Tíminn - 29.09.1981, Qupperneq 11
Þriöjudagur 29. september 1981
Svo er aö sjá sem a.m.k. 7 stór-
gos hafi átt sér staö milli 7000 og
8000 f. Kr., en hvar er ekki vitaö.
Eftir 8000 f. Kr. er erfitt aö á-
kvaröa árlögin, en unnt er aö
meta aldirnar gróflega.
Oxygen hlutföllin gefa lika til
kynna tilhneigingar til loftslags-
breytinga á löngum tima. Hlý-
viörisskeiö, þegar birkitré kvikn-
uöu til lifs skamman tima i Dan-
mörku á miöri siöustu isöld, er
sýnilegt i lögum, sem eru álitin
11.000-11.800 ára gömul.
önnur visbending, sem stuöst
er viö viö áratalningu og mat á
fyrra loftslagi, er hversu margir
hundraöshlutar hvers árlags hafa
bráönaö aö sumarlagi. Visinda-
menn viö rikisháskóla New
York-fylkis i Buffalo hafa komist
aö raun um aö slik lög er hægt aö
rekja 2.200 ár aftur i timann.
Sumarbráönunin gefur til
kynna aö þaö hafi veriö óvenju-
lega hlýtt á timabilinu 950-1400 e.
Kr., þegar vikingar liföu góöu lifi
á austurströnd Grænlands. Vis-
indamenn halda þvi fram, aö á
hinni svokölluöu litlu isöld i Evr-
ópu og Noröur-Ameriku hafi veriö
kaldara en endranær á Græn-
landi, en munurinn hafi ekki veriö
óhóflegur.
1966 boruöu menn á vegum
bandariska hersins niöur á botn
Grænlandsissins viö Century her-
stööina á Noröur-Grænlandi.
Dýpt þeirrar holu var 4.511 fet, en
viö Dye 3. 6.600 fet. Ekki hefur
oftar veriö boraö til botns Græn-
landsiss.
Ishellan á Suöurheimskauts-
landinu hefur einnig veriö boruö i
gegn. Fleiri gegnboranir hafa
ekki fariö fram.
Viö Dye 3 er eitt aöalkappsmál-
iö aö finna aöferö til aö „lesa”
timasetningar breytinga i neðstu
lögum issins. 1 geymslu þar og i
Buffalo (en þangað er meirihluti
borkjarnans fluttur á endanum)
er aö finna ómetanlegar upplýs-
ingar um loftslag liöinna alda,
breytingar á samsetningu and-
rúmsloftsins, eldgos og aðra at-
burði.
Hins vegar eru þessi neðstu lög
svo þunn, aö þau viröast ósundur-
greinanleg. Neösti isinn er svo
gamall, að ekki er unnt aö aldurs-
greina hann meö mati á innihaldi
hans af carbon 14 (kolefni). Meö-
al þeirra, sem leita nýrra aldurs-
greiningaraöferöa eru visinda-
menn frá háskólanum i Bern i
Sviss.
Einn þeirra, Bernhard Stauff-
er, álitur að e.t.v. megi aldurs-
ákvarða, a.m.k. gróflega, meö
sameiginlegum mælingum á
tveim isótópum með lengri
geislavirkni en carbon 14 —
chlorine 36 og beryllium 10.
Marvislegar greiningar eru
gerðar i neðanissrannsóknastof-
unum aö Dye 3. Leysigeisli er not-
aöur til að finna rykkorn, þegar
vatn er dregiö úr issýnunum. Súr-
inn i vatninu er lika mældur. 1
næsta klefa eru tvö rafskaut
dregin eftir kjarnanum endilöng-
um, eftir aö flis utan af honum
hefur verið söguö af og send til
greiningar i Danmörku. Þessi aö-
ferö leiöir i ljós breytingar á
leiðni, sem gefa til kynna timabil
með súrri úrkomu.
1 „hreinu herbergi” vinna
tæknimenn klæddir hvitum slopp-
um að þvi að höndla ævaforna
loftið, sem losnar viö bráönunina
og greina sýnin i leit aö visbend-
ingum um umhverfisbreytingar i
fyrndinni, svo sem eins og sinki,
blýi, súlfötum og klóriðum.
Magniö af lofti, sem losnar viö
bráönunina, þaö er oftast um 10%
af sýninu, gefur til kynna hæö
yfirborðsins, þegar isinn varö til.
Þvi hærri, sem lega staöarins
var, þvi þynnra er loftiö og minna
magn af þvi i sýninu.
Að sögn dr. Stauffer er visinda-
mönnunum ráögáta sú uppgötv-
un, hversu litið af koltvisýringi er
að finna i loftinu, sem fraus i i'sinn
á sföustu Isöld. Hann segir aö I is
sem myndaöist fyrir iönbylting-
una sé að finna 275 hluta per mill-
jón. Hlutföllin nú á timum eru 331
hluti per milljón og sökum mikill-
ar brennslu eldsneytis i heimin-
um fer það enn vaxandi i þaö
miklum mæli, aö þaö kann aö
breyta loftslagi. A isöld var hlut-
falliö hins vegar ekki nema 200
hlutar per milljón.
Ef skýring á þessu finnst, gæti.
hún hjálpaö viö aö fást viö breyt-i
ingar I framtiðinni.
11
fréttir
Yfirborgadir starfsmenn fyrirtækja:
EIGA EKKI RÉTT A UMSAM-
INNI HÆKKUN TAXTAKAUPS
■ „Eiga starfsmenn einstakra
fyrirtækja sem yfirborgaðir eru,
kröfu á fullri umsaminni hækkun
taxtakaups eftir nýja kjarasamn-
inga? Þetta atriöi hefur valdiö
deilum og hefur Félagsdómur
dæmt I einu siiku máii fyrir
nokkru, aö þvi er fram kemur i
VSt-tiöindum.
Málavextir eru þeir, að árin
1976 og 1977 réðust tveir menn til
starfa sem verkstjórar hjá
ákveðinni skipasmiðastöð. Voru
þeir frá upphafi yfirborgaðir
samkvæmt kauptaxta yfirverk-
stjóra, en slika verkstjórn höföu
þeir þó aldrei meö höndum.
Við samningsgerð haustið 1980
var gerð tilraun til að hækka
skráð taxtakaup til samræmis við
yfirborganir sem mjög voru þá
orðnar tiðkaðar, þannig að taxtar
hækkuðu um alit að 20%. Þeim
samningi fylgdi hins vegar yfir-
lýsing um, ab samningsaðilar
væru sammála um, að hækkanir
á kauptöxtum m.a. vegna
breyttrar flokkaskipunar gefi
ekki tilefni tilhækkunar á greiddu
kaupi þeirra, sem fyrir samn-
ingagerðina fengu greitt jafnhátt
kaupeða hærra en hinn nýi launa-
taxti fyrir viðkomandi starf. Eng-
inn skyldi þó hækka um minna en
16.300 kr. fyrir fulla dagvinnu.
I viökomandi skipasmiðastöð
höfðu sveinar veriö yfirborgaðir
og kaup þeirra — sem verkstjóra-
taxtar mibast við — hækkaði þvi
mun minna en svaraði umsam-
inni hækkun kauptaxtanna. I
samræmi við það hækkaði kaup
verkstjóranna einnig minna. Þvi
vildu hinir tveir fyrrnefndu ekki
una og visuðu m.a. til svohljóð-
andi ákvæðis i kjarasamningum
sinum: „Einstakir verkstjórar
haldi þvi kaupi sem þeir hafa, þó
hærra sé en samningur þessi ger-
ir ráð fyrir”.
1 áliti Félagsdóms segir, að
hann hafni þeim skilningi stefn-
anda að orðið „kaup” i grein
þessari beri ab túlka sem kaup-
taxta, en telji að það verði að
skilja sem útborgað kaup. Var
skipasmlðastöðin þvi sýknuö af
kröfum stefnanda.
—HEI
nSVEGNAER
SKYLDU
1
. EM HAGSTfEBASTA
AVOXTUN SHUUFIAR1DAG?
Vegna þess að húsnæðislöggjöfinni hefur verið breytt,
þannig, að nú gilda eftirtalin kjör í aðalatriðum
um ávöxtun skylduspamaðarfjár:
1. Það er full verðtryggt með
lánskjaravísitölu.
2. Vísitölutryggingin er
reiknuð út mánaðarlega
á inneign hvers og eins.
3. Fjárhæð sú, sem
vísitölutryggingin
myndar í hverjum
mánuði fyrir sig, er lögð
við innistæðuna í byrjun
næsta mánaðaráeftir.
4. Skyldusparnaðarféð er
skattfrjálst með öllu.
5. Vextirnema2,0%áári.
Samkvæmt þessum kjörum verður ávöxtun ákveðinnar inneignar
í skyldusparnaði sem hér segir (svo að dæmi sé tekið):
Kr.3.950,00 eru lagðar inn á skyldusparnaðarreikning í
Byggingarsjóði ríkisins íjúlí 1980.
Ári síðar, í júlí 1981, hefur þessi fjárhæð hækkað í kr. 5.952,00.
Fjárhæðin hefur því hækkað um 50.94% á 12 mánaða tímabili.
Auk þess er hún skattfrjáls með öllu.
Af þessu má sjá, að ein hagstæðasta ávöxtun sparifjár, sem ungt fólk á kost á nú,
er í skyldusparnaði Byggingarsjóðs 'ríkisins.
Þess vegna skal ungt fólk, sem tekur þátt í skyldusparnaði, hvatttil að:
•taka inneign sína í skyldusparnaði ekki út, þótt fyrir hendi sé réttur til þess,
nema brýn nauðsyn krefji.
•fylgjast rækilega með því, að atvinnurekendur greiði tilskilinn hluta launanna
inn á skyldusparnaðarreikning hvers sparanda fyrir sig.
MUNIÐ: Skylduspamaður nú getur gert íbúöarkaup möguleg síðar.
1 lúsnæöisstoínun ríkisins