Tíminn - 26.07.1981, Page 5

Tíminn - 26.07.1981, Page 5
Sunnudagur 26. júli 1981 5 Fullorðna fólkið talar hins vegar barnamál, og nær sjálfsagt aldrei fullkomlega tökum á islenskunni. En það kann svona nægilega til að bjarga sér, og okkur finnst þvi fara fram.” — Hvað með fordóma Islend- inga? ,,Ég held að unga fólkið hafi orðið lítillega vart við fordóma á skemmtistöðum. Þar hafa h'ka komið upp vandamál, sem sagt hefur verið frá i blöðum. ,,Að öðru leyti þá hefur þetta að takast á við, t.d. i sambandi við vinnu og húsnæði. Við hjá Rauða krossinum höfum ekki haft mikla milligöngu um þessi mál i seinni tið. Nú þetta hefur auðvitað gengið misjafnlega. Það má t.d. segja um Hönnu, að hún er vel komin inn i öll mál hér. Hún hefur fullan áhuga á að setjast hér að til frambúðar, og hefur óskað eftir þvi að fjölskylda hennar, sem enn er i Vietnam, megi flytjast til hennar. Beiðni liggur hjá vietnömskum stjórn . völdum, en það hefur ekkert gerst i þvi máli, enda hafa stjórnvöldin hleypt sárafáum út eftir að báta- flutningarnir voru stöðvaðir i fyrra.” Audga þjóðlífið — Hvað meö framtiðina? ,,Ég held að þetta fólk eigi eftir að auðga okkar þjóðlif i fram- tiðinni. Það flýtur með sér þekkingu, sehi við eigum eftir að læra að notar— það getur t.d. búið til dýra vöru úr.eyruggum há- karla, en hefur ekki komist i sam- band við neinn til að koma þvi i framkvæmd. Nú matreiðslan hefur þegar haft áhrif, og t.d. breytingin á Kirnunni við Lauga- veg þegar valdið þáttaskilum i veitingahúsarekstri i borginni, hér er i fyrsta sinn kominn „etniskur” veitingastaður. Eins býr þetta fólk yfir heil- miklum þjóðsagnaarfi, söngvum og öðru, sem það á vafalaust eftir að miðla okkur af þegar það nær' betri tökum á islenskunni.” —JSG „¥ið þurftum að hætta við skól- ann of snemma” sem er aðeins tveggja ára, er heima. Svo eigum viðeittbarn iviðbót, sex ára, sem er enn i Vietnam. Við höfum nú aðeins nóg til að framfleyta fjölskyldunni hérna, og getum ekkert sent heim til að aðstoða við uppeldi þess, þó við gjarnan vildum.” — Finnst ykkur svo, að lokum, gott að vera á Islandi? „Auðvitað finnst okkur öllum best að vera i Vietnam. En hvort við förum einhvern tima þangað aftur þvi ráöa örlögin. Hér höfum við nú byggt upp nýtt líf, og það yrði erfitt að yfirgefa það og byrja alveg upp á nýtt.” ■ Ari, öðru nafni De Huynh, og fjöiskylda hans eiginkonan Mar- grét og krakkarnir Anna, Torfi, Stefán, og Hakon. búa á Ránar- götunni. Ari, sem er elstur karl- mannanna I flóttamannahópnum, þö hann sé ekki nema 35 ára. vinnur nú sem kokknr i Kaffi- vagninum á Grandagarði. „Við höfum bUið hér i tvö ár og höfum ekkert að fela,” sagði Ari þegar við báðum um að fá að ræða við hann og konuna um reynslu þeirra af tslandi. Fyrst spurðum við hvort þau hefðu orðið fyrir vönbrigðum? „Þegar við vorum I Malaysiu var lifið algeriega óbærilegt, og við vildum gera hvað sem var til að komast þaöan. Við heyrðum sögur um að vel yrði séð fyrir okkur þegar við kæmum hingað, i svona litið land. En fólk sem við þekkjum hefur skrifað okkur frá Bandarikjunum og Kanda oghefur sagt okkur að það hafi það gott. Gott kaup sérstak- lega. Þau fengu lika aðstoð i heilt ár eftir að þau komu þangað,” svaraði Ari. Það leynir sér ekki að von- brigðin eru nokkur, þó að ekki sé á það minnst berum orðum, og þvi liggur beint við að spyrja um vandamálin sem þau hafa átt við að etja? „Það er mjög erfitt að fá hús- næði hérna, . Við viljum endilega ,Lifam frekar ein- angruðu lífi’ • Gunnar, cða Can Kien Huynh, kona hans Hetga, sonur þeirra Vésteinn, (þau misstu dóttur i fyrra), systur Helgu þær Inga og Jóna, og móðir þeirra þriggja Lóa, búa i Engjaseli. Gunnar vinnur við Holtakex, en systurnar þrjár vinna i sumar i Hampiðj- unni. Sá yngsti og sú elsta eru heimavið. Þau voru alls ekki áfjáð i að ræða við blaðamann, en létu þó undan eftir umtal Helgu. Við spyrjum vitt og breitt, en komumst fljótt aö þvi að þær Inga og Jóna, sem eru 20 og 16 ára dvöldu á Lýðháskólanum i Skál- holti i fyrravetur, þangað sem þær fóru með tilstyrk Rauða krossins. Okkur langar að vita hvernig þeim hafi likað? Enga dönsku, takk Þær segjast hafa notið dálitillar sérstöðu meðal nemenda. Þær hafi lagt mesta áherslu á mála- nám: lesið bæði islensku, ensku og þýsku, en ekki dönsku, og það liggur við að þær fussi. Best likaði þeim að læra þýsku, þvi i henni voru þær jafnmiklir byrjendur og flestir hinna nemendanna. Þær systur segja okkur aðeins frá umræöufundunum sem haldnir eru vikulega i skólanum. Þar eru umræðuefnin jafnvel valin upp úr dagblöðunum. ,,A þessum fundum sátum við mest hjá og hlustuöum,” segir Jóna sem hefur aðallega orð fyrir þeim systrum. „Við höfðum ekki nægan orðaforða.” Mesta ánægju höföum við af þvi að búa þarna með jafnöldrum okkar, en það höfðum við aldrei gert áður. Þeir voru okkur lika mjög hjálpsamir. Svo kynntumst við þarna skiptinemum viðs vegar að úr heiminum, aðallega frá Norður-Evrópu, en einnig frá Þýskalandi, Bandarikjunum, Sviss, Astraliu, og ítaliu. Með þessum krökkum vorum við á sama báti, eins og aðrir útlend- ingar.” — Hvert verður svo framhaldið á skólabrautinni? „Það er nú ekki ákveðið ennþá, en er i athugun. Kannski förum við i Fjölbrautarskolann i Breið- holti, en það er ekki vist. Hún Guðrún Halldórsdóttir, sem var skólastjóri okkar i Námsflokkum Reykjavikur, ætlar að aðstoða okkur við þétta,” segir Inga. Friðsamlegt Þau eru öll sammála um að islenskan sé þeim mest til travala. Húsnæðismál hafa einnig reynst þeim erfið, en þau hafa þurft að flytja þrisvar. Hins vegar hafa þau haft nokkuð trygga atvinnu. Gunnar byrjaði sina atvinnu i kexinu, en skipti um tima og reyndi viö smiðar. Þar hafði hann litið meira upp, svo hann ákvað að fara aftur i kexverksmiðjuna. Stelpurnar unnu til að byrja með viö peysu- prjón. Þau hafa aðeins reglulegan vinnudag, og segja það setja mark á eyðsluna og lifistandard- inn. „Við lifum annars frekar ein- öngruðu lifi. Hér er lika mjög friðsamlegt,” segir Gunnar og brosir viö. „Það er stundum of rólegt, og má heyra flugur fljúga hjá,” segja stelpurnar og hlæja. ná i eigið húsnæði, annars virðist það vera svo að við þurfum að vera að flytja á hverju ári. Vantar orð yfir kryddið En stærsta vandamálið er is- lenskan. Við erum menntuð á kin- verskan máta, á mandarin, og lærðum enga ensku. Islenskan er þvi mjög erfið. Stundum kemur þetta niður á kokkamennskunni hjá mér þegar ég veit ekki nafnið á ákveðnu kryddi! NU skil ég fólk þegar það talar við mig. En ég á -erfiðarar með að tjá mig. Það er lika litill timi til að þjálfa kunnáttuna, þvi ekki hef ég tima til þess i vinnunni, en eftir hana kem ég heim til fjöl- skyldunnar, og ekki tölum við is- lensku við hvert annað. (Það upplýstist reyndar siðar að tveir elstu krakkarnir tala is- lensku sin á milli.) — En nU sátuð þið á skölabekk til áð læra islensku? „Já, ifimm mánuði. Þá hættum við, enda enginn timi. Við byrjuðum mjög fljótlega að vinna. Okkur finnst við hafa þurft að byrja of snemma, og þurft að hætta skólanum of snemma. Við vildum gjarnan læra meira i islensku, en miðað við að- stæðurnar nUna, þá er það ó- mögulegt. Það er enginn timi til þess.” Er ánægður Við spyrjum Ara, sem hingað til hefur séð um að svara, um at- vinnusögu hans. Hann segir að hann hafi byrjað að vinna tima- bundið á Hótel Sögu i nóvember 1979. Þar hafi hann verið til vors, en þá fékk hann, fyrir milligöngu Rauða krossins, vinnu á veitinga- húsinu Aski. Eftir niu mánaða starf þar, reyndi hann sig við eldamennsku á Mánafossi Eim- skipafélagsins, en réði sig siðan i Kaffivagninn þar sem hann unir sér vel. „NU á ég ekki margar sér- stakar óskir,” segir Ari, „fyrir utan hUsnæðið sem við höfum þegar minnst á, og ég er á- nægður.; Það er lika erfitt að fá sumar óskir, sem við kynnum að hafa, uppfylltar hér. Heima hjá okkur voru margir sem höfðu sitt eigið fyrirtæki, og þannig gátu menn orðið ri"kir. En slikt er erfitthér.” Þá var timi til kominn að snúa sér að konunni og börnunum . HUn vinnur i þvottahUsi, og lætur nokkuð vel af sér, þó að hUn hafi ekki um það mörg orð. HUn segir að verkstjórinn, sem er kona, sé sér mjög hjálpsöm, og komi stundum við hjá þeim og bjóði krökkunum með i ferð i sumar- bUstaðinn sinn. Við spyrjum frekar um börnin? Heima er best „Þau hafa aðlagast fljótt, og gengið vel að læra málið,” segir Ari, og það gat blaðamaður sann- reynt. „Samt eru frekar fá börn hérna I þessu hverfi, og mun meira af gömlu fólki. Þau tvö elstu hafa verið i skóla, og það þriðja, sem er fimm ára, er ný- byrjaö i leikskóla og Rauði kross- inn aðstoðar við það. Hið yngsta, Ari með syni sinum Stefáni. Tlmamynd Róbert Auglýsið i Túnanum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.