Tíminn - 16.09.1981, Page 9

Tíminn - 16.09.1981, Page 9
Miðvikudagur 16. september 1981 „Nú riður á að fylgja þeim árangri eftir, sem náðst hefur, með enn frekari aðgerðum á næsta ári, þannig að verð- bólgan haldi áframað lækka. Þótt að 40% verðbólgustigið náist á þessu ári er verð- bólgan enn langt ofan við það sem viðun- andi má teljast”. Mest er um vert að miöað hefur irétta átt, ánþess að það hafi haft i fór með sér atvinnuleysi, en nú hefur hver hönd verk að vinna. Það má segja að á stjórnmála- sviðinu hafa menn nokkuð skipst i tvo hópa. Annar er sá sem vill ráðast til atlögu við verðbólguna, með aðgerðum sem hafa sem minnst umrót i þjóðfélaginu og sveiflur I atvinnulifi i för meö sér. Framsóknarflokkurinn hefur haft forustu um þessa stefnu, og hefur hún verið kölluð niðurtalning verðbólgu. Hún hefur borið árangur nú á siöustu misserum. 1 röðum stjórnarsinna nýtur þessi stefna nú almennrar viöurkenn- ingar. A hinu leytinu er svo stjórn- málaöfl.ef hægt er aö festa hend- ur á þeim fyrir deilum i stjómar- andstööunni, sem vilja ráðast á verðbólguna með ýmsum „hókus pókus”aðferðum,slá hana niður i einu höggi, eða vega aö ýmsum undirstöðuatvinnugreinum eins og t.d. landbúnaði i von um að slfkt lækni öll mein efnahagslífs- ins. 1 augum þessara manna er full atvinna ekkert höfuðatriði, hvaö þá byggðajafnvægi eða önnur félagsleg markmið. Þessi andstæðu sjónarmið takast nú á og munu takast á, og ládeyða sumarsins á stjórnmálasviðinu er aöeins lognið á undan storminum að þessu leyti. Höfuðatriðið er að telja niður verðbólguna i áföngum, með þvi að missa hvorki gengismál, vaxta- og verðlagsmál, eða launamál Ur böndunum og jafn- framt verði reynt af fremsta megni aö halda uppi fullri at- vinnu. Og ekki verði hörfað i sam- félagslegri þjónustu, jafnframt þvi sem atvinnulifið er eflt. Menn verða að skilja það aö allir þessir þættirerusamofnir og verða ekki skildir að. stefntaðþviað reksturinn verði á félagslegum grundvelli og svo mjög bundinn almenningi heima sem verða má. Sálir eins og Visis- svarthöfði tala um að miklu skemmtilegra hefi verið ef ein- staklingur hefði keypt. Þannig er jiú smekkurinn i svarta höfðinu. L NU stendur þannig á aö islensk- |ur iðnaður á i erfiðleikum. Út- fljutningsiðnaöur verður að þola 'sivaxandi kostnað, háa vexti o.s.frv. Sambandsmenn hafa vakið athygli á þeim erfiðleikum og talað um hallarekstur. Þá kemur fram aö Morgunblaðinu finnst það fjarstæða að samband- ið leggi fé í frystihúskaup meöan ullar- og skinnaiðnaður þess sé rekinn meö halla. Það eigi heldur að nota eigur sinar til að mæta hallarekstri iðnaðarins. Enda þóttiönaður S.Í.S. sé þýð- ingarmikill er hann ekki nema hluti af islenskum iðnaði. Þjóðin i heild þarf þess að fjárhagslegur grundvöllur sé fyrir þvi að vinna hráefni hennar, jafnt frá land- búnaðisem sjávarUtvegi sem og að unnt sé að reka ýmsan þjón- ustuiðnað fyrir framleiösluna. Þjóðin verður að ætlast til þess aö svo sé stjómað aö þetta sé unnt. Hreyfingar á verði gjaldmiðils einstakra viðskiptalanda mega ekki mismuna starfsgreinum svo að Islendingar hættiað geta unnið fyrirsér. Þaö er bæði vonlaust og vitlaust að ætlast til þess að áfram sé haldið endalaust meö vonlausan taprekstur. Það leysir engan vanda ti! frambúöar. Ef einhver heldur það er hann á valdi mikillar sjálfsblekkingar. Rétt er aö minna á það að i landinu er bæði ullariðnaður og skinnaiðnaður i höndum annarra en sambandsins. Þegar sam- bandsmenn tala um erfiðleika þessara iðngreina eru þeirað tala máli hinna eins og sin. Hér er ekki til umræðu afkoma Sambandsins i heild, heldur hagur og afkoma þýðingarmikilla iðngreina. Ýmislegter sagt i tengslum viö þessi málheldur grunnfærnislegt. En þó er þessi umræða öll lær- dómsrik. Hún ætti að geta verið almennt til leiðbeiningar um leiö og það sem gerist er merkilegur \itnisburður. Vel má skilja það að þeim sem skrifa Morgunblaöiö og Visi þyki það dapurleg staðreynd aö heiðarlegir Sjálfstæðismenn treysta samvinnuhreyfingunni best fyrir framtið byggða sinna og almennings þar. Það er hart bein að bita en staðreynd er staö- reynd hvort sem menn þola að bera eða ekki. H.Kr. ■ Ása ólafsdóttir á sýningu sinni á Kjarvalsstöðum. til þess við eigum lika hauk i horni i þessari grein i Sviþjóð. Hannyrðireiga sér langa sögu á Islandi. Vefnaður, útsaumur og siðarprjónaskapur. Enn er mikið unnið, ofið og saumað út. Hundr- uð, ef ekki þUsundir kvenna og karla hér á landi sauma úr sér augun, mynstur teiknuö i Dan- mörku, Þýskalandi og frá Niður- löndum, þvf islenska stefnu hefur vantaö. Þetta fólk ætti að skoða verk Astuólafsdóttur, þvi sýning hennar sýnir, að i landinu er að finna næg myndefni i vefnaði og aðrar hannyrðir. Þá gæti að þvi dregið, að viö eignuðumst á ný þjóölegan skóla i handavinnu. Blái drengurinn og HallarfrUin eru ágæt afþreying, en varla þess virði að menn saumiUr sér augun þeirra vegna. Jónas Guðmundsson 9 skrifad og skrafad Hagur neytenda að samvinnu- hreyfingin eflist ■ Forvitnilegt viötal við Erlend Einarsson, forstjóra Sambands islenskra sam- vinnufélaga, birtist i Morgun- blaðinu i gær, þriðjudag. Þar svarar Erlendur skilmerki- lega ýmsum sleggjudómum Morgunblaðsmanna um sam- vinnuhreyfinguna. Blaðamaöur Morgunblaðs- ins, sem reyndar er ekki nafn- greindur, spyr m.a. hvort það sé stefna Sambandsins ,,að kaupa upp eitt frystihús á ári I einkaeigu”, og fær eftirfar- andi svar: ,,Nú er stórtspurt og af litlu tilefni. Sannleikurinn er sá að það heyrir til algjörra undan- tekninga að Sambandið hafi keypt upp fyrirtæki i einka- eign. Þaö eruengar bollalegg- ingar uppi um kaup á frysti- húsum á vegum Sambandsins svo ég viti til. Hins vegar skiptir miklu máli hvaö fé- lagsmenn i einstökum byggðarlögum segja um þau mál. Ég er þeirrar skoðunar, að hlut Sambandsins i útflutn- ingi frystra fiskafurða megi ugglaust auka eitthvaö. Eins og alþjóö veit hafa hingað til aöeins tveir aðilar séð um sölu frystra fiskafuröa á Banda- rikjamarkaði. Ég tel þaö siöur en svo sjáifgefið að annar aöilinn eigi að hafa 75% og hinn aöilinn 25% af þessum markaði. En Ur þvi að þið Morgunbl aðsmenn gerið veður út af kaupunum á Suöureyri, þá vil ég geta þess, aö á s.l. fimmtán árum hafa ekki færri en fimm frystihús á vegum samvinnuhreyfingar- innar verið tekin yfir af einka- aðilum án þess að Morgun- blaðið ræki upp ramakvein, en á sama tima tók Sambandiö yfir viöskipti frá tveimur hUs- um, sem áður voru i einka- eign. Svo notað sé fótboltamál má þvi segja að staðan sé 5-2 fyrir einkaframtakið”. Með of litla hlutdeild á ýmsum sviðum Þá svarar Erlendur fullyrð- ingum Morgunblaösmanna um að samvinnuhreyfingin sé of stór hér á landi: „Hver segir að hún sé of stór? Ég tel að þaö sé hollt fyrir okkar þjóðfélag aö hafa öfluga samvinnuhreyfingu. Þau þjóðfélög skara fram Ur þar sem hún er öflug. I raun heföi ég tilhneigingu til að segja að samvinnuhreyfingin á tslandi væriof litil. Viö erum með litla hlutdeild á ýmsum sviöum. Sjötiu og fimm prósent af freðfiskútflutningn- um og sjötiu og fimm prósent af versluninni eru á vegum einkaaðila. Þetta talum að við séum of stórirá ekki viðrök að styðjast. En við biöjumst heldur ekki afsökunar á því sem við erum.” Og þegar Moggamenn hafa áhuga á þvi aö vita, hvort fjóröungur af verslun lands- manna sé ekki nóg fyrir sam- vinnuhreyfinguna, segir Erlendur: ,,Ot frá hagsmunum neyt- enda er það of litið. t Finn- landi t.d. hefur samvinnu- hreyfingin stærri hlut af versluninni. Finnst ykkur eitt- hvað athugavert við það að samvinnuhreyfingin hefði t.d. sama hlutfall af dagvöru- verslun i þéttbýlinu á Reykja- vikursvæðinu eins og hún hef- ur t.d. i Stokkhólmi, þar sem hennar hlutur er 20% ? Ég held að það væri hollt fyrir neyt- endur að við hefðum 20-30% á Reykjavikursvæðinu. Og viö skulum ekki gleyma þvi að á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru 16.000-17.00 0 félagsmenn i kaupfélögunum”. Samkeppni sam- vinnuhreyfingarinnar Þá fjallar Erlendur nokkuð um samkeppni þá, sem sam- vinnuhreyfingin veitir, og segir þá m.a.: ,,En hvernig kemur sam- keppni samvinnuhreyfingar- innar fram? Þaðer ekki fyrst og fremst Sambandiö sjálft sem á isamkeppniá markaðs- torginu heldur miklu fremur kaupfélögin 45 að tölu. Mester samkeppnin þó i þéttbýlinu og þá sérstaklega á höfuöborgar- svæöinu. 1 spurningu blaðsins er þvi slegið föstu, að fjöldi einstaklinga i atvinnulifinu eigi i örvæntingarfullri baráttu við veldi Sambands- ins. Þetta er fjarstæðukennd fullyröing. Mesta samkeppnin á sér stað milli einstaklinga innbyrðis vegna þess að á markaðnum hefur einka- reksturinn þrjá fjórbu hluta. Glöggt dæmi um þetta er að finna nýlega á Akureyri. Þar urðu einstaklingar I verslun, sem brotist höfðu áfram af dugnaði aö gefast upp eftir að einkaframtakið Hagkaup færði þar Ut kviarnar. Þaö er staðreynd að frjáls og hörö samkeppni getur oröiö miskunnarlaus og ýmsir geta átt um sárt að binda, sem lenda undir i samkeppninni. En fyrir alla muni ekki að skeila bara skuldinni á sam- vinnuhreyfinguna i þvi sam- bandi. A Stór-Reykjavikursvæðinu, stærsta markaði landsins er þaö samvinnuhreyfingin sem misst hefur markaðshlutdeild iverslun á liðnum árum. Sam- vinnufélögin veröa þvi ekki sökuð um það að hafa sýnt óbilgirni i samkeppni á stærsta markaöinum.” Elías Snæland Jónsson, ritstjóri, skrlfar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.