Tíminn - 26.06.1981, Side 9
Föstudagur 26. júní 1981
samvinnuþættir)
,/Sú mesta yf irsjón, sem hent hefur þjóð-
ina gagnvart íslenskri náttúru, sem hefur í
árþúsundir samhæft og þroskað lífríki
landsins, er sú staðreynd þegar minkum var
leyfð hér landganga. Sú ákvörðun hafði
svipaðar af leiðingar og þegar höggormurinn
lyfti fyrst höfði, háreistur og pattaralegur í
Paradís".
vera 1 ■—i»». _
þeirra eöa um helmingur allt
áriö um kring. A hina hliö væri
óverulegur hluti af fæöu hans
fuglar viö sjávarsiöuna og þá
aðallega af máfaætt og mjög lit-
ið virtist að minkur æti þar
æöarfugla á fyrrnefndu athug-
unarsvæði. Hann var þá spurð-
ur: „Getur þetta þýttað minkur
sé ekki eins mikill vargur og
bændur vilja halda?”
Svar: „Þaö er erfiti að segja
nákvæmlega af eöa á um slikt.
Minkur getur haft slæm áhrif á
æöarvarp og skal ég skýra þaö
nánar: Ef minkur tekur sér ból-
festu i hólma, þar sem maöur-
inn hefur verndaö æöarfuglinn,
eru það viöbrögö fuglsins aö
dreifa sér. Minkurinn fælir fugl-
inn Ur varpinu, en þaö þarf ekki
aö leiða til þess aö æðarfuglinn
verpi ekki. Hann verpir dreift I
staðinn”.
Þá er hér önnur spurning:
„Hafa veiöar á mink áhrif á
stofnstærö hans?”.
Svar: „Þaö eru nú ekki til
heimildir aö styöjast viö. Þú
veröur aö byggja ofurlltið á
brjóstvitinu, þegar þú svarar
þessari spurningu. Ég persónu-
lega held þaö aö núverandi
veiöiálag skili sér ekki eöa að
minnsta kosti mjög illa, er á
heildina er litið, til þess að halda
minkunum niöri. Ég held þaö
mætti jafnvel auka sóknina tals-
vert, áöur en fariö væri aö tala
um þaö aö minkastofninn væri
ofveiddur og veiöin leiddi til
fækkunar á stofninum. Hitt er
þó til að minkur sé ofveiddur á
stóru landsvæði. í Mývatnssveit
eru likur á þvi aö minkum sé
haldiöniöri meö ofveiöi. En sé á
heildina litiö er þvi miöur ekki
hægt að segja þaö”.
„Hvaöa skoöun hefur þú
sjálfur á mink? Er þér vel eöa
illa viö hann?”.
„Þaö er nú fæstum vel viö
mink. En ég held aö þaö sé rétt
aö fjalla um þeirra þátt i is-
lensku lifriki, af raunsæi, en
ekki aö láta tilfinningarnar
hlaupa meö sig I gönur”.
Þetta voru lokaorö liffræö-
ingsins og mættu vissulega bæöi
leikmenn og lærimeistarar festa
þau vel I minni.
Þá er komiö aö þvi, aö ég fari
fáum orðum um kynni min af
minkum. Þau eru bundin viö
sveitina mina. öxarfjörö, þar
sem ég var á stjái i 75 ár, bæöi i
byggö og upp til heiða, og reyndi
aö fylgjast sæmilega meö þvi
sem fyrir augu bar. Þaö er min
skoöun aö fáar sveitir á Islandi
séu eins auðugar af bergvatns-
lindum, ám og lækjum og hún,
en meðfram þeim leggur
minkurinn fyrst og fremst leiö
sina á meöan að þar er einhver
veiöivon. Þegar hún svo bregst
heldur hann niöur meö þeim
alla leiö til sjávar. Þar finnur
hann oftast eithvað til aö seöja
svangan maga á sama hátt og
refirnir.
Nú biö ég þig, lesandi minn,
aö veröa mér samferöa um
stund á fornar slóöir. Fram yfir
miöja þessa öld, þegar farið var
meö vissum lækjum milli bæja I
öxarfirði, og einnig i Forvöö-
um, I Jökulsárgljúfrum á vetr-
um, þegar snjóbrýr lágu viöa
yfir lækjum og föl haföi legið ó-
hreyft á þeim einn eöa tvo sólar-
hringa, þá brast það aldrei aö
yfir sumar brýrnar lágu slóöir
eftir keldusvln og stundum
nokkrar fram og aftur. Þær slö-
ustu sáust þar fyrir sautján ár-
um eöa veturinn 1964. Þeir er
slöast fundu fjaörir af keldu-
svinum viö hola lækjarbakka
þurfa ekki aö spyrja hver
ástæöan er aö þau sjást þar nú
ekki lengur. Ekki má ég heldur
gleyma aö minnast á músar-
rindlana, sem mikið var af I
öxarfiröi og þó mest á þeim
staö sem heitir Hvannstóö og er
I Forvöðum. Fyrsta áratuginn
eftir aö minkar settust þar aö
voru þeir orönir svo hart leiknir
aö þótt gengiö væri þar meö
lækjum, út eöa suöur Forvööin
alla tlma ársins, var þaö hend-
ing ein aö hitta þá eöa heyra
sönginn þeirra. Þaö gleymist
heldur aldrei þeim sem þar voru
svo oft á ferö og höföu alltaf séö
þar silunga á riðastöövum 1
október og nóvember og einnig
á sumrin, aö nú er þaö hending
ein þótt horft sé vandlega. Hin-
um megin viö Jökulsá, syöst I
Hólmatungum er Melbugsáin.
Syösti hluti hennar er sveig-
myndaöur og lygn. A parti
liggja þar aö henni brattar,
skógivaxnar brekkur báöum
megin. Þar beygja sig bæöi
bjarkir og gulviöir fram yfir
vatnsflötinn viö bakkana og er
þar öruggt skjól fyrir öllum
vindum. Þarna áttu bæöi stokk-
endur og gulendur öruggan
griöastaö á vetrum fyrir öllum
óvinum nema manninum sem
þangaö lagöi þó sjaldan leiö
slna. Þegar svo hinn nýi og áöur
óþekkti ógnvaldur nam þarna
land 1960 varö þessi sami unaös-
og friöarreitur þeim allra staöa
hættulegastur. Svipaðar ógnir
uröu llka margir aörir fuglar aö
þola og einnig silungar. Þaö er
útilokaö aö koma oröum aö
þeirri breytingu sem viöa er
oröin inn til dala fyrir þá sem
þarvoru öllu dýrallfikunnugastir
á fyrri helmingi þessarar aldar.
Þeir þurfa heldur enga visinda-
menn til aö segja sér hver ber
mesta sök á þeim sorglega mun.
Og til þess aö skýra þaö örlítiö
betur fyrir þeim sem ekki hafa
kynnst slikum vonbrigðum sem
þvl fylgir aö fá nú ekki lengur aö
vera I för meö gömlum vinum á
fögrum vornóttum viröist mér
þaö vænlegast aö bregöa he'r
upp annarri mynd, sem ég efast
ekki um að flestir skilji betur.
Setjum svo að einn sólrlkan
júnlmorgun sé aldurhnigin
koua á leið út I blómagaröinn
sinn. í mörg ár hefur hann veriö
henni ómetanlegur unaösgjafi,
enda hefur-hún átt þar margar
ógleymanlegar stundir bæöi ein
og meö vinum sinum sem eru
sammála henni um það aö engir
félagar á þessari jörö hafi eins
góö áhrif og ilmiþrungin, bros-
andi blóm.Sporin verða lika létt-
ari og henni hitnar um hjarta-
rætur I hvert sinn er hún fer til
fundar viö þessa vini sina, sem
hún hefur llka fórnaö svo miklu.
En... hvaöhefur nú komiö fyrir!
Til ólýsanlegrar skelfingar sér
hún aö búiö er að troöa niöur
flest blómin og sér þá samtimis
nokkrar geitur sem komist hafa
inn I garðinn fyrir gáleysi ein-
hverra manna. Þær hafa valiö
sér staö I fegurstu blómabeöun-
um. Þar liggja þær jórtrandi og
lygna augunum I ljúfri sælu yfir
þessum allsnægtum sem þær
hafa fundiö hér I þessum áöur
óþekkta töfraheimi tilverunnar.
Meö fáum oröum vil ég svo aö
lokum styöja örlltiö viö bakiö á
þessum ummælum minum, sem
knúin eru fram af sárum
söknuöi og gremju. Mér flýgur
þá fyrst I hug að biöja þá ágætu
vlsindamenn, sem af innri hvöt
vUja kynna sér lifnaöarhætti
minksins og áhrif hans i Is-
lensku lifrlki aö láta sem fæstar
skoðanir uppi um það fyrr en
þeir hafa sjálfir kynnt sér —
meö eigin augum — hvaö
minkar hafa afrekað á þeim
svæöum sem eru fjarri sjó. Og
til þess aö svo veröi sé ég engin
betri ráö en þau aö dvelja I Mý-
vatnssveit og kynna sér ræki-
lega fæöuöflun minksins þar,
alla tima ársins, hafa tal af
elstu mönnum þiar og einnig
bændum sem búa við Víkinga-
vatn I Kelduhverfi. Allir þessir
menn geta best skýrt þá breyt-
ingu á fuglallfi þar eftir aö
minkurinn nam hér land. Um-
sagnir þeirra eru byggðar á
staöreyndum um þaö hver skaö-
valdur hann er — og verður — I
heimabyggö þeirra. í staöinn
fengju þeir svo án efa skýringar
frá þeim á þvl hvaö átt er viö
þegar talaö er um ofveiöar á
mink og hvernig þaö geti átt sér
staö aö veiöar á honum hafi lltil
áhrif á stofnstærð hans þrátt
fyrir þaö aö árlega eru drepnir
nokkur þúsund minkar.
Ég vil svo enda þessar alvar-
legu hugleiöar á þvl aö endur-
taka þá skoöun mlna og margra
annárra Þingeyinga aö sú
mesta yfirsjón, sem hent hefur
þjóöina gagnvart islenskri
náttúru, sem hefur I árþúsundir
samhæft og þroskað lifriki
landsins, er sú staöreynd, þegar
minkum var leyfö hér land-
ganga. Sú ákvöröun haföi svip-
aöar afleiöingar og sá atburöur
sem frá er skýrt I blessaöri
Bibliunni, en þaö var þegar
höggormurinn lyfti fyrst höföi,
háreistur og pattaralegur I
Paradls.
Ytri-Hllö, 640 Húsavlk,
' 12. aprll 1981
• ■ i
■ „Kaupfélag Króksfjaröar er I hópi elstu kaupfélaga lands-
ins.”
Furðuleg
fréttaritun
■ Nýlega gaf að lita eftirfar-
andi fyrirsögn I Morgunblaö-
inu: „Enginn fjárhagsávinn-
ingur að vera I Kaupfélagi
Kröksfjarðar.” Þessu fylgdu
fréttir af aðalfundi kaupfé-
lagsins. Þar kenndi ýmissa
grasa og gætti vissulega nokk-
urs ósamræmis milli frásagn-
ar og ályktana.
1 upphafi er sagt frá þvi, að
tekjuafgangur hafi oröið hjá
kaupfélaginu I Króksfjaröar-
nesi uppá tæplega eina milljón
króna. Það er aö visu ekki stór
upphæö, enþess ber hinsvegar
að gæta að hér er ekki um
stórt félag að ræöa heldur eitt
hið minnsta innan samvinnu-
samtakanna.
Eigi aö siöur er það staö-
reynd, að það hefir orðiö f jár-
hagsávinningur af rekstri árs-
ins og er fyrirsögnin því vill-
andi.
Hverjir hafa notiö þessa
ávinnings? Ekki ég — ekki ég,
segir fréttaritari blaösins og
því til staðfestingar lýsir hann
þvi, að engum aröi hafi veriö
úthlutað til félagsmanna en
tekjuafgangur greiddur I
stofnsjóö þeirra.
Þeir sem þekkja nokkuö til
verslunarreksturs, sérstak-
lega smásöluverslunar Uti á
landsbyggöinni, munu vafa-
laust álíta að þaö gangi
kraftaverki næst, að endar
skuli hafa náö saman hjá
þessu litla félagi. Þaö bendir
eindregiö til þess, aö sparnaö-
ar og hagsýni hafi verið gætt
svo sem framast er kostur.
Þýðingarmikið
hlutverk
Enda þótt kaupfélag þetta
sé lítið, hefir þaö þýöingar-
miklu hlutverki að gegna. Aö
þvi standa 104 félagsmenn.
Það er að meiru eða minnu
leyti ábyrgt fyrir þvi, að bú-
rekstur getiblómgast i byggð-
arlaginu og fólkið þar geti lif-
að og notið sinnar tilvistar.
Kaupfélagiö á góöan hlut aö
þvi, aö veita þá þjónustu, sem
með sanngirni er hægt aö
vænta að til staöar sé á félags-
svæöi þess.
Slíkt hlutverk er ekki eftir-
sóknarvert eða auðvelt. Fé-
lagiö hefir raunar enga keppi-
nauta. Hið frjálsa framtak
haslar jér ekki völl á þessum
slóöum. Þeir sem þar búa
verða aö leita eigin ráöa. Til
þess hafa þeir stofnað eigin
kaupfélag.
,,Sjálfseignar-
stofnun”
Fréttaritarinn ásakar félag-
iö og tíundar það sem hann
telur vera ávirðingar þess.
Hann segir aö svo virðist sem
félagiö sé aö breytast I
„sjálfseignarstofnun”.
Þegar fréttaritarinn tekur
þannig til orða er markmiö
hans aö segja eitthvaö kaupfé-
laginu til niörunar. Á þvi leik-
ur enginn vafi. Spurningin er
sú, hvort Sveinn fréttaritari
eöa aðrir sem taka undir meö
honum hitti i mark.
Það er rétt, aö segja má aö
kaupfélögin séu nokkurskonar
„sjálfseignarstofnun”. Þau
geta hvorki gengið kaupum né
sölum. Jafnhliöa getum viö
ekki sagt, að kaupfélagsmeð-
limir „eigi” þau en geti samt
ekki ráöstafaö þeim aö vild
sinni. Þeir geta stýrt félögun-
um og ráöiö stefnu þeirra og
verkefnum en „sjálfseignar-
stofnunareinkenni” kaupfé-
laganna eru of greinileg til
þess aö tilvist þeirra sé I hættu
fyrir skyndisveiflum eöa
duttlungum fárra einstak-
linga.
Þar koma til vissar tak-
markanir og reglur, sem fé-
lögin hafa mótaö og hald;ðfast
viðfráupphaf i og fram til þessa
dags. Það er hinsvegar ein af
frumskyldum félagsmann-
axma aö vaka yfir þvi, aö
kaupfélag þeirra staöni ekki
og verði ekki ofurselt einkenn-
um sem sumar „stofnanir” —
einkum hins opinbera —
markast af.
Kaupfélag Króksf jaröar er I
hópi elstu kaupfélaga Iands-
ins. Þaö siglir aö sumu leyti á
móti straumnum. Fram til
þessa hefur þvl farnast vel.
Meö hverju ári sem liður
reynist erfiöara að ná saman
endum hjá litlu kaupfélögun-
um úti á landsbyggðinni. Sam-
starf þeirra og jafnvel sam-
eining hefir þvi verið á dag-
skrá á liðnum árum.
Fréttaflutningur af þvi
tagi, sem við sáum i
Morgunblaðinu 16. júni og sem
bér er vitnað til, þjónar ekki
þeim tilgangi aö efla samstööu
og samvinnustarf á félags-
svæði Kaupfélags Króksfjarö-
ar, enda vart aö búast viö liö-
sinni Ur þeirri átt. Aö baki
liggur viöleitni til aö rifa niöur
og spillaþvísem áunnist hefur
með samvinnustarfinu.
Spyrja má fréttaritarann og
þá sem hans málflutning
styðja, hvað þeir vilji gera,
hverjar séu tillögur þeirra um
nýjar leiðir? A meöan þeir
hugsa sig um er rétt að félags-
menn Kaupfélags Króksf jarö-
ar og annað samvinnufólk
haldi áfram að gegna skyldum
sinum og móta samvinnu-
starfiö I samræmi viö upp-
runa, sögu og eöli kaupfélag-
anna. Þaö á jafnt viö I hinum
litlu félögum sem hinum
stærri.
(22.6.81.)
Hjörtur Hjartar
skrifar