Tíminn - 26.07.1981, Side 2
Sunnudagur 26. júli 1981
, i m « « » « » » triM MIMHIHI 4« ***4 *»♦»<«**
Ijós vikunnar
Ljós
vikunnar
■ Rökfesta, skilningur á orsaka-
samhengi stóriöjumála, plús
þessar venjulegu kröfur sem við
gerum til ljósa vikunnar, djarfleg
efnistök og hvass still, einkenna i
rikum mæli grein Eyjólfs Kon-
ráðs Jónssonar i Mbl. 22. júli.
„HALDA MENN AÐ ALU-
SUISSE SÉ GÓÐGERÐAR-
STOFNUN”
Siirálsmoldviörið er orðið svo
vf irgengilegt að ég get ekki orða
bundist. Frá minum bæjardyrum
horfir það svona við:
1. tslendingar gerðu 1966
trausta og góða samninga, sem
mörkuðu upphaf iðnvæðingar.
2. Samningarnir voru geir-
negldiraf þvíað við ætluðum eng-
um að gefa neitt né þiggja neitt af
öðrum.
3. Við vissum ekki þá, að lið-
leskjur og valdapotarar mundu
glutra rétti okkar niður á næsta
áratug.
4. Við töldum ekki ógöfugra að
leyfa vatnsföllunum aö bregða
sér augnablik á leik á leið til
sjávarog láta útlendingana borga
fyrir, en að drepa blessaðan
þorskinn i' svanginn á þeim.
5. Við vissum að Alusuisse var
engin góðgerðarstofnun og þess
vegna var við þá samið.
6. Hagnaður okkar af þeim
samningum er oröinn gifurlegur,
en hefði auðvitað orðið miklu
mári, ef manndómsmenn hefðu
haldið á framkvæmdinni.
7. Súrálsráðhérrarnir og sér-
legur fulltrúi þeirra frá 1972, Ingi
R.Helgason, beraábyrgðá þvi að
Alusuisse hefur dtkert aðhald
haft og lýsa þvi nú yfir að Sviss-
lendingarnir eigi aö vera allsráð-
andi, gagnstætt samningunum
frá 1966.
8. Þessir sömu menn segja að
við mundum tapa máli um súráls-
„svindlið”. Þannig „styrkja”
þeir „hinn islenska málstað”!
9. Fyrir hönd Sjálfstæðisfldcks-
ins íysti ég þvi yfir á Alþingi 17.
desember 1980 ,,að sjálfsagt væri
að Islendingar sameinist um að
taka hraustlega á móti. Ég íysi
þvi hér með yfir, að ekki skal
standa á mér og ekki skal standa
á neinum af þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins aö taka þátt i þvi,
ef á daginn kemur að samningar
hafi verið brotnir”.
10. Sökudólgarnir eru súráls-
ráðherrarnir, sem ættu að segja
af sér.
11. En ef Utlendingaundirlægjur
á borð við þá sitja áfram i
stjórnarráðinu er heppilegast aö
hætta allri samvinnu við erlenda
menn i atvinnumálum.
12. Halda menn, að sú skipti-
mynt, sem nú er rifist um, sé
allur hagnaðurinn, sem Alusuisse
hefur haft af sinnuleysi Gunnars
Thoroddsens og Hjörleifs Gutt-
ormssonar?
13. Þessir herrar þurfa að falla
og siðan á að semja við Alusuisse
og tala mál sem þeir skilja.
Harka á móti hörku og fullkomin
hreinskilni og heiðarleiki. Þvi aö
öll vopn eru i okkar höndum
þegar við erum lausir við póli-
tisku valdasvindlarana.”
Eykon getur vitjaö verðlauna
sinna verðskuldaðra á ritstjórn
Timans. Það er kerti, ljósrikt og
þjóölegt.
grafíska viðtalið
■ Ann Sandelin kemur askvað-
andi inn i skrifstofu sina þar sem
blm. biður. Kaffistofa og anddyri
Norræna hússins er yfirfullt af
ferðafólki, það mæðir greinilega
talsvertá Ann þessa dagana. Hún
er rétt búin að spjalla við sam-
löndu sina, finnska blaðakonu,
sem aukinheldur ætlar að ná tali
af Vigdisi— finna dæmigerða is-
lenska fjölskyldu og kynna sér og
finnskum lesendum Vestfirði.
Ann er grannvaxin og lifleg kona,
næstum unggæðisleg, og leggur
þunga á orð sin með miklu handa-
pati. Blm. spyr hana hvaða mál
hún kjósi helst að tala (vonandi
ekki finnsku þó!). Hún svarar á
islensku að heppilegast sé að hún
svari fyrir sig á sænsku, blm. geti
sem hægast spurt hana á is-
lensku. Afleiðingin er auðvitað sú
að við flökkum á milli tungumála
viötalið út í gegn.
— ,,Ég fer i einkatima i islensku
þrisvar sinnum i viku. Það er ekki
hlaupið að þvi aö læra islensku,
námið gengur satt að segja ekk-
ert alltof hratt fyrir sig, málfræð-
in og einkum beygingarnar eru
minn hausverkur.”
Hvernig atvikaðist það að þú
komst hingað?
— ,,Ef við byrjum á byrjuninni
þá lærði ég islensku i hálft ár i
Helsingfors 1977. Svo kom ég
hingað á styrk frá menningar-
miðstöðinni á Hanahólmi til að
kynna mér starfsemi Norræna
hússins sem þá var undir stjórn
Erik Sönderholm. Mér fannst
þetta skemmtilegt hús og
skemmtilegt land til að starfa i og
— fyrir utan auðvitað baslið við
að tileinka sér islenskuna. Þó eru
auðvitað vissir hlutir sem maður
verður að læra á með reynslunni.
t fyrsta sinn sem ég sá um
prógram hér i húsinu lagði ég
mikið upp úr þvi að það byrjaði
stundvislega. I hléinu kom til min
kona og spurði hvers vegna ég
byrjaði svona snemma. Þá lærði
ég að siðurinn hérna er að biða
svolitið, að vera með seinni skip-
unum.”
Það var á heldur köldum degi
að viðtalið við Ann Sandelin átti
sér stað. Blm. spyr hvort kuldinn
sé henni ekki til ama.
— „Mér finnst sumarið alls ekki
hafa verið svo slæmt. Og i vetur
var það bara spennandi þegar
stormar gnauðuðu. Manni fannst
maður vera ógurlega sterkur að
berjast svona gegn náttúruöfl-
unum. Svo er veturinn ekki svo
ólikur þvi sem gerist i
Norður-Finnlandi. Það var þó
munur að i febrúar var oröið
sæmilega bjart hérna, ég veit
ekki hvernig mér kemur til með
að liða i myrkrinu i nóvember.”
Hver eru áhugamálin? Hefurðu
ferðast eitthvað að ráði um
landið?
— „Nei, það fer nú ekki mikið
fyrir þvi. Ég hef farið á Snæfells-
nes, og um Vestfiröi og keyrt um
næsta nágrenni Reykjavikur.
Ahugamálin? Ég veiði, hef
gaman af þvi að veiða á stöng.
Ekki lax, silungsveiðar eru alveg
passlegar fyrir mig. Svo er það
þessi almenni áhugi á menningu,
einkum og sér i lagi leikhúsi.
Spjallað við Ann Sandelin,
forstjóra Norræna hússins:
„BÆDI ÍSLENSKT
HÚS OG NORRÆNT”
ákvað þvi að sækja um þegar for-
stjórastaðan losnaöi næst. Ég var
einn af 36 umsækjendum, fékk
stöðuna og tók svo viö hérna lsta
febrúar, þannig aö nú er þaö
næstum hálft ár.”
Hvernig hefur þér svo reitt af?
— „Ég vissi nú nokkurn veginn
að hverju ég gekk hér. Vinnan er
ekki svo ólik þeirri sem ég vann
heima. Svo finnst mér ég eiga
auövelt með að aðlagast hér —
Finnar og íslendingar eiga
faktiskt vel saman. Þeir leita i fé-
lagsskap hvor annarra á norræn-
um ráöstefnum, þeir virðast að
mörgu leyti likir i anda.”
Er það vegna þess að þeir eru
lokaðri en aörarþjóðir? spyr blm.
— „Ja, allar Norðurlandaþjóð-
irnar eru meira eða minna hlé-
drægar. En bæði Finnar og Is-
lendingar hafa tungumál sem
hinar þjóðirnar skilja ekki. 1
Finnlandi læra flestir sænsku i
skóla, en mörgum er illa við að
tala hana, eins varö ég vör við
það á íslandi 1977 að tslendingar
eru tregir til að tala sina útgáfu af
norðurlandamálunum —
skandinaviskuna svokölluðu.
Reyndar finnst mér hún auðskild-
ust af öllum norðurlandamál-
unum”.
Að vera með
seinni skipunum
Bölsýni sinni samkvæmur spyr
blm. aö sérstökum vandkvæðum
þessa fyrstu mánuði.
„Þaö kom ekkert sérstakt uppá
Annars finnst mér aödáunarvert
hve mikið er að gerast i menn-
ingarlifinu hérna. 1 vetur hafði
maður hreint ekki við að fylgjast
með.”
einhver...
frumkraftur
Blm. bendir á að það sé heldur
hægtum kúlturinn þessa dagana,
hann sé i sumarfrii. Ann tekur
undir að þaö sé greinilega of eöa
van i þessu efni. Leikhúsið?
— ,,t vetúr sá ég næstum allar
sýningarnar hér i leikhúsunum.
Leikhúsiö hér er á mjög háu
plani.”
Blm. hefur heyrt utan af sér að
sú sé lika raunin i Finnlandi.
— „Já finnskt leikhús er lika
mjög gott og framsækið. Sænskt
leikhús er t.d. mjög fágað og
tæknilegt, en i hinum er einhver,
einhver....”
Ann baðar út höndunum eins og
hún vilji reyna að klófesta orðið
sem vantar uppá.
— „....frumkraftur, sem ég hef
ekki séð i Sviþjóð. Hér er þaö ekki
bara tæknin sem gildir. Leik-
stjórar og leikarar leggja sjálfa
sig alla i það sem þeir eru að
gera.”
Attu einhvern þátt i að flytja út
islenskt leikhús?
— „Það er nú einkum norræn
leikhússnefnd sem sér um að
skipuleggja stærri leikferöir um
Norðurlönd. En ég vildi gjarnan
vera með i að efla slik gagnkvæm
samskipti. í haust er von á
„Svenska teatern” i Helsingfors á
vegum Norræna hússins.”
Blm. tekur eftir þvi aö Ann
Segir Helsingfors en ekki Helsinki
eins og nú er almennur talsmáti.
— „Ég segi auðvitað Helsinki á
finnsku, en mér finnst eðlilegra
að segja Helsingfors þegar ég er
að tala önnur norðurlandamál”.
— „Annað sem kom mér svo-
litiö á óvart á Islandi var matur-
inn. Mér finnst islenskur matur
mjög góöur. Allur þessi ferski
fiskur og svo skemmtanir eins og
aö plokka múslinga....”
Súrmetið?
— „Nei, ég get ekki alveg feilt
mig viö þjóðlega matinn, þennan
mjókursýrða. Svið þykja mér
aftur á móti mjög góð.”
Er einhver timi fyrir bóka-
lestur i svona erilsömu starfi?
— „Ég les um nánast allt og
reyni að lesa eins mikið og ég get.
Nú er ég að lesa finnsku bæk-
urnar hér i bókasafninu upp til
agna, rétt eins og ég las bara is-
lenskar bækur áöur en ég kom
hingaö. Ég er að reyna að halda i
við nýju finnsku bækurnar sem
komu út þá.”
Islenskar fréttir
í Finnlandi
Nú snýst samtaliö aö Norræna
húsinu og norrænni samvinnu yfir
höfuö. Finnur Ann einhverja þörf
hjá sér til að breyta fyrirkomu-
lagi Norræna hússins?
— „Húsið er nú oröið tólf ára og
má segja að það hafi fundiö sitt
fastmótaða form. Fólk veit hvar
þaö er og getur gengiö að þvi sem
visu hér i Vatnsmýrinni. Þaö eru
engar stórbreytingar sem ég get
eöa vil gera þar á. Þó finnst mér
aö húsið megi leggja meira fyrir
sig upplýsingamiðlun. T.d. að
hafa meira af skrifuðum upplýs-
ingum á boðstólum til að senda til
útlanda og meiri upplýsingar um
norræna samvinnu fyrir tslend-
inga. Svo mundi ekki saka ef
bókasafniö gæti viðað að sér
meiri fagbókakosti. Annars virð-
ist vera vaxandi áhugi fyrir slikri
upplýsingardreifingu á Norður-
löndum.”
Hitamál sem nú er aftur á döf-
inni — Nordsat?
— „Persónulega hef ég flest
gott um Nordsat að segja. Þarna
spila þó inn i mótrök sem ég get
að vissu leyti tekiö undir, t.d.
hættan á þvi að misjafnt
skemmtiefni flæði yfir Norður-
lönd. En ég held að Nordsat gæti
haft mikla þýðingu fyrir litlu
þjóðirnar með litlu málin, aukið
skilning á þeim og glætt áhuga
fyrir þeim meðal stærri þjóð-
anna. Svo er þetta spurning um
hvort við litum á Noröurlönd sem
einhvers konar heild, þarna getur
verið mikilvæg rás fyrir upplýs-
ingar um það sem gerist i hverju
landi fyrir sig. Við myndum vita
meira af þvi sem gerist i ná-
grannalöndunum. Reyndar hef ég
tekið eftir þvi aö Island hefur
mestar fréttir frá hinum Norður-
löndunum.
Gervihnettir eru óhjákvæmi-
lega framtiðin. Við veröum að
horfast i augu við þaö, getum ekki
stöövað tækniþróunina. Við verð-
um að fylgjast með til að koma i
veg fyrir aö viö fáum yfir okkur
sölukúltúr og áróður frá Vestur-
og Austur-Evrópu. Segjum t.d. aö
stöð i Luxemburg sendi skemmti-