Tíminn - 16.09.1981, Qupperneq 10
Miðvikudagur 16. september 1981
Hagnýtar
upplýsingar
um fljótandi
olíur
■ Hjá Smjörliki h.f. fékk ég
blað, þar sem á voru hag-
nýtar upplýsingar um
fljótandi oli'ur. Þar segir:
Sólblómaolia er unnin úr
fræjum sólblómajurtar-
innar, og er rik af fjöló-
mettuðum fitusýrum. Goö til
steikningar á pönnu, þegar
aðeins á að nota oliuna einu
sinni. Einnig góö i
mayonnaise og salat
„dressing”. Inniheldur
a.m.k. 67% fjöl-ómettaöar
fitusjrur og E-vitamin.
Soyaolia er unnin úr hinum
hollu soyabaunum. ódýrasta
tegundin. Góð til steikingar
á pönnu, þegar aðeins á aö
nota oliuna einu sinni. Einnig
góð i mayonnaise og i salat
„dressing”. Inniheldur
a.m.k. 55% fjöl-ómettaðar
fitusýrur.
Kornolia eða maisolia er
unnin úr hinum ljúf-
fengum maisstönglum. Góð
til steikinga á pönnu og djúp-
steikingar. Geymist betur en
soyaolia og sólblómaolia.
Gefur gott bragð, bæði i
mayonaise og salat
„dressing”. Góð i marin-
eringskryddlög og sem grill-
olia. Inniheldur a.m.k. 52%
fjöl-ómettaðar fitusýrur.
Jarðhnetuolia er unnin Ur
jarðhnetum (peanuts).
Geymist vel, þránar seint.
Frábær til steikingar á
pöpnu og djúpsteikningar,
bæði vegna hins ljúfa bragðs
og einnig hversu vel hún
geymist. Sjálfsagter að nota
jaröhnetuoliu i allan mat,
sem geyma á lengi, jafnvel
þann sem frysta á. Mjög góð
i mayonnaise, salat
„dressing”, marinerings-
kryddlög og sem grillolia.
Inniheldur a.m.k. 22% fjölo'-
mettaöar fitusýrur.
Olifuolia er svokölluð
„jómfrúr” olifuolia, sem er
úr fyrstu pressun olífuberj-
anna. Olifuolia hefur sér-
stakt suðrænt bragð og ilm
og er hún þvi talin mjög góö i
salöt, en siöur i mayonnaise.
Oli'fuoliaer frábærsem grill-
olia og sem undirstaða i
hverskonar krydd-
marineringslög. Inniheldur
a.m.k. 10% fjöl-ómettaöar
fitusýrur. —AKB
Rannsóknir á matvælum hér á landi takmarkadur:
vÞad vantar
baeði tæki
og starfslið”
segir Hrafn V. Fridriksson, yfirlæknir Heilbrigðis-
eftirlitsins, um Matvælarannsóknir rlkisins
■ Matarolia hefur verið mikið i
fréttum á þessu ári eftir að marg-
ir veiktust af völdum eitraðrar
oliu á Spáni. Þar hafði veriö seld
iðnaðarolia sem ólivuolia, en
olivuoliu nota Spánverjar mikið
til allrar matargerðar. Þetta vek-
ur ýmsar spurningar. Er gölluð
olia á.markaðnum viðar iheimin-
um sem veldur ef til vill ekki
svæsnum einkennum eins og á
Spáni, en einhverjurn eitrunar-
eða ofnæmiseinkennum? Er olian
eins holi og af er látiö? Hvaðan
kemur sú olía, sem er hér á
markaöi á Islandi?
Égspurði HrafnV. Friðriksson,
yfirlækni Heilbrigöiseftirlits rik-
isins um það, hvort mataroliur
væru rannsakaöar áður en þær
færu á markað hér.
,.Það gildir um þær eins og öll
önnur matvæli, sem eru flutt inn,
að þær eru á ábyrgð innflytjand-
ans. Innflytjendur eiga að vita,
hvaða reglur gilda hér um slikar
vörur. Reglurnar eru augljósar
og auðskildar og eru i reglugerð
nr.250/1976. 1 viðauka við þá
reglugerð er fjallað um feitmeti
og oliur og eru talin upp leyfð -
aukaefni.
En mataroliur hafa ekki verið
teknar fyrir né rannsakaðar neitt
sérstaklega. Við höfum reynt eft-
ir þvi, sem við höfum haft mögu-
leika á að kanna sérstaklega,
hvort einstakar neysluvörur væru
eitthvað öðruvisi en lög segja til
um, en venjulega að gefnu tilefni.
Matvælaeftirlit er fólgið i þvi
m.a. aö taka sýni og láta rann-
saka, hvort innihaldiö sé í sam-
ræmi við lög. Það hefur ætið veriö
að sýni eru tekin til efna- og
gerlarannsókna ef ástæða er til.
En þvi miður eru efnarannsókn-
irnar mjög takmarkaöar vegna
þess að bæði vantar tæki og
starfslið. Matvælarannsóknir rik-
isins voru settar á stofn 1977. -
Verkefni þeirrar stofnunar er
fyrst og fremst að rannsaka mat-
væli og neysluvörur fyrir heil-
■ Hrafn V. Friðriksson
brigðiseftirlit i landinu. Þar eiga
aö fara fram bæði gerlafræðileg-
ar rannsóknir og efnafræöilegar
rannsóknir. Stofnunin hefur séð
um gerlafræðilegar rannsóknir á
matvörur og neysluvörum, en
hefur enn ekki getað veitt þá
þjónustu að rannsaka matvæli
með tilliti til efnainnihalds.
Starfsmenn stofnunarinnar geta
ekki annað þvi að rannsaka
gerlafræðilega öll sýni sem þeir
fá, svo aö þær rannsóknir eru
heldur ekki fullnægjandi fyrir
heilbrigöiseftirlit i landinu. Or-
sakir þess, að Matvælaeftirlit
rikisins getur ekki veitt þá
þjónustu sem lög gera ráð fyrir,
er skortur á rekstrarfé og
nægjanlegu starfsliði”.
„Hefur Heilbrigðiseftirlit rikis-
ins nóg starfslið?”
„Hvað okkur varðar þyrftum
við að hafa þrisvar sinnum fleira
starfsfólk til að geta veitt full-
nægjandi þjónustu.
Við stofnunina starfaauk min 4
heilbrigðisráöunautar og tveir
ritarar. Starfseminni eins og hún
er i dag, má kannski skipta I tvo
aðalflokka. Viö erum með mót-
svarandi deildaskiptingu, þannig
aö tveir heilbrigöisráðunautar
eru ábyrgir fyrir matvæla-og
hreinlætisdeild og tveir fyrir um-
hverfis-og tæknideild. Stærstu
verkefni innan matvæla og
hreinlætisdeildar eru matvæla-
eftirlit og okkar afskipti þar af
eru fyrst og fremst tengd reglu-
gerð nr. 250/1976, og það sem við
höfum aðallega afskipti af eru
merkingar og þar með talin inni-
haldslýsing á matvörum og auka-
efnanotkun i matvæli. Þessi þátt-
ur er orðinn svo viðamikill að
ekki veitir af a.m.k. tveimur
starfsmönnum til að veita upplýs-
ingar og lágmarksþjónustu, hvað
þennan þátt varðar.
Viðhöfum á siöari árum haft vax
andi og veruleg afskipti af ein-
stökum matvælategundum, sem
hafa verið á boðstólum hér. Þessi
starfsemi er mjög timafrek, t.d.
var mjólkur reglugerðin griðar-
lega mikiö verkefni. Arið 1970,
þegar Heilbrigðiseftirlit rikisins
var stofnað, var lagt niður
Mjólkureftirlit rikisins og einnig
Gisti og veitingareftirlit rikisins
og sameinaö Heilbrigðiseftir-
litinu. Fyrstu heilbrigöisráðu-
nautar stofnunarinnar voru fyrr-
verandi starfsmenn Mjólkureftir-
litsins og Gisti-og veitingarstaða-
eftirlitsins.
í sambandi viö umhverfis-og
tæknideild þá sjáum við um
starfsleyfistillögur og mengunar-
varnir vegna verksmiöjureksturs
og þar sé ég framástórvandræði
með tilliti til þeirra fjölda verk-
efna,sem ivændum eru, en fyrir-
hugaö er að reisa fjöldann allan
af verksmiðjum stórum og
‘ v-n
Nr. Matvæli Aukefnaf1okkur Náttúruleg Gervi Akvæði um hámai'k og athugasemdir
XI.3 Föst og fljótandi dýrafita (lýsi, meðalalýsi, hert lýsi, mör, tólg, flot, hamsatélg, hnoðaður mör, svína feiti, hvalsspik, rengi, hert land- dýrafita, o.fl.) ÞRáAVARHAREFNI, Tékoferol L-As korbinsýríy L-Askorböt / Einfosföt ÖNBINDAR L-Askorbýl fitu< sýrursterar s Isóprópýl- i sítrat 4 Einglyseríð-T sítrat + 2öo mg/kg loo mg/kg 2oo mg/kg loo mg r.s.P^O^
ROTVARNAREFNI Bensósýra Bensóöt Sorbinsýra Sorböt p-Hydroxýbensó-. sýrue3terar og/ natríumsölt Alls 1 g/kg 3oo mg/kg
ÞRJÍAVARNAREFNI Tókoferól L-Askorbinsýra) L-Askorböt > L-Askorbýl- v fitus.esterar J 5oo mg/kg 2oo mg/kg
BINDI-,LÍtíEFNI Karragenan Fúrsellaran Sellulósa- sambönd Gelatín- sambönd Sin-^tvíglyser- íðesterar Fjölglyserol- esterar fitus. Pólvoxýetýlen (2o)-sorbitan- esterar Própýlenglýkol- esterar Fitusýrue3terar sorbitols Steroýllaktýl- öt Alls 2 g Bindi-, og 2 g iímefnl /kg majonne3, en 2o g bindi- lo g' límefni 1 ani'.að fcitmeti.
LITAREFNI Eins og XI.2
■ Töflur þessar eru úr reglugerö nr. 250/1976 og sýna aukaefni I fastri
og fljótandi dýra- og jurtafitu.
!!r. .Matvmli Aulcef naf 1 okkur Máttúruleg Gervi Akvæði um hámork og 'athugasemdir
BIKDIEPIU Ein-ú: tví- 1 glyseríðesterad Fjölglýserol- ) esterar fitusj Pr6pýlenglýkol4 esterar J Fitusýruesterari sorhitols / A115 2o g/kg lo g/kg '2 g/kg 2 g/kg lo g/kg
ÍÚS EP3I Oxýstearín Dímetýlfjöl- \ siloxan } 1.25 g/kg lo mg/kg
LITAHEFNI Eins og XI.2
BRAGÐEFNI BragÖgjafar úr jurtaríkinu, upprunalegir kjarnar Aðeins f bragðbœtt lvsi
XI.4 PÖst og fljótandi jurtafita(jurta- ÞR.ÍAVARNAKEFHI, JöNBHÍDAR Eins og XI.3
olíur, jurtafeiti, • hertar jurtaolíur, o.fl.) BINDIEPNI Eins og XI.3 aðeins f jurta- feiti
ÍMS EFNI Eins og XI.3 aðeins í jurta- feiti
LITAREFNI Eins og XI.2
BRAGIEFNI Bragðgjafar úr jurtaríkinu, upprunalegir kjarnar og bragðefni og eftirlíkingar þeirra.
Hvaðan
fáum við
matar-
olíur?
■ Marinó Þorsteinsson hjá
Smjörliki h.f. sagði, að þeir
keyptu allar sinar mataroli-
ur frá Danmörku og Noregi
frá mjög ábyrgum fyrirtækj-
um. Þar væri efalaust fylgst
með gæöum oliunnar, áður
en hún væri send til kaup-
enda. Hér aftur á móti væri
matarolian ekki rannsökuö,
enda heföu ekki komið fram
neinir gallar, sem gæfu til-
efni til sérstakrar rannsókn-
ar.
Smjörliki h.f. selur
margar tegundir af matar-
olium og þær eru: sólblóma-
olia, soyabaunaolia, jarð-
hnetuolia, kornolia og ólivu-
olia. Soyabaunaolian selst
mest, enda hefur hún verið
lengst á markaönum. Hún er
mikið notuð til að steikja úr,
t.d. franskar kartöflur.
Matarolia er viðkvæm
vara og fær verksmiðjan
oliusendingar á 10 daga
frestiutan frá. Olian er siðan
flutt i verslanir á Stór-
Reykjavikursvæðinu tvisvar
i viku, en sjaldnar út á land.
Ekki er kominn dagstimpill
á mataroliu, en auðfundið er,
ef olian er skemmd. Þá er
vond lykt af henni og hún
gruggast.
Mataroliaer i mjög mörg-
um matvörum, sem við
borðum daglega, t.d. smjör-
liki, sósum og salötum,
majónesi, jurtais, súkkulaði,
ýmiss konar sælgæti og ýms-
um niðurlögðum mat svo
nokkuö sé nefnt. Einnig er
hún I sápum og snyrtivörum.
Sigurður Herlufsen, fram-
kvæmdastjóri Faxafells,
sagði að þeir flyttu inn
mataroliur i smásöluumbúð-
um frá fyrirtækinu Castus i
Danmörku. Oliutegundimar
væru maisolia, sólblómaolia,
„jómfrúr” olivuolia og vin-
berjasteinaolia. Sólblóma-
olia og olivuolfan eru kald-
pressaðar, en það gefur betri
gæði. Siguröur sagðist
reikna með aö öll matarolia
væri rannsökuð hjá Castus
fyrirtækinu, en hér væri þaö
ekki gert. Castus fyrirtækiö
leggur áherslu ^a' að varan
sé i' hæsta gæöaflokki og lif-
rænt ræktuð eins og mögu-
legt er i menguðum heimi.
smáum hér á landi. Stjórnvöld
hafa haft i undirbúningi byggingu
og rekstur stóriðju en á sama
timahafa ekki verið geröar ráð-
stafanir til að sú stofnun, sem á
aö vinna að nauösynlegum starfs-
leyfistillögum og gera nauösyn-
legar ráðstafanir til varnar hvers
konar mengun, geti rækt hlutverk
sitt.
Fyrirbyggjandi aðgerðir, sem
miöa að þvi að koma i veg fyrir
sjúkdóma og sjúkleika er svo
erfitt að meta i beinhörðum
peningum. En þvi betra, sem
heilsufar þjóðarinnar er, þvi af-
kastameiri eru starfsmenn
hennar og þvi meiri likur á, að
mannlif veröi betra á Islandi.