Tíminn - 26.07.1981, Síða 12

Tíminn - 26.07.1981, Síða 12
Sunnudagur 26. júli 1981 bergmál i. ■ Vi6 strákarnir hérna á Helgar- Timanum höfum orBið fyrir pínu- litlu aðkasti nú siðustu vikuna. Flest af þvi er ekki erfitt að hrista af sér, það er liður i hefðbundnu skitkasti milli dagblaðanna og væntanlega engar djdprættar meiningar á bak viö það. X amast út i Y sem getur svo ekki stillt sig um að svara i sömu mynt. Tíminn segir frá blaðamannafundi þar sem Vilmundur Gylfason hélt sig nokkuð fyrir utan alfaraleið i spurningum. Vilmundur eða ein- hver nóti hans gripur steininn á loftiog kastar honum aftur i nafni „Hörguls” i sundurlausri og heldur ósæmilegri grein um nýjan og breyttan Tima. Illugi Jökulsson gefur i skyn i siðasta Bergmáli að Ellert Schram, ritstjóri Visis, sé veikur fyrir rasisma. Ellert svarar i harðorðum leiðara, segir að hann sé enginn rasistiog ef hann sé það þá sé ég það lika og vitnar i grein eftir mig máli sinu til halds og trausts — ljóöurinn er bara sá að tilvitnanimar voru ekki alveg i rökréttu samhengi greinarinnar. Allt er þettá ósköp litilf jörlegt strið og h'til ástæða til að mæta til leiks — hællæri kennt við agúrkur ríkir á blöðunum eins og alltaf yfir sumarmánuðina — þarna hafa þau þó alltaf eitthvað til að fylla sinn efniskvóta, m.a.s. fjór- blöðungurinn efnisrýri... „Hörgull” (á skynsamlegu viti?) reit i Alþýöublaðið: „A laugardögum gefa Framsóknar- menn Ut þrjátiu og tveggja siðna klámblað þar sem leitast er við að auka skilning lesandans á pönki og terrorisma.” Pönk — allt i lagi, þaö er tónlist æskunnar, eða hvað. Gróf rokk- tónlist sem hefur verið stimpluö með þessu nafni. Hún túlkar þjóð- félagsaðstæður og viöhorf ung- linga — sem vonandi eru einnig lesendur Timans — það finnst engin skynsamleg ástæða til að sniðganga hana. Og terrorismi — illilega útbreitt mein i vestraenu samfélagi sem veröur að skilja til að hægt sé að beita einhverri lækningu. Eigum viö að lita pent i hina áttina. Maöur ansar þessu meira að segja ekki. II. En það er annað i þessu sem er svoldið ómaklegt. Þetta klámtal. 1 Hörgulsgreininni og einnig I Visi, sem kallar Helgar-TImann „Samúel fyrir bændur” — þaðan kemur reyndar ásökunin úr hörðustu átt. Viö áttum okkur ekki fyllilega á hvað þeir eru að tala um. Leiti nú hver logandi ljósi I helgarblöðunum sinum, sem allir halda auðvitað til haga. Kvenfólkið þar er allt kappklætt, helst I úlpu og með trefil (utan eina skopmynd sem þarna var til að leggja aukinn þunga á tlma- bæra herferö gegn subbuskap), svo maður tali ekki um múnderinguna á karlpeningnum. ínna ;nd sdnwer geta hvað mp *ver S* sér.^T fyrirab'Tí,naaSakal,a ^sa,TdTZ _ Tltn^ttakar,! —ESJ. | sjálfu sér ekki eins þreytt og gömlu pönkararnir. Eftir þessa meintu breytingu er allt vaðandi i prentsvörtum sorgarrömmum hjá Þórarni Snæland, jafnvel utan um myndirnar af berrössuöu Holly- - wöodsijoi úli u ust^en vegur striplingamyndannaf^Ttós^ört vaxandi á Timanum. Þettaaf.^ urhvarf til náttúrunnar kemur gleggstfram um helgar. A laug- ardögum gefaFVamsóknarmenn út þrjátiu og tveggja siðna klámblaö þar sem leitast er við aö auka skilning lesandans á pönki og terrorisma. ööuvisi okkuráöurbrá. Hörgull. B Umræddar klausur i Alþýöu- blaði og Visi ásamt mynd sem ekki fékkst birt I Helgar-TIman- um. fororði áö við værum að géra könnun, þjóöfélagsfræðilega og sálfræðilega, værum að taka púls á þjóðfélaginu hvað varðar kyn- feröislegar öfughneigðir. — Ætluðum m.a. að svara spurning- um I þessum dúr — hver er heimsmynd islenskra klámrita? Er hún til? Hvaö ganga þær langt? Er ritskoðun og velsæmi á undanhaldi? Hverjir gefa svona lagaö út? Hvaö ganga þeir langt? Lifa kannski virtir skattborgarar af útgáfu sorprita? Maöurinn i næsta húsi? Viö fundum engin svör, þessi fyrirætlaöa grein birtist aldrei. Verkefniö var m.a.s. ofviða fyrir okkur klámhundana, viö náðum engum tökum á efninu, vorum alltof teprulegir— þar misstu les- endur Timans af ærlegri sali- bunu. Vikjum eitt andartak af striplingamyndum I Islenskum dagblööum, ekki aö það komi meginatriöum þessarar greinar mikið við. Það er vart verjandi að kalla sllkar myndir klám, I mestalagi hálf-klám, klúrheit eða bara hreinlega anatómiu. Þetta er útlenskur plagsiður sem dag- blöðin hér hafa tileinkað sér, ættaður úr „gulu pressunni”, og gengur út á það aö fáklæddar stúlkur séu alls efnis best fallnar til aö pranga blöðum inn á les- endur— fyrir utan kannski lesendagetraunir. Það efast ég satt aö segja um, þaö þurfa aö vera aöþrengdir menn sem kaupa dagblöð til að skoða myndir af beru kvenfólki — ekki þarf Mogg- inn að flagga sliku. Þeir sem eru á annað borð á slikri bylgjulengd geta hæglega orðiö sér útum eitt- hvað meira krassandi — téöan sjoppulitteratúr, myndablöð, blá- ar videóspólur ellegar laumast I bió meö kragann uppbrettan og sólgleraugu. Sumarstúlkur og aðrar skutlur i dagblöðunum eru fengust hvergi útgefin nema hjá smáum forlögum hugsjóna- manna, sem voru sifellt má) rit- skoðun á hælunum. Nú er ritskoöunin hverfandi. Það eru forréttindi rithöfundar að skrifa allt það sem hann telur að skáldsagan útheimti — það er viötekið aö kynlifið sé svo stór þáttur af af mannlegu atferli að sannferöugar skáldsögur sé ekki hægt að skrifa án þess að það eigi drjúgan hlut. Djarfhuga rit- höfundar eru ekki kallaðir klám- karlar lengur. V Spurningin er bara hvilikur á- vinningur þetta er. Hvað varðar ritskoöun er allt gott um aukiö frelsi aö segja, ritskoðendur eru aldrei annað en fólk eins og við hin — þaö er út I hött að láta breyska einstaklinga sitja i dómarasætiyfir lesningu manna. En er hægt að draga einhver veruleg mörk milli sjoppubók- anna og bókmenntanna með stóru béi. Er ekki i raun alltaf verið að framkvæma sömu athöfn meö harla fábreyttum tilbrigðum? Umhverfið er að visu síbreyti- legt, persónumar, sálfræðin ef hún er þá nokkur — en er þetta ekki i grundvallaratriðum sama endurtekningin aftur og aftur. Faktiskteru klámbækuralltaf við sama heygarðshornið hvaða stimpil sem þærhafa á sér, hvort sem þær eru keyptar i Máli og menningu eöa á hliðargötu viö Strikiö i Kaupmannahöfn. Möguleikarnir eru i raun i- skyggilega tæmandi — við erum hér og nú, af holdi og bltíði, háð lögmálum þyngdarinnar, ekki með neitt sérstaklega teygjan- lega likama, athöfnin hefur alltaf sama markmið, variasjónimar em ekki beint margar. Er þá nokkur leið aö gera kynlifinu fjöl- breytilegri skil I bókmenntum. Eins og tittnefndur gagnrýnandi, GeorgeSteiner, segir i merkilegri grein „Night Words” — „reikniskúnst kynlifsins tekur enda einhvers staðar i nánd við soixante-neuf” — sextiu og niu. Bækur sem voru skrifaðar fyrir frelsunina miklu gátu fullvel rúmaö vissa kynferðislega spennu, þótt aldrei væri vikið oröum að athöfninni sjálfri. I Hómerskviðum, allt uppi Dostojevski og Thomas Mann — kynlifið er alltaf til staðar sem þáttur imannlegum samskiptum. Munurinn er bara sá aö hlutimir eru gefnir i skyn i stað þess að farið sé út i langdregnar og oftast nær andlausar lýsingar. Mynda- vélunum var beint annað, rétt eins og I gömlum kvikmyndum, ánægjutilfinningin sem eftir lifir er öldungis ekki minni. Það er mál rithöfunda hvort þeir vilja notfæra sér kynlif til að magna áhrifamátt verka sinna. Hvort sem það af röksemda- færslu sköpunargáfunnar ellegar helberrar sölumennsku. En að svo margir þurfi að nytja aukið frelsi með þvi að fara út i inn- KLAMHUNDAR Kynferðislegar veilur I rit- málinu eru ekki veigameiri— sú litla umfjöllun sem slik málefni hafa fengið hér i blaðinu hefur öll veriö á býsna fræöilegum grund- velli, t.a.m. grein um kynvillu sem var þýdd uppúr þýska blaöinu „Der Spiegel” (sem er á- sakaö um allt annað en klám). Og svo var þaö krossferöin gegn kláminu, nánar tiltekiö lokuðu karlasamkvæmi þar sem 10 stúlkur áttu að uppvarta, hún rann þvi miöur út I sandinn. Það er helst að manni detti I hug að þaö sé bókasiðan, þar sem er fjallaðum opinskáar en að visu ó- sköp dæmigerðar bækur I bland, sem vefst fyrir, kollegum á Vlsi og Alþýöublaðinu. III. Drögum ekkert undan. Viö fór- um I sjoppu um daginn og urðum okkur úti um ókjör af klámbókum og ritlingum, auðvitað með bvi aö minu viti hreinn óþarfi, en að auki fullkomlega meinlausar — við skulum ekki fara út i tengsl þeirra viö kvennabaráttu. IV. Ef Visismenn og Alþýöublaðs- menn á annaö borð lesa Helgar- Timann væri helst aö klámnafn- bótin hefði flogið þeim I hug viö lestur erlendu bókasiöunnar sem viö streitumst einir blaöa við aö halda úti. Þar höfum við annað slagiö ritdæmt eða gefið umsögn „bókmennta-klámi”, „hákúltúr- klámi” — eða hvaö maður á aö kalla þaö þegar rithöfundar inn- lima bersöglar lýsingar á mann- legu privat-atferli i bækur sinar. Við höfum skrifaö um bækur Charles Bukowskis og Anais Nin, iþessu tölubiaði tæpum við á bók um kynvillu, meira slikt er á- byggilega I vændum — höfundarnir teljcist jú til megin- spámanna hvað sem liður um- fjöllun þeirra um kynferðismál. Það er háð persónulegu mati hvers og eins hvort slikt klám á háu plani er taliö fordæmanlegt eður ei. Þarna er fjallað um þetta iiffræðilega frá öllum mögulegum hliðum, fjallaö um nákvæmlega sömu hluti og i sjoppubókunum — munurinn er bara sá að þetta er hönduglega skrifaö, fléttað inni einhverja heild sem er hafin yfir einstaka kynferðislega kafla. í bland er þetta veigamikill og af mörgum talinn óhjákvæmi- legur þáttur nútimabókmennta — hvernig i ósköpunum á maður þá að geta fjallað um bókmenntir án þess að vikja orði að þessu. Það eru ekki fáar nýlegar bækur — til að mynda ameriskar — sem inni- halda kynltfslýsingar sem eitt- hvað mundu vefjast fyrir siða- postulunum. Þetta er afleiöing af vissri bók- mennta og þjóðfélagsþróun i frelsis átt Nú orðiö getur maður gengið inn I hvaöa btíkabúð sem er og keypt bækur sem áður voru fordæmdar sem klám. Bækur sem áttu sér enga formælendur utan haröan kjarna sérvitringa eru nú lesnar I sktílum og pnsaðar i lexikonum. Jafnvel menn eins og James Joyce, D.H. Lawrence, Vladimir Naboko og William Burroghs þurftu aö laumupokast með verk sin sem voru dregin fyrir dómstóla og úr- skuröuð non grata. Ulysses, Lady Chatterleys Lover, Lolita og Naked Lunch eftir téöa höfunda fjálgar lýsingar á kynmökum i ótal, en samt aUtof endanlegum og tilbreytingarsnauðum til- brigðum. Steiner vill meina að þar sé verið að misnota tungu- málið, eyðileggja orðaforöa sem ætti aö vera einkamál hvers og eins. Hann segir: „Þegar allt er hægtað segja meö öskri, þá hætta menn aö segja þá I hálfum hljóðum.” öskur, frekja, misnotkun, inn- rás á heilagt svæði einstaklings- ins. Viölátum okkur bara leiöast á meðan. Egill Helgason, blaðamaður skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.