Tíminn - 26.07.1981, Side 18

Tíminn - 26.07.1981, Side 18
„Geðprúður bóhem úr vestur- bænum” lagið fékk þá flugu i höfuðið að starfsemi þess myndi öll færast i aukana ef hún færi fram i húsi Einars. Félagið keypti þvi efri hæðina i húsi okkar og þar var mikið renniri næstu árin. Það voru haldnir miðilsfundir mörg- um sinnum á dag, fimm, sjö, niu einsog i bió, og Hafsteinn var aðalmiðillinn. Hann var þá rukk- ari hjá útvarpinu og oft þreyttur og illa fyrir kallaður þegar hann kom úr vinnunni og lundirnar áttu að byrja. Stundum gat hann ekki faliið i trans og þá söng söfn- uðurinn sálminn ,,A hendur fel þú honum” til að reyna að koma honum istuð. Við systurnar lærö- um þennan sálm utanbókar með timanum. Þegar bragðið heppn- aðist brást aldrei að undir söng- inn tók undurfögur baritónsrödd, þá var Hafsteinn fallinn i trans. En stundum urðu þeir að hætta eftir fyrsta íundinn þegar Haf- steinn var of þreyttur, ég hef grun um að þeir hafi oft gengið ansi nærri honum. Nú, við systur vor- um bæði ódælar og óþekkar og vorum oft að hasast i þeim og svo var það einn þungan vetur þegar inflúensufaraldur gekk i bænum að við settum plagg á hurðina sem á stóð: „Miðilsfundir falla niður i dag vegna inflúensufar- aldurs i öðrum heimi”. Þeir úr- valsmenn sem stóðu fyrir Sálar- rannsóknafélaginu, Jón Auðuns og sér i lagi Sveinn Vikingur, þeir reyndu að túkta okkur til en gekk vist litið. Stundum sungum við i kapp við þá, þegar Sálarrann- sóknafélagið söng ,,Á hendur fel þú honum” kyrjuðum við italskar áriur á neðri hæðinni. Og ég man eftir þvi að einu sinni kom Sofíia dóttir Haraldar Nielssonar æð- andi niður stigann en við skelltum þá hurðinni i lás. Hún hótaði öllu illu gegnum glerrúðuna i hurðinni en við hrópuðum á móti: „Nú, miðlaðu þig þá i gegnum hurð- ina!” Við áttum ekki vel saman, við systur og Sálarrannsóknafé- lagið... Einu sinni kom danskur likamningamiöill i heimsókn, þá lék allt á reiðiskjálfi i húsinu... Félagið var þarna ekki nema i þrjú ár, þá fluttu þeir niður i Garðastræti og ætli þeir hafi ekki i og með verið að flýja undan ólátabelgjunum?” Góðlegir geðhundar — Segðu mér nú annað. Ertu ennþá bóhem einsog þú varst? Nú horfir Ásdis lengi eitthvað úti loltið. Loks segir hún: „Ég veitþað varla. Ég er svona Bjart- ur i Sumarhúsum, harðbalakerl- ing. Nei, ætli ég sé nokkur bóhem lengur. Ég á orðið tiu ára gamla dóttur og henni finnst ekkert gaman þegar móðir hennar er úti að syngja fyrir alla Kjósarbænd- ur þó sjálf sé ég kannski komin i mjúkt stuð. Annars er ég tima- skekkja. Ég er aldamótamann- eskja, bæði i eðli og hugsun, eða það segir Elosi Ólafsson mér að minnsta kosti.” — Hvernig lýsir það sér? „Tja, ég er nú til dæmis svo gamaldags að ég hef ást á landinu minu. Ég er svolitið ihald, einsog allir bóhemar eru, þeir eru jafn- framt miklir borgarar. Það er tviskinnungur i okkur, enda svo sem engin ástæða til að vera sjálfum sér samkvæmur. Við erum erfiðir, við hrútar — ég er fædd 18. april á mörkum hrúts og nauts. Hrútar eru góðlegir geð- hundar, þeir þola illa sársauka og eiga erfitt með að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þeir eru vel varðir, koma sér upp góðum fronti. Það er sagt að það sé á fáa foreldra lagt að eiga tvö börn i hrútsmerkinu.” Ásdis þagnar andartak en held- ur svo áfram: „Ég held þvi fram að ég hafi verið uppi áður, á 17. öld. Ég er nefnilega svo matsár, að það er næstum sjúklegt. Ég er ekki nisk en mér er hræðilega illa við að henda mat og hef andstyggð á matarleifum. Þetta er undarlegt vegna þess að sjálf hef ég aldrei liðið skortá nokkurn hátt. Liklega hef ég verið naumt skammtandi húsfreyja. Og mér finnst lika að Islandssagan hafi öll gerst i þoku og súld.” — Svo þú hefur verið nisk hús- móðir i rigningarhéraði? „Það mætti segja mér það.” — Þúertmeð mikið af myndum og bókum i kringum þig, hefur kynnst fjöldanum öllum af lista- mönnum. Ertu listamaður sjálf? Hún litur á mig i forundran. „Ég? Neineinei, það er ég ekki.” Þagnar svo stutta stund. „Kannsi er ég lifskúnstner.” — Útá hvað gengur það? Hún stynur, finnst kannski litið til koma. „Sennilega ekki sist að hafa húmorsans fyrir sjálfum sér.Hérá Islandi erumargirsem geta gert létt grin að sjálfum sér en þola illa að þeim sé stritt. Nú, maður reynir að láta baslið ekki fara með sig, ekki láta það ná alla leið inni persónuhelgi manns. Ég fer, og á kvöldin bið ég bænirnar minar og þakka fyrir daginn.” Eru nú ung- lingarnir að rústa Hersetur? — Ertu trúuð? Hún horfir á mig góða stund. „Er hún ekki eftir Staðarhóls-- Pál, nei hún er eftir Bjarna Jóns- son, þessi visa: Aldrei var svo heiðið hold hér á jarðarmold, að ekki bæri á þvi skil að einhver drottinn væri til. Jú, ætli ég jánki þvi ekki að ég sé trúuð og skammast min ekkert fyrir það. Mig langar allt i einu i kristnisögui háskólanum, nú þeg- ar ég get það ekki — ég er alltof önnum kafin — kristnisögu og réttarsögu. En ætli ég fari ekki að rifja upp fagið mitt, svona þegar minn timi kemur.” — Ertu selskapsmanneskja? „Mikil skelfing! — ég hef gaman af að vera innanum fólk en það breytir þvi ekki að ég er ein. Ég er ekki einmana en ég er eintrjáningur, hef mikla þörf fyr- ir að vera ein og sú þörf ágerist með aldrinum, ef eitthvað er. Ég . hef heldur enga heilsu i það leng- ur að taka selskapssveiflur, fara um byggðir landsins og syngja ættjarðarlög.” — Þú ert svona mikill ættjarð- arvinur, já... ,,Já, Er það ekki arfurinn? Skerið? Ég spyr stundum nem- endur mina hvort þeir geri sér grein fyrir þvi að allir Islendingar gætukomistfyrir á Péturstorginu i Róm. Eða þá i blokk i Berlin. Svo ófyrirgefanlegt sem það nú er þá dáist ég að löndum minum og ekki sistfyrir það hversu duglegir þeir eru að ferðast um landið sitt og kynnast þvi. Ég fór einu sinni i rútu frá Levanger til Osló og bil- stjórinn rataði ekki. Það voru Is- lendingarnir sem rötuðu, Norð- mennirnir þekktu ekki einu sinni Nansen á túkallinum. tslendingar vita allt um sveitir og sýslur sem þeirfara um og þeir upplifa land- ið sitt i raun og veru. Sjálf er ég alltaf að upplifa eitthvað, stórt og smátt.” Þögn. „Ég skal segja þér dálitið merkilegt. Um áramótin bauð ég til min öllum niunda bekk i gagn- fræðaskólanum á gamlárskvöld og nýársnótt. Þetta datt útúr mér i kennslustund án þess að ég vissi i rauninni hvað ég var að segja. Svo koma hér sextiu ungmenni og ég sagði þeim að þau mættu ekki hanga i gardinunum, ekki brjóta spegilinn, ekki fótbrjóta sig i stig- anum og ekki æla stofuna út. Ann- ars megiði koma með gosið ykkar og brennivinið ykkar, það litla sem þið eigið, það kemur mér ekki við. Þau undirbjuggu þetta vandlega hérna niðri i kjallara, settu rauðar perur i ljósin, komu með hljómflutningsgræjur og plötur og — æ, nú sé ég ekki gestabókina einmitt þegar ég þarf á henni að halda en það skrifuðu sig i hana 58 unglingar. Sjálf var ég i mat hjá vinkonu minni, Stein- unni á Hulduhólum, þegar allt i einu gripur mig þetta litla hræðslukast. Hvað hef ég gert? Eru nú unglingarnir að rústa Hersetur? Og ég flýtti mér hingað en þá færðu unglingarnir mér gjöf, það er þessi stytta með gull- platta á. Það brotnaði ekki eitt einasta glas, það var ekki meira rusk en eftir sjálfa mig i eina viku og svo kvöddu þau mig öllsömul með handabandi klukkan fjögur á nýársnótt. Ég skipti mér reyndar litið af þeim, sat mestanpart inni eldhúsi með Steinunni á Huldu- hólum mér til fulltingis, en þetta var einn af gleðilegri dögunum i lifi minu. Svona gerir maður bara einu sinni á ævinni.” — Þú hefur trú á ungdómnum? „Svo sannarlega. Og hef gaman af að vera innanum unga fólkið — svona stund og stund. Þetta er gott og vandað fólk og ég veit ekki um þetta ginnungagap sem kyn- slóðabilið er sagt vera.” „Hér hefurðu lóð ...” — En segðu mér nú eitt. Þú hef- ur talað töluvert um húsbygging- una hér i Mosfellssveitinni. Hvernig stóð á þvi að hrútur sem á erfitt með að koma sér upp þaki yfir höfuðið lagði úti svona stór- virki? „Ja, þegar ég kom frá Isafirði og átti ekki bót fyrir boruna á mér, þá sá ég auglýsingu um kennarastöðu i Mosfellssveit, húsnæði fylgdi. Ég dreif mig i að sækja um og fékk stöðuna. Fyrst bjó ég á heimavistinni en siðan fékk ég inni i koti sem ég skirði Rykvelli. Svo sögðu þeir við mig fyrir fimm árum: „Jæja, Ásdis, nú ferð þú að byggja. Hér hefurðu lóð.” Og ég, þessi asni, sagði bara já, sem ég hefði aldrei gert ef ég hefði vitað hvað ég væri að fara úti. En nú vil ég vera hér.” — Ekki á Sólvallagötunni? „Alls ekki!” Svarið er mjög ákveðið. — Hversvegna ekki? ,,Verður maður ekki að brjótast undan móðurveldinu? — vitandi það að hættulegasta tegund ástar er móðurofverndunin. Við systur vorum ofverndaðar i æsku.” — Þú elur þá dóttur þina öðru- visi upp? „Hvort ég geri!” Asdis hlær. „Ég hef i hyggju að reka hana að heiman undir eins og hún er orðin sextán ára! En. grinlaust, sjálf- bjarga skal hún verða. öryggis- sýkin nútildags er svo ofboðsleg að það er beinlinis forkastanlegt ef foreldrarleggja grunn að sliku. Danir eiga orð yfir þetta: tryg- hedsnarkoman. Og það er allt vaðandi af sálfræðingum, sósial- ráðgjöfum — en það er fag sem ég hef aldrei fengið neinn botn i. En það fylgir timanum.” Hún þagnar stundarkorn. „Sjálf ber ég mig aðeins saman við sjálfa mig, það er eini mæli- kvarðinn sem ég get notað. Ég ber mig aldrei saman við aðra manneskju á nokkurn hátt.” — Hvað þýðir það? „Ja, maður athugar hvað hefur unnist, hvað hefur breyst, hvern- ig ég hef þroskast. Maður sér það jú ekki fyrr en eftir á, það væri ó- eðlilegt ef maöur tæki eftir þvi meðan maður væri að þroskast. Ég vona að ég haldi áfram að þroskast. Mér finnst ég ekki eiga beina samleið með neinum öðrum, það eru til mörg orð yfir það”. — Svosem eins og...? „Sérviska... Rekast illa i flokki eða hópi...” — Hefur það ekki löngum þótt jákvætt fremur en hitt? „Það þótti það hjá formæðrum okkar.” — En ekki lengur? „En ekki lengur.” Svo vindur hún kvæði sinu i kross: „Fyrir mig er baráttan og lifsbaslið nauðsynlegt til að þroskast, bara að maður láti það ekki sliga sig eins og ég minntist á áðan. Hvað sagði Bjartur i Sumarhúsum: Byggi ég mér Urðarsel, Hallbera. Kannski er ég að byggja mér mitt Urðarsel.” — Hvað áttu við? „Hersetur. Mér hefur oft verið legið á hálsi fyrir þessa húsbygg- ingu. Fólk segir við mig: Af hverju selurðu ekki Asdis, þú get- ur fengið þér fina ibúð i Reykja- vik og meira að segja bil i milli- gjöf. En ég vil það ekki. Ég ákvað að gera þetta og þá hángi ég i þvi. Það var mikill gleðidagur i lifi minu þegar ég fór að hitta Pál Briem bankastjóra og hann sagði viðmig: „Þú missir ekki húsið úr þessu, Ásdis.” Þetta er dálitið á skakk og skjön þvi nú er ég ekki metnaðargjörn I eðli minu. En ég er liklega það sem heitir „fight- er”.” Enn þagnar hún stundarkorn og horfir úti loftið. „Svona munaðarbóhem einsog ég, veistu, ég held ég þyldi ekki góða daga. Þegar ég var litil stúlka á Sólvallagötunni þoldi ég ekki tilhugsunina um að gifta mig bara til að vera gift. Ég vildi ekki vera plusspika i öndvegi eigin- mannsins. Nú var ég að visu gift i tvö ár einsog ég sagði áðan og það var góður kapituli útaf fyrir sig. Ég minnist hans með virð- ingu og söknuði og eftirsjá”. Svo reikar hugurinn aftur að Hersetri, þessu húsi sem er svo undarlega svipað eiganda sinum. „Ég á ennþá eftir tvö þrjú erfið ár. Þá er þetta komið...” Viðtal: Illugi Jökulsson Myndir: Róbert Ágústsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.