Tíminn - 26.07.1981, Side 28
Sunnudagur 26. júll 1981
28 Wmmm
nútíminn æHHIíí framhaldssagan
Klassa
plata
Janis Ian:
Restless Eyes
■ Já og það fimm stjörnu. 011
min bestu meömæli fylgj a þessari
plötu. Fallegur söngur, góður
hljóðfæraleikur, frábærir textar,
hvað meira er hægt að biðja um?
Máske er ég bara svona tilfinn-
ingasamur, eða hef yeikan blett
fyrir failegu kvenfólki, en Janis
Ian er min uppáhaldssöngkona,
ljóða og laghöfundur. Hvernig er
hægt að skilgreina tilfinningu
sem maður fær við að hlusta á
plötu? 1 hvert skiptisem ég hlusta
á plötu með Janis Ian kemst ég i
alveg sérstaka „filingu”. Til að
gerast enn persónulegri þá get ég
sagt það að Janis Ian er þannig
söngkona að hún fær mig og kon-
una mína til að setjast nálægt
hvort öðru á gólfið i stofunni, loka
augunum og syngja með henni.
Rómantik? Já svo sannarlega.
En það eru fleiri hliðar á Janis
Ian, en sti rómantiska. Hún getur
verið grimm, skynsöm, sorg-
mædd, gáskafull og allt þar á
milli. Annarsá ég mjög erfittmeð
að kom a þessari Jani Ian „tilfinn-
ingu” i orð. I stuttu máli sagt þá
veitir Jani Ian mér tónlistarlega
fullnægju.
Ferill hennar hefur verið með
ólikindum. HUn var undrabarn.
HUn gat spilað á pianó þriggja
ára að aldri, og á gitar kunni hún
fullkomlega ellefu ára gömul.
Siðan þá hefurhUn helgað lifisinu
tónlist. Tónlistin og frægðin hefur
hins vegar leikið hana grátt. Hún
varð fræg fimmtán ára að aldri,
hætti sautján ára, fór i hundana
og er nU loks að ná sér á strik
aftur.
Janis Ian sendi frá sér sina
fyrstu plötu „Society’s Child”,
aðeins fimmtán ára. HUn varð
samstundis fræg og böðuð i sviðs-
ljómanum sem nýr mótmæla-
söngvari. Allt það sem fylgdi
frægðinni og tilætlunarseminni
varð of mikið fyrir hana og hún
lét sig hverfa af sjónarsviðinu þá
sautján ára. HUn lýsir þeim árum
sem á eftir komu sem svörtu
tómi. HUn fór i hundana og var
nærri þvi' að eigin sögn að gefast
upp á lifinu. En sem betur fer
sigraðist hUn á erfiðleikunum og
hol' nýtt og betra lif. 1971 settíst
hUn að i Los Angeles. Þar las hUn
kynstur af ljóðum, stUderaði tón-
listog samdi mikið. A þessu tima-
bili brUaði hUn bilið milli mót-
mælaunglingsins og fullþroskaðs
tónlistarmanns.
,,A þessu timabili tók ég tón-
smiðar minar mjög alvarlega,
nokkuð sem ég hafði ekki gert
áður. Ég setti mér takmörk og
reglur til að fara eftir. Ég reyndi
að segja i sem stystu máli það
sem ég þurfti að segja, hélt engu
fram sem ég trUði ekki sjálf og
siöast en ekki sist vanmat aldrei
gáfur áheyrenda minna.”
Að lokinni þessari endur-
menntun og sálskoðun sendi Jani
Ian frá sér þá plötu sem margir
telja (þ.á.m. undirritaöur) meist-
arastykki hennar, „Between the
lines”.
Siðan þá hefur lifiðgengið betur
hjá Janis Ian og hróður hennar og
vinsældir vaxið.
Attunda plata Janis Ian „Rest-
less Eyes” er I sjálfu sér bæði lik
og ólik fyrri plötum hennar. Seið-
andi söngur, góðar Utsetningar á
mjUkum og melódiskum lögum.
Endrum og eins sleppir hUn þó
fram af sér beislinu og peppar
lögin upp, en alltaf með þessum
sérstaka Janis Ian takti. Margir
gagnrýnendur haltfa þvi fram að
söngvar hennar séu of trega-
blandnir og sorglegir til þess að
hægt sé að hlusta á þá. Að vissu
leyti er það rétt, en söngvar
hennar eru umfram allt hugleið-
ingar. Þeir krefjast tilfinningar-
legrar ihlutunar af hendi áheyr-
andans. HUn gefur hluta af sjálf ri
sér og maður verður að gefa hluta
af sjálfum sér á móti til þess að
geta notið tónlistar hennar til
fulls. En komist þU upp á lagið
með Janis Ian, þá er þér borgið.
Þá nálgast þU óðum hina tón-
listarlegu fullnægingu.
— M.G.
Klassa
diskó
Champaign:
How ’Bout Us
• Fyrirþá sem hafagaman af d-
iskótónlist þá er þetta platan til
að kaupa. Það er best að segja
það strax til að ljUka því og koma
því Ut Ur heiminum að þeir sem
hafa ekki gaman af diskó ættu að
stoppa að lesa þessa gagnrýni á
þessum punkti.
Fyrir restina sem les þetta af
áhuga eða skyldurækni skal það
upplýst aö „Champaign” er með
meiriháttar diskóböndum í heim-
inum i dag. Undirritaður sem
aldrei hefur þótt sleipur á diskó-
svellinu getur ekki aö þvi gert en
þessi plata er djöf....góð.
Diskóplata sem hægt er að
hlusta á heima i stofunni hjá sér
er jafn sjaldséð og hvitir hrafnar.
En það er einmitt málið með -
þessa plötu. Það er hægt að hlusta
á hana heima i stofu og það bara
án verulegrar áreynslu eða á -
verka. Þvi’ þótt diskótakturinn ráði
hér rikjum er hann ekki eins
harður og ópersónulegur og á t.d.
„Stars on 45”. Einhvern veginn
hefur þeim hjá „Champaign”
tekist að gæða plötuna lifl.
„Champaign” er annars skritin
hljómsveit. HUn telur innan sinna
raða eina ellefu meðlimi og öll
eru þau frá sama bænum i
Dlinois, já þU giskaðir rétt á,
Champaign, Illinois.
Hljómsveitina skipa:
Paulie Carman, söngur,
Rena Jones, söngur,
Howard Reeder, gitar, söngur
Michael Day, hljómborð, gitar,
söngur,
Dana Walden, hljómborð, hljóð-
gerfill,
Rocky Maffit, ásláttur, söngur,
Michael Reed, bassa
Morris Jennings Jr., trommur,
Paul Richmond, bassa,
Tommy Radke, raftrommur,
og Ken Soderblom, altsaxafón.
Fjöldi hljómsveitameðlima
tryggir engin gæöi. Engu að siöur
held ég einmitt þessi fjöldi gefi
hljómsveitinni meiri möguleika
tilaðreyna nýja hluliog vera jafn
fjölbreyttri á plötunri og raun ber
vitni.
„Champaign” á uppruna sinn
að rekja til stUdiós sem var i eigu
Michaels Day. Auk þess að vera
framkvæmdastjóri stUdiósins þá
tók hann oft þátt i upptökum sem
sessionleikari. Þannig kynntist
hann þeim Howard Reeder, Dana
Walden og Michael Reed. Góð
kynni tókust með þeim og ekki
leiö á löngu þar til þeir voru
farnir aö leggja á ráöin. með að
stofna hljómsveit sem siðan varð
Ur.
Bakgrunnur hljómsveitarmeö-
limanna er mismunandi og eru
sumir menntaðir i tónlist, aðrir
ekki. Þetta stuðlar að fjölbreyti-
leika sem svo mjög er nauðsyn-
legur hljómsveitum á þessari
linu. Ef þeim tekst að halda
hljómsveiúnni saman þá spái ég
þvi að þau eigi eftir að ná langt.
Eitt er það sem ég get ekki orða
bundist yfirog það er meðferðin á
hljómsveitinni á plötuumslaginu.
Hvergi er getið um hljómsveitar-
meðlimina. Hins vegar er tint upp
hver stjómaði upptökum, sat við
tækin, mixaði og hver fjár-
magnaði, en upplýsingar um
hljómsveitina er hvergi að finna.
Það er ekki fyrr en maður tekur
útinnra umslagið að maður rekst
á smá klausu neðst i horninu þar
sem nöfn hljómsveitarmeðlima
em talin upp og á hvaða hljoðfæri
þau spila. Punktur og basta.
Þetta finnst mér engin meðferð á
aðalatriðinu, hljómsveitinni. En
'þetta undirstrikar bara þann
hugsunarhátt sem er rikjandi i
Bandarikjunum varðandi diskó-
tónlist, að þar er það upptöku-
stjórinn sem skiptir meira máli
heldur en hljómsveitin. Þetta er
rangur og villandi hugsunar-
háttur þvienginn upptökustjóri er
betri en hljómsveitin sem hann
vinnur með.
— M.G.
Klassa
blues
The Moody Blues:
Long Distance
Voyager
■ Kannski ekki blues plata i
eiginlegum skilningi þessa orðs
heldur góð plata frá „The Moody
Blues”. Aðdáendur þessarar
hljómsveitar voru farnir að ör-
vænta um að heyra aldrei frá
þeim aftur, þvi eftir siðustu plötu
þeirra „Seventh Sojourn” hálf
leystist hljómsveitin upp og með-
limir hennar tóku að sinna ein-
stökum sólóverkefnum. Justin
Hayward og John Lodge unnu til
dæmis saman sem „The Blue
Jays” og gerðu eitt lag vinsælt,
„Blue Guitar”.
En vikjum aftur að „The
Moody Blues”. Hljómsveitin var
stofnuð i Birmingham árið 1964 af
þeim MikePinder, Graeme Edge,
Ray Thomas, Denny Laine og
Clint Warwick. Strax næsta ár
slógu þeir i gegn með laginu „Go
Now”. En framhaldið varö ekki
eins og vonir stóðu til og árið 1967
yfirgaf Denny Laine hljómsveit-
ina (hefur m.a. veriö i „Wings”)
og þeir Justin Hayward og John
Lodgegengu til liös við hana. Eft-
ir þessar mannabreytingar skipti
hljómsveitin um stil og lór yfir i
þessar poppsinfóniur sem hafa
einkennt hana siðan. Plata þeirra
„Days Of Future Passed" mark-
aði upphafið að þessari stefnu og
lagið „Nights In Whité Satin" af
plötunni hefur löngum verið talið
hið klassiska Moody Blues lag.
Eftir þetta gáfu þeir Ut sex plötur
sem allar urðu vinsælar og allar
byggðu á sama grunni og fyrsta
platan. Siðasta stúdióplata þeirra
var „Seventh Sojorun" eins og
áður sagði og kom hUn Ut árið
1972. Siðan hefur hljómsveitin
haft hægt um sig og margir jafn-
velbUnir að afskrifa hana. En þá
skýst hUn fram á sjónarsviðið aft-
ur með plötu sem er ekki siðri en
bestu plötur hennar „Days Of
Future Passed" og „Seventh So-
journ”. „Long Distance Voyag-
er” er ekta Moody Blues. Fyrir
þá sem vilja rifja upp gamlar
minningar með hljómsveitinni er
þetta heppileg plata. Ekki of þung
eða Utpæld, heldur létt og
skemmtileg. Ég hef lika grun um
það að þessi plata eigi eftir að
afla hljómsveitinni nýrra aðdá-
enda, nokkuðsem hUná vel skilið.
—M.G.
Ég vissi að þið hefðuð áhyggjur af henni og vilduð fá fréttir
af liðan hennar, Peters, og hún hafði svo mikið gaman af blóm-
unum, sem þiðsenduð henni, fullvissaði Andrea hann um.
- Við söknum hennar svo mikið ungfrU. Heldurðu ekki að hUn
fari að koma heim fljótlega?
— Ég vona það, Peters. Vonandi verður það eftirfáeinar vikur.
— Ég var að vona, að það yrði ekki svo langt þangað til, viður-
kenndi Peters löngunarfullur.
— Þetta var mjög alvarlegur uppskurður, Peters. Við viljum
vera alveg viss um, að hUn hafi náð sér, og slái ek'ki niður aftur
og þurfi þá að fara aftur á sjUkrahUsið.
— Að sjálfsögðu, ungfrU, sagði Peters.
Hann ók þessum stóra bil af mikill leikni þrátt fyrir að umferð-
in væri mikil þessa stundina. Brátt voru þau komin að SjUkra-
skýlinu.
Það getur vel verið, að ég stoppi hér töluverða stund Pet-
ers, svo ef þU vilt bregða þér eitthvað frá, þá er það i lagi i stað
þess að biða eftir mér...
- Nei, alls ekki ungfrU. Ég á vinj hér. Hingað hef ég oft ekið
Imeð fruna, svo hér hef ég eignazt góða vini, sem ég met mikils. I
Ég "t við hjá þeim, á meðan þU ert hér. Vertu ekkert að flýta þ^r
s ungfrU. Það er óþarii að tlýta sér nokkuð, að mínsta kosti ekki |
■ min vegna, sagði hann með' sannfæringarkryfti.
Ándrea brosti til hans og fór inn i hUsið.
lládegisverður stóð yfir, og brosandi gekk hun i áttina að mat- I
| salnum.
I— Ég held helzt, aö þiö hérna séuð alltaf að borða, sagði hUn i I
glaðlegum ásökunartóni,— 1 hvert skipti sem ég kem, eruð þið ■
að borða.
— Andrea. Marta reis á fætur og kastaði sér i faðm hennar, en
hittfólkið varekki alveg eins ákaft i móttökunum, þótt allir væru
greinilega mjög glaðir yfir að sjá hana. — Ertu komin aftur til
þess að vinna?
Andrea sá frú Fogarty sitja handan við borðið i stólnum sem
hún var vön að sitja á. Það kom áhyggjusvipur á andlit hennar,
og hún svaraði strax: — Nei, ég er aðeins i smáheimsókn. FrU
Judson er mun betri en hUn hefur verið, en það verður langt
þangað til hUn getur sagt mér upp starfinu.
HUn sá, að frU Fogarty létti. HUn svaraði spurningunum, sem
dundu á henni Ur öllum áttum og settist svo við borðið, þar sem
henni var boðið sæti. HUn brosti hlýlega til Jennie, sem kom með
disk handa henni beint framan Ur eldhUsi, þar sem þegar hafði
verið skammtað á hann fyrir hana, svo hUn fengi heitan mat
beint Ur pottinum.
Að máltiðinni lokinni fóru þær niður i móttökuna. Andrea
heilsaði nokkrum af gömlu vinunum, meðal sjúklinganna, sem
voru að koma Ut Ur skirfstofu frU Gogartys. Marta horfði rann-
sakandi á Andreu.
— Hvernig gengur þér á sjUkrahUsinu? spurði hUn.
— ó, frU Judson....
— Vist, vist, ég veit vel, að henni fer fram. ÞU ert bUin að segja
okkur það, greip Marta fram i fyrir henni. — Eins og þU veizt
mætavel vil ég fá að vita, hvernig gengur með dr. McCullers. Er-
uð þið enn óvinir?
Andrea hló.
— Marta, hvernig talarðu? sagði hUn striðnislega.
— Svona nU vinkona. Segðu mér, hvort þið hafið kysstst og
samið frið?
— Mig hryllir við tilhugsuninni einni saman. Andrea mótmælti
harðlega og sagði svo: — Við komum fram rétt eins og hjUkrun-
arkonu og lækni sæmir. Það er ekkert nema kurteisi og tillits-
semi og undirgefni i fari minu. Hann er mjög ráðsmannslegur.
— Engar sættir?
— Auðvitað ekki. HjUkrunarkonurnar eru hræðilega óvinveitt-
ar mér, en það er auðvitað vegna þess að ég er utanveltugeml-
ingur.
— ÞU kemur þá ekki hingað aftur þegar frú Judson þarf ekki
lengur á þér að halda?
Andrea þagði og hugsaði um stund.
— Ég veit það ekki Marta. Ég veit það svo sannarlega ekki.
FrU Fogarty stendur sig vel, að þvi er virðist. Er hUn ánægð
hérna.
— Himinn lifandi glöð. HUn er ágætis manneskja — þótt hUn
geti auðvitað aldrei komið i staðinn fyrir þig.
Andrea hló við. — NU ég óska henni þá bara til hamingju.
StUlka kom hlaupandi niður stigann og i áttina til þeirra. Þeg-
ar hún kom auga á Andreu hrópaði hún upp af fögnuði. Augna-
blik starði Andrea á hana, og var ekki viss um, hvort hUn átti að
þekkja stUlkuna eða ekki.
— Hvað er þetta Francine! sagði hún og greip andann á lofti.
Ég þekkti þig varla.
StUlkan var enn svolitið feitlagin, en fremur fallega feitlagin
en ekki offeit einsog hUn hafði verið. Gulrótarrautt hárið var orð-
ið svolitið dekkra en áður, og hUn var fallega og vel klædd. HUn
var næstum þvi falleg. HUðin var falleg og augun björt og hressi-
leg.
— 0, ungfrU Andy, ég mun aldrei geta þakkað þér fyrir það,
sem þUhefurgertfyrir mig, sagði Francine himinlifandi glöð. —
Mér finnst ég vera allt önnur manneskja en ég áður var. Og nU á
ég lika vin, og svo eru tveir aðrir, sem hafa áhuga á að vera meö
mér, og ég er svo hamingjusöm, að ég gæti næstum sprungið i
loft upp.
— ÞU gerðir þetta sjálf, Francine, og ég er stolt af þér, sagði
Andrea með sannfæringarkrafti.
Francine leit á klukkuna og greip um leið andann á lofti. — 0,
ég er að verða of sein. Ég má ekki missa minUtu af tlmanum.
Gamanaðsjá þig aftur ungfrú Andy. Ég vona, að þú komir fljórt
aftur. Ég á við fyrir fullt og allt.