegar við litum nálægt okkur, þá eru það auð-
vitað viðræðurnar milli austurs og vesturs, sem
blasa við. Það er mikilvægt að þessi tvö risaveldi,
Bandarikin og Sovétrikin, setjist að samninga-
borði að nýju.
í sama dúr er svo eðlilega Madrid-ráðstefnan.
Hún er framhald af Belgrad-ráðstefnunni og
Helsinki-viðræðunum, þar sem samkomulag var
gert um mannréttindi og önnur atriði, svo sem
kunnugt er.
Þvi miður hefur árangur orðið litill i Madrid
þann tima, sem ráðstefnan hefur staðið. Nú sið-
ustu dagana hafa hlutlaus riki, sem eru þátttak-
endur á ráðstefnunni, komið fram með nýjar til-
lögur þar. Það er málamiðlun, sem á að miða að
þvi að jafna sjónarmiðin.
Það er vonandi að það takist, þvi það væri mik-
ill ósigur, ef Madrid-ráðstefnan reyndist gagns-
laus. Ég held að það sé enda einlægur vilji þeirra,
sem þarna deila, að ná árangri.”
Vissulega væri það mikill ósigur, ef Madrid-
ráðstefnan færi út um þúfur. Þvi verður að vona i
lengstu lög að milliganga hlutlausu rikjanna beri
árangur, m.a. á þann hátt að samkomulag verði
um að kalla saman afvopnunarráðstefnu þeirra
rikja, sem stóðu að Helsinki-sáttmálanum á sin-
um tima.
Horfur i alþjóðamálum hafa sjaldan verið ugg-
vænlegri en nú eftir siðari heimsstyjöldina.
Vopnuð átök geta hafizt viða um heim, þegar
minnst varir, og risaveldin dregizt inn i þau.
Alvarlegast af öllu er þó vigbúnaðarkapphlaup
risaveldanna. Rússar auka stöðugt vigbúnað sinn
og Bandarikjamenn búa sig undir að fara fram úr
þeim.
Hlutlausu rikin geta átt þátt i milligöngu, en
það getur ekki siður átt við rikin, sem eru i
varnarbandalögum með risaveldunum. A.m.k.
rikin i Atlantshafsbandalaginu hafa rétt og að-
stöðu til að láta rödd sina heyrast. Þau þurfa að
minna á við öll tækifæri að markmið Atlantshafs-
bandalagsins er ekki aðeins varnir, heldur engu
siður spennuslökun.
Þá rödd þurfa íslendingar, sem eru staðsettir á
hervæddasta svæði heims, að láta heyra til sin,
eins og utanrikisráðherrann lika gerir i áður-
greindu viðtali.
á véttvangi dagsins w ~ —■
„Að láta tilfinn
ingarnar ekki
hlaupa með
sig í gönur”1
Eftir Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi
■ I þessum fáu orðum felst
óvenjumikil llfsspeki. Slik
áminning ætti þvi vissulega
skilið að standa griðarstórum
stöfum, er sindraöi af í myrkri,
viö inngang allra samkomu-
staöa, hvort sem þeir eru innan
veggja eða undir berum himni,
og hvortsem þar á að dansa eða
takast á um trúmál og pólitik.
Sllkt heilræöi, sem blasti þar við
augum samkomugesta, yröi án
efa til þess, að einhverjir, bæði
ungir og aldnir, mundu fremur
hugleiða það, áður en þeir gæfu
tilfinningunum alveg lausan
tauminn. 1 þvi sambandi kemur
mér þó fyrst i hug hinn siungi og
ærslafulli Amor, sem hvislar I
hvert eyra: „Hér á allt aö vera
frjálst. Hér á allt aö vera frjálst,
bæöi I orðum og athöfnum. Þaö
er mitt fyrsta boðorð, sem flest-
um er ljúft að fylgja”. A afvikn-
um staö, ef aö er gáö, stendur
þar lika oftast Bakkus gamli
meö bros á vörum og blik i aug-
um. Hann lyftir flösku i annarri
hendi en réttir hina fram með
glasi sem fyllt er geislandi
vökva, sem unnendur hans hafa
gefiö þaö virðulegasta heiti sem
völ er á i Islensku máli, en það
er nafnið guðaveig.
Þessi spaklegu orð, sem ég
valdi fyrir yfirskrift á þessum
hugleiðingum, voru sögð af ein-
um visindamanni okkar, lif-
fræðingnum Karli Skirnissyni,
þegar spjallað var við hann af
útvarpsmönnum I morgunpóst-
inum 16. mars s.l. um lifnaöar-
hætti minksins og áhrif hans i
isienskt lifriki.
Hin siöustu ár hef ég reynt að
leggja eyru við þegar Islenskir
vlsindamenn hafa flutt erindi i
útvarpiö mér til mikillar
ánægju, enda orðið margs vísari
um himinljósin, fuglana og ótal
margt fleira, sem heillar og
vekur ljúfar minningar við
sólarlag. A hina hliö hefur það
stundum hent aö ég hef hrist
hausinn og undrast stórum yfir
sumu er þeir hafa sagt. Og
ástæðan er sú að eigin reynsla
hefur þá rokið á fætur með
handapati og orðiö svo háróma,
að mér hefur hreint blöskrað og
engin leið að lækka I henni rost-
ann. Hún hefur þá venjulega
þrástagast á þessum oröum:
„Sjáðu, sjáöu bara. Þarna
þeysa þær, systurnar, tilfinning,
Imyndun og trú, á ofsahraöa og
með þeim ærslum að róleg yfir-
vegun og þaö sem við köllum
raunsæi fá ekki við neitt ráöið
þótt ég hrópi fullum hálsi:
„Farið varlega! Farið varlega!
Annars getið þiö hreint og beint
hálsbrotið ykkur”.
I fyrrnefndu spjalli segir lif-
fræöingurinn frá rannsóknum
sinum á fæðuvali minkanna við
sjóinn á Suöurnesjum þar sem
athugunarsvæöi hans var
skammt vestan við Grindavik.
Ekki þarf aö efa að þar er byggt
á staðreyndum. A hina hliö má
enginn ætla, að svipaöri fæöu
hafi minkarnir völ á uppi á
landi, langt frá sjó, og valda
með þvi óbætanlegu tjóni, bæði
á fuglum og silungi I ám og
vötnum. Hver einstaklingur
veröur ávallt aö haga sér eftir
þvi umhverfi sem hann dvelst I
og njóta þeirrar fæöu sem þar er
fáanleg. Þeir sem best Jækkja
lifnaðarhætti og fæðuöflun
skúmsins á Suðurlandi þar sem
sjórinn er honum hið ótæmandi
foröabúr, eru að vonum undr-
andi yfir þvi, hve grimmur og
stórvirkur vikingur hann getur
oröiö I anda- og æðarvörpum
hér I Þingeyjarsýslum, þar sem
hann á llka varpstöðvar.
Nokkrir ágætir og framsýnir
náttúrufræðingar, eins og t.d.
Guömundur Báröarson, vöruöu
alvarlega við þeim ásetningi að
ætla að flytja minka til landsins.
Það mundi hafa i för meö sér
hinar alvarlegustu afleiöingar I
það lifrlki, sem hér hafði sam-
hæfst og þroskast I árþúsundir.
Þvi miður varð róleg ihugun og
rök þessara ágætu manna að
láta i minni pokann fyrir fumi
tilfinninga og gróðalöngun
þeirra sem létu önnur sjónar-
miö ráða geröum sinum og
verða mun islensku llfriki
óbætanlegt. Nú er þaö stað-
reynd, að á tslandi er oröinn alls
ráðandi sá ógnvaldur, sem
aldrei verður yfirbugaöur og
sennilegast er að sagan muni
telja það alvarlegustu mistök
sem hent hefur lslendinga
gagnvart náttúru landsins
þegar minkum var leyfð hér
landganga.
Hér á undan lét ég orö falla
um sumt af þvi sem einn af
okkar ágætu visindamönnum
hefur sagt og er þá skemmst að
minna á fyrrnefnt samtal sem
hann endaði meö þvi ágæta heil-
ræði sem er yfirskrift á þessum
hugleiðingum. Þaö geri ég —
fyrst og fremst — til þess að
beina huga þeirra, er kunna aö
lesa þessar linur að eigin
reynslu og ihuga þá jafnframt
hvort þeir hafi látið tilfinning-
arnar leiöa sig I gönur þegar
þeir hafa bölsótast yfir þeim
verkum sem minkarnir hafa
framiö og þeir hafa séð með
eigin augum og þreifað á.
Aður en ég vik að eigin
reynslu sem öllum reynist þó
ólýgnust, leyfi ég mér að vitna i
nokkur ummæli fyrrnefnds lif-
fræðings þvi sjónmyndum at
þeim gefa menn nánari gætur
og muna lengur en þaö sem
eyrun greina. Hann upplýsti að
á Suðvesturlandi, I nágrenni
Grindavíkur, þar sem hann at-
hugaði fæðuval minka væri
marhnúturinn meginfæöa
[ 1 > \ S Pmi ■ W * m f
f 'Jj.fl W % fjr «Ll ¥
Þ.Þ.
■ Minkar og smáfiskar, sem þeir hafa dregið i búiö.