Tíminn - 26.07.1981, Side 27
■ „Það verður klukkan tvö i dag. Hittumst i „Gafl-
inum” i Hafnarfirði.” Það er Björgvin Halldórsson
sem talar og er með þessu að boða undirritaðan til
að vera til upptöku á auglýsingarkvikmynd, sem
Brimkló er að gera i tilefni af nýútkominni plötu
sinni „Glimt við þjóðveginn”.
Ekki þaðað ykkar einlægur ætti
að leika i nefndri kvikmynd, nei,
ég held nú siður, heldur var þess
óskað að ég hefði með mér sjön-
varpsstjörnuna sjálfa, svartan
Lincoln, tólf cylendra, módel
1947, sem undirritaður hefur um-
ráð yfir (stundum).
begar ég renni i hlaðið á Lin-
colninum og er rétt nýstiginn út
úr bilnum kemur askvaðandi út
úr rykmekkinum svartur Chevro-
let (ca. 1962) og þeysist framhjá
mér á fleygiferð og er rétt búinn
að merja á mér tærnar. Ég stend
grafkyrr á meðan hjartað i mér
er að fikra sig upp eftir lærleggn-
um á mér á sinn rétta stað og
geng siðan inn i „Gafl-inn”. Þar
situr hljómsveitin og er rétt i
þessu að hneykslast á aksturs-
máta þessa unglings sem keyrði
bilinn. „Sástu glannann á „íett-
anum”?”
Ég játti þvi.
„Þessir unglingar nú til dags.
Eilift vandamál. Jafnvel okkar
eigin börn eru orðin að unglinga-
vandamáli.”
Já, flestir af meðlimum Brim-
klóar eru búnir að vera i tónlist-
arbransanum og eru orðnir virðu-
legir feður. En af Brimklóar-
mönnum eru mættir á staðinn:
Björgvin Halldórsson, sem sér
um gitar og söng,
Arnar Sigurbjörnsson, gitar og
söngur,
Magnús Kjartansson, hljóm-
borð, söng og ég veit ekki hvað,
Kristinn Svavarsson, saxafón,
söngur og appelsinur (ha?),
Haraldur Þorsteinsson, bassi,
og Ragnar Sigurjónsson, yfirleitt
trommur og söngur þegar vel
liggur á honum.
A staðnum eru einnig Snorri og
Simmi, sem ætlá að munda
myndavélarnar. Þegar allir eru
búnir með kaffið eða pilsnerinn er
haldið af stað.
„Upp i sveit”
Fyrst er haldið upp i sveit að
taka upp atriði þar sem hljóm-
sveitin leikur hluta úr fyrsta lagi
plötunnar „Upp i sveit”. Eftir að
hafa klöngrast yfir móa og upp i
hllð með græjur og myndavélar
er hafist handa við að taka.
Simmi og Snorri mæla og stilla i
grið og erg á meðan hljómsveit-
armeölimir gera að gamni sinu
með það hve mikið er lagt á sig
fyrir frægð og frama. Loks var
allt tilbúið i töku. Búið að stilla
hljómsveitinni upp, ryðja ýmiss-
konar vafningsjurtum og fjar-
lægja stærðar fiugur, svokallaðar
„helikoptera”, burt.
„Strákar, standið alveg graf-
kyrrir. Við verðum að biða eftir
þvi að ský dragi fyrir sólu. Hún er
of björt.”
Þungar stunur heyrast frá
hljómsveitarmeðlimum og ein-
hver segir: „Typiskt, við erum
búnir að biða i tvær vikur eftir
góðu veðri til þess að gera þessa
mynd og loks þegar það kemur
verðum við að biða þar til sólin er
farin.”
Loksins sér sólin sóma sinn i
þvi að fara á bak við ský og við
getum byrjaö.
Skallapopp?
Þegar þessu atriði er lokið er
farið út á þjóðveginn og nú er
komið að leikatriði Lincolnsins.
Strákarnir setjast upp i bilinn og
þeysa af stað. Snorri og Simmi
elta þá hlaupandi, gangandi, ak-
andi og áhangandi til þess að taka
myndir af þeim þar sem þeir
„glima við þjóðveginn”.
Þar sem Snorri og Simmi liggja
aftan á bilnum og taka mynd af
hljómsveitarmeölimum i gegnum
afturrúðuna verður einum þeirra
að orði:
„Jæja, nú er það skallapoppið.
Hann er að taka mynd af skallan-
um á okkur!”.
Á niunda ári
Myndatakan gengur betur en
nokkur þorði að vona og inn á
milligefst tækifæri til að ræða við
hljómsveitina og Björgvin hefur
orðið.
„Hvað er Brimkló búin að
starfa lengi?”
„Þétta er niunda árið og
fimmta platan okkar.”
„Nokkrar nýlegar manna-
breytingar?”
„Já og nei. Eftir H.L.H. túrinn
héldu Kristinn og Ragga áfram
með okkur. Siðan hætti Ragga og
gerðist Grýla, en Kristinn er enn
með okkur. Einu upprunalegu
meðlimirnir eru ég, Arnar og
Ragnar.
■ Brimkló flytur „Þorskbæn
„Á hvaða tónlistarstefnu er
Brimkló núna?”
„Eins og þú hefur væntanlega
heyrt þá höfum við fjarlægst
kántrýið en erum komnir meira
út i rokkið og þá meina ég ekta
rokk.”
„Nú eruð þið að leggja upp i
hringferð i fimmta sinn. Eruð þið
ekki þreyttir:”
Nei, alls ekki. Við skemmtum
okkur konunglega og fólkið tekur
okkur mjög vel. Við eigum dygg-
an aðdáéndahóp úti á landi sem
við verðum að sinna. Við eigum
mjög auvelt með að ná upp góðri
stemningu úti á landi. Okkur hef-
ur lika gengið mjög vel hér i
Reykjavik og sjáðu t.d. ballið i
Höllinni á 17. júni. Þar lékum við
fyrir fullu húsi og allir á fullu.”
„Hvað um nýbylgjuna?”
„Ja, hún er ágæt. En mér virð-
ist margar af þessum erlendu hlj-
ó.msveitum vanta allan tónlistar-
legan '„bakgrunn. Þaö er eins og
þær seu nýkomnar af skrifstof-
unni með engan bakgrunn. Allt
fyrir augað. Sumar eru þó byggð-
ar á góðum grunni, t.d. „Rock-
pile”.”
„En islenska nýbylgjan?”
„Ég veit ekki hvað þú meinar
með nýbylgja. Ef hægt er að kalla
þessi fslensku bönd „new wawe”,
þá er Brimkló „permanent
wawe”.”
„Nú hafið þið á undanförnum
árum fengið á ykkur gagnrýni og
mikla útreið hjá blaðamönnum.”
„Já, það er alltaf svona þegar
hljómsveitir verða „establisher-
aðar”. Sjáðu bara hvernig fór
fyrir Utangarðsmönnum. Þeim
var hampað i byrjun en núna er
gefið skit i þá. Við höfum engan
áhuga á að gefa út plötu sem tutt-
ugu manns i mesta lagi kaupa og
rykfellur siðan. Við gefum út
plötur sem allir geta hlustaö á og
haft gaman af. Það er ekki grund-
völlur fyrir annað.”
„En svo við vindum okkur að
plötunni. Hver samdi lögin?”
„Ég samdi fjögur, Magnús Ei-
riks tvö, Maggi Kjartans tvö,
Arnar þrjú og Þorgeir Astvalds-
son eitt. Það eru annars nokkrir
athyglisveröir textahöfundar á
plötunni. Fólk eins og Kristján frá
Djúpalæk, Iðunn Steins og Jóna-
tan Garðarsson.”
„Þó ekki....?”
„Jú einmitt.”
Þorskar
og kjuðar
Meðan þessu fór fram hafði
kvikmyndaliðiö og hljómsveitin
fært sig niður að höfn i Hafnar-
firði (nei i Hafnarfirði), þar sem
átti að taka upp lagið „Þorsk-
bæn”. Þetta var jafnframt sið-
asta atriðið. Snorri bað menn um
að vera hressa og sýna tilþrif.
Ragnar trommari tók hann á orð-
inu, trommaði sig i gegnum lagið
af innlifun og þeytti siðan
trommukjuðanum aftur fyrir sig
og út I sjó.
Þar með lauk kvikmyndatöku
þann daginn.
H Snorri og Bjöggi sýna tilþrif hvor á sinu sviði.
■ Haraldur, Arnar, Kristinn, Appelsina, og Maggi.