Tíminn - 26.07.1981, Qupperneq 10
I í
10
■ llalldór Laxness, óbirtar rit-
eeröir
■ Sigurður A. Magniísson, önnur
Kalstjarna
■ Tómas Guöm undsson, verk I
10 bindum
■ Jökull Jakobsson, óbirt skáld-
saga
■ Jakoblna Siguröardóttir, ný
skáldsaga
Almenna
bókafélagið:
Tómas í tíu
bindum og
Ólafur Thors
■ Almenna bókafélagið ræðst i
mikið stórvirki i ár þar sem er
heildarútgáfa á verkum Tómasar
Guðmundssonar i tiu bindum.
Ljóð hans eru i fyrstu þremur
bindunum en óbundið mál i hinum
sjö og kemur ef til vill ýmsum á
óvart að svo mikið skuli liggja
eftir Tómas i óbundnu máli. í
fjórða bindinu verða, að sögn
Eiriks Hreins Finnbogasonar hjá
Almenna bókafélaginu, þættimir
„Léttara hjal”, sem Tómas ritaði
i timaritið Helgafell hér á árum
áður og auk þess nokkrar fleiri
greinar. Þættimir „Léttara hjal”
voru mjög rómaðirá sinum tima
en i þeim fjallaði Tómas i léttum
dUr um hvaðeina sem á döfinni
var og sagði Eirikur Hreinn að
þessir þættir mættu gjarnan vera
skyldulesning fyrir islenska
blaðamenn, svo góð og vönduð
blaðamennska væru þeir.
1 fimmta bindinu eru ævir
tveggja málara. Annar er As-
grímur Jónsson en ævisaga Tóm-
asar um hann kom á sinum tima
útá bók. Hinn er sá frægi franski
málari Paul Gauguin. Tómas
ritaði æviþátt um hann og birti
framan við bókina Noa-Noa sem
hann þýddi.
1 sjötta bindinu eru þættir um
skáld, rithöfunda og sitthvað
fleira en þeir komu út á bók árið
1976 og hét hún Að haustnóttum.
Nokkrum greinum eða þáttum er
aukinheldur bætt inn á milli
þeirra sem komu í bókinni.
1 þeimfjórum bindum sem eftir
eru, sjöunda til tiunda bindi, eru
æviþættir og aldarfarslýsingar -
sem Tóinas skrifaði i ritsafnið Is-
lenskir örlagaþættir, sem þeir
sáu um, Tómas og Sverrir
Kristjánsson, sagnfræðingur, og
komu Ut i' tiu bindum fyrir
mörgum árum. Eru þættir þessir
um hin margvislegustu efni.
Eirikur tók fram að i fyrsta
bindi ritsafnsins, framan við ljóð-
in, væri birt löng og ýtarleg rit-
gerð sem Kristján Karlsson hefur
skrifað um ljóðagerð Tómasar
Guðmundssonar. Þá þarf vart að
taka það fram að til Utgáfunnar
verður vandað eins og kostur er.
Koma öll ti'u bindin Ut i einu nú i
haust.
Auk þessa mikla ritsafns gefur
Almenna bókafélagið meðal
annars út bók um Ólaf Thors, Ævi
og störf, í tveimur bindum. Það er
Matthi'as Johannessen, skáld og
rilstjóri, sem skrifar bökina en
hann hefur unnið að henni ákaf-
lega lengi og hefur hennar verið
beðið með nokkurri óþreyju.
Þá kemur út bókin Skrifað i
skýin, flugsaga eftir Jóhannes
Snorrason, margreyndan flug-
kappa, og er það fyrra bindi. I
bókinni segir Jóhannes töluvert
frá bernsku sinni en eftir að hann
lærði að fljúga er bókin eingöngu
helguð flugsögu hans og getur þvi
ekki talist ævisaga i eiginlegum
skilningi.
Ekki vildi Eirikur Hreinn gefa
upp fleiri Utgáfubækur Almenna
bókafélagsins að svo stöddu, enda
væri ýmislegt óráðið i þvi sam-
bandi ennþá. Hann sagöi þó að
búast mætti við nokkrum ljóða-
bókum og skáldsögum en varðist
allra frétta um höfunda þeirra.
Aðspurður sagði hann að annað
bindi af verki Þórs Whitehead,
sagnfræðings, Island i siðari
heimsstyrjöld, kæmiekki Ut nU i
ár þar eð það væri enn ekki til-
búið.
Loks kvað hann engar likur á að
út kæmu þýddar bækur hjá Al-
menna bókafélaginu að þessu
sinni, enda einbeitti félagið sér að
þvi að gefa þýddar bækur út i
Bókaklúbbi AB sem gefur út
bækur allt árið en aðeins fyrir
félagsmenn.
Skuggsjá:
Skáldsaga Jökuls
Jakobssonar
SU bók Skuggsjár og
BókabUðar ólíyers Steins i
Hafnarfirði sem á sennilega eftir
að vekja hvaö mesta athygli heit-
ir Skilaboð til Söndru en hUn er
eftir Jökul heitinn Jakobsson og
er siðasta skáldsagan sem hann
skrifaði. Lauk hann við hana
aðeins nokkrum mánuðum áður
en hann lést árið 1978. Segir bókin
frá rithöfundi sem dregur sig Ut
úr samfélaginu til að skrifa
kvikmyndahandrit um Snorra
Sturluson en gengur illa að finna
frið. StUlkan Sandra kemur til
sögunnar og raskar rækilega
heimsmynd og lifsskoðurrjm rit-
höfundarins. Bókin mun vera
mjög létt, skemmtileg og fyndin,
eins og Jökli var lagið.
önnur skáldsaga i ekki óáþekk-
um dUr sem Óliver Steinn gefur Ut
að þessu sinni er Sólin og
skugginn eftir Friðu A. Sigurðar-
dóttur, en hUn vakti töluverða at-
hygli fyrir smásagnasafn sem
hUn gaf Ut i fyrra^ Bókin er
sjUkrahUssaga, segir frá reynslu
konu f veikindum hennar, en á
mjög-skemmtilegan hátt, að þvi
er óli'ver Steinn tjáði okkur.
Blöndal-ættin heitir bók sem
kemur Ut hjá Skuggsjá að þessu
sinni, en hUn er eins og nafnið
bendirtilættarsaga Blöndalanna,
frá og með Birni Blöndal sýslu-
manni, „yfirvaldinu”. Það var
Lárus Blöndal Jóhannesson,
hæstaréttarlögmaður, sem tók
bókina saman en hann er nU
lát inn.
Þá kemur út Æviskrá
samtiðarm anna i tvemur
bindum, en það er nokkurs konar
„Who’s who” yfir islenska
samtiðarmenn. Torfi Jónsson,
lögreglufulltrúi ritstýrði verkinu,
en í þvi er getið á milli fimm og
sex þúsund tslendinga sem á ein-
hvern hátt hafa vakið athygli eða
skarað fram úr.
Þá heldur forlagiðáfram að gefa
út verk Einars Benediktssonar og
koma nú ritgerðir hans. Kristján
Karlsson sá um útgáfuna. Áður
hefur Skuggsjá gefið út ljóð
Einars I fjórum bindum og i
fyrra komu Ut smásögur hans.
Skuggsjá gefur nU Ut verk
tveggja valinkunnra presta þar
sem eru þeir Jón Auðuns, sem er
nýlátinn, en eftir hann er gefið Ut
safn sunnudagspistla þeirra sem
hann ritaði lengi i Morgunblaðið,
og séra Jakob Jónsson, dr.theol,
en þar er um að ræða minningar
hans sem bera nafnið Frá sólar-
upprás til sólarlags. Stiklar séra
Jakob þar á helstu atburðum lífs
sins og skýrir lifsviðhorf sitt.
Frá ystu nesjum heita
sagnþættir sem Gils
Guðmundsson hefur safnað og
koma Ut nú fyrir jólin en þar er
reyndar um endurprentun að
ræða. Þá kemu út annað bindi af
endurminningum kvenna sem
látið hafa að sér kveða i þjóðlífinu
og er það Gfsli Knsljánsson sem
hefur safnað þvi saman. 1 fyrra
kom út f rá honum bókin 18 konur.
Enn má nefna að Ævar Kvaran
hefur safnað og skrifað bók sem
hann nefnir Undur ófreskra og
eru það ýmis furðufyrirbæri sem
komið hafa fyrir hina svokölluðu
„sjáendur”. Er um að ræða
eriendar frásagniren Ævar mun
jafnframt vera að safna i svipaða
bók islenska.
Ólafur Kvaran, Hafsteinn
Guðmundsson og Óliver Steinn
hafa unnið saman að listaverka-
bók sem kemur Ut hjá Skuggsjá
nú og er helguð Einari Jónssyni
myndhöggvara. Veröur bókinhin
myndarlegasta að allri gerð og
fjölmargar stórar myndir af
verkum Einars.
Loks nefndi Óliver Steinn aö
hann myndi halda áfram að gefa
út rit Hendriks Ottóssonar, en
þegar eru komin Ut tvö bindi af
verkum hans. Að þessu sinni
verða gefnar Ut hinar svonefndu
Gvendar Jónsbækur en það eru
prakkarasögur Ur Vesturbænum,
sem flestir sem komnir eru á
fullorðnisárkannast mætavel við.
Fjölvi:
Byggingar lista -
saga heimsins
Þorsteinn Thorarensen, höfuð
FjölvaUtgáfunnar, sagöi að hUn
gæfi Ut bækur eftir hendinni, tæki
ekki mikinn þátt i kapphlaupinu á
jólamarkaðnum, heldur reyndi að
dreifa Utgáfudögum á allt árið.
Þorsteinn nefndi til bækur sem
Fjölvi gefur Ut nU i haust og likast
til allt fram yfir áramót. Útgáfa
sumra bóka væri enn allsendis
óljós, enda þessi árstimi
viðkvæmt stig i Utgáfumálum.
þegar skýrist hvaö skilar sér i
gegn og hvað ekki.
Sunnudagur 26. júli 1981
VETRAR-
BÆKUR
— bókaútgefendur
spurðir frétta
Fyrsta og veigamesta nefndi
hann stóra byggingarlistasögu,
sem hann vonaðist til að kæmi út
á næstunni. Þetta verður stóreflis
bók, 250—300 siður i stóru broti
með uin 1000 myndum, sumum i
lit. HUn er gefin út i samráði við
Mitchell og Beazley i Bretlandi.
Bókin spannar byggingarsöguna
frá upphafi og fram á okkar daga,
tima fúnkistils og alþjóðastils.
Þorsteinn sagði að slik bók hefði
ekki áður verið gefin Ut hér á
landi, en það er Þorsteinn sem
þýðirbókina og „færir hana yfirá
áhugasvið tslendinga”, eins og
hann segir sjálfur frá. Þetta er
fasti punkturinn i útgáfustarfi
Fjiiva þessa dagana.
7da bindi veraldarsögu Fjölva
er á leiðinni og fjallar einkum um
tvö keisaradæmi — Han-keisara-
dæmið i' Kina og rómverska
keisaradæmið á hinum enda hins
byggða heims. Þorsteinn sagði að
saga þessi byggði mikið á nýleg-
um hugmyndum um samgang
milli austurs og vesturs og sigl-
ingar Rómverja frá Rauðahafi til
Indlands. Þar kvað vera leittget-
um að því að óhagstæður vöru-
skiptajöfnuður Rómverja við Ind-
land og gullstreymi þangað i
skiptum fyrir framandlegar vör-
ur hafi átt þátt i að grafa undan
Róm varveldi.
t flokki Fuglabókar Fjölva,
blómabókar og mannþróunar-
bókar er væntanleg Fiskabók
Fjölva. Það er að mestu leyti búið
að ganga frá handritinu að henni.
Hún er gefin út i samvinnu við
Artia í Tékkóslóvakiu og er eins
og við má búast mikil að vöxtum
— alls 500 siður meö um 1000 lit-
myndum. Ritstjórar Fiskabókar-
innar eru Þorsteinn Thorarensen
og Gunnar Jónsson fiskifræðing-
ur.
Þorsteinn sagöi að Lennon-
bókin „Lifað með Lennon” eftir
Cynthiu fyrrum eiginkonu hans
væri nú uppseld hjá forlaginu.
Fyrirhugað er að endurprenta
hana og halda siðan strikinu við
útgáfu bóka um John Lennon. Það
verður bók sem á islensku nefnist
„Samlokurnar”, sem fjallar eins
og nafnið gefur til kynna um árin
með Yoko. Höfundur hennar er
Ray Connolly, en þýðandinn er
likt og i Cynthiu-bókinni Steinunn
Þorvaldsdóttir.
Fjölvi hyggst rækja heims-
málin með útgáfu tveggja bóka
um málefni sem eru ofarlega á
baugi. önnur er um Afganistan —
það er frásaga Indverja sem þar
fór um. H in er viðtalsbók við Lech
Walesa. Þýsk blaðakona, Jula
Gatter, átti þvi láni að fagna að
verða innlyksa i skipa-
smiðastöðinni i Gdansk meðan
verkföllin þar stóðu sem hæst.
Þar kynntist hún Walesa og reiðir
þessa viötalsbók uppúr samtölum
þeirra.
Þá hefur Þorsteinn sjálfur tekið
saman bók um árabátaútgerð á
tslandi frá 1890 til 1910. Hann
sagði að þetta væru eins konar
svipmyndir frá árabátaútgerð yf-
ir gervallt landið.
Að teikn im yndasögum
meðtöldum, Lukku-Láka og fleiri
kræsingum fyrir augað, verður
Fjölvi alls með um 40 titla á
markaðnum i ár, segir Þorsteinn
Thorarensen.
Örn og Örlygur:
Flugleiðir og
Stóra bomban
Steinar J. Lúðviksson hjá
bókaútgafunni Erni og örlygi tók
fram að hann treysti sér ekki til
að nefna nema fáar einar af bók-
um útgáfunnarað þessu sinni þar
eð margar þeirra væru á frum-
stigi i vinnslu og ómögulegt að
segja um hvernig sú vinnsla
eenai. Hann gat þó nefnt nokkrar
sem komnar eru á góðan rekspöl.
Fyrst skal telja nýtt bindi af
Landinu þi'nu eftir Steindór Stein-
dórsson frá Hlöðum og Þorstein
Jósepsson en það er annað bindi
af endurútgáfu þeirri sem örn og
örlygur hófu á siðastliðnu ári.
Helgi Magnússon, cand. mag.,
hefur yfirfarið bækurnar og séð
um útgáfuna að flestu leyti.
Þá kemur út bók eftir Jón heit-
inn Helgason, fyrrum ritstjóra
Timans sem lést fyrirstuttusiðan.
Heitir hún Stóra bomban og fjall-
ar um uppistandið sern varð þeg-
ar Helgi Tómasson, yfirlæknir á
Kleppi, lýsti þvi yfir að Jónas
Jónsson frá Hriflu, sem þá var
dómsmálaráðherra, væri geð-
sjúkur og ekki ábyrgur gerða
sinna, aðdraganda þessa máls og
eftirköstum. Bók þessari lauk Jón
siðari hluta ársins i fyrra en þá
var hún of sein i vinnslu og þvi
var ákveðið að biða með hana i
eitt ár. Steinar vildi kalla hana
blaðamennskusagnfræði og sagði
að hún yrði í svipuðum dúr og
tvær sllkar bækur sem örn og ör-
lygurhafaáður gefið út, um átök-
in sem urðu er Island gekk i At-
lantshafsbandalagið og um
Guttóslaginn fræga.
Víkingarnir heitir bók eftir
Magnús Magnússon, sjónvarps-
mann i' Skotiandi, en hana skrif-
aði hann á ensku i tengslum við
mjög fræga sjónvarpsþætti sem
hann gerði r.ýlega um vikinga og
sögu þeirra og vöktu griðarlega at
hygli á Rretlandi og ekki siður á
Norðurlöndunum. Hefur bókin
verið gefin út á öllum Norður-
löndunum, auk Bretlands. Bókin
verður prýdd f jölda mynda og er
hún önnur bók Magnúsar sem örn
og örlygur gefa út,en hin fyrri var
Hamar Þórs sem kom út fyrir
nokkrum árum.
Sú bók Amar og örlygs sem lik-
lega á eftir að vekja hvað mesta
athygli er bók sem Guðni Þórðar-
son, fyrrverandi forstjóri ferða-
skrifstofunnar Sunnu, hefur tekið
að sér að skrifa um Flugleiðir h.f.
Rakinn er aðdragandi sameining-
ar flugfélaganna Flugfélags ts-
lands og Loftleiða og saga Flug-
leiða eftirþað. Meginhluti bókar-
innar verður, að sögn Steinars,
helgaður þeim erfiðleikum sem
Flugleiðir eiga nU i og baktjalda-
makki því sem sögur hafa mjög
gengið um að ætti sér þar stað.
Kvað Steinar tvimælalaust að
margt I þessari bók ætti eftir að
koma mjög á óvart og sagði hann
aðUtgáfan vænti sér góðs af þess-
ari bók. Hvort tveggja kæmi þar
til að Guðni væri vel heima i þvi
sem hann væri að skrifa um og
hitt að hann væri ágætur penni.
Nafn þessarar bókar er enn ekki
ákveðið.