Tíminn - 26.07.1981, Síða 6

Tíminn - 26.07.1981, Síða 6
fVi ■ i:i• .f’i’ í:i*iL,h‘ir*iUu'3 Sunnudagur 26. júli 1981 Norðurlandamótíð í skák: Geysihörð keppni framundan ■ Noröurlandamótiö I skák er nú hafið og er það fjöimennasta skákmót sem haldiö hefur veriö hér á landi — keppendur aiis um 200 I mörgum flokkum. Svo sem vænta má er þaö aðallcga úrvals- flokkurinn sem vekur athygli, enda eigast þar viö flestir af sterkustu skákmönnum Norður- landanna. Verður hér á eftir ör- stutt kynning á skákmeisturunum sem tefla i úrvalsflokknum og hvetjum viö alla sem vettlingi geta valdiö til að leggja leiö sina í Hamrahliöarskólann og fyigjast þar meö meisturunum tefla. Tvennt vekur mesta athygli þegar farið er yfir þátttakenda- listann. Hiö fyrra er að flestir skákmennirnir eru mjög ungir aö árum og allir vel innan viö miöjan aldur. Sýnir þetta glöggt i hversu mikilli framför skáklistin yfirleitt er á Norðurlöndunum, það eru ungir menn sem fara fremstir i flokki. Hitt sem vekur athygli er hversu jafnir þátttakendurnir virðast vera. Ef Jens Hansen frá Færeyjum er undanskilinn mun- ar aöeins lOOstigum á stigahæsta og stigalægsta keppandanum og flestir eru i hnapp kringum Elo- stigatöluna 2450 eða svo. Er held- ur engin leið að spá fyrir um hver muni sigra á mótinu, allir virðast ciga góða möguleika á að berjast um sigurinn. Fer hér á eftir listi yfir skákmennina; og Elo-stiga- tala þeirra. Harry Schussler, Sviþjóð, 2495 Axel Ornstein, Sviþjóð, 2480 Yrjö Rantanen, Finnlandi, 2465 Margeir Pétursson, fslandi, 2460 Guðm. Sigurjónsson, islandi, 2440 Sverre Heim, Noregi, 2430 Jens Kristiansen, Danmörku, 2415 Helgi Ólafsson, íslandi, 2425 Knut Jöran Helmers, Noregi, 2420 Carsten Höi, Danmörku, 2415 Eero Itaaste, Finnlandi, 2390 Jens Hansen, Færeyjum, 2150 Svo sem sjá má eru Sviarnir sterkastir á pappirnum en þeim verður vist áreiðanlega veitt hörð keppni. Guðmundur og Rantanen eru stórmeistarar, allir hinir að Hansen og Raaste undanteknum, eru alþjóðlegir meistarar. ■ Guðmundur Guðmundur Sigurjónsson ■ Guðmundur Sigurjónsson er annar stórmeistarinn sem teflir á þessu móti, hinn er Rantanen, og þó svo að hann hafi verið i nokkr- um öldudal undanfarin ár ætti hin mikla keppnisreynsla hans altént að koma honum að gagni. Svo er það lika opinbert leyndarmál að Guðmundur getur miklu meira en hann hefur sýnt upp á siökastið en hann var á sinum tima meðal efnilegustu skákmanna i veröld- inni, hvorki meira né minna. Hvað veldur þvi að hann hefur enn ekki staðið við þær vonir sem hann vakti þá vitum við ekki en hins vegar þykjumst við vissir um að Eyjólfur fari brátt að hressast. Þær miklu kröfur sem gerðar voru til Guðmundar — að hann fetaði skilyrðislaust i fót- spor Friðriks Ólafssonar — hafa vafalitið verið honum fjötur um fót alltof lengi. Áfram Guðmund- ur! ■ Hanscn Jens Hansen ■ Færeyjar hafa hingað til ekki verið meðal hinna þekktari þjóða i skákheiminum enda mannfjöld- inn með minnsta móti og þvi varla von að þeir Færeyingar geti státað af mjög sterkum skák- köppum. Aftur á móti stendur skáklistin á nokkuð föstum merg á eyjunum og Færeyingar hafa reglulega tekiö þátt i ólympiu- mótum og öðrum alþjóölegum skákviöburðum. Þeir senda nú hingaö einn af sinum sterkustu mönnum, Jens Ifansen en hann verður vart til stórræðanna á mótinu enda er hann langstiga- lægstur. Hitter vist að þaö er ætið þroskandi fyrir skákmenn að tefla við sér sterkari menn og ef til vill verður þátttaka Hansens á Norðurlandamótinu til að stæla hann og styrkja, og þar með skáklif i Færeyjum. Er þá ekki til einskis teflt. ■ Heim Sverre Heim I Sverre Heim er ekki mjög þekktur hér á Islandi, ekki að minnsta kosti á við kollega sinn Leif ögaard sem teflt hefur tvisv- ar sinnum hér á Reykjavikur- skákmótum. Skáklif i Noregi hef- ur sjaldan þótt með miklum blóma en Norðmenn hafa þó ávallt átt nokkra allsterka skák- menn og nú er Sverre Heim með- al hinna sterkustu þeirra. Siðustu ár hafa Norðmenn tekið mjög við sér, þeir hafa haldið mikinn fjölda af skákmótum og fjöldi al- þjóðlegra meistara fer vaxandi og ekki er vafi á að Heim nýtur góðs af þvi. Ekki treystum við okkur til aö spá nokkru um ár- angur hans hér en hann er sjötti hæstur að Elo-stigum og ætti varla að láta hlut sinn. ■ Helgi Helgi Olafsson ■ Helgi Ólafsson byrjaöi mótið vel og ef hann heldur svona áfram er ekki vafi á að hann verður meðal efstu manna og á jafnvel góöa möguleika á sigri. Helgi er ekki sérlega stigahár um þessar mundir enda er hann ákaflega mistækur skákmaður: stundum gengur allt upp hjá honum og hann hristir hverja persluna af annarri fram úr erminni en siðan getur hann litiö á næsta móti og verður meðal hinna neðstu. Ef Helga auðnast að stabilisera sjálfan sig dálitið á hann glæsta braut framundan — það sýna bestu skákir hans en þar hefur hann unnið marga mjög sterka stórmeistara á fallegan máta, Timman tvisvar. Látum okkur vona að hann verði i banastuði á Norðurlandamótinu, sýni loks fyrir alvöru hvað i honum býr. Þá stendur fátt i vegi fyrir honum... ■ Helmers Knut Jöran Helmers Knut Jöran Helmers er bráö- ungur maður, rétt rúmlega tvi- tugur, en þegar kominn i fremstu röð i heimalandi sinu. Hann hefur oftsinnis náð ágætum árangri en sjaldan skarað verulega framm- úr enda gefur skákstill hans varla tilefni til þess, enn sem komið er. Hins vegar eru flestir sammála um að i Helmers búi miklir hæfi- leikar og hann gæti þvi hæglega komist á toppinn á þessu móti nú. Islenskir skákáhugamenn muna eftir Helmers frá þvi hann tók þátt i Reykjavikurmótinu árið 1980 en sú þátttaka var heldur endaslepp. Helmers gekk ekki heill til skógar, hann tapaði flest- um skákum sinum i upphafi mótsins og er veikindi hans á- gerðust neyddist hann til að hætta taflmennsku og fara heim. Er vonandi að hann sé nú við hestaheilsu og i banastuði. Kristiansen og Höi Bent Larsen hefur borið höfuð og herðar yfir aðra skákmenn i Danmörku i bráðum þrjá áratugi og allan þann tima hefur hann ekki átt sér neina keppinauta i heimalandi sinu. Danir hafa raunar mestallan þennan tima verið menn litilla sanda litilla sæva i skákmálum — ef Larsen er undanskilinn, auðvitað — en nú hin siðustu ár hefur orðið þar nokkur breyting á. Það er að visu langt i frá að Danir hafi enn eign- ast nokkurn skákmeistara sem gæti ógnað Larsen en ungu menn- irnir hafa margoft sýnt það svo ekki verður um villst að þeir eru til ýmislegs liklegir i framtiðinni. Svend Hamann, sem hefur verið þeirra lengst á ferðinni, er stiga- hæstur þeirra með 2445 stig en þeir tveir keppendur sem taka nú þátt i Noröurlandaskákþinginu, Jens Kristiansen og Carstein Höi, koma á hæla honum. Báðir eru þeir alþjóðlegir meistarar. Ef viö munum rétt hafa bæði Kristian- sen og Höi unnið allsterk skákmót á siðustu mánuðum og árum þannig að þá má alls ekki van- metaenda þótt þeir séu ekki með- al stigahæstu manna á mótinu. Það má alla vega fullyrða að vilj- ann mun sist skorta. ■ Kristiansen ■ Margeir Margeir Pétursson ■ Margeir Pétursson er nú stigahæstur islenskra skákmanna á eftir Friðrik Ólafssyni, með 2460 stig og fjórði hæstur keppenda á Noröurlandamótinu. Margeir er aðeins 21 árs að aldri svo hann er ákaflega efnilegur og ekki er nokkur vafi á þvi að hann á eftir að láta mjög að sér kveða á þessu móti. Margeir hefur traustan og ör- uggan stil og hefur margoft sýnt það að hann getur unnið næstum hvern sem er á góðum degi og auk þess er hann illsigranlegur, þó hannhafi tapað fyrir Helga Ólafs- syni i fyrstu umferð en Helgi beitti Suetin-bragði sem Margeir þekkti ekki. Það veldur okkur nokkrum áhyggjum að hingað til hefur Margeiri sjaldan tekist að vinna mót þótt hann standi sig jafnan með mikilli prýði. Viljum við hvetja Margeir til að vinna bráðan bug á þessu! Hann er sem kunnugt er ný- kominn frá keppnisferðalagi um Danmörku og Þýskaland, tefldi þar á tveimur opnum mótum og var i bæði skiptin meðal efstu manna. Hann er þvi til alls likleg- ur á heimavelli. ■ Ornstein Axel Ornstein M Axel Ornstein hefur i bráðum tiuárverið meðal sterkustu skák- manna Svia en ferill hans hefur verið dálitið upp og niður. Hann kom fram um svipað leyti og Ulf Andersson, er fæddur 1952, og i mörg ár var hann sterkasti skák- maður Svíþjóðar. Hann tefldi mjög mikið og náði oft á tfðum prýðilegum árangri og að minnsta kosti einu sinni náði hann áfanga að stórmeistaratitli. Siðan dalaði hann nokkuð, um svipað leyti og yngstu skákmenn- irnir i landinu voru i stórstigri framför, svo Ornstein var að mestu afskrifaður þó áfram væri hann sterkur skákmaður. Nú upp á siðkastið hefur Ornstein aftur skotið upp kollinum og sýnt og sannað að hann er meðal allra sterkustu skákmeistara á Norð- urlöndunum. Hann er nú þriðji hæsti skákmaður Svia og til alls liklegur á Norðurlandamótinu. Yrjö Rantanen ■ •Yrjö Rantanen er nýbakaður stórmeistari og er hann annar stórmeistari Finna, hinn er Heikki Westerinen. Rantanen hefur oft vakið á sér mikla athygli þó ekki sé hann aldinn að árum og til að mynda hefur Bent Larsen mikið álit á honum. Það er varla skrýtið i ljósi þess að Rantanen hefur mjög hvassan skákstil, „blóðugan” að mati Larsens. Á ólympiumótinu i Buenos Aires stóð Rantanen sig mjög vel en hann tefldi þá á öðru borði fyrir land sitt. Þá hefur hann teflt nokkuð i Sovetrikjun- um og oft staðið sig vel. Hins veg- ar er hann brokkgengur með af- brigöum — alveg eins og Larsen — og nær stundum lélegum ár- angri. Ef honum tekst vel upp hér getur hann unnið mótið léttflega en hann getur lika orðið neðar- lega. Hann er þriðji hæstur að stigum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.